Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 12
EfnahagstEymi að baki tillögunum 12 Fréttir Sértækar aðgerðir virkuðu Á kvörðun stjórnvalda að leggja áherslu á sértæk úrræði fyrir heimili í miklum greiðslu- vanda var rétt, samkvæmt nýrri skýrslu forsætisráðuneytisins – sem unnin var í samvinnu við önnur ráðuneyti. Í skýrslunni er leitast við að skapa heildstæða mynd af skulda- og greiðsluvanda heimilanna. „Sértæk úrræði fyrir heimili í skuldavanda hafa skilað miklum ár- angri en þau duga ekki þeim sem eru í mestum greiðsluerfiðleikum. Fjár- hagsvandi fólks einskorðast ekki við fasteignalán og því þarf aðgerðir sem styðja við heimili í greiðsluvanda án tillits til búsetukosta,“ kemur meðal annars fram í skýrslunni. Helstu niðurstöður eru þær að skuldir heimilanna hafa lækkað úr 135 prósentum af landsframleiðslu – sem var raunin árið 2009 – niður í 108 prósent af landsframleiðslu – sem var raunin í september 2012. Það er sambærilegt við skuldastöðu heimilanna í september árið 2006, að því er fram kemur í skýrslunni. Samkvæmt Seðlabankanum munu skuldir heimilanna halda áfram að dragast saman. Vanskil við viðskiptabankana þrjá hafa farið úr 34,1 prósenti í júlí 2010 niður í 15,5 prósent í nóvember 2012. Þá hafa 147 milljarðar króna verið afskrifaðir vegna ólöglegra gengistryggðra lána, en alls hafa 50 milljarðar verið afskrifaðir í gegn- um 110% leiðina og sértæka skulda- aðlögun. Í árslok 2011 höfðu 11.700 heimili nýtt sér 110% leiðina. n simon@dv.is F ramsóknarflokkurinn hef- ur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum að undanförnu. Mælist hann nú með mest fylgi allra flokka á landsvísu. Margir rekja aukið fylgi þeirra til þess að flokk- urinn hafi lagt mikla áherslu á leiðréttingu verðtryggðra lána og afnám verðtryggingar. Auk þess hefur Framsóknarflokkurinn að undanförnu boðað að erlendir kröfuhafar Kaupþings og Glitnis, sem flokkurinn nefnir hrægamma- sjóði og eru stærstu eigendur Arion banka og Íslandsbanka, verði látnir greiða ákveðinn skatt þegar þeir fá greitt við uppgjör þrotabúanna. Í því samhengi hefur verið talað um allt að 300 milljarða króna. Vill Framsóknarflokkurinn nota hluta af þeim fjármunum til að koma til móts við íslensk heimili með verð- tryggð íbúðalán. Á móti hafa margir gagnrýnt þessar tillögur flokksins og sagt þær óraunhæfar og því jafn- vel haldið fram að þær séu einungis settar fram sem kosningaloforð til að auka fylgi flokksins. Sérstakt efnahagsteymi mótaði tillögurnar „Ég held að aukið fylgi okkar skýrist af því að við séum að koma með raunhæfar lausnir á því hvernig hægt sé að lækka skuldir heimil- anna og ná samningum við þessa hrægammasjóði. Á heimsóknum á vinnustöðum hefur fólk hins vegar lýst yfir ánægju með staðfestu okkar allt þetta kjörtímabil í Icesave-mál- inu. Auk þess telja margir að hug- mynd okkar um 20 prósenta niður- færslu á skuldum árið 2009 hefði eftir á að hyggja líklega verið besta lausnin,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV. Aukið fylgi nú komi henni því ánægjulega á óvart. Aðspurð segir hún að sérstakt efnahagsteymi innan Framsóknar- flokksins hafi farið yfir og mótað þær tillögur sem flokkurinn leggi nú fram í efnahagsmálum. Það sé því fjarstæða að tillögur flokksins séu óraunhæfar og settar fram án þess að hafa verið vel ígrundaðar, líkt og sumir hafa haldið fram að undan- förnu. Að mati Vigdísar eru þetta því mjög vel útpældar og vel skoðaðar hugmyndir sem flokkurinn leggur nú fram. Vilja ekki festa sig við upphæðir Mörgum finnst líklega flókið að heyra frambjóðendur Framsóknarflokks- ins ræða um tillögur sínar um hvern- ig eigi að skattleggja erlenda eigend- ur Arion banka og Íslandsbanka. Í opinberri umræðu hefur verið nefnt að hægt verði að ná allt að 300 millj- örðum króna frá þessum aðilum með niðurfærslu á kröfum þeirra á bankana. „Við viljum ekki nefna pró- sentutölur og upphæðir í þessu sam- hengi svo ekki sé hægt að gera okkur ótrúverðug á því. Við viljum fyrst og fremst einblína á leiðina sem ætlum að fara að markinu en ekki rugla því við tölulegar staðreyndir sem síðan er hægt að mistúlka fram og til baka,“ segir Vigdís. Framsóknarflokkurinn hafi viljað fara í það strax árið 2009 að semja um ákveðna niðurfærslu á lánum hinna föllnu banka til íslenskra heimila sem hafi hins vegar ekki ver- ið raunin. Það hafi síðan komið í ljós á síðustu árum að nýju bankarnir hafi verið að rukka kröfur sem þeir fengu með miklum afslætti að fullu. Til marks um það sé yfir 200 millj- arða króna hagnaður Arion banka, Íslandsbanka, og Landsbankans frá hruni. „Hluta af þessum peningum þarf að ná til baka. Við ætlum að ganga til samninga við erlenda aðila um að það verði niðurfært eitthvað af lánasöfnunum sem íslensk heimili eru skuldunautar fyrir á þeim grunni að það sé réttlætis- og sanngirnis- mál,“ segir hún. Eru með plan b Ef þetta gangi ekki eftir sé plan b hjá Framsóknarflokknum að beita út- gönguskatti á þá fjármuni sem er- lendu aðilarnir ætli sér að fara með úr landi eða svokallaðan Tobin-skatt, sem kenndur er við bandaríska hag- fræðinginn og nóbelsverðlaunahaf- ann James Tobin. „Þannig er að ein- hverju leyti hægt að binda þá hér inni og þannig verði þeim sýnt að þeir þurfi að einhverju leyti að gefa eftir eitthvað af sínum eignum til hagsbóta fyrir ís- lensk heimili,“ segir Vigdís. Þetta plan b sé þó nokkuð harkaleg aðgerð en hjá henni verði ekki komist ef aðrar leiðir verða ekki færar. „Við ætlum að kalla til færustu samningamenn sem við höfum tök á – innlenda sem erlenda – til að semja við erlendu kröfuhafana. Þetta mál er svo stórt að það er jafnvel stærra en Icesave-málið. Þessir samn- ingar verða að snúast um hagsmuni landsmanna fyrst og síðast og þess vegna leggjum við áherslu á vandaða samningaaðferð. Við höfum ekki efni á því fúski sem átti sér stað þegar fyrstu Icesave–samningarnir voru undir- ritaðir. Og eigum við ekki að segja að við lærum af reynslunni, þó tekist hafi að bjarga þjóðarbúinu fyrir horn með lokum málsins en endanlegur sigur vannst fyrir EFTA-dómstólnum eins og allir muna,“ segir Vigdís. Vilja afnema verðtryggingu á neytendalánum Aðspurð um afnám verðtryggingar og efasemdir um að það sé gerlegt, segir Vigdís að hugmyndir Framsóknar- flokksins snúist fyrst og fremst að því að afnema verðtryggingu á neytenda- lánum. „Sumir hafa nefnt að þetta sé ekki framkvæmanlegt þar sem Íbúða- lánasjóður eigi stóran hluta af verð- tryggðum skuldabréfum Íbúðalána- sjóðs (HFF-bréf) og þar af leiðandi muni lífeyrissjóðir tapa á þessu. Það sem leiðin okkar gengur út á er að rík- ið geri samninga við erlenda eigendur Arion banka og Íslandsbanka og þeir aðilar færi fjármagn til ríkisins sem færa það síðan inn í Íbúðalánasjóð. Þannig munu bæði Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir standa betur að vígi eftir þetta,“ segir hún. „Við ætlum að kalla til færustu samn- ingamenn sem við höf- um tök á – innlenda sem erlenda – til að semja við erlendu kröfuhafana. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is n Vigdís Hauksdóttir vísar því á bug að tillögur Framsóknar séu óraunhæfar n Vill fá allra færustu samningamenn til að semja við vogunarsjóði um uppgjör bankanna 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Á flugi Vigdís segir aukið fylgi flokksins mega rekja til raunhæfra lausna á því hvern- ig lækka megi skuldir heimilanna. Uppfyllum ekki skilyrði EES n Gjaldeyrishöftunum frá 2008 um að kenna E ftir að frjálsir fjármagns- flutningar voru heftir í kjöl- far bankahrunsins í október 2008 hefur Ísland ekki getað staðið við eitt af skilyrðum samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið (EES) sem kveður á um frjálsa fjármagnsflutninga. Þegar EES-samningurinn tók gildi í upp- hafi árs 1994 urðu fjármagnsvið- skipti Íslands við útlönd í fyrsta skipti að fullu frjáls en þá höfðu gjaldeyrishöft verið viðloðandi í einhverri mynd allt frá árinu 1930 eða í meira en 60 ár. Margir efast um að íslenska krónan hafi burði til þess að standast umrætt skilyrði EES um frjálst flæði fjármagns. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, segir í viðtali hér á opnunni að hún treysti sér ekki til þess að leggja mat á það núna hvort raunhæft sé að íslenska krónan verði aftur sett á flot með sama fyrirkomulagi og var á Íslandi frá 2001 og fram að falli bankanna í október 2008. „Það er afar erfitt – líklega ómögulegt – að sjá fyrir sér óhefta fjármagnsflutninga samhliða sjálf- stæðum smáum gjaldmiðli,“ sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við DV í nóvember 2012, aðspurður hvort hann sæi fyrir sér einhverja aðra lausn en gjald- miðlasamstarf við Evrópusam- bandið svo losna mætti við gjald- eyrishöft á Íslandi. Aðrar leiðir væru líklega ekki í boði til þess að Íslendingar gætu staðið við reglur EES um frjálst flæði fjármagns. „Áframhaldandi hömlur á útflæði fjár í einhverri mynd innan ramma EES, eða að við einfaldlega förum úr EES og höldum slíkum höml- um,“ voru þær leiðir sem Árni Páll sá fyrir sér. n ESB raunhæfasti kosturinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinn- ar, hefur sagt að raunhæfasti kosturinn út úr gjaldeyrishöftum sé gjaldmiðla- samstarf við ESB. Skuldir lækka Samkvæmt spá Seðlabankans munu skuldirnar halda áfram fara lækkandi. n Ný skýrsla bendir til þess að aðgerðirnar hafi haft áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.