Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 42
42 Lífsstíll 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
F
yrir jólin 1892 gengu fjórir
menn saman frá Flateyri áleið-
is upp Klofningsdal á leið til
Suðureyrar. Tveir þeirra voru
heimamenn á Flateyri sem ákveðið
höfðu að fylgja hinum upp á Klofn-
ingsheiði en snúa síðan heim aft-
ur. En það fór ekki eins og ætlað
var. Þetta reyndist vera
feigðarför sem mark-
aði upphaf einhverra
harðvítugustu deilu-
mála á síðari tímum.
Það er undar-
leg tilfinning að ganga
að vetrarlagi á Klofningsheiði
sem skilur að Önundarfjörð og
Súganda fjörð. Um páskana fór ég
leiðina tvisvar. Þar sem ég klöngr-
aðist upp snarbratta hlíðina á
jöklabroddum og með ísöxi mér
til stuðnings varð mér hugsað til
þeirra tíma þegar menn skokk-
uðu þessa leið með broddstaf sér
til stuðnings. Ég hafði rifjað upp
Skúlamálið svokallaða og sagan
rann fram í minningunni þar sem
ég mjakaðist hálfhræddur upp
hlíðina.
Það eru aðeins nokkrir ára-
tugir síðan þessi leið var fjölfarin.
Í þá daga skutust menn þessa 10
kílómetra leið eins og ekkert væri
ýmissa erinda. Og það var einmitt
undir slíkum kringumstæðum
að harmleikur átti sér stað þegar
Salómon Jónsson lést. Fljótlega
vaknaði grunur um að lát hans væri
af mannavöldum og félagi hans,
Sigurður „Skurður“ Jóhannsson
var handtekinn. Skúli Thoroddsen
sýslumaður var sannfærður um
að Sigurður hefði myrt félaga sinn
með köldu blóði. Og þar sem hinn
grunaði þrætti ákvað yfirvaldið að
beita harðræði. Hann setti fangann
á vatn og brauð.
Með þessu hófst harðvítug deila
sem stóð í fimm ár. Sigurður þrætti
fyrir að eiga sök á at-
burðinum og varð
að aukaatriði í
deilunum. Sýslu-
maðurinn sjálfur
varð miðpunktur-
inn og var sviptur
embætti um tíma.
Sá sem missir fótanna efst í
snarbrattri hlíðinni er í lífsháska.
Þar sem ég brölti síðustu metrana
upp á brún var ekki laust við að ís-
kaldur óttinn læddist að mér. Ég
var á sömu slóðum og þeir félagar,
Salómon og Sigurður höfðu farið
um fyrir rúmlega 120 árum. Sigurð-
ur kom einn til byggða og sagði frá
því að Salómon væri meðvitundar-
laus. Þegar björgunarmenn komu á
staðinn var hann látinn, neðan við
snarbratt hamrabelti.
Í gegnum tíðina hef ég margoft
gengið á Klofningsheiði. Í fyrsta
sinn sem ég fór þangað var ég ung-
lingur. Við fórum nokkrir saman
félagarnir upp á fjallið og út á
Sauðanes. Þetta tók lengri tíma
en ætlað var og björgunarsveitin í
þorpinu var kölluð út þegar komið
var fram í myrkur án þess að bólaði
á okkur. Það stóð þó á endum að
þegar björgunarsveitarmenn voru
að leggja af stað birtumst við fé-
lagarnir, heilir á húfi.
Eftirmál harmleiksins fyrir alda-
mótin 1900 minna um margt á
Geirfinnsmálið. Þó munar því að
Sigurður var aldrei dæmdur og
hélt hann ævinlega fram sakleysi
sínu. Langlíklegast er að þarna hafi
átt sér stað óhapp sem leiddi til
dauða. Útilokað er að þarna hafi
átt sér stað kaldrifjað morð eins og
látið var í veðri vaka. Ráðgátan á
heiðinni er óupplýst. Sárin vegna
aðfararinnar að Sigurði eru ógróin.
Allt málið er sláandi dæmi um það
hversu varlega yfirvöld þurfa að
fara í rannsóknum sínum.
Harmleikur á
Klofningsheiði Íslendingar vinna allt
of langan vinnudag
É
g hafði lengi velt því fyrir mér
að láta slag standa og læra
markþjálfun enda fann ég
þörfina vel í störfum mínum
sem mannauðsstjóri, segir
Helga Jóhanna Oddsdóttir sem,
þrátt fyrir farsælan stjórnunarferil,
stofnaði eigið fyrirtæki og sneri sér
að markþjálfun.
Helga Jóhanna stýrði mannauðs-
og rekstrarsviði hjá Opnum kerfum,
var mannauðsstjóri hjá Reykjanes-
bæ, mannauðs og gæðastjóri Bláa
lónsins, starfsmannastjóri Lands-
bréfa og fræðslustjóri Íslandsbanka
svo eitthvað sé nefnt.
Reynsla hennar í stjórnunar-
stöðu kenndi henni að meiru mætti
ná fram úr starfskröftum fyrirtækja
með breyttum og persónulegri að-
ferðum. „Nútíminn færir okkur svo
gríðarlega mikið áreiti og um leið
tækifæri, ég fann það vel hjá sjálfri
mér og samstarfsfólki að verkefna-
listarnir bara lengdust og lengd-
ust þannig að áherslan á það sem
skipti máli var minni en æskilegt
var og gleðin oft þverrandi. Jafn-
vel var ekki alltaf ljóst hvað það var
sem skipti mestu máli þannig að
líkurnar á árangri voru þar af leið-
andi minni.“
Minni framleiðni og minni gleði
Helga Jóhanna vísar í skýrslu al-
þjóðlega ráðgjafafyrirtækisins
McKinsey & Company um Ísland
hvað þetta varðar. Í henni kom
meðal annars fram að raunvöxtur
á Íslandi var minni síðastliðin 30 ár
en í nágrannalöndunum og þá var
framleiðni vinnuafls hér á landi um
20 prósentum minni en í helstu ná-
grannalöndum Íslands.
„Segja má að McKinzie- skýrslan
sem sýnir meðal annars fram-
leiðni íslensks vinnuafls staðfesti
þetta en við erum að vinna allt of
langan vinnudag með allt of litl-
um árangri miðað við aðrar þjóð-
ir. Svo ég ákvað að slá til eftir að
hafa farið sjálf til markþjálfa og var
einmitt á þeim tímapunkti í lífinu
að ég fann að ég var farin að þrá að
takast á við ný verkefni, orðin leið
á að hjóla í sama farinu. Draumur-
inn sem ég leyfði mér ekki að orða
þá var einmitt sá að spreyta mig
á eigin spýtur og gera það sem
ég geri best og nýt mest. Það má
segja að hann hafi heldur betur
ræst þegar ég stofnaði fyrirtækið
mitt Carpe Diem fyrir ári sem veitir
markþjálfun.“
Tískufag
Það færist í aukana að Íslendingar
sæki sér nám í markþjálfun. Fyrir
stuttu var haldin fjölmenn ráð-
stefna um fagið og þar voru
íslenskir markþjálfar í forgrunni.
Helga Jóhanna lærði markþjálfun
frá Coach University og Háskólan-
um í Reykjavík og NLP Coaching
frá Bruen. En hvers vegna þessi
áhersla á markþjálfun, hvað er það
við fagið sem heillar svo mjög?
„Markþjálfun gengur út á að að-
stoða fólk við að ná þeim árangri
sem það dreymir um, svo einfalt
er það. Markþjálfun fer fram í full-
um trúnaði og gefur fólki tækifæri
til að skoða sjálft sig, störf sín og
hegðun í öruggu umhverfi. Fólk
getur því í raun hugsað upphátt og
með stuðningi markþjálfans komið
auga á það sem skiptir mestu máli
í þeim verkefnum sem það fæst
við og hvaða hindranir eru í vegin-
um. Hlutverk markþjálfans er þá að
styðja viðskiptavin sinn í því að kom-
ast að því hvaða árangur það er sem
hann dreymir um að ná, vera algjör-
lega hlutlaus og til staðar og hjálpa
til við að kortleggja þau skref sem
stíga þarf til að ná þeim árangri. Eina
markmið markþjálfans er að fólk nái
markmiðum sínum og auki lífsgæði
sín og hann hefur ávallt fulla trú á
því. Markþjálfun er oft nefnd stjórn-
endaþjálfun framtíðarinnar einfald-
lega vegna þess að hún er snilldar-
tæki til að forgangsraða og flokka
stóru steinana frá þeim litlu og færa
upp á yfirborðið lausnir á þeim við-
fangsefnum sem verið er að fást við.“
Markmiðin eru skýr
Hvort sem þú vilt styrkja þig sem
stjórnandi, foreldri, starfsmaður eða
maki þá nýtist markþjálfun jafn vel
segir Helga. „Viðskiptavinir mínir
skilja sjaldnast alveg á milli þessara
hlutverka enda eru þau hlutverk
sem við gegnum í lífinu, hvort sem
það er að vera foreldri, starfsmaður,
eða maki, nátengd og skilin óskýr
yfir daginn. Þegar fólk nær mestum
árangri með mér nær það að skilja
vel þarna á milli og nýtur þar af leið-
andi betur hvers hlutverks án trufl-
unar frá hinu. Þannig nær það mark-
miðum sínum hraðar og fer jafnvel
fram úr væntingum sínum. Áherslan
verður skýrari og orkan þar af leið-
andi meiri þar sem við náum betri
tökum á því sem er að trufla okkur.“
Aukin meðvitund
Helga segir ótrúlegt hvað það að
læra markþjálfun og vinna við hana
hefur fært henni á skömmum tíma.
„Mér hefur verið sagt að ég sé ekki
söm eftir þennan tíma og ég finn
fyrir mikilli breytingu og aukinni
meðvitund. Ég var svo heppin að fá
að bæta ofan á markþjálfunina námi
hjá Bruen sem nefnist NLP (neuro
linguistic programming) og dýpkaði
það verulega það sem ég hafði lært
áður hjá Coach University. Með NLP
kemst maður dýpra í að skoða þær
hindranir sem eru innra með okk-
ur og hefur í höndunum öfluga að-
ferðafræði til að yfirstíga þær auk
þess sem maður fær alveg nýja sýn
á samskipti og sinn eigin veruleika
og getur þannig stutt betur við við-
skiptavini sína.“
Upplifði sig jákvæðari manneskju
„Það að ætla að starfa við mark-
þjálfun krefst þess að sjálfsögðu að
þú farir algjörlega í gegnum eigið
líf og árangur og nýtir þér mark-
þjálfun sjálf. Umbreytingin hjá mér
persónulega fólst helst í því að ég er
óhræddari við að sækjast eftir því
sem ég vil ná, hef skýrari sýn á það,
mér líður ótrúlega vel og ég tek eft-
ir því að ég er mun jákvæðari í allri
hugsun þó ég hafi kannski aldrei
verið neitt neikvæð týpa. Maðurinn
minn er mjög ánægður með að ég
sagði af mér sem áhyggjumálaráð-
herra fljótlega eftir að ég hóf þessa
vegferð, það var algjörlega sjálf-
skapað og tilgangslaust starf sem
mig langaði hvort sem er ekkert að
sinna, en var mjög góð í. Tilfinn-
ingin jafnast á við algjört frelsi og
er ljúf. Ég var einmitt að fletta upp
n Helga Jóhanna Oddsdóttir hefur helgað sig markþjálfun n NLP er aðferðafræði sem gagnast þeim vel sem vilja yfirstíga hindranir
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
„Nútíminn færir
okkur svo gríðar-
lega mikið áreiti og um
leið tækifæri.
Í fjörunniHér er Helga
ásamt tvíburunum sín-
um, þeim Oddi Fannari
og Tómasi Inga.