Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Side 2
ný Vitni hafa stigið fram í iKEa-málinu 2 Fréttir 24. júní 2013 Mánudagur Elítunemendur standa sig ekki betur n Skiptir ekki máli hvaðan þú útskrifast L ítill munur er á einkunnum nemenda við Háskóla Íslands þegar búið er að greina þær eftir framhaldsskólum. Þetta kemur fram í samantekt frá Kennslusviði Háskólans. Meðal- einkunn nemenda á grunnskóla- prófi sem hefja nám í framhalds- skólum landsins er mjög misjöfn. Á meðan sumir skólar gera einung- is kröfu um lágmarkseinkunn á tíundabekkjarprófi þegar þeir velja inn nemendur gera vinsælustu skólarnir kröfur um mjög háar einkunnir. Eins og komið hef- ur fram í DV vildi rúmlega þriðj- ungur tíundu bekkinga sem út- skrifaðist í vor komast inn í fjóra vinsælustu framhaldsskólana, Verslunarskólann, Menntaskólann við Hamrahlíð, Kvennaskólann og Menntaskólann í Reykjavík. Inn í þessa skóla er lítil von fyrir grunn- skólanema sem eru með undir átta í meðaleinkunn á tíundabekkjarprófi að komast. Það mætti því draga þá ályktun að nemendum sem út- skrifast úr þessum skólum hljóti að vegna mun betur í námi við HÍ en þeim sem koma úr öðrum skólum. Þeir standa sig ágætlega, eru í flest- um greinum með hærri einkunn en meðaltalið segir til um, en munur- inn er ekki ýkja mikill. Kennslusvið Háskóla Íslands hefur skoðað dreifingu einkunna grunnnema við skólann frá 2008 til 2011. Í rannsókninni voru loka- einkunnir í námskeiðum rúmlega 16 þúsund einstaklinga skoðaðar. Lögfræðin hefur í áranna rás ver- ið ein af vinsælli greinunum í Há- skólanum. Meðaleinkunn í grein- inni var 5,70. Þegar einstakir skólar eru skoðaðir eru nemendur sem útskrifuðust úr MR með hæstu meðaleinkunnina 6,42 en á hæla þeim koma stúdentar sem útskrif- uðust úr Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra með 6,22. Lægstu meðaleinkunnina áttu hins vegar nemendur sem útskrifuðust úr frumgreinadeild Keilis, 4,11. Með- aleinkunn í íslensku og menningar- deild var 6,87. Lægsta einkunn var 6,14, hana áttu nemendur sem út- skrifuðust úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hæsta meðaleinkunnin var meðal nemenda sem útskrif- uðust frá MR 7,60, á hæla MR-inga koma nemendur sem útskrifuð- ust frá Menntaskólanum á Ísafirði með 7,45 og nemendur sem út- skrifuðust frá Menntaskólanum á Akureyri með 7,40. n Lítill munur Nemendum sem útskrifast sem stúdentar frá elítuskólunum fjórum vegnar álíka vel í háskólanámi og öðrum stúdentum. T vö vitni hafa gefið sig fram við lögreglu og sagt frá samskipt- um sínum við meinta höfuð- paura stóra IKEA-málsins. Bæði vitnin hafa átt í nánu sambandi við annan höfuðpaurinn sem starfar enn sem héraðsdómslög- maður þrátt fyrir ásakanir um alvar- leg brot. Lögregla hefur enn ekki gefið út ákæru en málið er á lokastigi og til umfjöllunar á ákærusviði. Vænta má niðurstöðu bráðlega. Var beitt blekkingum Annað vitnið hefur rætt við DV um reynslu sína og fór í kjölfar þess sam- tals og lét lögreglu í té vitnisburð sinn. Þetta staðfestir talsmaður lögreglu. „Ég vil gera það rétta í málinu,“ sagði annað vitnið, áður en hún fór til lög- reglu til að skýra sína hlið málsins. Hún sagði manninn hafa beitt hana blekkingum. Hún hafi skilaði fyrir hann vörum í IKEA en aldrei grunað hann græsku. „Ég vissi ekki hvað hann var að gera,“ útskýrði hún og brast í grát. „Ég treysti honum og mér datt aldrei í hug að hann væri að stela.“ Hitt vitnið sem um ræðir hefur lánað lögmanninum umtalsvert fé sem hann hefur ekki greitt til baka. Hún tók aldrei þátt í þjófnaði úr versl- unum IKEA en er til vitnis um nokkra þeirra. Höfða mál á hendur bræðrum IKEA á Íslandi hefur stóraukið öryggi í verslun sinni eftir að upp komst um skipulagðan, langvarandi þjófnað í versluninni fyrr á árinu. Nú stendur öryggisvörður við kassann og fylgist með viðskiptavinum. „Allt er reynt til þess að halda í skilaregluna. IKEA vill treysta við- skiptavinum sínum og skilareglan verður ekki tekin út nema í algerri neyð. Það er dapurlegt ef til þess kem- ur,“ segir Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA og segist ætla að höfða einkamál á hendur meintum þjófum. DV fjallaði fyrst um málið og lýsti þá nákvæmlega atferli þjóf- anna en meðal kærðu voru fram- kvæmdastjóri, héraðsdómslögmaður og hjúkrunarfræðingur. Mun IKEA beina einkamáli sínu sérstaklega að höfuðpaurunum tveimur sem eru hálfbræður. Nú er komið á daginn að flestir þeirra sem eru viðriðnir málið tengjast sterkum fjölskylduböndum og þótt fleiri úr fjölskyldu þeirra tengist málinu verða þeir ekki kærðir af fyrirtækinu enda leikur sterkur grunur á að þeir bræð- ur hafi beitt víðtækum blekkingum til þess að fá aðra fjölskyldumeðlimi og ástkonur til að taka þátt í meintum þjófnaði. Grunlausir ættingjar Flestir þeirra sem DV ræddi við og tengjast bræðrunum fjölskyldu- böndum sögðust algerlega grun- lausir um athæfi þeirra. Fyrrver- andi eiginkona lögfræðingsins, sem er jafnframt eigandi lögfræðistofu, sagði enga heiðarlega manneskju geta gert sér svona nokkuð í hugar- lund. „Ég trúi þessu ekki upp á hann, ég skil þetta ekki,“ sagði enn frem- ur aldraður faðir framkvæmdastjór- ans og sagðist hafa vakað heila nótt og hugleitt gjörðir sonar síns. Sjálfur er hann sagður hafa höndlað þýfi. „Ef þetta er allt saman rétt þá vona ég að hann sjái að sér,“ sagði faðirinn. Eins og áður hefur komið fram er talið er að brotin nái sex ár aftur í tímann og fólust þau einkum í því að strikamerki á ódýrum vörum voru sett á dýrar vörur og þeim síð- an skilað fyrir inneignarnótur. Inn- eignarnóturnar voru síðan notaðar til þess að kaupa vörur eða þeim breytt í gjafabréf sem auðveldlega var hægt að koma í verð. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is n Meintir höfuðpaurar eru hálfbræður n Vitni lýsa ofbeldi og kúgun 6.–7. maí 2013 Mánudagur og Þriðjudagur 6.–7. Maí 2013 50. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. STÓRA IKEA- MÁLIÐ n Hálaunafólk kært fyrir milljónaþjófnað n Lögfræðingar þar á meðal n Stóð yfir í sex ár n Tóku börnin með SvonA gERÐu þAu þAÐ Sonurinn fæddur Hrafn eignast sitt sjötta barn n „Hann bara brosti og skríkti“ 23 Svona lætur þú fötin þín endast n Þú getur sparað stórfé n 14 góð ráð 16 Sparisjóðirnir blóðmjólkaðir Högnuðust á eigin lagabreytingum n Ný bók varpar ljósi á „sukkið“ 8–9 2–3 10 Erla Bolladóttir sá leikverkið Hvörf Tárvot eftir frum- sýningu n Sárt að sjá fjölskylduharmleik á sviði n Ánægð með útkomuna „Þetta var erfitt FjöLSKyLduFÓLK MEÐ þAuLSKIpuLAgÐA FLéTTu Vitni tengjast höfuðpaurum Bæði vitnin sem hafa stigið fram og lýst sam- skiptum sínum við höfuðpaura IKEA-máls- ins segja annan höfuðpaurinn hafa beitt þau ofbeldi og kúgunum. Blekkingar Héraðsdómslögmaður, annar meintra höfuðpaura í IKEA- málinu, beitti víðtækum blekkingum að sögn ættingja og aðstandenda. Hann starfar enn sem lögmaður. Agnar hefur fyrirgefið Helgu Agnar Kristján Þorsteinsson seg- ist hafa fyrirgefið Helgu Sigur- rós Valgeirsdóttur, aðstoðarkonu sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, fyrir mistök sem hún gerði við tölvupóstsendingu í síðustu viku. Líkt og fram hefur komið sendi Helga yfirmanni Agnars, sem starfar hjá Reiknistofnun Há- skóla Íslands, afrit af fundarboði vegna fundar við Sigurð Inga Jó- hannsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, en Agnar er annar þeirra sem standa á bak við undirskriftasöfnun og mótmæli vegna áætlunar um afnám veiði- gjalds. Hann segir í bloggfærslu sinni á DV.is að Helga hafi gefið honum eðlilegar skýringar á mis- tökunum sem og afsökunarbeiðni og að málinu sé nú lokið af hans hálfu. DV hefur sent Helgu Sigur- rós ítrekaðar fyrirspurnir um hvernig mistökin hafi átt sér stað en enn hafa engin svör borist. Snowden ekki á leið til Íslands Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. Snowden lenti í Moskvu í morgun þar sem hann átti fund með sendiherra Ekvador í Rússlandi. Samtökin WikiLeaks hafa staðfest að hann sé nú á leið til Ekvador en það staðfestir Ricardo Patiño, utanríkisráðherra landsins, einnig á Twitter-síðu sinni. Um helgina bárust fréttir af því að Snowden væri á leið til Íslands, en það var Øystein Jakobsen, full- trúi Pírata í Noregi, sem hélt því fram að Snowden væri á leið til Noregs og að þaðan myndi hann fljúga til Íslands. Að sögn rúss- neskra fjölmiðla mun hann hins vegar fljúga til Havana á Kúbu í dag og þaðan til Caracas í Venesúela. Bandarísk stjórnvöld gáfu á dögunum út ákæru á hendur Snowden sem og handtökuskipun, en hann er meðal annars ákærður fyrir njósnir eftir að hafa afhjúpað njósnir bandarískra stjórnvalda og Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkj- anna (NSA) um almenna borgara. Þá var lögð fram beiðni af hálfu bandarískra stjórnvalda að yfir- völd í Hong Kong myndu handtaka Snowden og framselja til Banda- ríkjanna. Greint hefur verið frá því í fjöl- miðlum að Snowden hafi lýst yfir áhuga á því að fá hæli hér á Íslandi. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki brugðist við því og sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra að Snowden myndi ekki fá sérmeðferð og þyrfti að sækja um hæli á sama máta og aðrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.