Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 24. júní 2013 Mánudagur „NiðurlægiNgiN ásótti mig“ n Björg var orðin veik af afleiðingum ofbeldis n Ákvað að beita ábyrgðarferli n „Allt var betra en raunveruleikinn sem ég bjó við“ n Játningin óþægileg F ram til þessa hefur hún verið nafnlaus kona í einu umtalað­ asta máli síðustu vikna og mánaða, aðalhlutverkið í sögu sem allir eru að tala um, en enginn þekkir almennilega. Hún gerði tilraun til þess að greina frá sinni hlið mála í nafnlausum pistli en umtalið hélt áfram og nú hefur hún ákveðið að stíga fram og greina frá því sem er satt og logið í umræðunni, því sem gerð­ ist í raun og veru. Hvað bjó að baki því þegar Haukur Már Helgason játaði að hafa beitt kynferðisofbeldi og sendi seinna frá sér endurskilgreiningar á játningunni og ferlinu sem lá þar að baki. Í pistlinum lýsti hún því svona: „Of­ beldið fólst meðal annars í miklu and­ legu niðurrifi, kynferðislegri niður­ lægingu og líkamlegu ofbeldi í kynlífi. Slá, meiða, rífa, hlusta ekki á það sem maður segir, gera lítið úr og virða ekki mörkin sem maður setur, endurskil­ greina mörkin sem maður reynir að setja, segja manni hvar, hvenær og hvernig kynlíf geti átt sér stað, reka mann ítrekað út þegar nærveru er ekki lengur óskað, þvinga sínum þörf­ um upp á mann með harkalegum hætti, s.s með ofbeldi. Ef ég sagði nei, þá sagði hann jú, hélt áfram og gaf oft langar, ruglingslegar útskýringar á því.“ Við gefum Björgu Sveinbjörns­ dóttur orðið: „Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þolendur þegi enda­ laust.“ Ofbeldi í sambandi Björg og Haukur Már voru í einhvers konar sundurleitu ástarsambandi frá árinu 2006 í um eitt og hálft ár þar sem þau voru stöðugt sundur og saman. „Það var ekki allt ofbeldi sem fór fram okkar á milli. En hann hafði strax yfir­ höndina í okkar sambandi og ruglaði í kerfinu. Hann upphóf mig og niður­ lægði á víxl. Niðurlægði mig kynferðis­ lega en upphóf persónulega eigin­ leika. Í þessu kúgandi kerfi voru atvik þar sem ofbeldi var beitt og ég upp­ lifði valdaleysi og skömm. Það var hins vegar réttlætt með heimspeki­ pælingum um að allt kynlíf sé ofbeldi og réttast að gangast við því. Þegar ég mótmælti því var ég máluð upp sem einhver tepra.“ Björg situr á móti blaðamanni, í rauðum sófa í fundarherbergi DV með hund í fanginu, hana Sólu sem fylgir Björgu hvert fótspor þessa dagana og hjálpar henni að finna hugarró og jarð­ tengingu. Það tekur á að vera á milli tannanna á fólki. „Í okkar samskiptum var ég eigin­ lega orðin hálfgert vandamál, því hon­ um fannst ég ekki nógu aðlaðandi til að vera með mér en samt svo frábær manneskja. Hann sagðist óska þess að ég gæti verið dagkærasta og að hann gæti átt aðrar næturkærustur. Það var ekki nema í ákveðnum aðstæðum sem hann gat sofið hjá mér og þá með of­ beldi. Það var búið að stilla því upp þannig að ég ætti eiginlega að vera ánægð með það.“ Hún teygir sig í vatnsglas sem stendur á glerborðinu og segir áhugavert að skoða umræðuna um kynferðis ofbeldi. „Þar er alltaf þetta eina nei sem gildir. Ábyrgðin er sett á þolandann en það gleymist að stundum er ekki í boði að segja nei. Stundum er kúgunin svo mikil að það er búið að taka nei­ið frá manni. Það fer samt ekki á milli mála að þér líður illa, ef þú grætur eða lýsir óþægindum þá viltu þetta ekki. Það að frjósa eru líka þekkt viðbrögð. Engu að síður er rík krafa um að fólk sé alltaf tilbúið að segja nei í öllum aðstæðum.“ Veik af afleiðingunum Björg segist hafa verið á mjög slæmum stað andlega meðan á þessu sambandi stóð. Á sama tíma og hún var niður­ lægð leitaði hún eftir viðurkenningu frá honum, reyndi að þóknast honum og ganga í augun á honum. Samskipt­ unum lauk þegar hann hóf samband með annarri konu. Innan við ári síðar skrifaði Björg honum bréf þar sem hún vildi gera upp samskiptin en hún segir að hann hafi varpað ábyrgðinni yfir á hana og meðal annars sagt að hann hefði ekki getað losað sig við hana. Það varð aðeins til þess að auka á skömm­ ina og lengi vel gat hún ekki hugsað sér að ræða þetta við nokkurn mann. Að lokum fór svo að hún varð að takast á við afleiðingarnar. Um einu og hálfu ári eftir að þau hættu saman var hún illa funkerandi og nánast orðin óvinnufær. Hún leitaði því til Stíga­ móta, til sálfræðings og geðlæknis árið 2008 sem hjálpaði henni að tak­ ast á við ofsakvíða, stjórnlausan ótta og áfallastreituröskun. „Hugsanirnar um þetta og niðurlægingin ásótti mig. Ég var búin að taka alla ábyrgð á því sem gerðist og það hafði rosalega mikil áhrif á líf mitt. Ég lifði í kvíða og ótta og dró mig út úr okkar sameiginlega um­ hverfi. Ég skammaðist mín svo mikið að ég gat hvorki verið í návígi við hann né neinn sem honum tengdist. Í raun og veru var ég bara orðin rosalega veik af afleiðingunum.“ Með því að tala um reynslu sína fékk hún smám saman betri mynd á það sem hafði átt sér stað. Eftir tveggja ára vinnu var hún farin að finna styrk­ inn á ný. „Ég losnaði við skömmina varðandi það hver ég var meðan á þessu stóð. Ég vil auðvitað vera mann­ eskja sem getur staðið upp fyrir sig en svo kom í ljós að ég gat ekki varið mig og það var mjög niðurlægjandi reynsla. Það var mjög lítið eftir, ég var í mikilli vanlíðan.“ Ofbeldið er alls staðar Á sama tíma og Björg fór að tala um ofbeldið byggði hún upp tengsl við annað fólk. Að lokum kom að því að hún þurfti að ræða reynslu sína við aðra en fagaðila. Það var of skrýtinn veruleiki að vera að vinna markvisst úr afleiðingum ofbeldis og sjá hann berj­ ast fyrir mannréttindum á sama tíma eins og ekkert hefði í skorist. Haukur Már er heimspekingur, einn af stofn­ endum Nýhil og vakti athygli í Bús­ áhaldabyltingunni fyrir framsæknar hugmyndir um nýja samfélagsskipin en hann gerði einnig heimildarmynd um 9­menningana. „Þarna var ég þolandi með alls konar afleiðingar sem upplifði, að ég mætti ekki tala um atburðina vegna þess að það hefði slæm áhrif á mannorð ger­ andans. Þetta er raunveruleiki sem er lifandi í öllum þolendum. Það að verða fyrir ofbeldi er svo mikið áfall og þegar það stendur yfir í einhvern tíma er það eyðandi og niðurbrjótandi. Það þætti bara fá­ ránlegt að gera þá kröfu að fólk talaði ekki um það ef það hefði orðið fyrir annars konar áfalli. En skömmin ger­ ir það að verkum að við þegjum. Með því að tala þá minnkar rýmið fyrir of­ beldi. Ef ég get talað um þetta þá geta aðrir þolendur það líka og mér finnst ég geta það, af því að aðrir hafa rutt brautina. Um leið minnkar launhelgin sem ofbeldið þrífst í.“ Hún segir fólk sé almennt reiðu­ búið til þess að ræða um ofbeldi sem á sér stað einhvers staðar annars staðar, í öðru landi, annarri fjölskyldu eða öðr­ um vinahópum. „Það er einkennandi fyrir vinstri hópa og mannréttinda­ baráttu að líta svo á að þar sé ekkert ofbeldi, en þar er líka ofbeldi eins og annars staðar og þessir hópar verða að takast á við það. Ef við viljum í raun og veru takast á við hlutina þá verðum við líka að gera það í okkar eigin umhverfi. Það þýðir ekki að ætla bara að breyta heiminum.“ Vildi ekki kæra Um leið og Björg tókst á við af­ leiðingarnar óx réttlætiskennd hennar gagnvart sjálfri sér. Hún velti því fyrir sér hvort hún gæti kært málið til lög­ reglu en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki sú leið sem hún vildi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Það er einkennandi fyrir vinstri hópa og mannréttindabaráttu að líta svo á að þar sé ekkert ofbeldi, en þar er líka ofbeldi eins og annars staðar. „Ef fólk hefur svona mikla trú á dómskerfinu, hvar var þá lögreglan þegar hann játaði að hafa beitt kyn- ferðisofbeldi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.