Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Formaðurinn úr leik n Guðmundur Franklín ekki kjörgengur Þ etta eru bara mín mistök,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, en í ljós kom á fimmtudaginn að hann er ekki kjörgengur og því getur hann ekki boðið sig fram til Alþingis. Guð­ mundur Franklín hefur verið bú­ settur erlendis og á fimmtudaginn var hann að flytja lögheimili sitt til Íslands. „Ég var uppi í þjóðskrá í morgun og þá kom þetta í ljós,“ segir Guð­ mundur í samtali við DV á fimmtu­ deginum. „Ég kaus í stjórnlagaráðskosn­ ingunum og sótti þá um að komast á kjörskrá. Ég stóð í þeirri mein­ ingu að ég væri á kjörskrá – ég hélt að þetta dygði í fjögur ár. En núna er lögmaðurinn minn að athuga málið, hvort við getum kært inn á kjörskrá. Þannig að við sjáum bara hvað setur með það,“ segir Guð­ mundur enn fremur. Í versta falli verður nýr oddviti fenginn til í Suðvesturkjördæmi fyrir flokkinn. „En flokkurinn breytist ekkert. Ég berst áfram með flokknum og verð áfram formaður,“ segir Guðmundur. „Ég verð þá bara ekki á þingi.“ Guðmundur segir flokksmenn hafa verið upptekna við að hugsa um stefnumál flokks­ ins og því hafi þetta atriði einfald­ lega gleymst. „Við erum bara búin að vera svo upptekin að hugsa um lausnirnar.“ Fylgi flokksins hefur mælst 2–4 prósent í könnunum MMR og Capacent Gallup. n simon@dv.is Lést í slysi í Breiðdal Litla stúlkan sem lést í fjórhjóla­ slysinu í Breiðdal á sunnudag hét Lilja Rán Björnsdóttir. Hún varð þriggja ára 2. febrúar síð­ astliðinn. Hún var til heimilis að Tjarnarlöndum 22 á Egils­ stöðum. Faðir hennar heitir Björn Jónsson og er frá Laug­ um í Reykjadal í Suður­Þing­ eyjarsýslu, móðir hennar heitir Sigrún Ragna Rafnsdóttir og er frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Lilja Rán átti tvær systur, Sunn­ evu Rós og Guðný Ósk. Braut gegn unglingi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga unglingi, sem leitað hafði til mannsins í neyð, ítrekað. Brotin áttu sér stað frá árinu 2000 til nóvember 2001 þegar unglingurinn var aðeins 14 ára. Brotin áttu sér stað á heimili mannsins þar sem hann not­ færði sér yfirburðastöðu sína gagnvart unglingnum til að brjóta gegn honum eftir að ung­ lingurinn hafði leitað til manns­ ins eftir að fjölskylda hans hafði misst húsnæði sitt. Unglingurinn fékk húsaskjól, mat og peninga fyrir nesti í skól­ anum hjá manninum auk þess sem maðurinn hélt fíkniefnum að ungmenninu. Það var í nóv­ ember 2010 sem unglingurinn steig fram og kærði brot manns­ ins. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en var fundinn sekur og þarf að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. S jóðstýringarfyrirtækið GAM Management, GAMMA, íhugar að opna hótel í húsinu við Laugaveg 77 fyrir hönd ótilgreindra viðskiptavina sinna. Fyrirtækið keypti húsið, sem er tæpir 5.000 fermetrar, af Lands­ bankanum fyrir skömmu í nafni fjár­ festingarsjóðs sem fyrirtækið stýrir. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag , L77 ehf., sem á að halda utan um fjárfestinguna en heimilisfesti þess félags er í höfuðstöðvum GAMMA á Klapparstíg 29. Stjórnarmaður fé­ lagsins heitir Jóhann Ingi Kristjáns­ son, sem var framkvæmdastjóri og eigandi ritfangaverslunarinnar Griff­ ils, en í varastjórn L77 ehf. situr aug­ lýsingamaðurinn Daníel Freyr Atla­ son. Miklar sögusagnir hafa gengið um viðskiptin með fasteignina síð­ ustu mánuðina. DV sagði til dæmis frá því í nóvember að Daníel Freyr, sem meðal annars var hugmynda­ smiðurinn að innanhúshönnuninni á Hótel Egilsen á Stykkishólmi, hefði gert tilboð í húsið vorið 2012. Í þeirri frétt DV kom fram að opna ætti hót­ el undir heitinu Niceland í fasteign­ inni. Þá var reifaðar sá möguleiki að nýta bílastæði fyrir aftan húsið til að gera hótelið enn stærra: Hægt er að auka byggingamagn á lóðinni um sjöþúsund fermetra með því nota bílastæðið einnig. Lóðin gæti rúmað hótel með um 200 herbergjum. Teikningarnar eru til Hins vegar er alveg ljóst að Daníel Freyr er ekki þátttakandi í kaupun­ um á húsinu sem fjárfestir heldur sem hugmyndasmiður. Aðspurður um aðkomu sína að viðskiptunum segir Daníel Freyr að það sé ekkert launungarmál að hann hafi unnið teikningar að hóteli inn í fasteign­ ina á Laugavegi 77. „Það eru til teikn­ ingar að hóteli, sem ég hef sjálfur unnið, sem voru á sínum tíma mát­ aðar inn í þetta hús.“ Daníel Freyr segir hins vegar að ekki sé búið að ákveða endanlega hvað verði í hús­ inu og vísar á stjórnendur GAMMA sem verði að svara því. Aðspurður um hverjir séu á bak við fjárfestinguna í húsinu í gegnum GAMMA segir Daníel Freyr að hann viti það ekki og bendir aftur á stjórn­ endur GAMMA. „Ég vil helst tjá mig sem minnst um þetta mál.“ „Spennandi reitur“ Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir að sjóður á vegum fyrirtækisins hafi keypt fasteignina. Hann segir að viðkomandi sjóður hafi verið búinn til eingöngu utan um þessa tilteknu fjárfestingu á Laugaveginum. Gísli segist ekki vita hvort búið sé að ákveða hvað gera eigi við fasteignina. „Það er sjóður á okkar vegum sem kaupir þetta. Ég veit ekki hvort það er búið að ákveða hvað eigi að gera við þetta.“ Aðspurður af hverju Atli Freyr sé inni í stjórn L77, þar sem aðkoma hans að sölunni á fasteigninni sé sú að hann hannaði möguleika að hótel byggingu í henni, svarar Gísli því til að hann hafi séð hugmynd­ ir Atla Freys að hótelinu. „Þetta eru aðilar sem voru að undirbúa að setja upp hótel þarna. Mér finnst hins vegar of snemmt að segja eitt­ hvað til um hvað verður gert við þessa eign. Ég get ekki svarað því fyrir fjárfestahópinn. Þetta er hins vegar gríðarlega spennandi reitur.“ Miðað við svör Gísla þá munu fjár­ festarnir sem eiga í sjóðnum sem GAMMA stýrir ákveða hvað gert verður við eignina. Gísli segir að hann geti hvorki greint frá því hvaða fjárfestar eigi í sjóðnum, og þar með fasteignina að Laugavegi 77, né hvert kaupverðið hafi verið. „Það er trúnaðarmál.“ n n Félagið keypti Laugaveg 77 af Landsbankanum fyrir ótilgreint verð„Þetta er hins vegar gríðarlega spennandi reitur. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is GAMMA íhugar að reisa risahótel Hótel fyrirhugað Einn af aðstandend- um GAMMA, sem Gísli Hauksson stýrir, hefur hannað hótel inn í fasteignina. Teikningarnar til Daníel Freyr Atlason hannaði hugmynd sem gengur út á hótel- byggingu að Laugavegi 77. Teikningar að verkefninu eru til að sögn Daníels. Formaður Hægri grænna „Núna er lögmaðurinn minn að athuga málið, hvort við getum kært inn á kjörskrá,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.