Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 17
S
igmundur Davíð Gunnlaugs-
son, nýr forsætisráðherra, hef-
ur ekki starfað lengi í stjórn-
málum en hann var kosinn á
þing fyrir Framsóknarflokkinn
árið 2009. Fyrr það sama ár var hann
kjörinn formaður flokksins sem hann
hafði aldrei gegnt trúnaðarstörfum fyr-
ir. Háværar kröfur höfðu þá verið um
endurnýjun forystunnar í kjölfar efna-
hagshrunsins og treystu samflokks-
menn hans þessum unga manni fyrir
verkefninu.
Sigmundur hafði fram að því verið
harðákveðinn í því láta stjórnmálin
eiga sig þrátt fyrir að hafa lýst því yfir
aðeins fimm ára að hann ætlaði að
verða forsætisráðherra þegar hann
yrði stór. Draumur Sigmundar litla
hefur nú ræst, eflaust fyrr en hann
óraði fyrir, enda er hann yngsti for-
sætisráðherra lýðveldissögunnar.
Áður en Sigmundur hóf afskipti af
stjórnmálum starfaði hann töluvert
við fjölmiðla, meðal annars sem frétta-
maður á RÚV og í Kastljósi.
Sigmundur hefur sjálfur titlað sig
sem skipulagshagfræðing en hann
hefur fjölbreytta menntun á bakinu
frá nokkrum háskólum. Hann er lang-
ríkasti þingmaður landsins, en sam-
kvæmt upplýsingum um opinber gjöld
nemur hrein eign hans sex hundruð
milljónum króna en samanlagt eiga
þau hjónin um 1.200 milljónir króna.
Eiginkonan, Anna Sigurlaug Páls-
dóttir, er á meðal ríkustu Reykvíking-
anna, en faðir hennar Páll Samúels-
son átti Toyota-umboðið. Sjálfur er
Sigmundur kominn af sterkefnuðu
fólki, en faðir hans Gunnlaugur M.
Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður
Framsóknarflokksins, varð einn auð-
ugasti maður landsins í gegnum fyrir-
tækið Kögun. Þegar Sigmundur tjáði
sig um auðæfin í viðtali við DV þá
sagðist hann vissulega vera hluti af
íslenskri elítu og þyrfti ekki að hafa
áhyggjur af afkomu sinni. Feður þeirra
Sigmundar og Bjarna Benediktssonar
hafa verið viðskiptafélagar og fjárfest
saman í mismunandi fyrirtækjum um
nokkurt skeið. Þekktust eru viðskipti
þeirra í Icelandair, Mætti og BNT,
móðurfélagi olíufélagsins N1.
Stundum hefur verið haft á orði að
þessi viðskiptatengsl fjölskyldna þeirra
Bjarna og Sigmundar kæmu sér vel við
myndun ríkisstjórnar og að þeir ættu
auðvelt með að komast að samkomu-
lagi um samstarf, sem virðist hafa
orðið raunin.
Yngstur allra
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Þingmaður frá: 2009
Aldur: 38 ára
Maki: Anna Sigurlaug Pálsdóttir.
Börn: Ein dóttir
H
ann er hörkuduglegur og
fylginn sér. Hann er metn-
aðargjarn. Kristján er ekki
hræddur við að taka ákvarð-
anir hvort sem þær eru vin-
sælar eða óvinsælar. Hann er um-
deildur sumir eru hrifnir af honum
aðrir minna,“ segir Oktavía Jónsdóttir,
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri.
„Kristján Þór hefur sinnt samfé-
lagsmálum nánast alla sína æfi og er
mjög vel vakandi yfir þeim málum.
Hann er drengur góður og glöggur.
Hann hefur ákaflega skýrar línur fyrir
utan það að vera skemmtilegur og
góður félagi,“ segir séra Hjálmar Jóns-
son, samherji í pólitík. Kristján Þór er
Norðlendingur, fæddur á Dalvík. Hann
varð stúdent frá MA, fór í Stýrimanna-
skólann og lauk fyrsta og öðru stigi.
Fór í HÍ og las íslensku og almenn-
ar bókmenntir og aflaði sér kennslu-
réttinda. Hann hefur unnið ýmis störf
til sjós og lands, var skipstjóri, kennari
og bæjarstjóri á Dalvík og síðar á Ísa-
firði. Hann hefur setið í stjórn margra
félaga og unnið mikið á vegum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Hann
var kosinn á Alþingi 2007 og hefur ver-
ið þingmaður og forystumaður flokks-
ins í Norðaustur kjördæmi síðan þá.
Ferill Kristjáns Þórs hefur ekki verið
hnökralaus innan Sjálfstæðisflokksins,
hann bauð sig fram sem varaformaður
2005 en tapaði fyrir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur. Hann bauð sig fram
til formanns 2009 og atti þá kappi við
Bjarna Benediktsson og tapaði. Krist-
ján Þór bauð sig fram og var kjörinn
annar varformaður flokksins 2012.
Hann var svo endurkjörinn annar
varaformaður flokksins í vetur.
Óhræddur við að
taka ákvarðanir
H
ann er mjög traustur
drengur. Kannski dáldið
þungur en Sigurður Ingi er
ljónskarpur og með sterk-
ari mönnum í pólitík. Það
merkilegasta sem hann hefur gert,
að mínu mati, í pólitík var þegar
hann sem oddviti upp í hrepp lagði
hömlur á að menn tækju landbún-
aðarlönd undir sumarbústaðalóðir.
Hann var langfyrstur til að stíga slík
skref í skipulagsmálum í landinu.
Ég tel að Sigurður Ingi sé góð-
ur fulltrúi fyrir íhaldssamari arm
flokksins og hann getur notið sín
vel í því sem flokkurinn er að fara
að gera núna,“ segir Bjarni Harðar-
son, bóksali og fyrrverandi skóla-
bróðir.
Sigurður Ingi er sveitabarn upp-
alinn í hreppunum. Hann er stúdent
frá Laugarvatni og hélt að því búnu
til til Danmerkur þar sem hann
lauk embættisprófi í dýralækn-
ingum. Á yngri árum vann hann
við afgreiðslu og verkamannastörf
hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík. Hann var um skeið bóndi og
vann við dýralækningar fram undir
miðjan tíunda áratuginn. Hann var
oddviti Hrunamannahrepps í sjö ár
frá 2002 til 2009 og varaformaður
Sunnlenskra sveitarfélaga frá 2007
til 2009. Það er ekki hægt að hafa
önnur orð um Sigurð Inga en hann
hafi verið félagsmálatröll. Hann
hefur setið í stjórn fjölmargra félaga
þar á meðal Dýralæknafélags Ís-
lands. Í viðtali árið 2009 þegar hann
bauð sig fyrst fram til þings sagðist
hann hafa orðið framsóknarmað-
ur á Danmerkurárum sínum þegar
hann segist hafa áttað sig á því að
það þyrfti öflugan miðjuflokk til að
draga hægri og vinstri öfgarnar inn
á miðjuna á hverjum tíma. Hann
var kosinn á þing 2009 og var í vet-
ur kosinn rússneskri kosningu sem
varaformaður Framsóknarflokks-
ins.
Íhaldssamt
félagsmálatröll
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Þingmaður frá: 2009
Aldur: 51 árs
Maki: Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir
Börn: Þrjú og þrjú stjúpbörn
Kristján Þór Júlíusson
Þingmaður frá: 2007
Aldur: 55 ára
Maki: Guðbjörg Baldvinsdóttir Ringsted
Börn: Fjögur
n Sigurður Ingi er sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra
n Kristján Þór Júlíusson er heilbrigðisráðherra
n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra
Fyrirliggjandi verkefni
Fiskveiðistjórnunarkerfið verður
yfirfarið, meðal annars með tilliti til
hagkvæmni, öryggis og kjara sjómanna
og umhverfisverndar. Grundvöllur
fiskveiðistjórnunarkerfisins verður
aflamarkskerfi. Lög um veiðigjald verða
endurskoðuð Stefnt er endurskoðun
búvörusamninga með tilliti til fóður- og
fæðuframleiðslu. Náttúruvernd og
náttúrunýting fari saman.
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Fyrirliggjandi verkefni
Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera
samkeppnisfært við nágrannalönd
um tækjakost, aðbúnað sjúklinga, og
aðstæður starfsmanna. Landsmenn
njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu
óháð búsetu. Efla starf á sviði forvarna
og lýðheilsu. Áhersla á slysavarnir.
Mikilvægt er að efla heilsugæsluna
og tryggja stöðu hennar sem fyrsta
viðkomustaðar sjúklinga.
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Fyrirliggjandi verkefni
Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur
heimilanna í landinu og efling atvinnulífs
með aukinni verðmætasköpun í þágu
almennings. Áfram verði unnið að endur-
skoðun stjórnarskrár lýðveldisins með breiða
samstöðu og fagmennsku að leiðarljósi.
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Fréttir 17Helgarblað 24.–26. maí 2013