Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Síða 23
hönnuður var til dæmis fenginn til að endurhanna blaðið. Það var að mörgu leyti gaman fyrir ungan blaðamann að verða vitni að þessum umbreytingum. Ég var hálfgerður augnakall Jónasar og fékk yfirleitt að gera það sem ég vildi. Skrifaði mik­ ið um efnahagsmál á þessum tíma.“ Tók við Pressunni Árið 1989 var Gunnari Smára boðið að taka við Pressunni ásamt Kristjáni Þorvaldssyni. Með Gunnari Smára komu Sigurjón M. Egilsson bróðir hans og Sigurður Már Jónsson af DV. Þeir settu sér skýran ramma. Gáfu út lítið fókuserað 24 síðna blað og upp­ skáru ótrúlegar viðtökur. „Jón Óskar sá um útlitið og það var mikið ævintýri. Það var mikil lukka að vinna með honum á þess­ um tíma. Þarna er tölvubyltingin að hefjast en samt var blaðið enn unnið að mestu leyti upp á gamla mátann. Við keyrðum út fyrirsagnirnar á tölvu en meginmálið var límt upp. Fyrsta blaðið rauf 5.000 eintaka múrinn og við vorum komin yfir 9.000 eintök á fimmta blaði og héldum því. Vorum með stór mál strax í fyrstu blöðunum, til dæmis Gallerí Fold og Sophiu Han­ sen. Vorum dæmd fyrir meiðyrði og svona,“ segir hann og brosir. „Það var róstur í kringum Press­ una,“ útskýrir hann. „Það varð samkomulag meðal yfirstéttarinnar að svona fjölmiðill ætti ekki að fá að lifa. Pressan truflaði almennt og gott skikk í samfélaginu að mati þeirra sem töldu sig geta ákvarðað hvað í því fólst. Þetta var hvimleitt en ég held samt að það hafi ekki dregið svo mjög úr ritstjórnunum, allavega ekki strax. Við ímynduðum okkur vegg með myndum af þeim sem höfðu stefnt okkur og hins vegar vegg með myndum af þeim sem hafði verið stefnt og spurðum hvorum hópnum við vildum tilheyra. Svarið var auð­ velt. Hópur hinna dæmdu var ærlegri. Það var betri hópur!“ Versta starf í heimi Friðrik Friðriksson, sem nú rekur Skjá Einn, keypti Pressuna af Alþýðu­ flokknum. Nýlega var gefin út úttekt á verstu og bestu störfum heims. Í þeirri úttekt rataði starf blaðamanns­ ins á botninn. Gunnar Smári segist þó vita um eitt starf sem sé sýnu verra. Nefnilega starf Friðriks sem útgef­ anda Pressunnar. „Friðrik hafði lært viðskiptafræði í Bandaríkjunum á Reagan­tímabil­ inu. Hafði unnið með Óla Kr. í Olís við að kaupa Skrifstofuvélar hf. og slíkt og gekk vel. Svo vildi hann gera eitt­ hvað sjálfur. Keypti fyrst þrotabú Al­ menna bókafélagsins og síðan Press­ una af Alþýðuflokknum á 29 milljónir, minnir mig. Ég er enn að bíða eftir rauðum rósum frá krötunum,“ segir hann og hlær og segir engan annan hafa aflað flokknum jafn mikils fjár og hann gerði með sölunni á Pressunni. Friðrik skrifaði undir kaupin í Alþýðuhúsinu og svo kom Hannes Hólmsteinn til að fagna með vini sínum. Friðrik hafði verið kosninga­ stjóri Davíðs Oddssonar á lands­ fundinum 1991 og var innmúraður, alla vega á þessum tíma. Við Friðrik og Hannes gengum eftir þetta niður á Café Romance, sem þá þótti fínn bar á horni Lækjargötu og Austur­ strætis. Þegar við gengum inn stigu að minnsta kosti þrír upp úr sæti sínu og skömmuðu Friðrik greyið fyrir eitthvað sem stóð í Pressunni. Meðan ég horfði á Friðrik taka við skömmum fyrir eitthvað sem hann hafði ekki komið nálægt áttaði ég mig á því að starf útgefanda á jaðar­ blaði er líklega það versta í heimi. Þú færð ekki að koma nálægt efni blaðsins en færð svo endalausir skammir fyrir það.“ Stærsta tölva Íslands Gunnar Smári fann á sér að Friðrik myndi vilja ráða sér annan ritstjóra. Það er ekki gott að kaupa ritstjórn með gömlum ritstjóra. Flestir eigend­ ur vilja ráða sinn ritstjóra sjálfir. Sam­ starfið gekk ágætlega en því lauk samt. Eftir að hafa verið ritstjóri hjá Herdísi Þorgeirsdóttur á Heimsmynd ákvað Gunnar Smári að gefa út sitt eigið tímarit og fékk Egil Helgason til að ritstýra því með sér. Tímaritið fékk nafnið Eintak. „Það voru ekki til neinir diskar eða neitt sem gátu borið svona stór skjöl. Það væru haldnir fundir uppi í Odda og loks ákvað fyrirtækið að fjár­ festa í diskdrifi sem var nógu stórt til að bera blaðið. Oddverjar keyrðu svo með drifið á Ásvallagötuna til Andr­ ésar þar sem blaðinu var dælt yfir í drifið. Svo var farið til baka upp í prentsmiðju. Ég man við sátum með tæknimönnum Odda í bílnum með drifið dýrmæta. Það var eins og við værum að koma með handritin heim, stærsta blað Íslandssögunnar í mega­ bætum talið,“ segir Gunnar Smári og skellir upp úr. Typpið sem sló ekki í gegn Það var erfitt að finna rekstrargrund­ völl undir Eintak sem glanstímarit og því var tímaritinu breytt í vikublað í dagblaðsbroti. Markmiðið var að fara í samkeppni við Pressuna. Á forsíðu fyrsta tölublaðs Eintaks var mynd af typpi. Í sömu viku birti Pressan nektar myndir af Lindu P. „Þú getur rétt ímyndað hvort blaðið seldist betur. Eintak var rosa­ legt götublað, hálfgert pönk. En þrátt fyrir vonda byrjun þá náði Eintak hægt og bítandi að éta undan Press­ unni. Loks tók Oddi af skarið og neyddi blöðin til að sameinast. Þá vorum ég og Páll Magnússon ráðnir ritstjórar. Páll var þá í einhverjum af sínum útlegðum frá Stöð 2. Og Friðrik var gerður að útgáfustjóra.“ Pressan stöðvuð Það lá mara á Morgunpóstinum frá byrjun. Alkóhólisminn var byrjaður að draga Gunnar Smára niður og aðr­ ir lykilmenn blaðsins voru heldur ekki upp á sitt besta. „Það var engin lukka yfir Morgun­ póstinum. Við áttum allir við erfið­ leika að etja, hver á sinn á hátt. Eina vikuna birtum við frétt Pálma Jónas­ sonar um gömul dópmál Jóns Ólafs­ sonar. Þá höfðu gengið miklar kjafta­ sögur um þessi mál árum saman og okkur fannst eðlilegt að birta skjöl um þessi mál til að sýna um hvað þau snérust. Í raun voru þetta smávægi­ leg mál. Jón vildi ekki tjá sig við blaðið en hringdi í mig seint um kvöldið og vildi hitta mig á Kaffi Reykjavík sem var undir ritstjórninni. Þegar ég kom niður sagðist hann að mörgu leyti feg­ inn að þetta kæmi loksins fram. Þetta mál hefði elt hann lengi. Auðvitað myndi þetta fá á fjölskylduna en hann væri samt ekki að biðja mig um að hætta við birtingu. Ég man í raun ekki eftir nokkrum manni sem hefur borið sig jafnvel við svona aðstæður en Jón. Á meðan við töluðum hringdi sím­ inn hans og hann sagði einhverjum manni að reyna þá bara betur og lagði á. Svo kvöddumst við og ég fór aftur upp. Um miðnættið kom Friðrik hins vegar náfölur á skrifstofuna og spurði hvort ég ætlaði að ganga frá honum. Þegar honum varð ljóst að ég myndi ekki stoppa fréttina hringdi hann upp í prentsmiðju og stöðvaði prentun blaðsins í krafti þess að hann væri út­ gefandi. Hann sagðist hafa gert það sem hann gæti, tók saman dótið sitt og fór út. Þarna var komið fram yfir miðnætti og við náðum stjórninni ekki saman fyrr en um morguninn. Hún samþykkti að prenta blaðið og Friðrik hætti.“ Svaf undir skrifborði Gunnar Smári sleppti því að sofa að­ faranótt miðvikudaga þegar hann var á Eintaki utan þess að fá sér smá kríu stundum undir skrifborðinu. Nóttina notaði hann til að skrifa en blaðið fór í prentun á fimmtudagskvöldum. Ein­ hvern tímann var bjórkassa rennt inn á ritstjórnina og eftir að hafa teygað í sig ölið í vinnu áttaði Gunnar Smári sig á því að hann gæti ekki starfað lengur sem blaðamaður og þyrfti á meðferð að halda. „Ég var illa farinn af drykkju. Ég var yfirmaður og þurfti að hafa eitt­ hvað að gefa. Ég fann það á ákveðn­ um tímapunkti að ég hafði það ekki lengur. Ég byrjaði sem klassísk ís­ lensk helgarbytta. Svo vann ég á blöðum sem komu út á fimmtudög­ um svo helgarnar urðu lengri. Þegar bjórinn kom þá breyttist drykkjan í dagdrykkju. Þegar maður er ungur þá getur maður unnið á móti sjúkdómn­ um en sjúkdómurinn nær þér alltaf á endanum. Og allt í einu gerist það hjá mér. Ég hafði ekki lengur þrek í að halda honum niðri. Ég gat verið vinnuþjarkur og ég reyndi alltaf að skrifa ekki minna en meðalblaðamaður með ritstjórninni. Svo var ég líka í umbrotinu. Þegar ég byrjaði á Pressuninni sem ritstjóri þá sá ég um sjónvarpsdagskrána. Það var svona trix ungs manns til að hafa stöðu til að segja öðrum fyrir verk­ um, ef ég gat séð um sjónvarpsdag­ skrána þá gat enginn kvartað yfir öðr­ um verkum. Þegar leið á tímann á Morgunpóstinum varð ég hins vegar sífellt slappari og náði ekki að hlaða batteríin. Ég fékk mér kríu en vaknaði jafn þreyttur. Einn daginn opnuðust dyrnar á ritstjórninni. Það var verið að kynna nýjan bjór og bjórkassa var rennt inn á skrifstofuna. Blaðamenn eiga auðvitað ekki að þiggja mútur en þarna stóðst ég ekki freistinguna og drakk einn bjór til að drepa timbur­ mennina. Ég var bugaður á sál og lík­ ama og ákvað að hætta sem ritstjóri þarna sem ég lá. Stuttu síðar fór ég í meðferð.“ Fékk skjól hjá Hrafni Við tók tímabil atvinnuleysis hjá Gunnari Smára. Hann var þó fullur af nýjum vonarkrafti eftir meðferðina og sá lífið í nýju ljósi. En það vildi enginn ráða hann í vinnu. Gunnar gekk svo langt að sækja um vinnu á Morgun­ blaðinu og segir Styrmi hafa tekið sér vel. „Hann sagði mér að það yrði heið­ ur að fá mig til starfa en spurði svo: en hvernig myndi þér líða með að vinna hjá Morgunblaðinu? Líklega í von um að ég myndi átta mig á að ég og Mogginn færum ekki vel saman. En mig vantaði bara pening svo ég svar­ aði: Bara vel! En Styrmir réð mig ekki,“ segir Gunnar við og brosir. „Ég sótti um umbrotsstarf á DV en Jónas sagði mig of hæfan í það starf. Vildi líklega ekki fá gamlan brotinn rit­ stjóra í vinnu. Ég var um tíma að hugsa um að fara til útlanda og brjóta um blöð. Ég var nefnilega fáránlega fljót­ ur að því. Ég sá fyrir mér að ég myndi óska eftir að fá að sýna hvað ég gæti og yrði vísað á tölvu. Og þá myndi ég draga upp mína eigin mús. Eftir á að hyggja þá hentaði það Viðtal 23Helgarblað 24.–26. maí 2013 Einmana í útrás Lærði af Jóni Ásgeiri Gunnar Smári segist hafa lært mikið af Jóni Ásgeiri og líkir dag-blaðaútgáfu við smásölurekstur þar sem mikil yfirsýn og vinnuseigla er nauðsyn. Þetta er hvort tveggja tíkallabissness, segir hann. „Ég bað hana að keyra mig upp á Borgarspítala, ég væri örugglega að fá heilablóðfall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.