Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 56
Var bón- orðið nokkuð í gríni? Sölvi til Asíu n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason lagði á miðvikudaginn af stað í ferðalag til Asíu. Litlu mátti þó muna að hann hætti við. „Hætti næstum við í dag þegar ég áttaði mig á því að ég mun missa af heilum mánuði af æsispennandi umræðu um Al- þingiskosningar. En maður verður stundum að standast freistingar. Adios!“ skrifaði Sölvi af þessu tilefni á Facebook-síðu sína og greina mátti kaldhæðni í orðum hans. „Ekkert vesen“ n Birgitta Jónsdóttir, alþingiskona og oddviti Pírata í Suðvesturkjör- dæmi, lenti í New York-borg í Bandaríkjunum á miðvikudags- kvöldið. Hún mun dvelja þar fram yfir helgi til þess að taka þátt í við- burði til stuðnings Bradley Mann- ing, sem hefur verið í haldi síðan í maí 2010 fyrir að leka skjölum til Wikileaks. Gögnin urðu meðal annars til þess að Wikileaks birti myndskeið úr herþyrlu Bandaríkjamanna, þar sem skotið er á óvopnaða borgara. Birgitta hefur, ásamt fleiri stuðn- ingsmönnum Wikileaks, verið rannsökuð af bandarískum yfir- völdum fyrir þátttöku sína í starfsemi sam- takanna. Birgitta sendi sms-skila- boð til Íslands eft- ir að hún steig út af John F. Kenn- edy-flugvellinum: „Ekkert ves- en:)“ skrifaði þingkonan. Pólfari kennir unglingum n Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari hefur skrifað undir samstarfs- samning við Íslandsbanka. Vilborg Arna mun halda fyrirlestraröð fyrir unga viðskiptavini bankans á aldr- inum 14 til 20 ára en á fyrirlestrun- um mun hún fjalla um markmiða- setningu og leiðir til að vinna að settum markmiðum. „Markmiðasetning er góð leið til að láta drauma sína rætast og ná lengra í lífinu. Það er gott að brjóta stór markmið niður í minni verk- efni. Ef maður missir aldrei sjón- ar af stóra markmiðinu og fagnar litlum sigrum þá kemur að því að maður nær því sem lagt var upp með,“ segir Vilborg Arna um málið. Líkt og kunnugt er er Vilborg Arna fyrsta íslenska konan sem farið hefur í skíðaleiðangur á suðurpólinn, og fyrsti Íslendingur- inn sem farið hefur í slíka ferð einn síns liðs. Gangan tók hana 60 daga. H ún var alltaf að tala um að við þyrftum að fara að gifta okkur þannig ég ákvað að kýla bara á það þarna,“ segir Björn Steinar Stefánsson sem gerði sér lítið fyrir og bað sinnar heittelsk- uðu, Huldu Alfreðsdóttur, á átjándu holu á golfvelli. Þau Björn og Hulda voru stödd í páskaferð á Islantilla með Vita golf- ferðum þegar Björn ákvað að láta verða af því að biðja Huldu. „Mér datt þetta bara í hug því hún var nýbyrjuð í golfi með mér og við að fara í þessa páskaferð,“ segir Björn sem hafði skipulagt bónorðið. Hringinn keypti hann heima á Íslandi. „Ég geymdi hann í læstri hirslu í vinnunni þang- að til við fórum út þá geymdi ég hann í jakkavasanum og lét svo Ragga vin minn geyma hann.“ Raggi þessi var einmitt í golf- ferðinni með þeim ásamt eiginkonu sinni og þau hjálpuðu til við að koma hringnum fyrir á 18. holu og þar fann Hulda hringinn. „Við pössuðum vel upp á að hún fattaði ekki neitt, Raggi fór þarna á undan og setti hringinn ofan í. Svo gætti hann þess vel þegar hann tók sína kúlu upp úr að taka ekki boxið með. Síðan þegar hún náði í sína kúlu þá sá hún eitthvað ofan í holunni og tók boxið upp úr. Hún fattaði þetta alveg um leið,“ segir Björn. Þegar Hulda hafði fundið box- ið tók hann það af henni og fór niður á hnén. „Ég tók af henni hringinn og skellti mér á hnén,“ segir hann hlæj- andi. Hulda játaðist honum og ætla þau að gifta sig þann 6. september næstkomandi. n viktoria@dv.is Skellti sér á skeljarnar á 18. holu n Björn Steinar bað sinnar heittelskuðu á golfvelli á Spáni Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 5.–7. Apríl 2013 38. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. rómantík Björn hafði skipulagt bónorðið fyrirfram og lét til skarar skríða á „gríninu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.