Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 28
28 Viðtal 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Jón Gnarr hefur nú setið rúm- lega 1.000 daga í stóli borgar- stjóra Reykjavíkur, eða lengur en síðustu sjö borgarstjórar á undan honum. Hann hefur verið sakaður um taka starf sitt ekki alvarlega, enda grínisti að upplagi. Jón situr hins vegar sem fastast. Hann er stoltur af framlagi sínu sem borgarstjóri en nú eru hins vegar blikur á lofti, Jón er kominn í framboð til Alþingis fyrir Bjarta framtíð. Þ að var sólríkan vetrardag sem við hitt- um borgarstjórann á skrifstofu hans í Ráðhúsi Reykjavíkur. Jón Gnarr var nýbúinn að ljúka fundi en var vel upplagður, flissandi eina stundina en alvarlegur þá næstu. Hann seg- ist heldur ekki taka sig of alvarlega og er líklega stjórnmálamaður sem á engan sinn líka. En hann tekur starfi sínu alvarlega og segist vera stoltur af því að vera borgarstjóri. 1.000 daga í borgarstjórastóli „Ég er í raun stoltur af mjög mörgu. Ég er til dæmis stoltur af því hvernig okkur hefur tek- ist að leysa úr nokkrum flóknum málum. Að- gerðaáætlun til að leysa vanda Orkuveitunn- ar sem dæmi. Ég er mjög stoltur af því. Síðan er fullt af hlutum sem ég hef gert sem virðast smávægi legir, en ég er samt stoltur af þeim. Ég er til dæmis mjög stoltur af því að keyra Lækjar- götuna og sjá höggmyndina af Vatnsberanum á horninu við Bankastræti. Það fyllir mig gleði að sjá verkið þar. En engu að síður er ég bara stoltur af því að hafa komist hingað. Ég er búinn að vera borgarstjóri í meira en 1.000 daga, og er þar með búinn að vera lengur borgarstjóri en nokk- ur annar síðan 2003. Lengur en Hanna Birna og Ólafur F. Magnússon til samans! Auðvitað er ég stoltur af því að þetta hafi tekist. Við vissum lítið hvað við vorum að gera en þetta tókst.“ Hefur reynt að vera auðmjúkur Þegar Jón var í framboði voru fáir sem tóku hann alvarlega. Þegar fylgi Besta flokksins jókst var annað uppi á teningnum. Mótframbjóðend- ur vissu vart í hvorn fótinn átti að stíga og bentu í sífellu á að Jón væri grínisti og að starf borgar- stjóra væri ekkert grín. Fór það fyrir brjóstið á Jóni? „Nei, í raun ekki. Ekki í kosningabaráttunni að minnsta kosti, þá átti ég einfaldlega von á því. En nú orðið finnst mér oft dónalegt hvern- ig komið er fram við Besta flokkinn, eftir allt sem við erum búin að gera. Framboð okkar hefur vakið alþjóðlega athygli og þetta var algerlega einstakt. Fulltrúar annarra stjórnmálaflokka láta enn að því liggja að við séum bara bjánar. Það fer stundum í mig. Hugsaðu þér, þetta framboð leiddi til þess að Óttarr Proppé er orðinn stjórn- málamaður. Það er varla til betri stjórnmála- maður en einmitt hann! Þá spyrja sumir hvort brandarinn sé ekki búinn, ég svara því bara að hann sé rétt að byrja.“ En er eitthvað sem þú hefðir getað gert betur? Hafa gagnrýnendur þínir haft rétt fyrir sér að einhverju leyti? „Nei, mér finnst það ekki. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta. Mér finnst ég hafa verið Brandarinn rétt að byrja „Ég myndi skilgreina sjálfan mig á næsta bæ við öfgafemínista Björn Teitsson bjorn@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.