Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Mánudagur 24. júní 2013 Heldur á vit ævintýranna í Ameríku n Jóhanna Margét kveður Stöð 2 sátt F réttamaðurinn Jóhanna Margrét Gísladóttir hefur brátt nám við Duke-háskólann í Norður-Karó- línu í Bandaríkjunum. Jóhanna Margrét hefur undanfarin tvö og hálft ár starfað sem fréttamaður Stöðvar 2 en lýkur brátt störfum þar og heldur utan til náms. „Ég var búin að ákveða fyrir löngu að ég ætlaði í nám á þessum tíma- punkti,“ segir Jóhanna Margrét í sam- tali við DV.is en hún mun nema rekstr- arverkfræði við Duke- háskólann. „Ég vinn út næstu viku. Ég er að gera síð- ustu fréttina mína,“ segir Jóhanna Margrét. Jóhanna Margrét er á 24 ára en hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2007. Þaðan lá leið henn- ar í Háskóla Reykjavíkur áður en hún gerðist fréttamaður hjá Stöð 2 í jan- úar árið 2011. Með því að hefja nám við Duke-háskólann fetar Jóhanna Margrét í spor ekki ómerkari manna en Richards Nixon, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, pókerspilarans Vanessu Rousso, sem er betur þekkt sem Lady Maverick, leikar- ans og læknisins Ken Yeong, uppi- standarans og leikkonunnar Rettu og körfuknattleiksmannanna Shane Battier, Carlos Boozer, Luol Deng, Gr- ant Hill og Danny Ferry. Jóhanna Margrét er mikil afreks- kona enda afrekaði hún það fyrr í þessum mánuði að ganga á topp Hvannadalshnúks í góðum félagsskap enda fór kærasti hennar, Ólafur Sigur- geirsson, með henni. Ólafur þessi er mikill handknattleikskappi og fagnaði hann bikarmeistaratitli með meistara- flokki ÍR í handknattleik síðastliðinn mars en þetta var í annað skiptið sem karlalið ÍR-inga fagnar bikarmeist- aratitli í handknattleik. Síðast var það árið 2005. Jóhanna Margrét segist kveðja fréttastofu Stöðvar 2 sátt um leið og hún heldur á vit nýrra ævin- týra í Bandaríkjunum og eru klár- lega spennandi tímar framundan hjá þessari ungu og hæfileikaríku konu. n S igurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur og einn leik- manna FC Ógnar, var flutt illa slösuð með sjúkrabif- reið af styrktarleik liðsins í síðustu viku. Sigurbjörg lenti í samstuði við annan leikmann, nánar tiltekið Hreim Örn Heimisson söngvara. Strax varð ljóst að hún hafði brotn- að það illa á hendi að nauðsyn- legt var að kalla tafarlaust á aðstoð. Hreimur Örn fékk hins vegar gula spjaldið fyrir tæklinguna. Sigurbjörg var flutt á sjúkrahús þar sem gert var að brotinu sem reyndist það alvarlegt að henni var haldið yfir nótt á slysadeild til eftir- lits og læknar íhuguðu aðgerð. Hún bar sig hins vegar afar vel eftir slysið að íþróttamanns sið „Þetta þykir mér nú ekki fréttnæmt. Þetta er tilfært úlnliðsbrot og það átti að gera aðgerð á mér daginn eftir. Það var hins vegar ekki gert og nú á að sjá til með hvernig brotið grær. Ef vel gengur þarf ég ekki í að- gerð og verð með gifsið í 3–6 vikur. Leikurinn hélt áfram Leikurinn hélt áfram án Sigur- bjargar, af þeim mikla keppnisanda sem einkennir liðið og mikið af fé safnaðist til Ágústu Amalíu Sigur- björnsdóttur, þriggja barna móður sem berst við Hodgkins-sjúkdóm- inn. „Við erum enn að telja saman söfnunarféð og enn er að bætast við það,“ sagði Rakel Garðars- dóttir, framleiðandi Vesturports, knattspyrnustjóri og eigandi FC Ógnar. Meðal annarra leikkvenna liðsins eru Vala Garðarsdóttir forn- leifafræðingur, Guðrún Katrín hjúkrunarfræðingur, Bára Krist- geirsdóttir, grafískur hönnuð- ur, Rósa, verslunarstjóri í Laura Ashley, Nína Dögg, leikkona og mágkona Rakelar, og Þorbjörg Helga leikkona. Pikkar með annarri Sigurbjörg var nýlega útnefnd bæjar- listamaður Akranes kaupstaðar. Fót- boltakempan brotna er mikilvirkur höfundur, hefur gefið út níu ljóða- bækur og tvær skáldsögur frá því fyrsta ljóðabókin hennar, Bláloga- land, kom út 1999. Ljóð hennar hafa verið þýdd á tólf tungumál og hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Sem betur fer er hún brotin á vinstri hendi og getur því áfram sinnt ritstörfum af fullum móð. „Það kom ekkert fyrir kollinn á mér alla vega. Ég pikka með annarri,“ segir Sigurbjörg létt í bragði. n Flutt með sjúkrabíl af fótboltaleik n Sigurbjörg Þrastardóttir mölbrotin n Haldið yfir nótt á sjúkrahúsi Jackson gerði símaat í Crowe Hreimur fékk gula spjaldið Söngvarinn Hreimur Örn tæklaði Sigurbjörgu svo illa að hún brotnaði og var flutt burt með sjúkrabíl. Mikil útivistarmanneskja Jóhanna Margrét afrekaði að kom- ast á topp Hvannadalshnúks fyrr í sumar. Mynd af Facebook-síðu Jóhönnu Margrétar. Jóga væri líka góður borgarstjóri Fyrsti þáttur af fjórum í nýrri þátta- röð Gauks Úlfarssonar, Pönk í Reykjavík, var sýndur á sunnu- dagskvöld á Stöð 2. Í þáttunum er rýnt í ævi Jóns Gnarr og í þessum fyrsta þætti var fjallað um æskuárin, pönkið og vistina á Hlemmi. Gaukur segir margt við þátta- gerðina hafa komið sér skemmti- lega á óvart. „Það kom í ljós að leiðtogahæfileikar hans voru til staðar í æsku, frá því segja skólafé- lagar hans. Ég var sjálfur búinn að finna það á samstarfinu við hann að hann hafði ótvíræða leiðtogahæfileika. Ef þú færð samansafn af jólasvein- um eins og eru í Besta flokknum en nærð að halda þeim á mottunni og færð að auki alla til að gera sitt með bros á vör, þá ertu með ríka hæfileika. Síðan er Jóga, eiginkona hans, mikilvæg, líka í störfum hans sem borgarstjóri. Hún væri líka góð- ur borgarstjóri,“ segir Gaukur frá. Harðar á vellinum Þær Nína Dögg og Rakel eru harðar á vellinum og vaða hér í Hreim, og Garðar Thor fylgist með. Illa brotin Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld og fótboltakempa lengst til vinstri, lenti í harkalegu samstuði á styrktarleik FC Ógnar í síðustu viku. Fjölgar skatt- greiðendum Eva Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingar- innar, á von á barni með kærasta sínum, Benedikt Smára Skúlasyni, lögfræðingi, körfuboltaleikmanni og gítarleikara Búdrýginda. Þetta tilkynnti Eva á Facebook- síðu sinni fyrir helgi og fékk fjöl- margar kveðjur í kjölfarið frá sam- flokksfólki sínu. „Jæja. Þá er komið að því að fjölga mannkyninu og skattgreiðendum landsins. Ekki veitir af. Við Benni eigum von á barni þann 2. janúar 2014.“ Pétur Jóhann er maraþon- maðurinn „Ég heiti Pétur Jóhann Sigfússon og hef aldrei farið út að skokka á æv- inni, en ég ætla að hlaupa hálfmara- þon þann 24. ágúst næstkomandi í Reykjavíkurmaraþoni og í þetta skipti er ég ekki að grínast,“ segir uppistandarinn góðkunni. Fylgjast má með framtaki og þjálfun Péturs Jóhanns á Facebook-síðunni Mara- þonmaðurinn. Vinum hans líst ekki á framtakið og eru hálf uggandi. „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Þor- steinn Guðmundsson félagi hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.