Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 17
Neytendur 17Mánudagur 24. júní 2013 Þetta eru bestu tjaldstæðin n Sjáðu nokkur af bestu tjaldstæðunum í hverjum landshluta n Á sumum tjaldstæðum er gisting gjaldfrjáls 13 Hólar í Hjaltadal Einn merkasti sögu- og menningarstað- ur landsins. Í Hólaskógi eru afskapleg falleg rjóður sem veita gott skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið, auk þess sem góð þjónusta er á svæðinu til dæmis veitingastaður og sundlaug. Verð: Fullorðnir 1.100 kr. (1.100 krónur fyrir fyrstu nóttina, 900 krónur fyrir næstu nætur) Ellilífeyris- og örorkubótaþegar 900 kr. (900 krónur fyrir fyrstu nóttina, 700 krónur fyrir næstu nætur) 11 ára og yngri frítt Þjónusta: + / -WC 3G 14 Lífsmótun Tjaldsvæði Lífsmótunar er kyrrðartjald- stæði. Tjaldsvæði Lífsmótunar er það eina sinnar tegundar hér á landi. Í stað þess að koma sér einhvers staðar fyrir á opnu svæði leigir hver gestur sér sinn bás. Flestir básanna eru á bilinu 80–100 fermetrar og því má auðveldlega koma fleiri en einu tjaldi eða hjólhýsi fyrir á hverjum bás kjósi menn það. Trjágróður og runnar afmarka básana sem allir eru grasi vaxnir. Verð: Fullorðnir 750 kr. (2 fullorðnir frítt með hverjum bás) Börn 6–12 ára 250 kr. (2 börn frítt með hverjum bás) Verð á bás 2.500 kr. Þjónusta: + / -WC 15 Lundur Lundur er með rúmgott tjaldsvæði í fal- legu umhverfi. Birkiskógur er umhverfis tjaldsvæðið og gefur gott skjól. Verð: Fullorðnir 1.100 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri Þjónusta: + / -WC 16 Varmahlíð Fjölskylduvænt svæði með ótal afþreyingarmöguleikum í nágrenninu. Það er skógi vaxið og því mjög skjólgott. Tjaldsvæðið er í misstórum básum sem eru afmarkaðir með trjábeltum. Stutt er í alls kyns afþreyingu. Tveir fótbolta- vellir eru við tjaldsvæðið og aðeins 250 metra ganga eftir fallegum skógarstíg að sundlaug ásamt heitum potti. Að auki er sér barnalaug sem er heitari, með lítilli rennibraut fyrir allra minnstu gestina. Verð: Fullorðnir 1.100 kr. (1.100 krónur fyrir fyrstu nóttina, 900 krónur fyrir næstu nætur) Ellilífeyris- og örorkubótaþegar 900 kr. (900 krónur fyrir fyrstu nóttina, 700 krónur fyrir næstu nætur) 11 ára og yngri frítt Þjónusta: 3G + / -WC 17 Fáskrúðsfjörður Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Verð: Tjald/tjaldvagn/fellihýsi/húsbíll/hjólhýsi 1.000 kr. Þjónusta: WC 18 Seyðisfjörður Tjaldsvæðið er í hjarta bæjarins, umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Það er vel staðsett í bænum, en í næsta nágrenni eru matvöruverslun, handverksmarkaðir, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, sána og heitir pottar. Verð: Fullorðnir 1.100 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri Eldri borgarar og öryrkjar 650 kr. Þjónusta: WC + / - 3G 20 Fjalladýrð Verð: Fullorðnir 1.100 kr. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri Þjónusta: WC + / - 19 Svartiskógur Tjaldsvæðið er í skógi vöxnu landi og er góður áningarstaður fyrir einstaklinga og hópa. Vel staðsett til skoðunarferða um Austurland og nágrenni. Verð: Fullorðnir 1.000 kr. Frítt fyrir börn Þjónusta: WC + / - Perlur sem vert er að heimsækja í sumar Þakgil Frábær staðsetning og umhverfi. Kerlingarfjöll Fært fyrir alla og nauðsynlegt að upplifa hálendi Íslands. Dæli, Víðidal Góð aðstaða á góðu tjaldsvæði. Um að gera að skoða Kolugljúfur í leiðinni. Hamragarðar Rosalega skemmtilegt svæði við Seljalands- foss. Nauðsynlegt að láta sig hafa það að vaða ískalda ána við tjaldsvæðið og skoða fossinn Gljúfrabúa inni í gljúfrinu. Hólaskjól Svæðið er í um það bil klukkustundar aksturs fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri og er á mörk- um láglendis og hálendis. Fólk kemst þangað á fólksbílum en ekki lengra. Tjaldsvæðið er alveg í hrauninu og er rosalega skemmtilegt. 10 14 15 16 17 18 19 20 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.