Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 17
Börnin eiga sér
engan talsmann
R
únar Freyr Gíslason leikari
hefur unnið fyrir SÁÁ síð-
an í haust sem markaðs-
og viðburðastjóri. Hann
hefur undanfarið vakið
athygli á aðstæðum barna alkóhól-
ista sem skortir stuðning og úrræði
til þess að bæta lífsgæði sín.
„Þúsundir barna lifa í skugga
alkóhólisma á Íslandi, í starfi
okkar hjá SÁÁ reiknast okkur til að
við höfum náð til hátt í 600 barna
á fimm árum. Afleiðingar þess að
búa við alkóhólisma eru miklar
á líf barna og það litar líf þeirra.
Vandinn er að þau eiga sér engan
talsmann og rata ekki á þau úrræði
sem eru til.“
Samfélagsleg skylda
Rúnar segir SÁÁ í fimm ár hafa
rekið sálfræðiþjónustu fyrir börn
alkóhólista sem hafi gefið góða
raun. „En við viljum stórauka úr-
ræðin í takt við umfang vandans.
Það þarf þjóðarátak í því að ná til
þessara barna og vísa þeim veginn
til betra lífs. Það er meðal annars
það sem undirskriftasöfnunin
Betra líf gengur út á og rúmlega
þrjátíu þúsund Íslendingar hafa
skrifað undir, að viðurkenna vanda
þessara barna og fara að bregðast
við.
Það er skylda okkar sem samfé-
lags og það er greinilega skoðun al-
mennings því það eru ekki margar
undirskriftasafnanir í sögunni sem
hafa fengið álíka viðbrögð.“
Sýna ekki tilfinningar
Er þetta viðfangsefni sem sam
félagið á erfitt með að horfast í augu
við? Af hverju heldur þú að svo sé?
„Já, klárlega. Þetta er eitthvað
sem gerist inni á heimilum og við
erum hrædd við að vera ryðjast
inn í einkalíf fólks. Og af því að
þetta er heimilis- og fjölskyldu-
mál fylgir þessu oft skömm og
þess vegna erfitt að opna á þetta.
Oft eru börnin líka að verja fjöl-
skylduna og segja þess vegna ekki
alla söguna.
Alkabarnið tekur oft á sig mikla
ábyrgð og reynir að breiða yfir
vandann með því að sýna ekki til-
finningar sínar. Það er líka enn
þannig, því miður, að sjúkdómur-
inn alkóhólismi er tabú. Margir
líta ekki á þetta sem sjúkdóm og
þess vegna fer þetta oft meira leynt
en aðrir sjúkdómar. En ég held að
þetta sé að breytast í rétta átt. Þessi
umfjöllun ykkar hér hefur áhrif og
hjálpar til.“
Því fyrr því betra
Hvenær er rétti tíminn til að tala
við börn um áfengisvanda og áhrif
vandans á líf þeirra?
„Ég hef hvorki menntun
né reynslu til að svara þessu á
ábyrgan hátt. Ég get aðeins sagt
að ég hef margoft heyrt að því fyrr
sem talað er við barnið, því betra.
Og samtalið verður að taka mið af
þroska barnsins auðvitað, það þarf
að velja réttu orðin og gera þetta
þegar vel stendur á.“
Samstarf nauðsynlegt
Nú er ljóst að margir alkóhólistar eru
ekki á þeim stað að þeir tali við börn
sín um eigin áfengisvanda. Hvernig
náið þið þá til barna alkóhólista?
„Þetta er að mínu mati stór hluti
af vandamálinu. Það er erfitt að ná
til þeirra. Ég sé fyrir mér að stór aukið
samstarf milli skóla og meðferðar-
aðila verði að eiga sér stað. Skólarn-
ir eiga að hafa fullan aðgang að fag-
fólki sem þekkir þessi mál og hefur
áratuga reynslu. Ég sé fyrir mér að öll
börn ættu að hafa auðveldan aðgang
að sálfræðingi hvenær sem þau vilja.
Það er nefnilega þannig að barn leit-
ar sér sjaldan hjálpar. Við þurfum, að
mínu mati, réttu úrræðin til að finna
þessi börn og greina vandann.“
Hvað þarf að laga í því sambandi?
Eru einhverjar hindranir í veginum?
„Samtal milli ráðuneyta og stofn-
ana sem fara með þessa málaflokka.
Og auðvitað foreldranna líka. Ég
held að það sé hægt að stórbæta
úrræðin með því að hittast og tala
saman.“ n
n Rúnar Freyr Gíslason vekur athygli á aðstæðum barna alkóhólista n Eiga sér engan talsmann
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Úttekt 17Helgarblað 5.–7. apríl 2013
Segir sjaldgæft að börn leiti sér
hjálpar „Ég sé fyrir mér að öll börn
ættu að hafa auðveldan aðgang að
sálfræðingi hvenær sem þau vilja.“
Þú átt að hafa samband við barna
verndarnefnd ef þú hefur ástæðu til
að ætla að barn búi við óviðunandi
uppeldisaðstæður, það verði fyrir áreitni
eða ofbeldi eða að heilsu þess og þroska
sé stefnt í alvarlega hættu. Ekki gera ráð
fyrir að einhver annar sé búin að tilkynna
um slíkt. Ekki vona að aðstæður barns
lagist og bíða með að tilkynna grun
þinn. Láttu vita, það er svo í verkahring
starfsfólks barnaverndarnefnda að
skoða málið frekar og taka afstöðu til
þess hvort þörf sé á að kanna málið á
grundvelli barnaverndarlaga.
Tilkynningarskylda:
Í 16. gr. barnaverndarlaga segir: „Öllum
er skylt að tilkynna til barnaverndar
nefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla
að barn:
a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður
b. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirð
andi háttsemi eða
c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega
hættu.
Þá er hverjum manni skylt að gera
barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða
er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds
barns sé stefnt í hættu með óviðunandi
eða háskalegu líferni þungaðrar konu,
t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkni
efnaneyslu, eða með því að þunguð kona
sé beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að
ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi,
eða um hvert það tilvik sem telja má að
barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.
Atriði sem hafa þarf í huga þegar
meta skal hvort tilkynna skuli
um aðstæður barns/unglings til
barnaverndar:
n líkamleg og andleg vanræksla
n líkamlegt, andlegt og kynferðislegt
ofbeldi
n ung börn eru skilin eftir gæslulaus eða
í umsjá annarra barna
n eldri börn skilin eftir langtímum
saman og þurfa að sjá um sig sjálf
n léleg skólasókn, skólaskyldu ekki sinnt
n afbrot, árásargirni
n heilsugæslu ekki sinnt þótt um van
heilsu sé að ræða
n há tíðni smáslysa sem hægt hefði verið
að fyrirbyggja
n endurteknir áverkar sem barn á erfitt
með að útskýra
n vannæring
n lélegur fatnaður sem hentar illa
aðstæðum
n vímuefnaneysla foreldra
Atriði sem sérstaklega þarf að hafa
í huga vegna unglinga:
n áfengis og vímuefnaneysla
n léleg skólasókn
n endurtekin afbrot
n ofbeldishegðun
n þunglyndi, geðröskun, sjálfsvígshug
leiðingar
n Hringdu þá í barnaverndarnefnd eða 112
Viltu tilkynna um
aðstæður barns?
„Alkabarnið tek-
ur oft á sig mikla
ábyrgð og reynir að breiða
yfir vandann með því að
sýna ekki tilfinningar sínar.