Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Síða 12
12 Fréttir 24. júní 2013 Mánudagur Friðlýsingu frestað á síðustu stundu Þ ér er boðið að vera við undir­ ritun friðlýsingaskilmála vegna friðlands í Þjórsár­ verum.“ Á þessum orðum hófst boðskort frá umhverfis­ ráðuneytinu og Umhverfisstofnun sem sent var fjölda aðila í síðustu viku. Athöfnin átti að fara fram kl. 15 á föstudaginn en að morgni föstudags var gefin út fréttatilkynning þess efnis að Sigurður Ingi Jóhannsson um­ hverfisráðherra myndi ekki undirrita friðlýsingaskilmálana. Ástæðan er sú að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar­ og viðskiptaráð­ herra, hafði lýst yfir óánægju með undirritunina. Þá hefur Landsvirkjun gert athugasemdir við undirbúning fyrirhugaðrar stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Ljóst er að fyrirtækið hefur hug á virkjanaframkvæmdum í Norðlingaölduveitu sem nú er í verndarflokki rammaáætlunar. Náttúruvernd mæti afgangi Árni Finnsson, formaður Náttúru­ verndarsamtaka Íslands, hefur gagn­ rýnt ákvörðun ráðherrans harkalega sem og athugasemdir Landsvirkj­ unar, sem bárust að kvöldi fimmtu­ dags. „Þetta er ótrúlegur frekjugang­ ur og ekkert annað. Þetta er bara til skammar,“ segir Árni Finnsson í sam­ tali við DV. „Menn geta bara snúið dæminu við. Ef það væri búið að fara í mat á umhverfisáhrifum, gefa út framkvæmdaleyfi og annað eftir því. Heldur þú að það yrði ekki bara hlegið að náttúruverndarsamtökum ef þau krefðust þess að framkvæmd­ um yrði frestað með svo skömmum fyrir vara?“ Þá undrast Árni að Landsvirkjun telji sig eiga sérstakra hagsmuna að gæta í Þjórsárverum. Norðlingaöldu­ veita sé í verndarflokki samkvæmt rammaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í vetur. Hann er harðorður í garð ráðherra og telur hann ekki valda hlutverki sínu í umhverfismál­ um. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er einnig afar óánægð með ákvörðun Sigurðar Inga. Svandís segir hana til marks um það að náttúruverndarmál mæti afgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Skilaði umsögn of seint Drög að friðlýsingarskilmálunum sem til stóð að undirrita voru auglýst þann 12. mars síðastliðinn. Þá var hagsmunaaðilum gefinn frestur til 3. apríl til að skila inn athugasemd­ um um skilmálana. Athugasemdir Landsvirkjunar bárust ekki fyrr en 8. apríl, fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun kem­ ur fram að fyrirtækið telji undirbún­ ingsferli stækkunarinnar hafa ver­ ið ólögmætt þar sem ekki hafi náðst samkomulag við hagsmuna aðila eins og lög kveða á um. „Málsmeð­ ferðin sem unnið hefur verið eftir er ólögmæt að mati Landsvirkjunar. Ekki hefur náðst samkomulag um friðlýsinguna við þá sem eiga hags­ muna að gæta eins og gert er ráð fyrir skv. 58. gr. náttúruverndarlaga. Ekki hefur verið farið eftir málsmeðferð skv. 59. gr., sem gerir ráð fyrir að ef samkomulag næst ekki um friðlýs­ ingu skal gefa þeim sem hagsmuna eiga að gæta þriggja mánaða frest til að koma á framfæri athugasemdum.“ Kvöldið áður en til stóð að undir­ rita skilmálana kom fram í bréfi frá Landsvirkjun að ef ekki yrði tekið tillit til athugasemda fyrirtækisins kæmi til greina að leggja fram kæru vegna friðlýsingarinnar. Styðja stækkun en vilja virkja Um er að ræða stækkun á friðlandi í Þjórsverum. Það er nú 375 ferkíló­ metrar en með stækkuninni yrði friðlandið alls 1.563 ferkílómetrar. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins kemur fram að fyrir­ tækið styðji fyrirhugaða stækkun friðlandsins. „Landsvirkjun ítrekar að fyrirtækið styður stækkun friðlands Þjórsárvera og setur sig ekki á móti friðlýsingum,“ segir í til­ kynningunni. Þessum orðum fylgja hins vegar ákveðnir fyrirvarar. Í til­ kynningunni kemur fram að Lands­ virkjun styðji stækkun friðlandsins til vesturs og austurs en ekki til suðurs. Ástæðan er sú að Landsvirkjun hefur lengi haft augastað á virkjunar kosti í Norðlingaöldu­ veitu sem er sunnarlega í Þjórsár­ verum. „Norðlinga ölduveita er með hagkvæmustu virkjunarkostum á landinu og er langt utan núverandi friðlandsmarka Þjórsár vera, en er innan fyrirhugaðrar stækkunar friðlandsins til suðurs,“ segir í til­ kynningunni, en stækkun friðlands­ ins til suðurs myndi útiloka virkjana­ framkvæmdir í Norðlingaölduveitu. Sigurður sagður skálda Sigurður Ingi sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 á sunnu­ daginn að Rangárþing ytra og Skagafjörður hefðu gert alvarlegar athugasemdir við friðlýsinguna. Þetta á sér ekki stoð í raunveruleik­ anum samkvæmt oddvitum beggja sveitarfélaga. Guðmundir Ingi Gunnlaugsson, oddviti fyrrnefnds sveitarfélags, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sveitar stjóri hefði aðeins sent örlitl­ ar ábendingar en legðist ekki gegn friðun. Þá kemur fram í fundar­ gerð sveitarstjórnar Skagafjarðar að stækkun Þjórsárvera og friðlýs­ ingarskilmálar voru samþykktir með níu atkvæðum. Sveitarstjórnin sendi ábendingar um ferlið sjálft en styður eindregið friðlýsinguna. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar harðorðan pistil um málið á vefsíðu sína. „Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra er landsins mesti hatursmaður náttúru og umhverfis,“ segir hann. „Kann sér ekki hóf er hann skáldar ástæðu til að fresta framkvæmd friðlýsingar eins merkasta svæðis landsins.“ n n Landsvirkjun vill virkja í Þjórsárverum n „Þetta er bara til skammar“ Skiptar skoðanir á Þjórsárverum Einhugur ríkir um að friðlandið í Þjórsár- verum verði stækkað. Aftur á móti eru afar skiptar skoðanir á því hvort rétt sé að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda í Norðlingaölduveitu. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is „Þetta er ótrúlegur frekjugangur og ekkert annað. Umdeildur Sigurður Ingi hefur valdið talsverðum usla á fyrsta mánuði í starfi. Hörður Árnason er forstjóri Lands- virkjun vill virkja í Þjórsárverum. Gáttuð Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, gagnrýnir Sigurð Inga harðlega vegna frestunar friðlýsingarinnar. Gagnrýninn Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur Sigurð Inga ekki valda hlutverki sínu. Rannsókn lokið Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn á málefnum tengdum starfsemi lífeyrissjóða sem voru í rekstri Gamla Landsbankans hf. og hefur málið nú verið fellt niður án ákæru eða annars konar eftir­ mála. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stjórnendur og starfsmenn lífeyrissjóðanna hafi farið út fyrir lagaramma um fjár­ festingarákvarðanir á fyrri hluta árs 2008. Einnig var tilgangurinn að athuga hvort upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins hafi verið ábótavant í tengslum við viðkom­ andi fjárfestingarákvarðanir. Þeir lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Ís­ lenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyris­ sjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður hf. Eimskipafélags Íslands, Kjalar lífeyrissjóður og Eftirlaunasjóður FÍA. Davíð vill að ríkið hætti rekstri RÚV Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun­ blaðsins, skrifar í Reykjavíkurbréfi blaðsins sem kom út um helgina að ríkið eigi að hætta rekstri RÚV. Hann segir ríkisrekstur fjölmiðils úrelta hugmynd sem áður var hægt að réttlæta en beri nú að leggja af hið fyrsta. Þá segir hann að fréttastofa RÚV sé orðin þekkt fyrir að vera taglhnýtingur Samfylkingar­ innar og að nóg sé af slíku komið. Athygli vakti fyrir skömmu þegar aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar um langt skeið og ný­ settur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lét það vera sitt fyrsta verk í embætti að setja fram frum­ varp um breytingar á lögum um RÚV sem kveða á um að Alþingi ráði því hverjir setjast í stjórn ríkis­ fjölmiðilsins. Ákall bæjarstjóra „Er ekki hægt að biðja menn um að standa saman? Þá veit ég að við náum landi og sköpum fjöl­ mörg vel launuð og áhugaverð störf,“ segir Árni Sigfússon, bæjar­ stjóri Reykjanesbæjar, í grein á vef­ síðu Víkurfrétta en þar gerir hann samninga á milli Norðuráls og HS Orku að umtalsefni. Samningarnir hafa gengið treglega og virðast litlar líkur á að fundin verði nægi­ leg orka til að reisa álver í Helgu­ vík, hvað þá kísilver því til viðbótar. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að hann teldi ómögu­ legt fyrir Norðurál að reka arðbært álver þegar álverðið er jafn lágt og raun ber vitni. Þau Árni Sigfússon og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar­ og viðskiptaráðherra, hafa óspart hvatt til þess að ríkið greiði götu álversins í Helguvík. Vill Ragnheiður meðal annars að ríkið ívilni Norðuráli enn frekar en gert var í fjárfestingarsamningi sem skrifað var undir árið 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.