Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Neyddi eiturlyf ofan í stúlku
n Í einangrun eftir að hafa brotið á 15 ára barni kynferðislega
H
æstiréttur staðfesti á
fimmtudaginn gæsluvarð
haldsúrskurð yfir manni
sem sakaður er um frelsis
sviptingu, ofbeldi og kynferðis
brot gegn fimmtán ára stúlku. At
vikið átti sér stað á fimmtudaginn í
síðustu viku en manninum er gert
að sitja í varðhaldi og einangrun til
klukkan 16 í dag, föstudag.
Lögreglan var kölluð að húsi
um klukkan 18.30 fimmtudaginn
28. mars. Þar var fimmtán ára
stúlka og vinur hennar og þau
voru í miklu uppnámi, hún með
áverka á andliti og hálsi og hann
einnig með áverka á sér. Þau sögð
ust bæði hafa orðið fyrir ofbeldi af
hálfu hins dæmda en hann hafði
sakað þau um að stela af sér pen
ingum og heimtaði að þau borg
uðu honum. Maðurinn mun hafa
hótað að drepa stúlkuna.
Samkvæmt frásögn stúlkunnar
skipaði hinn dæmdi henni að
setja LCDpappírsbút undir tungu
sína og neyddi í kjölfarið am
fetamínkristala ofan í hana – sem
hún náði reyndar að frussa út úr
sér. Hann neyddi hana úr fötun
um, káfaði á henni og setti fingur
inn í leggöng hennar. Einnig stakk
hann hana með penna í andlit og
brjóst.
Annar maður reyndi á þessum
tímapunkti að róa manninn niður
og náði hann að hleypa stúlkunni
og vini hennar út úr húsinu. Þá
tókst þeim að hafa samband við
lögregluna og flutti hún fórnar
lömbin á slysadeild. n
simon@dv.is
eignirnar gætu
glatast á Kýpur
n Kýpur hefur verið vinsælt skattaskjól hjá íslenskum fjárfestum
F
jölmargir íslenskir fjárfestar
hafa í gegnum tíðina notast
við skattaskjólið Kýpur í við
skiptum sínum. Kýpur komst
nýlega í heimsfréttirnar vegna
fjárhagsörðugleika banka þar í landi
sem urðu til þess að Evrópusam
bandið, Evrópski seðlabankinn og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurftu
að útvega ríkisstjórn landsins
neyðarlán upp á 10 milljarða evra.
Kýpur rambaði á barmi gjaldþrots
um miðjan síðasta mánuð.
Fyrir liggur að innistæðueigendur
á Kýpur – allir sem eiga meira en
100 þúsund evrur – munu tapa fjár
munum vegna erfiðleikanna í efna
hagskerfi landsins. Í lok síðasta
mánaðar var greint frá því að þess
ir innistæðueigendur í Kýpurbanka,
stærsta banka landsins, og í Laiki
bankanum, þeim næststærsta, gætu
tapað allt að 60 prósentum af inni
stæðum sínum í bönkum landsins.
Hugsanlegt er að einhverjir íslenskir
fjármagnseigendur séu þar á meðal.
Samherji umsvifamest
Útgerðarfyrirtækið Samherji er um
svifamest íslenskra aðila á Kýpur en
félagið á tvö kýpversk félög, Fidelity
Bond Investments og Miginato
Holdings Limited, sem halda utan
um útgerð sem Samherji á í Afríku.
Í lok árs 2010 voru eignarhlutirn
ir í þessum tveimur dótturfélögum
metnir á rúmlega 71 milljón dollara,
rúmlega átta milljarða króna á þeim
tíma. Eignir þessara tveggja dóttur
félaga Samherja eru átta verksmiðju
togarar sem útgerðarfélagið notar til
veiða í Afríku.
Ástæðan fyrir því að Samherji
er með eignarhaldið á Afríkuút
gerðinni á Kýpur er líklega fyrst og
fremst hagstætt skattaumhverfi. Arð
ur Samherja af veiðum verksmiðju
togara félagsins í Afríku er ekki skatt
lagður þar í landi. Líkt og komið
hefur fram í DV eru arðgreiðslur er
lendra eignarhaldsfélaga þar í landi
ekki skattskyldar og skipafélög á
Kýpur þurfa heldur ekki að greiða
skatt. Þetta kemur fram í yfirliti um
skattaumhverfið á Kýpur sem endur
skoðendaskrifstofan Deloitte hefur
unnið og aðgengilegt er á vefsíðu
fyrir tækisins. Í yfirliti Deloitte kemur
fram að tekjur og arður af starfsemi
fyrirtækja utan Kýpur sem eru í eigu
eignarhaldsfélaga þar í landi séu
undanþegnar skatti. Tekjuskattur á
fyrirtæki nemur almennt 10 prósent
um á Kýpur en þetta á ekki við þegar
tekjur fyrirtækisins eru tilkomnar í
öðru landi. Orðrétt segir um þetta
í yfirlitinu þar sem rætt er um skil
yrði fyrir því að fyrirtæki þurfi ekki að
greiða skatt: „Tekjur frá fyrirtækjum
utan Kýpur.“ Sama við um arðgreiðsl
ur frá fyrirtækjum sem ekki eru skráð
á Kýpur.
Stofnuðu félag á Kýpur
Af öðrum íslenskum fjárfestum sem
notað hafa kýpversk eignarhalds
félög til viðskipta sinna má nefna
Björgólf Thor Björgólfsson, sem
meðal annars átti í félaginu Bell
Global auk þess sem bjórverk
smiðjan Bravo var stofnuð á grunni
eignarhaldsfélaga sem skráð voru á
Kýpur; Magnús Pálma Örnólfsson,
fyrrverandi starfsmann Glitnis, og
fjórmenningana sem ákærðir hafa
verið fyrir gjaldeyrisbrask í hinu
svokallaða Asertamáli.
Magnús Pálmi er stjórnarmaður
og framkvæmdastjóri íslenska
eignarhaldsfélagsins Storm Capital
sem stofnað var árið 2009. Í árs
reikningi félagsins kemur fram að
tilgangur félagsins sé „verðbréfa
eign, kaup og sala verðbréfa, rekstur
fasteigna, fjármálaráðgjöf og lána
starfsemi“. Þá segir: „Félagið er að
öllu leyti í eigu Meritzi ltd.“ Þetta
félag Meritzi ltd. er skráð á Kýp
ur og á Storm Capital kröfu á þetta
móðurfélag sitt upp á meira en 144
milljónir króna. Íslenska félagið
á því hagsmuna að gæta hjá kýp
verska félaginu upp á meira en 144
milljónir.
Í Asertamálinu stofnuðu fjór
menningarnir, þeir Markús Máni
Michaelsson, Karl Löve, Gísli Reyn
isson og Ólafur Sigmundsson,
eignarhaldsfélag á Kýpur sem talið
er að hluti ágóða þeirra af gjaldeyris
viðskiptunum, sem þeir eru ákærðir
fyrir, hafi runnið til. Um er að ræða
656 milljónir króna sem talið er
að fjórmenningarnir hafi fengið
fyrir viðskiptin. Um þetta segir í
ákærunni: „Fyrirliggjandi sakargögn
sýna að ákærðu gerðu a.m.k. ráðstaf
anir til þess að láta slíkan ávinning
renna til aflandsfélags eða – félaga í
endanlegri eigu eða undir raunveru
legri stjórn ákærðu. Sakar gögn sýna
einnig að sakborningar létu stofna
félag á Kýpur, sem var í endanlegri
eigu þeirra, í þessu skyni.“
Nokkrir íslenskir aðilar eiga
því verulegra hagsmuna að gæta á
Kýpur. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Nokkrir íslensk-
ir aðilar eiga því
verulegra hagsmuna að
gæta á Kýpur.
Umsvif í gegnum Kýpur Fjölmargir íslenskir fjárfestar og kaupsýslumenn hafa í gegnum tíðina notast við Kýpur í viðskiptum sínum.
Meðal þeirra eru Samherji Þorsteins Más Baldvinssonar, Björgólfur Thor Björgólfsson og Markús Máni Michaelsson, sem nýlega var ákærður
fyrir stórfelld brot á gjaldeyrishaftalögum.
Hótaði með
blóðugri
sprautunál
„Viljið þið að ég stingi ykkur með
nál,“ spurði tuttugu og þriggja ára
kona lögreglumenn sem reyndu
að fá hana til að færa sig út úr for
stofu Hjálpræðishersins í byrjun
janúar á þessu ári. Konan var á
fimmtudag dæmd í 15 mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík
ur fyrir þjófnað, umferðarlagabrot
og brot gegn valdstjórninni. Kon
an kom í slagtogi við annan mann
í forstofuna og hreiðruðu þau um
sig þar. Þau munu hafa ætlað að
gista þar um nóttina. Þegar hús
vörður tók eftir þeim sá hann strax
að fólkið var undir áhrifum vímu
efna. Maðurinn reyndist mjög
ógnandi í framkomu og húsverðin
um gekk illa að koma parinu út.
Hann hringdi því á lögregluna sem
á vettvangi var hótað af konunni
með blóðugri nál og maðurinn tók
í sama streng og kvaðst eiga nóg af
nálum. Lögreglan kallaði eftir liðs
auka og var parið yfirbugað eftir
mikinn mótþróa. Konan rauf með
brotum sínum skilorð og er dómur
hennar nú því óskilorðsbundinn.
Vínþjófar
handteknir
Á miðvikudagsmorgun var til
kynnt um innbrot á veitingahús
ið Cornero við Skólaveg í Vest
mannaeyjum. Þjófarnir höfðu
brotist inn um nóttina og haft á
brott með sér töluvert magn af
áfengi. Var þetta í annað skiptið á
nokkrum dögum sem brotist var
þar inn en síðdegis á miðvikudag
handtók lögreglan í Eyjum þrjá
menn grunaða um innbrotið. Við
húsleit hjá einum þeirra fannst
hluti áfengisins sem talinn er vera
úr innbrotinu.Tveir af þessum
þremur viðurkenndu aðild að síð
ara innbrotinu, annar er 16 ára en
hinn 19, en báðir hafa komið við
sögu lögreglu áður. Þeir könn
uðust ekki við að hafa tekið þátt
í fyrra innbrotinu og var þeim
sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Káfaði á stúlku og stakk hana Mað-
urinn neyddi stúlkuna til þess að innbyrða
eiturlyf, neyddi hana úr fötunum, káfaði á
henni og setti fingur inn í leggöng hennar.