Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Side 29
Menning 29Helgarblað 24.–26. maí 2013
„Star Wars í dulargervi“
Star Trek
Into Darkness
J.J.Abrams
S
ýningin heitir: „Allur sann
leikurinn: Allt sem þú vildir
vita um gyðinga.“ Meðal
sýningargripa eru höfuð
föt gyðinga skreytt með ein
kennismerkjum BMW, Sesame
Street eða Angry Birds og jafnvel lif
andi gyðingur í glerkassa, en sjálf
boðaliðar eru fengnir til að sinna
starfinu. Fólki er frjálst að ræða við
þann sem í kassanum situr, en hann
tekur gjarnan fram að þó að hann sé
gyðingur þýðir það ekki endilega að
hann sé sérfræðingur í málefnum
MiðAusturlanda eða í Helförinni.
Samskipti Þýskalands og Ísrael
hafa löngum verið stirð, eins og gef
ur að skilja, og sem dæmi má nefna
að í keppninni um ungfrú alheim
árið 1956 neitaði ungfrú Ísrael að
láta taka myndir af sér með ungfrú
Þýskalandi nema eftir talsverðar for
tölur. Sá sem hefur helst átt þátt í að
bæta álit Ísraelsmanna á Þjóðverjum
er sjónvarpskokkurinn Tom Franz,
sem flutti til Ísrael fyrir áratug og er
þessa dagana með vinsælasta sjón
varpsþátt landsins þar sem hann
kynnir þýska matargerð.
Hverjir eru gyðingar?
En hver telst vera gyðingur? Á sjón
varpsskjá má sjá fræðimenn og
rabbína ræða þessa spurningu og
virðist henni nokkuð auðsvarað.
Gyðingur telst hver sá vera sem á
móður af gyðingaættum og erfist
hún þannig í kvenlegg allt aftur til
eiginkonu Abrahams. Abraham átti
reyndar einnig afkomendur í gegn
um son sinn Ísmael sem hann átti
með ambáttinni Hagar. Telst sá vera
forfaðir múslíma en ekki til gyðinga
þó sonur Abrahams sé.
Í Þriðja ríkinu fóru yfirvöld þó
eftir öðrum mælikvörðum og því bar
svo undarlega til að sumir þeir sem
lifðu af dvölina í Auschwitz, þangað
sem þeir voru sendir vegna þess að
feður þeirra voru gyðingar, tóku fyrst
síðar opinberlega upp gyðingatrú.
Marylin Monroe og
umskorinn Bretaprins
Hver sem er getur tekið upp trúna
kjósi hann að gera það, en þeir sem
einu sinni ganga af henni þurfa ekki
að gangast undir sömu helgisiði til
að vera teknir inn aftur. Þannig get
ur það verið flóknara en í fyrstu virð
ist að segja til um hver sé gyðingur og
hver ekki, og sem dæmi má nefna að
Sigmund Freud sagði skilið við trúna
en áleit sig eigi að síður gyðing. Það
sama má segja um Bob Dylan, sem
tók upp kristna trú án þess að hafna
gyðingdómi sínum.
Margir aðrir heimsfrægir einstak
lingar hafa talist til gyðingdóms, en
hér eru nokkrir kynntir til sögunnar
sem hafa tengsl við trúna sem færri
vita um. Sem dæmi má nefna að
bæði Marilyn Monroe og Elisabeth
Taylor tóku upp gyðingdóm fyrir eitt
hina fjölmörgu hjónabanda sinna,
og Karl Bretaprins var umskorinn af
rabbína. Nær sá siður að umskera
konungborna Breta allt aftur til þess
þegar konungar Hannover urðu jafn
framt konungar Bretaveldis á 18. öld
og kemur hann því frá Þýskalandi.
Deilur í kringum umskurð
Umskurður hefur undanfarið valdið
talsverðum deilum í Þýskalandi.
Sum héruð hafa bannað hann af
læknisfræðilegum ástæðum, og hafa
talsmenn bæði gyðinga og múslíma
ásakað yfirvöld um skort á um
burðarlyndi og jafnvel ofsóknir. Sýn
ingin reynir einmitt að vekja upp
spurningar um afstöðu til gyðinga í
dag. Sem dæmi má nefna að boðið
er upp á að setja plastpeninga í kosn
ingakassa þar sem manni er falið að
segja til um hvort maður telji gyðinga
vera sérstakalega vel gefna eða góða í
viðskiptum. Að lokum er manni falið
að segja orðið „Juden“ í míkrófón og
hlusta síðan á það spilað. Vissulega
er eitthvað ógnvekjandi við að heyra
þetta á þýsku.
Bambi brenndur
En má gera grín að Helförinni? Þeirri
spurningu er varpað fram á sýn
ingunni. Sýnd eru myndskeið úr
sjónvarpsþáttum á borð við Curb
Your Enthusiasm, þar sem eftirlifandi
úr Helförinni deilir við þátttakanda
úr Survivorþáttunum um hvor hafi
þjáðst meira, eða teiknimynd sem
sýnir strák í útrýmingarbúðum ætla
að skrifa símanúmer stelpu á hönd
sína en kemst að því að hún er þegar
þakin númerum.
Vissulega jaðrar sumt hér við
smekkleysi, ekki síst gyðingurinn í
glerkassanum, enda er Berlín þekkt
sem borg sem virðist svo annt um
að hneyksla. Því er ekki að undra að
sumir hafi fordæmt sýninguna. Aðrir
hlutar safnsins takast á við Helförina
og sögu gyðinga í Þýskalandi á hefð
bundnari hátt. Í kjallaranum, sem er
hálfgert völundarhús, eru munir sem
gyðingar fengu að taka með sér þegar
þeir flúðu land á 4. áratugnum, svo
sem saumavélar eða silfurhnífapör,
en flest var tekið af þeim. Einnig er
hægt að sjá fyrstu prentanir af þeim
bókum sem nasistar brenndu, Af
stæðiskenningu Einstein, Góða dát
ann Sveik og jafnvel, af einskærri ill
kvittni, söguna af Bamba.
Ísland og Helförin
Á fastasýningu safnsins er saga
Helfararinnar rakin, og hér má
meðal annars sjá kort af Evrópu með
fánum eins og þeir voru á tímum
seinni heimsstyrjaldar. Ísland ber
enn danska fánann, en sé smellt
á landið fáum við að sjá mynd af
Reykjavík frá 1940 og upplýsingar
um afdrif gyðinga. Hér er sagt að Ís
land hafi verið óæskilegur staður
fyrir flóttamenn að flýja til, afar erfitt
var að fá atvinnuleyfi eða dvalarleyfi
í meira en þrjá mánuði og að margir
hafi verið sendir aftur í klær nasista.
Aðeins 25 manns var bjargað til Ís
lands á stríðsárunum, af þeim ótal
sem þangað reyndu að komast.
Gyðingasafnið í Berlín vekur
mann því til umhugsunar um hve
mikið hefur í raun breyst, ekki að
eins í viðhorfi Þjóðverja til gyðinga
heldur í viðhorfi Vesturlanda til
flóttamanna almennt, og er Ísland
þar á engan hátt undanskilið nema
síður sé. Því er ekki annað hægt að
segja en að það hafi náð tilgangi sín
um, að minnsta kosti hvað þennan
gest varðar. n
„Gott flæði dugar“ „Innihaldið rýrt“
Martin
læknir
Nafnlaus hestur
Ljósmyndasýning eftir Spessa
Má gera grín
að Helförinni?
Sagnfræði
Valur
Gunnarsson
„Aðeins 25 manns
var bjargað til Ís-
lands á stríðsárunum, af
þeim ótal sem þangað
reyndu að komast.
Charlie Chaplin
sem einræðis-
herrann Myndin er
ein frægasta ádeila
kvikmyndasögunnar.
Lifandi
gyðingur í
glerbúri
Gestir geta
spjallað við
gyðinginn og
spurt hann
spurninga.
Ísland árið 1940 er sagður óæskilegur staður fyrir
gyðinga og aðra flóttamenn á sýningu í Gyðingasafn-
inu í Berlín. Valur Gunnarsson heimsótti safnið til
að komast að því hverju sætti.
Ég trúi á moldina
og son hennar manninn
fæddan af skauti konunnar
sem er píndur á okkar dögum
krossfestur drepinn og grafinn
en mun rísa upp á morgun
og krefjast réttar síns til brauðsins
ég trúi á anda réttlætisins
samfélag mannanna
og friðsælt líf
Ljóðabókin Nei, var hans fyrsta
og eina bók. Hún kom út árið
1961. Ari þótti bráð-
efnilegt ljóðskáld
en lést tveimur
árum eftir útkomu
bókarinnar. Bókin
var nýlega endur-
útgefin af Máli og
menningu.
Trúarjátning
eftir Ara Jósefsson
n Flutti opnunartónverk Listahátíð í Reykjavík n Segir mikilvægt að hverfa frá egóisma í listum
Listin snýst um samvinnu
skriftarverkefnið opnuðum við
nemendagallerí við hliðina á Kling
og Bang. Á endanum bauð Kling og
Bang okkur að koma inn í gallerí
ið. Þau vildu fá nýja orku þarna inn.
Þetta voru ég, Anna Hrund Más
dóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Þórgunnur Oddsdóttir, Selma
Hreggviðsdóttir, Ragnar Már Niku
lásson, Katla Rós og Elísabet Bryn
hildardóttir.“
Lilja segir síðustu tvö ár hafa
verið spennandi. Hún hafi lært
mikið á starfinu í Kling og Bang en
hún segir galleríið vera afar mikil
vægan vettvang fyrir grasrótina og
ungt myndlistarfólk.
Hver er þín sýn á íslenska mynd-
list? „Mér finnst ég sjá ákveðna
breytingu í myndlistargeiranum.
Liststefnur eru að blandast saman.
Myndlistarmenn vinna með tón
listarmönnum eða rithöfundum.
Ætli það heiti ekki þverfaglegt sam
starf á fínu stofnanamáli,“ segir Lilja
og hlær. „Það er líka mikil gleði,
leikgleði sem maður sér til dæm
is í verkum og gjörningum Ragnars
Kjartanssonar, Gjörningaklúbbsins
eða hjá Leikhúsi listamanna. Það er
margt gott að gerast.“
Tónlistin veitir innblástur
Listamenn sem líta yfir farinn veg
eiga oft auðvelt með að telja upp
helstu áhrifavalda – aðra lista
menn sem þeir hittu á förnum vegi,
örlagavalda í lífi þeirra. Ungir lista
menn lifa í núinu. Þeirra áhrifa
valdur er samfélagið sjálft, miðl
arnir og menningin í kringum
okkur.
„Maður er undir stöðugum
áhrifum,“ segir Lilja. „Myndlist
hefur mikil áhrif á mig. En líka tón
list. Tónlist veitir mér innblástur.
Hún er óáþreifanlegt. Ég notast
mikið við tónlist í verkunum mín
um og tónlistin hjálpar mér að búa
til mína eigin list.“
Kling og Bang fagnar tíu ára af
mæli sínu í ár. Það segir Lilja að sé
merkilegur árangur hjá galleríi sem
rekið sé af listamönnum sjálfum.
Mikið verður um dýrðir í galleríinu
í ár af því tilefni. Sjálf fagnar Lilja af
mæli sínu daginn sem blaðamaður
slær á þráðinn. Ég óska henni til
hamingju og ímynda mér hvernig
afmælissöngurinn myndi hljóma í
útgáfu íslenska flotans. n