Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 46
46 Afþreying 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Nemo í framhaldsmynd n Nú er það leitin að Dóru P ixar hefur staðfest að gerð verði framhalds- mynd um litla fiskinn Nemo og félaga hans. Myndin mun heita Finding Dory og verður frumsýnd árið 2015 en þetta kemur fram á kvikmynd.is. Þar segir að Finding Dory muni fjalla um hina símasandi og gleymnu Dory sem fylgdi Nemo í fyrri myndinni. Það var leikkonan Ellen DeGeneres sem talaði fyrir Dory og samkvæmt kvik- mynd.is hefur verið stað- fest að hún muni taka að sér það verkefni aftur. „Ég er svo spennt yfir þessu, ég las handritið og það er fyndið, fallegt og hefur í rauninni allt sem skilgreinir góða sögu,“ segir DeGeneres. Leikstjóri myndanna Andrew Stanton mun hafa sagt að það sé engin Dory án Ellenar og að hún hafi unnið hug og hjörtu almennings alls staðar að í heiminum og einnig hjá öllum hjá Pixar. Í tilkynningu frá kvik- myndafyrirtækinu segir að allar helstu persónurnar snúi aftur í nýju myndinni sem á að gerast ári eftir að Nemo týndist. Finding Nemo fékk Óskarsverðlaun árið 2004 sem besta teiknimyndin. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 5. apríl Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Franklínið kann að redda dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.00 Alþingiskosningar 2013 - Forystusætið Formaður framboðs situr fyrir svörum um stefnumálin. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 17.20 Babar (14:26) (Babar and the Adventures of Badou) 17.42 Bombubyrgið (26:26) (Blast Lab) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (Hera Hilmars- dóttir) Þáttaröð um ungt og áhugavert fólk. Skyggnst er inn í líf einnar persónu hverju sinni og henni fylgt eftir í sínu daglega lífi. Umsjónarmað- ur er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku og myndvinnsla er í höndum Eiríks I. Böðvarssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar (Snæfellsbær - Skagafjörður) Spurningakeppni sveitarfélaga. Að þessu sinni eigast við lið Snæfellsbæjar og Skagafjarðar í átta liða úrslitum. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. 21.10 Sex eiginkonur föður míns 7,9 (The Six Wives of Henry Lefay) Syrgjandi dóttir reynir að undirbúa útför pabba síns og þarf um leið að umbera allar sex fyrrverandi, núverandi og tilvon- andi eiginkonur hans. Leikstjóri er Howard Michael Gould og meðal leikenda eru Tim Allen, Barbara Barrie, Elisha Cuthbert, Jenna Elfman, Andy MacDowell og Paz Vega. Bandarísk gaman- mynd frá 2009. 22.45 Banks yfirfulltrúi – Bróð- urtryggð (1:3) (DCI Banks: Strange Affair) Bresk sakamála- mynd. Alan Banks lögreglu- fulltrúi rannsakar dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Stephen Tompkinson, Lorraine Burroughs, Samuel Roukin og Colin Tierney. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.20 Fyrirmyndir (Role Models) Tve- ir vinir lenda í slagsmálum og eru dæmdir til samfélagsþjón- ustu en eiga margt ólært til þess að geta orðið ungum drengjum fyrirmynd. Leikstjóri er David Wain og meðal leikenda eru Seann William Scott, Paul Rudd og Elizabeth Banks. Bandarísk gamanmynd frá 2008. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm in the Middle (24:25) 08:30 Ellen (77:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (53:175) 10:20 Celebrity Apprentice (1:11) 11:55 The Whole Truth (8:13) 12:35 Nágrannar 13:00 Two and a Half Men (2:24) 13:25 The Invention Of Lying 15:10 Sorry I’ve Got No Head 15:40 Barnatími Stöðvar 2 16:30 Waybuloo 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (4:170) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (8:22) Tuttugasta og fjórða þáttaröðin í þessum langlífasta gaman- þætti bandarískrar sjónvarps- sögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektar- samari. 19:45 Týnda kynslóðin (28:34) 20:10 Spurningabomban (15:21) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum stórskemmtilega spurningaþætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppend- um hvort, sem allir eiga það sameiginlegt að vera í senn orðheppnir, fyndnir og fjörugir og þurfa að svara laufléttum og skemmtilegum spurningum um allt milli himins og jarðar. 21:00 American Idol 4,2 (24:37) Tólfta þáttaröð þessa vinsælu þátta en allir sigurvegarar fyrri þáttaraða hafa slegið í gegn á heimsvísu. Talsverðar breytingar hafa orðið á dómnefndinni eftir að þau Jennifer Lopez og Steven Tyler hættu, eftir að hafa setið í dómnefndinni undanfarin tvö ár. Randy Jackson er á sínum stað en honum til halds og traust eru að þessu sinni Mariah Carey, Keith Urban og Nicki Minaj. 22:25 Flypaper 23:50 Other Side of the Tracks 4,7 01:20 Rise of the Footsoldier 03:20 The Invention Of Lying (Fyrsta lygin) Skemmtileg og óvenjuleg, rómantísk gaman- mynd sem gerist í heimi þar sem hugtakið lygi, er ekki til. Það segja allir sannleikann, alltaf. Mark Bellison (Ricky Gervais) er handritshöfundur sem er í þann mund að missa vinnuna og glata tækifærinu sem hann hefur á því að vinna ástir Önnu (Jennifer Garner). Dag einn þegar hann situr við dánarbeð móður sinnar, ákveður hann að róa hana niður með sögu um betri stað og býr til himnaríki. Starfsfólk sjúkrahússins heyrir þessa sögu og telur hana sanna, fljótlega verður hann orðinn hálfgerður spámaður og er sá eini í heimin- um sem kann að ljúga. 05:00 Simpson-fjölskyldan (8:22) Tuttugasta og fjórða þáttaröðin í þessum langlífasta gamanþætti bandarískrar sjónvarpssögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektarsamari. 05:25 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil 08:45 Dynasty (11:22) 09:30 Pepsi MAX tónlist 15:55 Necessary Roughness (1:12) Bráðskemmtilegur þáttur um sálfræðinginn Danielle sem á erfitt með að láta enda ná saman í kjölfar skilnaðar. Hún tekur því upp á að gerast sálfræðingur fyrir ruðningslið með afbragðsgóðum árangri. Vinsældir hennar aukast jafnt og þétt og áður en hún veit af eiga hörkuleg meðferðarúr- ræði hennar upp á pallborðið hjá stærstu íþróttastjörnum landsins. Í þessum fyrsta þætti hefur Dani Santino störf sem sálfræðingur hjá ruðningsliði og reynir að halda jafnvægi á milli vinnunnar og fjölskyldunnar. 16:40 Kitchen Nightmares (12:13) Illgjarni matreiðslumaðurinn Gordon Ramsey heimsækir veitingastaði sem enginn vill borða á og hefur eina viku til að snúa rekstri þeirra við. Gordon heimsækir Suðurríkin í New Orleans og reynir að bjarga því sem bjarga verður á veitinga- staðnum Zeke ś. 17:25 Dr. Phil 18:10 An Idiot Abroad (6:8) Ricky Gervais og Stephen Merchant eru mennirnir á bakvið þennan einstaka þátt sem fjallar um vin þeirra, Karl Pilkington og ferðir hans um víða veröld. Karl er sér- kennilegur náungi og vill hvorki ferðast langt né lengi enda líður honum illa á framandi slóðum. Karl snýr aftur til Bandaríkj- anna til þess að aka um hinn goðsagnakennda þjóðveg númer 66. 19:00 Family Guy 8,4 (14:16) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 19:25 America’s Funniest Home Videos (16:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 19:50 The Biggest Loser (14:14) 21:30 The Voice 6,6 (2:13) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríku tón- listarfólki. Í stjörnum prýddan hóp dómara hafa bæst Shakira og Usher. 00:00 Green Room With Paul Provenza (6:8) Það er allt leyfilegt í græna herberginu þar sem ólíkir grínistar heimsækja húmoristann Paul Provenza. 00:30 Ljósmyndakeppni Íslands (2:6) Úrslitakeppni stærstu ljós- myndakeppni sem haldin hefur verið á landinu. Að lokum mun aðeins einn standa eftir sem sigurvegari. Katrín Elvarsdóttir er gestadómari í þættinum en þemað er einfalt; Sófi. 01:00 Hæ Gosi - bak við tjöldin 01:25 Excused 01:50 Borderland 03:35 Pepsi MAX tónlist 07:00 Evrópudeildin 15:10 FA bikarinn 16:50 Spænsku mörkin 17:20 Evrópudeildin 19:00 Dominos deildin (Stjarnan - Snæfell) 21:00 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 21:30 Spænski boltinn - upphitun 22:00 Evrópudeildarmörkin 22:50 Dominos deildin 00:30 Evrópudeildin 07:00 Harry og Toto 07:10 Elías 07:20 Áfram Diego, áfram! 07:45 Waybuloo 08:05 Svampur Sveinsson 08:25 Latibær (14:18) 08:50 Dóra könnuður 09:15 Doddi litli og Eyrnastór 09:25 UKI 09:30 Strumparnir 09:55 Histeria! 10:15 Ævintýri Tinna 10:40 Ofurhundurinn Krypto 11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími 17:10 Tommi og Jenni 17:35 Ofurhetjusérsveitin 18:00 iCarly (24:45) 18:25 Doctors (5:175) 19:05 Ellen (84:170) 19:45 Það var lagið 20:45 A Touch of Frost 22:30 American Idol (25:37) 23:45 Það var lagið 00:45 A Touch of Frost 03:05 Tónlistarmyndbönd 06:00 ESPN America 07:45 Valero Texas Open 2013 (1:4) 10:45 PGA Tour - Highlights (12:45) 11:40 Valero Texas Open 2013 (1:4) 14:40 Inside the PGA Tour (14:47) 15:05 Valero Texas Open 2013 (1:4) 18:05 Champions Tour - Highlights 19:00 Valero Texas Open 2013 (2:4) 22:00 Golfing World 22:50 The Sport of Golf (1:1) 23:50 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Gestagangur hjá Randveri Gróska í menningu sem aldrei fyrr 21:30 Eldað með Holta Úlfar eldar kjúklingabringur fylltar með maís ÍNN 11:55 A Woman in Winter 13:35 Taken From Me: The Tiffany Rubin Story 15:05 Chronicles of Narnia 16:55 A Woman in Winter 18:35 Taken From Me: The Tiffany Rubin Story 20:05 Chronicles of Narnia 22:00 Pirates Of The Caribbean: On Stranger Tides 00:15 This Means War 01:50 The Death and Life of Bobby Z 03:25 Pirates Of The Caribbean: On Stranger Tides Stöð 2 Bíó 15:55 Sunnudagsmessan 17:10 Swansea - Tottenham 18:50 Man. City - Newcastle 20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:00 Enska úrvalsdeildin 21:30 Ensku mörkin - neðri deildir 22:00 Arsenal - Reading 23:40 Enska úrvalsdeildin 00:10 Sunderland - Man. Utd. Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Grínmyndin Hjálpi mér allir heilagir! Ég hef verið klónaður. Nemo og Dóra Lentu í ýms- um ævintýrum í fyrri myndinni. Magnús krónprins Áskorendamótinu í London lauk um síðustu helgi. Þar tefldu saman átta af sterk- ustu skákmönnum heims um réttinn til að skora á heimsmeistarann Anand um heimsmeistaratitilinn. Það má með sanni segja að þetta mót hafi verið spennandi – og í rauninni miklu meira en það. Hundruðir þúsunda fylgust með mótinu. Magnus hinn norski Carlsen og Armeninn Aronian, sem er þjóðhetja í sínu landi, byrjuðu best og mátti búast við einvígi þeirra á millum. En mótið var langt – 14 umferðir, og það vissi rússneski björninn. Hér á árum áður var Fischer viss um að Rússarnir væru í sam- særi gegn sér; hagræddu úrslitum sín á milli og börðstu svo með kjafti og klóm gegn undrabarninu frá Brooklyn. Slíkar raddir heyrðust einmitt þegar Kramnik hinn rússneski fór að vinna hverja skákina á fætur annarri og fóru samlandar hans sumir niður eins og hundar gegn honum – var Carlsen í sömu aðstæðum og Fischer forðum? En slíkar getgátur reyndust þvættingur þegar upp var staðið. Kramnik sumsé saxaði á forskot Aronians og Carlsen og undir síð- ustu umferðir var hann orðinn einn efstur! Alveg hreint ótrúlegt og að- eins nokkrum umferðum fyrr voru líkur í veðbönkum 1/25 að hann sigr- aði á mótinu. Carlsen tók sig saman í andlitinu og jafnaði Kramnik að vinningum fyrir síðustu umferðina. Í síðustu umferðinni átti Kramnik að tefla gegn Ívantsjúk og Carlsen gegn Svidler. Ívantsjúk hafði einmitt fáum umferðum áður lagt Carlsen að velli; og viti menn, hann ruslaði upp Kramnik á meðan Carlsen tapaði gegn Svidler! Báðir töpuðu og enduðu jafnir en Carlsen var úrskurðaður sigurvegari mótsins þar sem hann hafði unnið fleiri skákir en Kramnik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.