Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 2
2 Fréttir 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Sjálfstæðismenn
í sjokki
3 Sjálfstæðis-flokkurinn
er með álíka
mikið fylgi og
hann mældist
með í nóvem-
ber árið 2008,
skömmu eftir að
íslenskt fjármálakerfi hafði hrunið
til grunna og kreppan haldið innreið
sína. Flokkurinn mælist með aðeins
22,4 prósent í þjóðarpúlsi Gallup
en það er minna fylgi en flokkurinn
fékk í þingkosningunum árið 2009.
Samkvæmt heimildum DV ríkir mik-
il ólga meðal flokksmanna vegna
þessa og hafa áhrifamenn innan
Sjálfstæðisflokksins þrýst á formann
og framkvæmdastjóra flokksins að
stíga til hliðar.
Sigurvegari
Mottumars látinn
2 Vilhjálm-ur Óli
Valsson, sig-
urvegarinn í
Mottumars og
sjúkraflutn-
ingamaður,
er látinn eft-
ir hetjulega
baráttu við
krabbamein í
vélinda. Vilhjálmur Óli skilur eftir
sig eiginkonu og fjögur börn. Hann
lést að kvöldi laugardags 30. apr-
íl á Landspítalanum 41 árs að aldri
eftir að hafa glímt við sjúkdóminn
í um eitt ár. Vinir hans lýsa honum
sem heilsteyptum manni í alla staði.
Hann safnaði sautján hundruð þús-
und krónum til baráttunnar.
Dósent sleppur
við skuldir
1 Íslandsbanki og Landsbanki
þurfa að afskrifa
kröfur upp á ríflega
hálfan milljarð í
þrotabú H-60 ehf.
Félagið var í helm-
ingseigu Birgis Þórs
Runólfssonar, dós-
ents í hagfræði við
Háskóla Íslands og varamanns
í bankaráði Seðlabanka Íslands, og
eiginkonu hans, Guðlaugar Matthías-
dóttur, í gegnum félagið S-14 ehf.
Sigurður Ásgrímsson átti helmings-
hlut á móti hjónunum í H-60 en lán-
veitingar til þess félags voru meðal
þess sem Fjármálaeftirlitið gerði
alvarlegar athugasemdir við í skýrslu
sinni um störf Sparisjóðs Keflavíkur.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Þ
að sem ég heyri er að andinn
í fólkinu hér er sá að gömlu
gildi Sjálfstæðisflokksins
verði aftur ráðandi í flokkn-
um, fólki finnst að gömlu
gildin hafi svolítið tapast á leiðinni.
Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ vilja
að flokkurinn sé flokkur allra stétta
og að grunngildin séu í lagi,“ segir
Guðjón Magnússon, formaður Fé-
lags sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ,
aðspurður um mat sjálfstæðismanna
í bænum á því hvað beri að gera til
að auka fylgi flokksins í aðdraganda
komandi kosninga til Alþingis.
Talsverð spenna ríkir nú í her-
búðum sjálfstæðismanna vegna
slælegrar útkomu flokksins í skoð-
anakönnunum. Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
ræddi meðal annars þessa erfiðu
stöðu flokksins í tölvubréfi til sjálf-
stæðismanna í vikunni. „Þjóðarpúls
gærdagsins olli okkur sjálfstæðis-
mönnum vonbrigðum. Sú staða að
mælast fjórum vikum fyrir kosn-
ingar með 22,4% fylgi er eitthvað sem
við hefðum fyrir einungis sex vikum
talið óhugsandi. Frá því í júní 2010
höfum við ekki farið niður fyrir 33%,
hæst fórum við í maí í fyrra í 39,3%
og í janúar á þessu ári mældumst við
með 35,5% fylgi,“ sagði Bjarni í bréf-
inu.
Forystan má ekki veikja flokkinn
Forsvarsmenn flokksins hafa haldið
fundi í Valhöll út af fylgishruninu
og hafa verið kallaðir til menn til að
auka kraftinn í auglýsinga- og kynn-
ingarherferðum flokksins, meðal
annars Karl Pétur Jónsson almanna-
tengill.
Spennan innan Sjálfstæðisflokks-
ins hefur meðal annars orðið til þess
að flokksmenn hafa rætt leiðir til úr-
bóta. Ein af þeim leiðum sem heyrst
hefur að sjálfstæðismenn ræði sín
á milli er sú að Bjarni sjálfur stígi til
hliðar sem formaður og að Hanna
Birna Kristjánsdóttir leiði flokkinn í
kosningunum. Guðjón segir að þetta
hafi verið rætt hjá sjálfstæðismönn-
um í Mosfellsbæ. „Já, maður hefur
heyrt það. Fólk ræðir saman í sínum
eldhúskrókum,“ segir Guðjón.
Guðjón segir hins vegar að best
væri að fara í gegnum kosningarnar
með núverandi forystu en að for-
ystan megi þó ekki vera þess valdandi
að fólk vilji ekki kjósa flokkinn. „Best
væri ef flokkurinn gæti verið flokkur
allra stétta með núverandi forystu og
að ekki verði ruglað í því fyrir kosn-
ingar.“
Guðjón segir hins vegar að engar
umræður hafi verið um það meðal
sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ að
gera ætti kröfu um það að Bjarni stigi
til hliðar sem formaður í aðdraganda
kosninga. „Nei, ekkert slíkt,“ segir
Guðjón.
Vitjunartími Bjarna
Ónafngreindur, flokksbundinn sjálf-
stæðismaður á höfuðborgarsvæðinu
segir að um það sé rætt í flokknum að
Bjarni Benediktsson hefði átt að stíga
til hliðar sem formaður. „Margir eru
búnir að tala um það að Bjarni hefði
átt að þekkja sinn vitjunartíma og
stíga til hliðar og axla sína ábyrgð eins
og aðrir,“ segir sjálfstæðismaðurinn.
Hann segir að viðhorfið byggi
meðal annars á því að Bjarni hafi
tekið það mikinn þátt í íslensku við-
skiptalífi á árunum fyrir hrunið í
gegnum olíufélagið N1 og að þeir
gjörningar hafi endað með stór-
felldum skuldaafskriftum. „Þetta
viðhorf endurspeglar ástandið í
samfélaginu: Fólk berst í bökkum
út af skuldum en svo hefur Bjarni
tekið þátt í því sem hann hefur hef-
ur gert. Það er eitt að vilja að hafa
Bjarna áfram af því hann á eftir að
spreyta sig og er flottur en það er svo
annað mál hvort þetta er raunhæft.
Þetta verður aldrei gott; þetta verður
aldrei í lagi,“ segir sjálfstæðismaður-
inn og vísar meðal annars til þess að
Bjarni hafi selt hlutabréf sín í Glitni
í febrúar 2008 og hafi því ekki tapað
þeim fjármunum sem hann lagði í
kaupin.
„Berjumst saman“
Í bréfi sínu til sjálfstæðismanna á
miðvikudaginn skoraði Bjarni á sjálf-
stæðismenn um allt land að standa
saman í aðdraganda kosninganna.
Yfirskrift bréfs Bjarna var berjumst
saman: „Við verðum að leggjast á
árarnar, öll sem eitt. Frambjóðendur
okkar eru tilbúnir að koma til fund-
ar við fólk um allt land og beiðnir um
það má senda á fundur@xd.is, hvort
sem um er að ræða fundi í heima-
húsi, á vinnustað eða við önnur tæki-
færi. […] Þetta er barátta sem verður
að vinna maður á mann. Við þurfum
að ná aftur heim okkar fólki sem nú
gefur sig upp á önnur framboð.“
Sjálfstæðismenn virðast því
ætla að standa saman og „ berjast
saman“ fyrir kosningarnar í lok
mánaðarins, með Bjarna við stjórn-
völinn. Staða hans á formannsstóli
til framtíðar mun svo alfarið velta á
því hver útkoma Sjálfstæðisflokks-
ins verður í kosningunum. Bíði
flokkurinn afhroð verður það með-
al annars rakið til Bjarna og mun
hann væntanlega þurfa að axla sína
ábyrgð á því. n
„Best væri ef flokk-
urinn gæti verið
flokkur allra stétta með
núverandi forystu.
Flokksmenn hugsi
yFir stöðu Bjarna
n Sjálfstæðismenn spýta í lófana fyrir kosningarnar n Ólga í flokknum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Berjumst saman“ Bjarni Benediktsson sendi tölvupóst með baráttuorðum til sjálf-
stæðismanna í vikunni. Margir flokksmenn eru hugsi yfir stöðu hans og áhrifum viðskipta-
gjörninga hans á stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum.
„Förum
vandlega yfir
þessi mál“
„Ég ætla ekki að hrapa að neinum
ákvörðunum. Við förum vandlega
yfir þessi mál, það munu menn
eflaust gera hjá embætti lögreglu-
stjórans á höfuðborgarsvæðinu
en fyrst og fremst er það ríkis-
saksóknari sem hefur málið
með höndum,“ sagði Ögmundur
Jónasson í kvöldfréttum RÚV á
fimmtudaginn um þá kæru sem
Erla Bolladóttir hefur lagt fram á
hendur yfirmanni í lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. Ögmundur
var spurður hvort manninum
yrði vísað tímabundið úr starfi
eða hann færður til í starfi vegna
kærunnar.
Erla hefur kært manninn fyrir
meint brot sem hann framdi er
hann var rannsóknarlögreglu-
maður og rannsakaði Geirfinns-
málið. Hún sakar manninn um að
hafa nauðgað sér í klefa í Síðu-
múlafangelsinu, á meðan að hún
sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Óvissustigi
aflétt við Heklu
Almannavarnir og lögreglustjórinn
á Hvolsvelli hafa aflétt óvissu-
stigi við Heklu. Engar breytingar
hafa mælst á gasi og hita við há-
tind Heklu í kjölfar hræringa sem
urðu í fjallinu í mars. Enn fremur
hafa þenslumælingar í borholum
ásamt samfelldum GPS-mælingum
ekki sýnt nein mælanleg merki um
breytingar á jarðskorpuhreyfingum.
Skjálftavirknin í síðasta mánuði
kann að hafa orsakast af auknum
þrýstingi vegna kvikusöfnunar und-
ir Heklu. Hins vegar bendir hvorki
skjálftavirkni né aðrar mælingar síð-
an þá til aukinnar virkni við Heklu
og engin merki sjást um yfirvofandi
gos. Veðurstofan breytti því litakóð-
anum í grænan á fimmtudaginn,
sem er eðlilegt ástand.