Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 5.–7. apríl 2013
Við bjóðum
góða þjónustu
islandsbanki.is | Sími 440 4000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
11
4
2
Vilborg pólfari átti sér þann stóra draum að
ganga á suðurpólinn og hún gerði hann að
veruleika með því að setja sér markmið.
Íslandsbanki býður viðskiptavinum upp á
frábæran fyrirlestur með Vilborgu þar sem
hún segir frá því hvernig lítil markmið geta
á endanum orðið að stórum sigri.
Hér býðst unglingum og foreldrum kjörið
tækifæri til að hlusta saman á uppbyggilegan
fróðleik.
#svaltmarkmið
Það er svalt að setja
sér markmið
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari
Við bjóðum þér að hlusta á Vilborgu pólfara
í Háskólabíói:
mánudaginn 8. apríl kl. 18
miðvikudaginn 10. apríl kl. 18
Skráðu þig á islandsbanki.is/fyrirlestur
og þú mátt taka einn vin með.
„Ég fann sjálfa
mig á fjalli“
Vill gera stjórnmál skemmtilegri
greiðslu án umræðu. Við setjum þetta mál
mjög á oddinn og setjum það sem skilyrði
fyrir samstarfi við aðra að þetta mál verði
klárað með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stefán Kristinsson: Viljið þið banna
verðtryggingu lána til einstaklinga?
Heiða Kristín Helgadóttir Verð
trygging er til staðar vegna þess að við búum
við ónýtan gjaldmiðil og mikla verðbólgu. Þú
hefur kost á því í dag að taka þér óverðtryggt
lán. Það sem þarf er stöðugur gjaldmiðill sem
gerir verðtryggingu óþarfa.
Steindór Halldórsson: Hvenær kemur
sú tíð að fólk sjái lánin sín lækka við
hverja og eina afborgun??
Heiða Kristín Helgadóttir Þegar við búum
við stöðuga efnahagsstjórn og stöðugan
gjaldmiðil. Sem sagt þegar Björt framtíð
kemst til valda :)
Helgi Ólafsson: Sæl vertu. Mig langaði
að spyrja þig um heilbrigðismál, sjáið þið
ykkur fært að auka fjármagn til
heilsugeirans og hvernig þykir ykkur ástand
spítalanna vera í dag?
Ólafur Skúlason: Sæl, hver eru
áherslumál ykkar í heilbrigðiskerfinu?
Hver er ykkar skoðun á nýjum
Landspítala? Hvert á þjónustustig heilbrigðis
kerfisins á landsbyggðinni að vera að ykkar mati?
Hvernig ætlið þið að jafna kynbundinn launamun
á milli ríkisstarfsmanna?
Heiða Kristín Helgadóttir Ástandið er ekki
gott. En við teljum mjög mikilvægt að sam
hliða uppbyggingu Landspítalans verði farið
í mjög öfluga uppbyggingu á heilsugæslu úti
um allt land. Við erum fylgjandi byggingu
nýs Landspítala því hún hefur í för með sér
gríðarlega hagræðingu í rekstri spítalans sem
gæti þá frekar farið í þjónustu. Fjórðungs
sjúkrahús og öflug heilsugæsla úti um allt
land með stuðningi frá öflugu þjóðarsjúkra
húsi er eð sem við lítum til til framtíðar. Í dag
erum við að vísa fólki í mjög dýr úrræði.
Það er að okkar mati sóun á fjármunum og
hæfileikum. Það þarf til dæmis að skoða
miklu betur hvernig fjarskiptatækni getur
leyst vanda – samskipti við fagfólk þurfa
ekki öll að fara fram „físískt“. Við verðum að
vera óhrædd við að leita ólíkra leiða og prófa
blandað form af t.d. rekstri – það þarf þó
alltaf að vera tryggt að aðgangur sé jafn.
Kristján Haraldsson: Af hverju á fólk
frekar að kjósa Bjarta framtíð en
Samfylkinguna?
Hannes Hall: Hver er helsti munurinn á
Bjartri framtíð og Samfylkingunni?
Heiða Kristín Helgadóttir Björt
framtíð er nýr flokkur. Við erum búin að vera
til í eitt ár – en höfum verið að vinna í þessu í
tvö ár. Við erum frjálslyndur flokkur og viljum
að fólk fái jöfn tækifæri – hvernig það fer
svo með þau tækifæri er á þeirra ábyrgð.
Við erum opinn og nútímalegur flokkur sem
leggur áherslu á að nota netið til samskipta
og skoðanaskipta í stað leiðinlegra funda.
En fyrir utan allt þetta þá talar fólk í
Samfylkingunni saman á sænsku og syngur
maístjörnuna þegar það hittist – það gerum
við ekki.
Agnar Þorsteinsson: Hvernig hafið þið
hugsað ykkur að taka á kennitöluflakki,
skattaundanskotum, peningaundan
skotum til skattaskjóla, skúffufyrirtækjum í
kringum hlutabréf og lán, því að fjárfestar borgi
ekkert til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna
auk annars hefðbundins sóðaskapar og spillingar
íslensks viðskiptalífs?
Heiða Kristín Helgadóttir Við höfum ekki
mótað okkur stefnu í þessu málum. Ég hvet
þig til þess að fara inn á heimasidan.is og
koma með tillögu að lausn og þannig getum
við hin kynnt okkur þetta betur.
Birgir Olgeirsson: Ef framtíð
heimsbyggðarinnar myndi ráðast af
þinni ákvörðun um að velja annaðhvort
Sjálfstæðisflokkinn eða Hægri græna til
stjórnarsamstarfs, hvor yrði fyrir valinu?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég hef ekki
hugmynd um það:)
Sævar Magnússon: Hvað þýðir „minna
vesen“? Er þetta ekki frekar almenn og
ómarkviss yfirlýsing?
Heiða Kristín Helgadóttir Nei, alls ekki.
Það er mjög hár vesensþröskuldur í þessu
litla samfélagi. Við höfum um margt flækt
hlutina fyrir okkur. Að greiða götur fólks í
lífinu á að vera hlutverk hins opinbera – ekki
að þvælast fyrir og búa til rugling. Það er t.d.
óhemju flókið að stofna hér lítið fyrirtæki.
Mannanafnanefnd er dæmi um óþarfa
vesen.
Páll Sveinsson: Hver er afstaða þín til
menntamála á Íslandi? Þá sérstaklega
grunnskólans?
Heiða Kristín Helgadóttir Mér finnst við
þurfa að vera óhrædd við að prófa nýjar leiðir
í skólastarfi. Við þurfum að horfast í augu
við það að okkur er ekki að takast að mennta
unga fólkið okkar. Brottfall úr framhalds
skóla er hærra hér en í öðrum Vesturlöndum.
Sú þróun byrjar í grunnskóla. Drengjum
leiðist í skóla. Við megum ekkert bíða og sjá
– við verðum að bregðast við. Það eru vísar
að þessu víða í kerfinu í dag, en við þurfum að
gera þetta mun markvissara og vera óhrædd
við að taka erfiðar ákvarðanir.
Hjalti Atlason: Er Björt framtíð með
einhverja stefnu sem snýr að
húsaleigumarkaðnum, margt fólk er á
leigumarkaðnum í dag og vill oft gleymast í allri
umræðunni um skuldavanda heimilanna?
Heiða Kristín Helgadóttir Hjartanlega
sammála þér þar Hjalti. Þetta er mjög týndur
hópur. Við viljum að hér komist á heilbrigður
húsaleigumarkaður. Breytingar á húsnæðis
bótakerfinu eru t.d. mjög mikilvægar. Nú
þegar er verið að færa húsaleigubætur nær
vaxtabótum í skrefum og það er mikilvægt
að það haldi áfram. Eins er mjög mikilvægt
að skipulagsyfirvöld hjá sveitarfélögum
skipuleggi byggð þannig að tiltekinn hluti
íbúða skuli vera undir leiguhúsnæði. Það er
t.d. stefna núverandi meirihluta í Reykjavík.
Þetta er mikilvægt.
Bjorn Steinbekk: Hæ Heiða, hvernig
getum við Framsóknarmenn hætt að
pissa í skóinn okkar?
Heiða Kristín Helgadóttir Það er til svona
tæki hjá Eirberg með skynjara sem pípir mjög
hátt þegar þú ert við það að fara að pissa.
Ég mæli eindregið með því að þið fjárfestið í
svona græju.
Baldur Kristjánsson: Hvernig ætlar
Björt framtíð að taka á vörugjaldafrum
skóginum til hagsbóta fyrir íslenska
neytendur?
Heiða Kristín Helgadóttir Þetta er einmitt
eð sem myndi heyra undir áherslu okkar um
minna vesen – þetta heftir og flækir sem er
ekki gott og gerir fólki erfiðara fyrir að vera
ábyrgir neytendur.
Níels Ársælsson: Takk fyrir svarið
áðan. Hvernig hyggist þið tryggja
nýliðun í kvótakerfinu og eruð þið
fylgjandi nýtingarsamningum núverandi
kvótahafa til 20 ára eins og kom fram í frumvarpi
SJS?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég verð að viður
kenna að ég er ekki sérfræðingur Bjartrar
framtíðar í sjávarútvegsmálum. Árni Múli,
oddviti okkar í Norðvesturkjördæmi, veit
hins vegar allt um sjávarútvegsmál. Ég mun
mælast til þess að hann verði næsti maður
okkar hér í Beinni línu.
Inga Skuladottir: Sæl Heiða, hvernig
ætlið þið að stuðla að jafnrétti kynjanna
og útrýma kynbundnum launamun?
Heiða Kristín Helgadóttir Þar spilar margt
inn í. Meðal annars það að vera fyrirmynd.
Björt framtíð er mjög jafnréttissinnaður
flokkur og það sýnum við meðal annars með
því að vera með tvo formenn – af báðum
kynjum. Ég er ekki með töfralausn til að
útrýma kynbundnum launamun en tel þó
að þar þurfi að koma inn sértækar aðgerðir
og fjármagn með mjög markvissum hætti
og mér finnst það mjög réttlætanlegt því án
þess búum við ekki við fjölbreytt samfélag.
Konur og karlar eiga að fá sömu laun fyrir
sambærileg störf.
Ægir Sævarsson: Getur þú nefnt
nákvæmlega, þ.e. gefið dæmi um, hvað
eigið við með orðunum að „búa til betra
samfélag“? Þetta segir eiginlega ekki neitt.
Heiða Kristín Helgadóttir Samskipti eru
mikil lykilbreyta í þessu samhengi. Samfélag
sem er byggt upp á frekju, yfirgangi og
sérhagsmunum er ekki gott samfélag.
Björt framtíð leggur áherslu á að koma vel
fram og taka þátt í málefnalegri gagnrýni.
Björt framtíð er ekki tengd við sérhagsmuni
aðra en þá að gera eins vel og við getum.
Þetta kann að hljóma eins og ómerkilegt
þvaður. En þetta er ekki fyrir hendi og er
meðal annars það sem gerir þetta samfélag
ekki eins gott og það gæti verið. Mér finnst
t.d. betra að búa í Reykjavík núna, en fyrir
fimm árum þegar borgarpólitíkin logaði í
bakstungum og rugli.
Astridur Jonsdottir: Getur Björt
framtíð aukið traust almennings á
Alþingi?
Heiða Kristín Helgadóttir Já.
Adam Hoffritz: Er Björt framtíð
alvarlegri flokkur en Besti flokkurinn?
Hvernig er húmorinn öðruvísi?
Heiða Kristín Helgadóttir Besti flokkurinn
er hugarástand. Björt framtíð er stjórnmála
flokkur sem byggir á þessu hugarástandi.
Edda Kentish: Sæl Heiða, hefur Björt
framtíð mótað sér stefnu varðandi
hugverkaréttindi sem hluta af
efnahagsmálum?
Heiða Kristín Helgadóttir Nei, ekki beint.
En þetta er áhugaverð pæling sem mig
langar mjög að sjá sem hugmynd frá þér inni
á heimasidan.is.
Sigurður Traustason: Á RÚV að vera á
auglýsingamarkaði?
Heiða Kristín Helgadóttir Nýverið
hefur verið samþykkt að draga úr áhrifum
RÚV á auglýsingarmarkaði – sem mér finnst
jákvætt skref. Sjálfri finnst mér ástæða til að
skoða þetta mun betur og jafna stöðuna.
Jón Reynisson: Í kjarna stefnunnar
ykkar er „minni sóun“. Geturðu nefnt
sértækt dæmi um hvernig þið munið
minnka sóun og hversu mikill sparnaðurinn af því
verður?
Heiða Kristín Helgadóttir T.d. í heilbrigðis
kerfinu, eins og ég nefndi að framan. Fólki
er beint í mjög dýr úrræði – til sérfræðinga
eða álíka – í stað þess að heilsugæslan virki
sem skyldi og skimi betur. Það er líka mikil
sóun á hæfileikum fólks að við séum ekki
með menntakerfi sem sinnir betur fjölbreytni
samfélagsins, samanber brottfall úr fram
haldsskólum sem skerðir möguleika fólks til
atvinnu í framtíðinni og lífsgæða. Einnig er
mikil sóun fólgin í því að þær auðlindir sem
við erum að nýta í dag skila okkur margar
ekki auði.
Við teljum að þetta allt megi nýta mun betur.
Ég er ekki með tölu í kollinum um hvað þetta
þýðir í krónum.
Viktoría Hermannsdóttir: Hvaða
flokki eða flokkum gæti Björt framtíð
helst hugsað sér að starfa með?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég hef sagt það
áður að það skiptir miklu máli hvernig næstu
vikum vindur fram og hvernig fólk hagar sér
í aðdraganda kosninga. Þar að auki finnst
okkur skipta máli að geta séð fyrir okkur að
samstarfsflokkurinn sé til í að taka á erfiðum
málum og óhræddur við að gera það sem
þarf að gera. Svo setjum við aðildarviðræður
við ESB og stjórnarskrána á oddinn líka.
Þannig að þeir sem standast þessar kríteríur
eru „golden“.
Guðmundur Baldursson: Telurðu
koma til greina að laun verði
verðtryggð?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég þekki það
ekki. Verkefnið er að búa til grunn þar sem
verðtrygging er óþörf.
Haraldur Kjartansson: Hvernig
samfélag viltu sjá á Íslandi?
Heiða Kristín Helgadóttir
Fjölbreytt, opið og skapandi samfélag sem er
bæði bjart og best.
Ólafur Guðmundsson: Hefur þú eða
þinn flokkur einhverjar tillögur/úrlausnir
til þess að bæta mögulegan
framtíðarvinnustað þinn þ.e.a.s. Alþingi?
Kristjana Gudbrandsdottir: Hvernig
líst þér á vinnustaðinn Alþingi?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég var
dáldið smeyk við vinnustaðinn Reykjavíkur
borg fyrir þremur árum síðan. Í dag finnst mér
þetta besti vinnustaður sem ég hef unnið á.
Þar starfar ótrúlega fjölbreytt, áhugavert
og hæfileikaríkt fólk – það bara náði ekki
að láta ljós sitt skína út af öllum þessum
leiðindum sem tóku of mikið pláss. Ég hef trú
á því að enginn vilji hafa Alþingi á þeim stað
sem það er núna – alveg óháð flokkum. Það
þarf bara einbeittan vilja til að takast á við
vandamálin með öðrum leiðum en óvirðingu.
Þann vilja höfum við og höfum líka ljóslifandi
dæmi fyrir framan okkur í Reykjavík. Vinnu
staðir standa og falla með fólkinu sem þar
er og hvernig fyrirmyndir það er fyrir aðra á
vinnustaðnum. Mér finnst það hafa tekist
vel með tilkomu Besta flokksins í Reykjavík
að sýna að gleði er ekki merki um heimsku
– heldur miklu frekar hæfni í mannlegum
samskiptum.
Hordur Agustsson: Eru nógu margir á
Alþingi búnir að horfa á The Wire að
þínu mati?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég á eftir að
gera hausatalningu. En það er forgangsmál.
Ég er frekar hrædd um að niðurstaðan verði
ekki Wire í hag. En það er nægur tími fram að
kosningum til að halda vídeókvöld í þinginu.
Vésteinn Gauti Hauksson: Sæl Heiða.
Hvaða von gefur Björt framtíð
Íslendingum?
Heiða Kristín Helgadóttir Að bráðum komi
betri tíð!
Nafn: Heiða Kristín
Helgadóttir
Aldur: 29
Menntun: Stjórnmála
fræðingur.
Starf: Framkvæmdastjóri
Besta flokksins og stjórnar
formaður Bjartrar framtíðar.
M
y
N
d
IR
SIG
TR
y
G
G
u
R
A
R
I