Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 24. júní 2013 Mánudagur D V hefur tekið hér saman nokkur af bestu tjaldsvæð- um landsins samkvæmt stjörnugjöf sem finna má á tjalda.is en þar hafa ferða- langar og lesendur síðunnar gefið svæðunum stjörnur. Hér má sjá nokkur af þeim bestu á hverjum landshluta en nokkur þeirra fá fullt hús stiga eða fimm stjörnur. Í þessari samantekt er einungis verð fyrir gistinguna en misjafnt er hvort tekið sé gjald fyrir þjónustu svo sem sturtu. Á flestum stöðum er þó tekið gjald fyrir rafmagn og notkun á þvottavélum þar sem sú aðstaða er fyrir hendi. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is WC Klósett Kalt vatn + / - Heitt og kalt vatn Rafmagn Sturta Leiktæki 3G 3G Eldunaraðstaða Þvottavél Aðstaða til losunar affalls- vatns og seyru af húsbílum Internet Þetta eru bestu tjaldstæðin n Sjáðu nokkur af bestu tjaldstæðunum í hverjum landshluta n Á sumum tjaldstæðum er gisting gjaldfrjáls 10 Básar í Þórsmörk Tjaldsvæðið er allt í kring um skála Útivistar og hægt er að tjalda á flötum ellegar í lautum í skógi vöxnu lands- laginu. Verð: Á mann: 1.100 kr. Þjónusta: WC 4 Hraunborgir Gott fjölskyldutjaldstæði sem er alveg við þjónustumiðstöð Hraunborga. Á svæðinu er fjölbreytt afþreying í boði, til dæmis sundlaug, golfvöllur, mini-golf, körfuboltaaðstaða, leiktæki fyrir börn, leikherbergi, sjónvarp og útsýnisskífa. Verð: Á tjald, hjólhýsi, tjaldvagn, fellihýsi eða húsbíl: 1.900 kr. Þjónusta: WC 3G + / - 6 T-bær Gróið svæði fyrir fjölda tjalda en svæðið tekur um 40–50 tjöld. Á tjaldsvæðinu er einnig lítið hús þar sem boðið er upp á svefnpokagistingu fyrir 3–4 og vinalegt kaffihús þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu í afar fallegu um- hverfi. Mikil náttúrufegurð er í Selvogi. Verð: Fullorðnir 700 kr. Þjónusta: WC 9 Þorlákshöfn Tjaldstæðið er staðsett rétt við Íþróttamiðstöðina og kirkjuna en við sundlaugina er einnig gervigrasvöllur, leikvöllur og frjálsíþróttavöllur. Ágætis aðgengi fyrir fatlaða, bæði er svæðið sjálft slétt en svo er salerni fyrir fatlaða. Verð: Fullorðnir: 900 kr. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 600 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri Þjónusta: + / - WC 1 Akranes Tjaldsvæðið á Akranesi er staðsett í Kalmansvík sem er í útjaðri bæjarins. Kalmansvík er falleg vík með fallega fjallasýn til norðurs. Göngustígar liggja um svæðið til allra átta. Svæðið er einnig áhugavert svæði fyrir fugla- áhugamenn, bæði sjófugl og landfugl. Verð: Fullorðnir 500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri Verð á tjald, hjólhýsi, tjaldvagn, fellihýsi og húsbíl: 500 kr. + / - WC WC 2 Búðardalur Tjaldsvæðið stendur í miðju Búðardals í fallegum trjálundi og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi númer 60. Aðstaða fyrir tjöld er góð. Runnar skipta tjaldsvæð- inu í nokkur svæði svo allir ættu að fá skjólgott pláss. Verð: Fullorðnir 750 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri Þjónusta: WC 3G 3 Fljótstunga Tjaldsvæðið í Fljótstungu er stórt en látlaust og afar rólegt og kyrrlátt og þar er boðið upp á hellaferðir með leiðsögn í hraunhellinn Víðgelmi. Verð: 10 ára og eldri: 800 kr. Þjónusta: WC 5 Hverinn, Kleppjárnsreykjum Tjaldsvæðið býður upp á 80–100 stæði fyrir tjöld, húsbíla og aðra ferðavagna. Notalegt og rólegt, kjarri vaxið umhverfi með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu fyrir alla aldurshópa. Verð: Tjald 1.800 kr. Fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagn eða húsbíll 2.500 kr. Þjónusta: + / -WC 7 Borðeyri Tjaldsvæðið á Borðeyri er ágætlega slétt grasflöt með alllöngum skjólvegg fyrir norðanátt. Það er staðsett mjög nálægt fjöru og er vel til þess fallið að fara í fjöruferð að morgni eða að kvöld- lagi, þegar hvað lygnast er í firðinum. Fuglalíf er fjölskrúðugt og selir sjást nokkuð oft. Verð: Fullorðnir 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri Þjónusta: + / -WC 8 Tálknafjörður Tjaldsvæðið á Tálknafirði er staðsett við hlið sundlaugarinnar, miðsvæðis í þorpinu. Verð: Fullorðnir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri 40 prósenta afsláttur er fyrir elli- og örorkulífeyrisþega Fjórða hver nótt er frí Þjónusta: + / -WC 3G 11 Tungudalur, Ísafjörður Staðurinn er frá náttúrunnar hendi afar hentugur, skjólsæll og fagur. Talsverður trjágróður er á tjaldsvæðinu. Bunárfoss gnæfir yfir svæðið og Buná liðast um svæðið og skiptir tjaldsvæðinu í tvo hluta. Verð: Á mann 1.300 kr. Frítt fyrir 18 ára og yngri Þvottavél og þurrkari taka klink Þjónusta: + / -WC 3G 12 Urðartindur, Norðurfirði Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstakt útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn. Verð: Fullorðnir 1.000 kr. Frítt fyrir börn Þjónusta: + / -WC Frí gisting Samkvæmt síðunni tjald.is eru nokkur tjaldsvæði þar sem ekki þarf að greiða fyrir gistingu en þau eru: Tjaldsvæðið Ófeigsfirði í Árneshreppi Salerni og rennandi vatn Frítt að gista en tekið er við frjálsum framlögum Tjaldsvæðið Breiðdalsvík Staðsett í miðju þorpinu og þar er aðstaða með heitu og köldu vatni, salerni og palli með vaski og krana. Tjaldsvæðið Garði Salerni og rafmagn. Tjaldsvæðið Kópaskeri Aðstaða með sturtu og fleiru. Tjaldsvæðið Raufarhöfn Sturta og rafmagn fyrir ferðavagna. Tjaldsvæðið við Skagasel á Sauðárkróki Tjaldsvæðið Götu Þorlákshöfn Tjaldsvæði með salernum, rennandi heitu og köldu vatni í vöskum og sturtur. Veitingar seldar á staðnum. Hvar má tjalda Á síðunni camping.is má finna upplýsingar um hvar má og hvar má ekki tjalda: n Leyfilegt er að tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Ef tjalda á nærri húsi þarf að fá leyfi landeigenda. Alltaf þarf leyfi ef tjöldin eru fleiri en þrjú og tjalda á lengur en í þrjá daga. n Leyfilegt er að tjalda við vegi utan hins almenna vegakerfis ef ekki gilda sérstakar reglur um svæðið sem ferðast er um. n Leyfilegt er að tjalda nálægt þjóðvegi á óræktuðu landi. n Ef á að tjalda á ræktuðu landi þá þarf alltaf að fá leyfi landeigenda. n Alltaf ber að fylgja reglum hvers tjald- svæðis ef þær eru til. n Landeigendur geta bannað ferðamönn- um að tjalda á viðkvæmum svæðum þar sem hætta er á jarðvegsskemmdum. n Ef landeigendur eru með tjaldsvæði á landi sínu hafa þeir heimild til þess að rukka fyrir þá þjónustu. n Alltaf ber að skilja við tjaldsvæði í sama ástandi og að því var komið. 1 2 4 6 7 9 12 3 5 8 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.