Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 28
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 mánudagur og þriðjudagur 24.–25. júní 2013 69. tbl. 103. árg. leiðb. verð 429 kr. Enginn Elton? Svala Björgvins giftist n Söngkonan Svala Björgvinsdóttir og unnusti hennar, Einar Egilsson, ætla að gifta sig í sumar. Giftingin mun fara fram í Landakotskirkju þann 27. júlí og auglýsir Svala nú eftir 170 slaufum til leigu, en til stendur að skreyta stóla brúð- kaupsgesta með þeim. Svala og Einar eru bæði í hljóm- sveitinni Steed Lord og hafa verið búsett í Los Angeles um nokkurra ára skeið. Þau byrjuðu saman árið 1994 og hafa því verið í sambandi í 19 ár. Stjörnum prýdd afmælisveisla n Formaður Viðskiptaráðs hélt rándýra veislu n „2007-bragur á þessu“ E kkert var til sparað þegar Hregg- viður Jónsson, formaður Við- skiptaráðs Íslands, hélt upp á fimmtudagsafmæli sitt um helgina og leigði neðri hæð Hafnarhússins, byggingar Listasafns Reykjavíkur, undir veisluhöldin. Á meðal þeirra sem léku fyrir dansi voru Sálin hans Jóns míns, Regína Ósk, Eyjólfur Kristjánsson, Páll Óskar og Björgvin Halldórsson. Þá var veislu- stjórinn enginn annar en Ari Edwald, forstjóri 365 miðla sem einnig situr í aðalstjórn Viðskiptaráðs. Svo skemmtilega vill til að feðgarn- ir Hreggviður og Leifur Hreggviðs- son eiga afmæli sama dag, þann 18. júní, og átti Leifur tuttugu ára afmæli á þriðjudaginn. Var veislan einnig ætluð honum og má því segja að feðgarnir hafi haldið upp á sjötíu ára viðveru á þessari jörð. „Það var dá- lítill 2007-bragur á þessu,“ sagði einn þeirra veislugesta sem DV ræddi við. Hann sagðist aldrei hafa farið í viðlíka afmælisveislu á ævi sinni. Þegar stórfenglegar afmælis veislur ber á góma er ekki örgrannt um að hugurinn leiti til veisluhaldanna sem tíðkuðust á árunum fyrir hrun, en þar er af nógu að taka. Frægt varð þegar athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson fékk rappstjörnuna 50 cent, Jamiroquai og Ziggy Marley til að skemmta í fertugsafmæli sínu sem haldið var á Jamaíku árið 2007. Ólaf- ur Ólafsson, stjórnarformaður Sam- skipa, sparaði heldur ekkert til þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt sama ár og fékk Elton John til að halda hita á veislugestum. Þá er mörgum minnis stætt þegar Ármann Þorvalds- son, þáverandi forstjóri Kaupþings í London, fékk Duran Duran og Tom Jones til að skemmta í víðfrægum ára- mótaveislum sínum. Svo langt gekk Hreggviður ekki í afmælisveislu sinni, en þó má ætla að dagskráin hafi kost- að skildinginn. Samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra er Hregg viður einn tekjuhæsti Íslendingur ársins 2012. Hann er framkvæmdastjóri Veritas Capital hf. sem er móðurfyrirtæki ýmissa þjónustufyrirtækja og birgja á sviði heilbrigðis þjónustu. Þá er hann stjórnarformaður félaganna Medor ehf., SVÍV ses. og Visitor hf. en áður var hann forstjóri Norðurljósa og sat í stjórn Icelandair. „Það hlýtur að vera hægt að halda upp á afmælið sitt án þess að fjölmiðlar fjalli um það,“ sagði Hreggviður sem ekki vildi tjá sig um málið. n johannp@dv.is Taktu myndir! Sendu þína veðurmynd á netfangið ritstjorn@dv.is Þriðjudagur Barcelona 19°C Berlín 18°C Kaupmannahöfn 18°C Ósló 16°C Stokkhólmur 24°C Helsinki 19°C Istanbúl 27°C London 18°C Madríd 22°C Moskva 26°C París 17°C Róm 24°C St. Pétursborg 26°C Tenerife 25°C Þórshöfn 11°C Veðrið Hægviðri Fremur hæg suðlæg átt, skýj- að og súld með köflum um landið vestanvert, en áfram bjart veður fyrir austan. Hiti 10–18 stig að deginum. upplýSingar af vedur.iS Reykjavík og nágrenni Mánudagur 24. júní Evrópa Mánudagur Sunnan 3–8 og súld með köflum. Hiti 10–15. +15° +10° 8 3 02.57 00.03 10 20 16 17 20 27 25 19 19 24 20 16 17 25 Blíða Hjólabrettakappar sýna listir sínar á Ingólfstorgi. SigTryggur ariMyndin 10 10 13 14 10 10 17 12 139 V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u Þri Mið Fim Fös Þri Mið Fim Fös EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Þingvellir Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík 5.1 12 7.4 10 9.3 10 6.6 11 11.3 9 9.9 7 13.4 8 6.5 8 4.7 9 4.7 6 1.0 8 6.4 10 1.1 17 5.2 16 7.4 12 4.1 12 6.0 12 11.7 11 15.0 9 8.2 9 1.0 14 3.0 13 6.1 10 3.0 10 3.7 11 7.7 10 5.6 7 5.9 5 6.5 12 10.9 11 12.9 9 7.5 9 5.6 12 11.6 10 16.1 7 9.3 7 3.1 12 6.6 11 11.0 9 8.3 7 2.3 13 3.9 12 8.0 10 7.3 10 5.0 12 7.8 10 10.8 8 6.8 9 2.0 14 7.9 13 9.1 11 9.1 10 7.7 11 5.3 11 10.6 8 8.9 10 3.3 13 4.5 10 6.9 9 4.7 13 3.4 12 7.2 10 9.7 9 7.1 10 25 1 4 4 4 5 6 1 4 2 4 ekkert til sparað Á meðal þeirra sem skemmtu veislugestum voru Sálin hans Jóns míns og Páll Óskar Hjálmtýsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.