Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 20
Allir skulu eigA byssu Á sama tíma og umræðan um strangari takmarkanir á byssu eign hefur aldrei verið jafn hávær í Bandaríkjunum þá hefur einn bær í Georgíu­ ríki ákveðið að fara allt aðrar leiðir. Stjórnvöld í smábænum Nelson hafa með samþykkt sinni nefnilega skyldað hvern einasta íbúa þessa 1.300 manna bæjarfélags til að eiga að minnsta kosti eina byssu. Frétta­ skýrendur segja lögin þó aðeins táknræn þar sem glæpir séu nánast óþekktir í bænum og lögregluyfir­ völd hafi engin áform um að fram­ fylgja þeim. Engin viðurlög Engin viðurlög eru nefnilega við því að eiga ekki byssu og dæmdir glæpa­ menn og þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða eru undanskildir þeim sem og þeir sem ekki geta átt byssur, til dæmis af trúarlegum ástæðum. Bæjarfulltrúar í Nelson vildu með þessu einfaldlega taka skýra afstöðu með byssueign. Til verndar bænum Samkvæmt lögunum ber þó hverjum húsráðanda að eiga byssu og skot­ færi til að „geta lagt bænum lið ef neyðarástand skapast“ og „tryggja öryggi og almenna velferð bæjarins og íbúa hans.“ Mikilvægasti liðurinn í þessu er þó líklega sá að lögin eru hugsuð sem forvörn gegn öllum framtíðar­ áformum eða lagasetningu banda­ rískra stjórnvalda um takmarkanir á byssueign eða um að gera byssur upptækar. „Sumir eru með öryggiskerfi á heimilum sínum, sumir ekki, en þeir setja þó upp skilti þess efnis að svo sé. Mér finnst þessi samþykkt í raun vera eins og stórt öryggisskilti fyrir bæinn okkar,“ segir bæjarfulltrúinn Duane Cronic um málið. Tillagan var samþykkt einróma, með fimm atkvæðum gegn engu, á mánudagskvöld og tekur gildi tíu dögum síðar, í næstu viku. Eini lögreglumaðurinn í Nelson, Heath Mitchell, segir að svo langt sé í tvö næstu lögregluembætti að byssu eign bæjarbúa muni auka ör­ yggi þeirra. Tilgangslaus lög Lamar Kellett, íbúi í Nelson, var einn þeirra sem mótmæltu lögunum á bæjarstjórnarfundi á mánudags­ kvöld. Hann sagði þau í raun algjör­ lega gagnslaus og líkti þeim við það ef yfirvöld settu lög um hámarks­ hraða á vegum en leyfðu síðan fólki að virða þau að vettugi. „Ef fólk vill eiga byssu þá á það lík­ lega byssu. Það hefur ekki verið einn einasti ofbeldisglæpur skráður í Nel­ son síðastliðinn áratug. Svo það er áleitin spurning hvernig menn ætla að ná betri árangri en það,“ sagði Kellett í samtali við fjölmiðla. Nelson er í um 80 kílómetra fjarlægð frá Atlanta, höfuðborg Georgíuríkis, og lögin sem sett voru í bænum eru að fyrirmynd annarra sambærilegra laga sem sett voru í Kennesaw, einu úthverfa Atlanta, árið 1982. Lögregluyfirvöld þar hafa viðurkennt að hafa aldrei svo mikið sem reynt að framfylgja lögunum. n n Ný lög í smábænum Nelson vekja athygli n Táknrænn gjörningur Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Mér finnst þessi samþykkt í raun vera eins og stórt öryggis- skilti fyrir bæinn okkar. Með byssu í kirkju Hvert heimili sem til þess er bært ber skylda til að hafa yfir skotvopni yfir að ráða í Nelson í Georgíu­ ríki. Lögin eru táknræn og með þeim er tekin skýr afstaða í umræðunni um byssueign í Bandaríkjunum. Mynd REuTERs Risarannsókn á kynþáttaníði Opinber rannsókn hefur verið sett á laggirnar í Melbourne í Ástralíu með það að markmiði að varpa ljósi á barnaníð og afleiðingar þess fyrir samfélagið. Forsætisráð­ herrann Julia Gillard hefur sagt að nefndin sem stýrir rannsókninni muni varpa ljósi á „afar óþægi­ legar staðreyndir,“ eins og BBC hefur eftir henni. Rannsóknin mun ná til trú­ félaga, frjálsra félagasamtaka, heil­ brigðisgeirans sem og annarra opinberra stofnana. Gert er ráð fyrir því að verkefnið taki tvö ár, hið minnsta. Áætlað hefur verið að um fimm þúsund manns muni koma fyrir nefndina og bera vitni. Markmiðið er einnig að varpa ljósi á það hvernig stofnanir sam­ félagsins hafa brugðist við því þegar barnaníð hefur komið upp. Tilurð rannsóknarinnar má meðal annars rekja til ásakana á hendur kaþólsku kirkjunni en kirkjan hef­ ur verið ásökuð um að leyna kyn­ ferðislegri misnotkun presta. Áskorun fyrir Kýpverja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert Kýpverjum ljóst að milljarðs evra lán­ veitingin sé áskorun fyrir Kýpverja og muni krefjast mikils átaks af þjóðinni allri. Skattar verði hækkaðir til muna með það að markmiði að ná fram stöðug leika í bankakerfinu og rétta við þjóðarbúskapinn. Samkomulag við AGS og fleiri aðila var samþykkt af ríkisstjórninni í liðinni viku. Lánveitingar Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins eru Íslendingum ekki alls ókunnugar en ástandið á Kýpur er ekki betra en hér var eftir hrunið 2008. Harris Georgiades, nýr fjár­ málaráðherra, hefur ávarpað landa sína og boðað erfiða tíma. Miklu þurfi að kosta til svo hægt verði að endur­ greiða lánin sem Kýpur fái vegna erfiðleikanna. Þess má geta að upp­ hæðin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn­ um nemur aðeins um 10 prósentum heildarlánsfjárins. Kýpverjar munu áfram þurfa að sæta takmörkunum á úttektum af reikningum sínum, til að forðast áhlaup á bankakerfið. 20 Erlent 5.–7. apríl 2013 Helgarblað A isha Gaddafi, einkadóttir Mu­ ammars Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu, hefur þurft að leita hælis í Óman eftir að hafa verið rekin úr forsetahöllinni í Alsír þar sem hún hafði fengið pólitískt hæli eftir að föður hennar var steypt af stóli. Það var ekki greint frá því fyrr en í vikunni sem leið að Aisha hefði verið rekin á dyr í Alsír eftir að hafa að sögn kveikt ítrekað í húsinu sem henni hafði verið úthlutað og ráðist á lífverði sem gættu hennar. Síðustu misseri hafa reynst Aishu erfið þar sem faðir hennar var tekinn af lífi eins og kunn­ ugt er auk þess sem hún missti eig­ inmann sinn í sprengjuárásum upp­ reisnarmanna fyrir um tveimur árum. Mun hún í bræðiköstum sínum hafa kennt Alsír um mikið af sínum vanda­ málum einhverra hluta vegna. Aisha, sem er lögfræðingur að mennt og fyrrverandi sendiherra góð­ gerðamála fyrir Sameinuðu þjóðirn­ ar, flúði ásamt öðrum fjölskyldumeð­ limum til Alsír árið 2011 en aðeins nokkrum dögum eftir komuna þang­ að eignaðist hún stúlkubarn. Í Alsír var henni komið fyrir í forsetahöll þar sem hennar var gætt af vopnuðum líf­ vörðum. Alsírskir fjölmiðlar greina frá því að hún hafi kveikt í, veist að líf­ vörðunum en kornið sem á endanum fyllti mælinn var þegar hún eyðilagði málverk af Abdul Aziz Bouteflika, for­ seta Alsír. Hin 37 ára Aisha var því rekin á dyr og úr landi og fékk hún hæli í Óman af mannúðarástæðum í október síðast­ liðnum. Þar væsir ekki um afkomend­ ur og fjölskyldu Muammars heitins. Auk Aishu og dóttur hennar, sem heitir Safia, búa móðir hennar, Safia Farkash, og bræður, Mohammed og Hannibal, einnig í Óman í boði stjórn­ valda sem greiða allt uppihald fyrir þau. n mikael@dv.is Frá Alsír til Óman Aisha Gaddafi þurfti í október að flýja frá Alsír til Óman. Dóttir Gaddafis rekin á dyr n sögð hafa kveikt í og ráðist á lífverði í bræðiköstum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.