Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 16
og ætti ekki að vera að skipta mér af
fullorðnu fólki. Það vantar stað í kerf-
inu fyrir þessi börn. Það eru ekki öll
börn jafn heppin og ég var, að eiga sér
athvarf utan heimilisins, sum þessara
barna eru jafnvel föst alla daga heima
með fullum, lyfjuðum eða áfengis-
dauðum foreldrum sínum.
Það lítur út fyrir að þessi börn eigi
bara að sætta sig við það og halda
áfram að lifa við þessar aðstæður.
Það er gert ráð fyrir að börn í
þessari stöðu séu um sex þúsund
talsins, en gætu allt eins verið tutt-
ugu þúsund bara á Íslandi, þessi
börn völdu það ekki að fæðast sem
börn alkóhólista, ég valdi það ekki að
vera barn alkóhólista, samt hef ég allt
mitt líf þurft að líða fyrir það.“
Send fárveik aftur heim
Inga Dís tekur dæmi um það hvernig
börn líða fyrir veikindi foreldra sína
og óvissuna sem þau þurfa að búa
við. Móðir hennar fór í meðferð en var
send heim tíu dögum síðar þótt þau
börnin treystu sér alls ekki til þess að
taka á móti henni. „Í byrjun árs 2012
fór mamma sjálfviljug inn á Vog, það
var ótrúleg tilfinning því núna vissi ég
að eitthvað yrði gert. Ég var búin að
skipuleggja næstu tíu vikurnar meðan
hún yrði í burtu af því ég gerði nú ráð
fyrir að fársjúk manneskjan yrði send
í áframhaldandi meðferð, en nei.
Tíu dögum eftir innlögn var hún
komin heim, með þau skilaboð að
hún væri „mini-alki“ og þyrfti ekki á
frekari meðferð að halda. Mér finnst
aldrei hugað að fjölskyldunni í með-
ferð við alkóhólisma. Börnin eru af-
skipt. Það er hreinlega ekki gert ráð
fyrir þeim í lífi alkóhólistans. Hann er
einn í neyð sinni og einn í batanum.
Á sama tíma erum við börnin ein í
neyðinni en munurinn er sá að alkinn
fær hjálp – börnin ekki.
Þetta rúma ár síðan hefur verið
hræðilegt, ég skil ekki hvernig þetta
kerfi virkar. Aldrei vorum við börnin
spurð hvað okkur fyndist eða hvað við
vildum, hvort við treystum okkur til
að fá hana heim, það skipti engu máli.
Og í dag, einu ári, tveimur innlögnum
á geðdeild, einni meðferð og sjálfs-
morðstilraun síðar er móðir mín enn-
þá fársjúk. Nú sé ég enga leið út og
trúi því ekki að þetta muni nokkurn
tímann batna.“
Langt í land
Það hefur tekið Ingu Dís langan tíma
að öðlast það öryggi að geta sagt
við aðra að hún sé barn alkóhólista.
Henni finnst það góð tilfinning og
berst nú við afleiðingar þess að hafa
alist upp við ótryggar aðstæður.
„Ég er barn alkóhólista. Mamma
mín er alkóhólisti, já hún er alkóhól-
isti. Það er ótrúlega góð tilfinning
að geta sagt þetta hreint út, án þess
að ég skammist mín nokkuð. Það
tók mig nefnilega ótrúlega langan
tíma að átta mig á að ég hef ekkert
að skammast mín fyrir, skömmin er
ekki mín.
Hún hefur í sjálfu sér ekkert til
að skammast sín fyrir heldur, af því
að alkóhólismi er sjúkdómur en
hún hefur gert margt sem hún má
skammast sín fyrir.
Þó að hún sé enn fársjúk, er ég í
bata. Ég er uppkomið barn alkóhól-
ista og meðvirkill í bata, á hverjum
degi berst ég við djöfla rétt eins og
hún. Ég berst þó á öðrum vígstöðv-
um, á meðan hún berst við Bakkus
berst ég við það að lifa betra lífi,
að lifa mínu lífi fyrir mig, ekki fyr-
ir aðra.
Ég reyni á hverjum degi að eiga
við hana kærleiksrík samskipti, en
set henni þó skýr mörk. Hún og
hennar sjúkdómur fá ekki lengur að
stjórna mér og minni líðan.
Ég á rétt á því að lifa mínu lífi,
á rétt á því að vera hamingjusöm
óháð því í hvaða ástandi hún er. En
það er alveg ljóst að langt er í land.“
Nokkur ár í friði og ró
Afskipti barnaverndar af aðstæð-
um Ingu Dísar og bræðra henn-
ar skilur hún og telur þörf. Upp á
síðkastið hefur hún farið í læknis-
skoðanir og viðtöl vegna þess að
hún vill reyna á að fá forræði yfir
bræðrum sínum.
„Þetta barnaverndarmál er búið
að vera í gangi í smá tíma. Af því að
þeir eru orðnir þetta gamlir, þá hafa
þeir valdið sjálfir. Það er vonandi
búið að fullreyna það að þeir geti
búið heima.
Ég er með tímabundna umsjá
með þeim til 16. apríl og eftir það
mun Barnaverndarnefnd úrskurða
um framhaldið, hvort ég fái að flytja
með þá á okkar eigið heimili og fara
með forsjá þeirra. Eini munurinn
verður sá að við þrjú munum búa
saman annars staðar þar sem álag-
ið er minna. Í skjóli og öruggara um-
hverfi. Ég hef séð um þá síðan þeir
voru litlir, þetta er ekkert nýtt fyrir
mér. Mig langar bara að þeir fái
nokkur ár í friði og ró.“
Ung börn eru fórnarlömb
Henni finnst mikilvægt að börn í
þessum aðstæðum fái að vita að
skömmin er ekki þeirra. „Það fylgir
þessu rosalega mikil skömm. Að
vera eini krakkinn í skólanum sem á
ekki nýjustu fötin. Að vera sífellt að
búa til afsakanir og geta aldrei boð-
ið vinum heim. Það fylgir því líka
skömm að finna fyrir afleiðingum
þess að alast upp við þessar aðstæð-
ur. En enn og aftur segi ég, skömmin
er ekki okkar. Ábyrgðin liggur annars
staðar.
Er ekki stundum sagt að það þurfi
heilt samfélag til þess að ala upp eitt
barn? Ég fann ekki fyrir því.
Ég hef oft orðið vitni að því að
mjög ung börn eru fórnarlömb-
in. Það er samt ekkert gert. Eftir að
ég sótti mér sjálf aðstoð við með-
virkni á fundum hjá Al-Anon og
Coda þá vaknaði ég til meðvitund-
ar um að skömmin væri ekki mín.
Ég fann loks að ég á betra skilið.
Það er kaldhæðnislegt en ég kom
af fundi eins og mamma: Eitt stórt
ég og kominn tími til,“ segir hún og
hlær.
Hvar er athvarfið fyrir okkur?
Hún nefnir að það sem hana hefði
vantað hvað sárast, oft og mörgum
sinnum, var einhver fagaðili til að
ræða við, einhver samtök sem hún
hefði greiðan aðgang að og griða-
stað. „Mig hefði vantað að ein-
hver hlustaði og ráðlegði mér. Ef ég
reyndi að leita mér hjálpar þá vís-
aði hver á annan og leitin endaði í
öngstræti.
Það er til athvarf fyrir konur þar
sem þær fá skjól fyrir ofbeldi. Það eru
til samtök fyrir þolendur kynferðis-
ofbeldis. En hvar er athvarfið fyrir
okkur, börnin sem þurfum að sjá og
þola svo margt?
Það þarf að sníða hjálp sem
snýr beint að okkur börnunum. Við
verðum að geta fengið skjól fyrir öllu
ógeðinu. Eftir að ég varð fullorðin
get ég leitað mér aðstoðar hvar sem
er. Þá hugsa ég oft til þess þegar ég
var barn. Ég væri kannski ekki enn
að vinna úr þessu ef ég hefði fengið
einhverja aðstoð þá. Ég væri ef til vill
hólpin.“ n
16 Úttekt 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Sér um bræður sína Inga
Dís er með tímabundna forsjá
yfir bræðrum sínum. Þann
16. apríl verður skoðað hvort
hún fær yfir þeim fulla forsjá.
„Eini munurinn verður sá að
við þrjú munum búa saman
annars staðar þar sem álagið
er minna. Í skjóli og öruggara
umhverfi.“ Sviðsett mynd.„Ég hef séð um þá
síðan þeir voru
litlir, þetta er ekkert nýtt
fyrir mér. Mig langar
bara að þeir fái nokkur
ár í friði og ró.
Áhrif alkóhólisma
Rannsóknir hafa sýnt að þau börn
sem alast upp við alkóhólisma verða
fyrir langtíma áhrifum. Áhrifin eru talin
misjöfn á milli einstaklinga og þar af
leiðandi er upplifun þeirra mismunandi.
„Það fylgir því að vera barn alkóhólista
að vera stöðugt að fela, fela ástandið á
heimilinu, fela ástandið á hinum sjúka
og fela það hvernig manni sjálfum líður,“
segir Inga Dís. „Þessu fylgir einnig mjög
mikill óheiðarleiki, mér var kennt mjög
snemma að ljúga. Ég gerði mér líka
snemma grein fyrir því að ef ég segði
einhverjum frá því sem gekk á heima yrði
ég sennilega tekin og send upp í sveit,“
segir hún um afleiðingarnar.
„Öll mörk eru oft mjög óljós á svona
heimilum, og ofboðslega erfitt fyrir
barn að átta sig á því hvað er rétt og
hvað er rangt. Ég hef undanfarin tvö ár
barist við meðvirknidjöfulinn. Það er
ein afleiðing þess að vera aðstandandi
alkóhólista, það eru afgerandi líkur á
að þú verðir meðvirknisjúklingur og það
tók mig langan tíma að ákveða að leyfa
ekki öðrum að stjórna mínu lífi og minni
líðan.“
Eftirfarandi einkenni eru einnig algeng á
meðal uppkominna barna alkahólista:
n Að eiga ekki nána vini
n Að vera einangruð félagslega
n Að eiga í erfiðleikum með tilfinninga-
leg sambönd
n Að vera óörugg í samskiptum
n Að hafa lágt sjálfsmat
n Að vera trygglynd og auðmjúk
n Kvíði
n Sektarkennd
n Streita
n Að nota lygi og afneitun
n Stjórnsemi
n Þunglyndi
n Að óttast átök
n Að hafa lágt sjálfsmat
n Meðvirkni
Heimild: Coombes og Anderson-2000