Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Mánudagur 24. júní 2013 „Þú vissir upp á þig skömmina“ n Dómarinn lét Jeremy Forrest heyra það fyrir sambandið við nemanda sinn Þ rítugur kennari, Jeremy Forrest, játaði fyrir dómi að hafa sofið hjá 15 ára nem- anda sínum, sem hann flúði með til Frakklands eftir að upp um samband þeirra komst heima fyrir – í Bretlandi. Fyrir að hafa numið barnið á brott, reyndar með vilja stúlkunnar, fékk hann eins árs fangelsisdóm og fyrir kynlíf með ólögráða barni fékk hann fjögurra og hálfs árs dóm. Samtals hlaut hann því fimm og hálfs árs dóm. Mál Forrest hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og víðar. Það var í september sem hann flúði til Bordeaux í Frakklandi ásamt stúlkunni. Í átta daga voru þau á flótta en þau stungu af frá Bret- landi þann 27. september. Maður- inn sótti um vinnu hjá bareiganda í Frakklandi – en sá bar kennsl á manninn og leiddi hann í gildru lögreglunnar. Eins og DV greindi frá á dögun- um var Forrest með böggum hild- ar vegna aldurs stúlkunnar áður en hann svaf hjá henni í fyrsta sinn. Svo mjög að hann rýndi í lögin fyrir fyrstu samfarirnar. Þau voru að sögn, og samkvæmt textaskila- boðum hvors til annars, yfir sig hrifin hvort að öðru – þrátt fyrir að Forrest væri giftur. Fyrir dómi köll- uðust þau á og sögðust elska hvort annað. „Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði Forrest við stúlkuna sem var ekki viðstödd þegar dómurinn var upp kveðinn. „Hegðun þín yfir þetta fjögurra mánaða tímabil stjórnaðist af sjálfselsku og skaðaði alla í kring- um þig: fjölskyldu þína, fjölskyldu hennar, nemendur og kennara við skólann auk þess sem virðing fyrir kennarastöðunni hefur bor- ið álitshnekki vegna framferðis þíns. Þetta skaðaði þig líka og nú þarft þú að gjalda fyrir það,“ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóminn. Sem kennari hefði hann átt að reyna að draga úr hrifningu stúlk unnar, en ekki ýta undir hana. „Athugun þín á afleiðingum gjörða þinna sannar að þú vissir upp á þig skömmina.“ n baldur@dv.is Hnípinn Forrest var svipbrigðalaus þegar dómurinn var kveðinn upp. n Landsvirkjun vill virkja í Þjórsárverum n „Þetta er bara til skammar“ Neikvæð áhrif hlýNuNar á þorsk n Rannsókn á lífríki við norðanverða austurströnd Bandaríkjanna B reytingar á hitastigi sjávar við norðanverða austur- strönd Bandaríkjanna og Kanada hafa leitt til þess að þorskur hefur flutt bú- svæði sitt á norðlægari slóðir. Í nýrri grein, sem birtist nýlega í Progress in Oceanography, kemur einnig fram að sterkt samband sé á milli ástands stofnsins og lífmassa ákveðinna tegunda dýrasvifs. Gríðarleg ofveiði Það er Kevin Friedland hjá North east Fisheries Science Center sem leiddi rannsóknina þar sem skoðuð voru áhrif hitabreytinga á dýrasvif á þeim svæðum þar sem þorskstofnar hafa hrunið á landgrunninu við norðaust- urströnd Bandaríkjanna og Kanada. Dýrasvif er mikilvæg fæða fyrir þorsklirfur en þessar hitabreytingar og ofveiði seinni part tuttugustu ald- ar leiddi til þess að þorskstofninn á þessum slóðum hrundi. Á árun- um 1980 til 1990 voru Kanadamenn að veiða á bilinu 450.000–560.000 tonn og Bandaríkjamenn í kringum 50.000 tonn samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO). Í dag eru Kanadamenn að veiða á bilinu 20.000–30.000 tonn og Bandaríkjamenn á bilinu 10.000– 20.000 tonn. Lengi að ná sér Í rannsókninni var skoðaður þéttleiki þorsklirfa á ákveðnum svæðum og hann borinn saman við þéttleika þess dýrasvifs sem þorsklirfur nær- ast helst á. Á þeim svæðum þar sem lífmassi dýrasvifs hafði dregist saman hafði lífmassi þorsklirfa einnig dreg- ist saman. Því hefur þorskurinn átt mjög erfitt með að ná sér á strik eftir mikla ofveiði á þessum slóðum. Hiti sjávar stýrir miklu um bú- svæði og búferla sjávardýra en sjávar- hiti á þessum slóðum hefur hækkað töluvert undanfarna áratugi. Mæl- ingar á sjávarhita hafa staðið yfir á svæðinu allt frá 1984 en árið 2012 náði sjávarhiti í Maine-flóa hámarki sem olli því til dæmis að humar á svæðinu kastaði skel sinni mánuði fyrr en vanalega og olli það miklum usla hjá humarveiðimönnum. Fiskur leitar í kaldari sjó Ekki er langt síðan að grein birtist í tímaritinu Nature þar sem rann- sakendur frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu í Kanada skoðuðu áhrif hækkandi sjávarhita á helstu fiski- stofna. Í rannsókn sem gerð var á vegum háskólans var skoðað sér- staklega hvaða áhrif hitastigs- breytingar hefðu haft á árunum 1970 til 2006. Meginniðurstaða rann- sóknarinnar er ekki ný af nálinni en hún var sú að hlýsjávartegundir leiti í sífellt meira mæli í kaldari og dýpri sjó. Rannsóknin er engu að síður áhugaverð samantekt á þessari þró- un sem hefur gert það að verkum að vissar tegundir leita frá miðbaugi og í átt til pólanna sem getur haft slæm- ar afleiðingar fyrir fæðuöryggi á viss- um svæðum og leitt til harðnandi samkeppni um fæðu á öðrum. Breytingar við Ísland Þó nokkrar breytingar hafa orðið á lífríkinu við Ísland á undanförnum áratugum og er stóraukin makríl- gengd á norðlægum slóðum. Haf- rannsóknastofnun birti einnig nýlega niðurstöður Jóns Sólmunds- sonar þar sem hann skoðaði áhrif hitabreytinga á botnfisk. Skötuselur, svartgóma, silfurkóð og litla brosma eru dæmi um tegundir sem hefur fjölgað auk þess sem stofn löngu hefur styrkst. Á móti hefur grálúðu- stofninn tekið neikvæða sveiflu auk þess sem nokkrar tegundir mjóra hafa hopað. Heilt yfir hefur lífmassi í hafinu við Ísland aukist á tímabilinu og hafa áhrifin því hingað til verið jákvæð. Hægt er að nálgast greinina um samband dýrasvifs og þorsklirfa á sciencedirect.com. Hún heitir „Thermal habitat constraints on zooplankton species associated with Atlantic cod (Gadus morhua) on the US Northeast Continental Shelf.“ n Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is „Á þeim svæðum þar sem lífmassi dýrasvifs hafði dregist saman hafði lífmassi þorsklirfa einnig dregist saman. Rannsóknar- svæðið Norðanverð austur strönd Banda- ríkjanna og Kanada. Atlantshafsþorskur Hefur átt erfitt uppdráttar eftir mikla ofveiði á síðustu öld. 60 dagar án djúpsvefns Sérfræðingar í svefnlækningum segja að Michael Jackson hafi lif- að í 60 daga án djúpsvefns áður en hann lést. Það sé lífshættulegt og slíkt hafi aldrei verið reynt á manneskju. Þetta kom fram í réttarhöld- um sem nú standa yfir þar sem tónleikafyrirtækið AEG Live er krafið um skaðabætur af að- standendum Jackson. Forsvars- menn AEG Live leituðu til dr. Conrads Murray sem hef- ur verið bendlaður við dauða Jackson til að hjálpa poppgoð- inu að jafna sig vegna svefn- leysis. Murray sprautaði þá Jackson í tvo mánuði fram að dauða hans með lyfinu propofol en það tryggir svefn en kemur í veg fyrir djúpsvefn, REM. Dr. Charles Czeisler, sérfræðingur hjá Harvard, segir að ef Jackson hefði ekki látist vegan of stórs skammts af lyfjum hefði djúpsvefnleysið dregið hann til dauða. Czeisler sagði fyrir rétti að rottur á tilraunastofu lifðu í fimm vikur án REM-svefns en slíkar tilraunir hefðu aldrei verið fram- kvæmdar á mönnum enda tald- ar lífshættulegar. „Þetta er eins og að gefa einhverjum sellulósa- töflur í stað matar. Þér liði eins og þú værir saddur en fengir engar kaloríur eða nauðsynleg næringar efni,“ sagði Czeisler. Einkenni þess að missa djúpsvefn svo lengi eru væni- sýki, þunglyndi, slen og fjarlægð í samskiptum en þetta er allt á meðal einkenna sem Jackson er sagður hafa þjáðst af áður en hann dó. 500 manns látin Nú hafa meira en 500 manns látið lífið í stórflóðum í norður- hluta Indlands. Flóðin hafa ver- ið verst í Uttarakhand-héraði, sérstaklega í kringum bæinn Kedarnath. Indverski herinn hefur reynt að bjarga fólki og koma nauðsynjum til bágstaddra. Þá hefur herinn einnig reynt að ná líkum þeirra sem hafa farist í flóðunum og fljóta nú um allt. 33.000 manns hefur verið bjarg- að undanfarna daga en 50.000 eru enn í hættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.