Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 24. júní 2013 Mánudagur Máttug nútímadæmisaga M aður veit aldrei hvað mann­ eskjan á undan í röðinni í Hagkaup hefur gengið í gegn­ um,“ sagði ung þriggja barna móðir með krabbamein í viðtali við DV á dögunum og hvatti til um­ burðarlyndis. Ef manneskjan í röðinni í Hag­ kaupum væri Ove, 59 ára, fokillur og beiskur karlfauskur, myndi reyna all­ verulega á náungagæskuna. En svo sannarlega myndi hún borga sig á endanum. Bók Fredrik Backman Maður sem heitir Ove er óður til kærleikans. Nafnið rímar auðvitað við ástina á ensku og er skemmtilegur leikur að orðinu. Það vantar nefnilega aðeins upp á ástina í lífi Ove sem hefur allt á hornum sér. Ove er sjálfskipaður eftirlits­ maður í hverfinu sínu og sér til þess að nágrannarnir fylgi stífum reglum af hörku, hann er eins konar Georg Bjarnfreðarson, þótt lesandinn kom­ ist að því þegar ævi Ove er rifjuð upp að á bak við hörkulegt yfirborðið felast fágætir mannkostir og góð­ mennska. Höfundur leikur sér nefni­ lega að því að útbúa aðalsöguhetj­ una kostum sem eru nauðsynlegir til þess að kærleikurinn dafni. Tryggð og heiðarleika. Úr verður stórkostleg andhetja. Reglan í lífi hins bráðilla Ove riðl­ ast þegar nýir nágrannar flytja inn í hverfið og gera það sem enginn hefur gert áður; sýna honum umburðar­ lyndi. Horfa fram hjá vægast sagt and­ styggilegum athugasemdum hans og fruntalegri hegðun. Upp frá því hefst mögnuð, bráðfyndin og spennandi atburðarás þar sem Ove glímir við bæði sjálfan sig og kerfið og er allt í einu í sporum hetjunnar sem gengur fyrir fylktu liði. Maður sem heitir Ove er stórkost­ leg saga. Hún grætir og kætir. Þetta er þó ekki væmin bók, langt því frá. Frásagnarmátinn er hnyttinn og frumlegur, hraður og grípandi. Það er engin furða að bók þessi hafi selst í bílförmum um heiminn hún er mátt­ ug nútímadæmisaga. Þörf lexía um ástina. Við erum nefnilega öll eins og Ove, það vantar herslumuninn. n A ðalheiður S. Eysteins­ dóttir myndlistarkona hélt tíu sýningar sam­ tímis á Akureyri um helgina. Um var að ræða lokin á viðamiklu verkefni Aðal­ heiðar sem hún nefndi Réttar­ dagur. Verk efnið hefur staðið yfir síðan í júní 2008 og snerist um að setja upp 50 sýningar á fimm árum. Sýningarnar fjalla allar, á einn eða annan hátt, um íslensku sauðkindina. Gjörningar og tónlist „Markmiðið var að fara með sýn­ ingarnar eins víða og ég hefði tök á. Ég hef sýnt í fimm löndum og fleiri en eina sýningu í hverju landi fyrir sig. Flestar sýningarnar voru þó hér heima og síðustu tíu í röðinni á Akureyri nú um helgina,“ segir Aðalheiður. Mikið var um dýrðir í Listagil­ inu svokallaða. Fluttir voru gjörn­ ingar, sungið og spiluð tónlist en Aðalheiður fékk fjölda manns til liðs við sig. Reisn mannsins „Ég hef alltaf fengið alls konar fólk til að krydda sýningarnar mínar. Ég leita til listamanna sem hafa unnið að svipuðum efnistökum og ég. Þá er ég að tala um ís­ lensku sauðkindina og þá menn­ ingu sem skapast hefur í kringum hana. Ég leita alltaf til heimafólks. Fólks á þeim stöðum sem ég hef verið að sýna á. Það hefur skapast skemmtileg stemning í kringum það samstarf.“ Verk Aðalheiðar eru oft tengd dagatali sauðkindarinnar, svo sem sauðburði á vorin og slátrun á haustin. En hvernig skilgreinir Aðal heiður list sína? „Ég er alltaf að fást við mannleg samskipti. Hversdaginn, líðandi stund og samskipti fólks. Það búa allir yfir reisn, bæði menn og dýr, sér í lagi ef fólk fær að vera í friði í sjálfu sér – ekki í fangelsi eða þrælk­ un,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Kannski er ég að reyna að benda samborgurum mínum á hvað við erum öll stórkostleg ef að er gáð!“ Ferðalag á enda Aðalheiður er Siglfirðingur en hóf feril sinn í myndlistinni á Akur­ eyri. Hún segir því viðeigandi að ljúka þessu viðamikla verkefni á þeim stað þar sem hennar vegferð í heim lista hófst. „Það er ekki tilviljun að ég enda þetta hér. Ein sýningin er meira að segja á gömlu vinnustofunni minni þar sem ég starfaði fyrstu árin eftir útskrift. Svo er aðstaðan til sýningahalds hér á Akureyri líka framúrskarandi. Að geta sýnt samtímis á svona mörgum stöð­ um er afar spennandi.“ Ný tækifæri Sýningar Aðalheiðar verða opnar eitthvað fram eftir sumri. Gestir og gangandi geta heimsótt Sjónlista­ miðstöðina, Deigluna og Ketils­ húsið, Mjólkurbúðina, Populus Tremulu og Sal myndlistarfélags­ ins og notið verka Aðalheiðar. „Það er léttir og ánægjutilfinn­ ing að ljúka settu marki,“ segir Aðal heiður. „Að gera 50 sýningar er mikið átak og ég hef þurft að ýta mörgum hugmyndum til hliðar til að klára þetta verkefni. Nú hefst kannski nýr tími og ég er spennt fyrir nýjum tækifærum.“ n n Hélt 50 sýningar á fimm árum n Lokapunkturinn á Akureyri Spennt fyrir nýjum tækifærum Myndlist Símon Birgisson simonb@dv.is Eitt af verkum Aðalheiðar Myndlist hennar tengist íslensku sauðkindinni og sveitamenningu. MyNd: ARNAR ÓMARssoN. Andri Snær á Þingvöllum Rithöfundurinn Andri Snær Magnason leiddi gesti og gang­ andi um Þingvelli á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þema göngunnar var tekið úr bók hans – Engar smá sögur, en þar er saga um mann sem leggst á gröf Jónasar Hallgrímsson­ ar á Þingvöllum í von um að öðlast skáldgáfu. Andri Snær ræddi um skáldskap, kristni og heiðni, frelsi og kúgun og fegurð og hrylling. Gangan lagðist vel í fólk og las Andri Snær líka úr eigin verkum. Til dæmis þetta textabrot hér: „Taktu þetta blað og stingdu því ofaní sauðarlegg. Á Jóns messu nótt skaltu fara með legginn og leggjast á gröf Jónasar Hallgrímssonar á Þing­ völlum. Ef þér tekst að vera þar heila nótt þar til fyrsta túristar­ úta morgunsins kemur mun skáldgáfa hans hlotnast þér.“ Independence Day 2 staðfest Kvikmyndin Independence Day eða Þjóðhátíðardagurinn sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd fyrir hartnær 20 árum. Myndin gerist á þjóðhá­ tíðardegi Bandaríkjamanna, þann 4. júlí, þegar geimverur ráðast á jörðina. Will Smith lék aðalhlutverkið og Bill Pullman lék forseta Bandaríkjanna sem stígur upp í orrustuflugvél og tekur þátt í orrustunni. Nú hef­ ur kvikmyndaframleiðandinn Fox staðfest að framhaldsmynd sé í bígerð. Hún verði frumsýnd árið 2015 og þýski leikstjórinn Roland Emerich verði aftur við stjórnvölinn. Það er þó engin skortur á framhaldsmynd­ um sumarið 2015. Avengers 2, Pirates of the Caribbean 5, Man of Steel 2 og Jurassic Park 4 eru meðal þeirra mynda sem frum­ sýndar verða – auk þess sem Star Wars­serían mun ganga í endurnýjun lífdaga. Bókmenntir Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Maður sem heitir Ove Höfundur: Fredrik Backman Útgefandi: Veröld 383 bls. stórkostleg andhetja Bók Fredrik Backman Maður sem heitir Ove er óður til kærleikans. Nafnið rímar auðvitað við ástina á ensku og er skemmtilegur leikur að orðinu. Það vantar nefnilega aðeins upp á ástina í lífi Ove sem hefur allt á hornum sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.