Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 24. júní 2013 Mánudagur Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Framandi kjöt getur verið hættulegt Matvælaeftirlitið í Bretlandi hef­ ur miklar áhyggjur af neyslu fólks á framandi kjöti og segir slíkt geta beinlínis verið hættulegt. Talsvert hefur færst í aukana að Bretar leggi sér til munns dýr á borð við lamadýr, rottur, mauræt­ ur og apa, sem hingað til hafa ekki talist til hefðbundins ætis. Þessum dýrategundum er gjarn­ an smyglað ólöglega til lands­ ins en kjöt þeirra er oft sligað af sjúkdómum og fellur ekki undir breskar reglugerðir um matvæli. Óvenjuleg heilsulind opnuð á Hverfisgötu Í dag verður opnuð ný og óvenjuleg heilsulind á Hverfisgötunni, Fish Spa Iceland. Um er að ræða heilsu­ lind sem byggir meðferðir sínar á því að láta smáa fiska narta í húðina. Hún verður sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en sambærilegar heilsulind­ ir finnast þó víða um heim og hafa slík­ ar meðferðir til dæmis verið stundaðar í Tyrklandi svo öldum skiptir. Vinsælt um allan heim Stofnandi og framkvæmdastjóri fyrir­ tækisins er Hallgrímur Andri Ingvars­ son. Hann segir hugmyndina hafa kviknað eftir að hann sjálfur upplifði þægindin við þessa meðferð erlendis. „Ég fór í svona spa erlendis og líkaði mjög vel. Á seinustu árum hefur þetta orðið vinsælt um allan heim og mér fannst þetta vanta hérna á Íslandi.“ Fiskarnir sem um ræðir eru af tegundinni Garra Rufa en hafa fengið viðurnefnið „læknafiskar“ (e. Doctor Fish) vegna hæfileika sinna við að sjúga burt dauðar húðfrumur auk þess sem þeir hafa lengi verið not­ aðir við meðferð á fólki sem þjáist af sóríasis. Garra Rufa er tannlaus ferskvatnsfiskur sem á rætur sínar að rekja til Norður­ og Mið­Austurlanda, svo sem Tyrklands, Sýrlands, Íraks og Írans, en hann hefur verið notað­ ur við húðmeðferðir í mörg hundruð ár. „Úti er mikið af fólki með sóríasis eða önnur sambærileg vandamál sem nýtir sér þetta og meðferðin er að virka mjög vel gegn því.“ Jafnast á við hand- eða fótsnyrtingu Hallgrímur segir fiskana leita eftir taugaendum og því sé meðferðin róandi fyrir allan líkamann auk þess sem hún auki blóðflæði. „Garra Rufa­fiskarnir eru elskaðir út um allan heim einmitt vegna þess að þegar þú setur löppina ofan í vatn­ ið þá byrja þeir strax að narta í húðina. Þeir narta alla dauða húð af og skilja líka eftir ensím sem heitir dítranól. Það endurnýjar húðina og gerir hana bæði mjúka og slétta,“ segir hann og bætir við að „Fish Spa“­meðferð geti jafnast á við að fara í hand­ eða fótsnyrtingu. „Við erum að vinna að því að bjóða upp á þessa meðferð fyrir hendurnar en eins og er þá er bara hægt að setja tásurnar ofan í.“ Mikið hreinlæti „Það var ákveðið ferli að fá leyfi fyrir starfseminni og innflutningi á fiskun­ um. Ég vann þetta í samstarfi við Mat­ vælastofnun og heilbrigðiseftirlitið,“ segir Hallgrímur, spurður út í undir­ búning opnunarinnar. Hann segist leggja mikla áherslu á hreinlæti í heilsulindinni. „Búrin okkar eru með sírennsli og hreinsibúnað sem dauð­ hreinsar vatnið. Svo hreinsum við búrin reglulega þannig að hreinlætið er mjög mikið.“ Á vefsíðu Fish Spa Iceland má finna reglur sem gestir heilsulindarinnar verða að fylgja til að hreinlæti sé tryggt. Ekki er æskilegt að koma í meðferð ef viðkomandi er með fóta­ eða tánagla­ svepp, vörtu, sár eða smitandi húð­ sjúkdóm á fótum auk þess sem ekki má koma ef minna en fjórar klukku­ stundir eru síðan viðkomandi bar á sig brúnkukrem, fjórtán klukku­ stundir síðan viðkomandi setti nagla­ lakk á táneglurnar eða tólf klukku­ stundir síðan viðkomandi rakaði eða vaxaði á sér fætur. Misjöfn verðlagning Hjá Fish Spa Iceland kostar 20 mínútna meðferð 4.990 kr. en einnig er hægt að fara í lengri og dýrari meðferðir auk þess sem allt að fjögurra manna hóp­ ar geta komið saman í meðferð. Hall­ grímur segir verðlagninguna afar mis­ jafna eftir löndum. „Þú getur fundið þetta ódýrara á Taílandi og fleiri stöð­ um, en ég held að til dæmis í Noregi sé þetta dýrara. Á Benidorm er svo sam­ bærilegt verð og við erum með,“ segir hann og bætir við að Fish Spa Iceland sé heilsulind sem bjóði upp á dekur og að allt sé gert til að láta viðskiptavinum líða sem best. Þetta sé ekki síður hugs­ að sem afslappandi meðferð. Einstök upplifun Hallgrímur er mjög spenntur fyrir opnuninni og segir viðbrögðin hingað til hafa verið jákvæð. „Allir sem hafa komið til okkar og prófað finnst þetta bara algjör snilld.“ Hann segir fiskameðferðina eins­ taka upplifun. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Fyrst kitlar þetta svolítið og sumir eiga í erfiðleikum með að setja fæturna ofan í vatnið til að byrja með. Þetta er gaman og það er mikið hlegið. En svo um leið og fólk er búið að venjast þessu örnuddi frá fiskunum þá er þetta bara þægilegt.“ Hann segir meðferðina róa allan líkamann. „Þetta er algjört heilsuspa. Fólk fer út alveg endurnært og með bros á vör.“ n n Fish Spa Iceland notar fiska til að narta burt dauðar húðfrumur Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Gott við ýmsum húðvandamálum Hallgrímur segir meðferðina virka vel gegn sóríasis og öðrum húðvandamálum. Afslappandi Hallgrímur segir meðferðina ekki síður hugsaða sem afslappandi dekur. „Garra Rufa-fisk- arnir eru elskaðir út um allan heim einmitt vegna þess að þegar þú setur löppina ofan í vatn- ið þá byrja þeir strax að narta í húðina.Snyrtivörulína fyrir karlmenn Bandaríski tískuhönnuðurinn Tom Ford hyggst senda frá sér snyrtivörulínu fyrir karlmenn. Línan, sem er væntanleg í haust, mun innihalda allt frá rakakremi til hyljara og sólarpúðurs. Ford segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann vann við afgreiðslu hjá Avon­snyrtistofu. Hann segir marga karlmenn hafa komið til að „kaupa sjampó“ og spurt síð­ an út í hyljara eða meik til að fela bólur og jafna húðlitinn. „Ég gat ekki annað en fundið til með þessum mönnum, sem skömm­ uðust sín augljóslega fyrir að vilja heldur nota smá hyljara en að fara í gegnum daginn meðvit­ aðir um bólurnar sínar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.