Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn É g hef lengi litið svo á að eitt af því besta við að búa á Íslandi séu hin ómælanlegu lífsgæði sem hér eru. Þessi gæði eru til dæmis lítt spillt náttúran, hreint loftið, vatnið og ódýr jarðvarminn sem með­ al annars leiðir til þess að á landinu er að finna heitar sundlaugar nánast í hverju þorpi. Þetta eru vanmetin gæði sem sumir Íslendingar virðast taka sem sjálfsögðum hlut af því þau eru ill mælanleg á þjóðhagslegum kvörð­ um um efnahagsástandið í landinu og sýna sig ekki með beinum hætti á bankareikningum fólks. Þessi gæði eru líka þess eðlis að þau eru yfirleitt óháð flokkapólitík: Þó hér ríki spillt og illa þokkuð ríkisstjórn þá hafa Íslendingar alltaf aðgang að þessum gæðum sér til svölunar og friðþægingar. Hrunið tók þessi gæði heldur ekki frá okkur. Á einungis fjörtíu mínútum getur íbúi í Reykjavík keyrt til Þingvalla og notið þeirrar fögru náttúru sem þar er að finna; allt í kringum borgina, bæi og þorp á Íslandi eru óspilltar náttúruvinjar á næsta leiti og uppi á hálendinu, í einungis nokkurra klukkustunda fjarlægð frá þéttbýlinu eru óspillt víðernin: Langisjór, Strúts­ laug, Karlsdráttur og Þjórsárver. Íbúar landsins, og ferðamenn sem hingað koma, geta notið þessara gæða að vild og yfirleitt án endurgjalds. Ríkisstjórn­ in hefur nú boðað að rukkað verði um aðgangseyri að þekktum ferðamanna­ stöðum og er það vel: Þverpólitísk sátt ætti að geta skapast um slíka gjaldtöku þar sem tekjurnar munu hjálpa til við að viðhalda og vernda þessa ferða­ mannastaði, eins og til dæmis Gullfoss og Geysi. Nýlega ákvað bandaríski leik­ stjórinn Darren Aronofsky að styrkja Náttúruverndarsamtök Íslands til að þakka fyrir að fá að hafa notið ís­ lenskrar náttúru sem hann sagði að sýna ætti sömu virðingu og öðrum listaverkum. Réttnefnd listaverk eru í eðli sínu ómetanleg og ómælanleg þó þau kunni í einhverjum tilfellum að skipta um hendur fyrir tilteknar upphæðir sem þó er ekki hægt að full­ yrða að nálgist raunverulegt verðmæti þeirra. Slík listaverk eins og íslensk náttúra eru ómetanleg í sjálfu sér, ein og sér. Þau eru líka ómetanleg fyrir okkur sem höfum aðgang að þeim af því þau vekja hjá okkur kenndir og til­ finningar sem eru fagrar og sem ylja okkur um hjartað og margfalda okkur, rétt eins og hughrifin sem við verðum fyrir þegar við njótum góðrar bókar eða tónlistar. Að sama skapi og okkur þykir vænt um ákveðin listaverk mannanna þá geta vissir staðir í náttúrunni átt sér samastað í hjörtum okkar. Ég man eft­ ir augnabliki úr Hornvík, gangandi í áttina að Kálfatindum, þar sem ég varð svo bergnuminn af fegurð staðarins að ég þurfti að leggjast niður og loka aug­ unum. Mér leið eins og ég væri í vímu eða móki, væri í návígi við hið „fagra sjálft“ sem var yfirþyrmandi. Svipaða sögu má segja um sólríkar klukku­ stundir sem ég átti í gróður vininni Þjórsárverum fyrir nokkrum árum þar sem ég meðal annars reyndi að fylgja eftir snæuglu sem hóf sig til flugs þegar mig bar að. Þessi náttúrugæði eru meðal hinna æðstu gæða lífsins. En þegar íslenskir stjórnmála­ menn taka ákvarðanir sem geta spillt þessum náttúru gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn en tímabundinn gróða af stóriðju eins og virkjunum þá byrja ég að endurskoða mat mitt á því hversu gott það er að búa á Íslandi. Látum vera að stjórnmálamenn séu gerspillt­ ir þegar kemur að efnislegum gæðum: Að þeir hygli flokksbræðrum sínum, vinum sínum og ættmennum við út­ deilingu á stöðum og störfum, breyti lögum til að hygla stórfyrirtækjunum í útgerð og iðnaði sem fjármagna flokk­ ana þeirra og einkavæði opinber fyr­ irtæki upp í hendurnar á vildarvinum sínum. Slík spilling er auðvitað ólíð­ andi, ósiðleg og í einhverjum tilfell­ um ólögleg en hún er því miður rauði þráðurinn í stjórnmálasögu Íslands síðustu áratugi. Við getum þó alltaf flúið á vit óspilltrar náttúru Íslands og gleymt ljótleikanum um hríð – verið eins og Díogenes hundingi í tunnunni í Aþenu sem einungis bað Alexand­ er mikla að færa sig frá sólinni þegar valdsmaðurinn bauð honum gull og græna skóga. Engum kemur á óvart að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar ætli að hætta viðræðum við Evrópu­ sambandið án þess að bera það und­ ir þjóðina, meðal annars til að hygla útgerðarfélögunum og landbúnaðar­ risunum sem standa á bak við flokk­ ana og engum kemur það heldur á óvart að stjórnin ætli sér að afnema auðlegðarskattinn sem hefur pínt stóreignamennina sem ráða flokk­ unum báðum þrátt fyrir að afnámið þýði tíu milljarða gat í ríkissjóð á árs­ grundvelli. Engum kemur heldur á óvart að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis­ og auðlindaráðherra, hafi nú þegar ákveðið að breyta lögum um veiðigjöld til að hygla útgerðar­ félögum landsins á kostnað almenn­ ings; engum kemur á óvart að hann hafi misst það út úr sér að hann vilji leggja umhverfisráðuneytið niður til að hygla stóriðjunni og virkjunarsinn­ um og alls engum kemur á óvart að hann hafi breytt rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða til að hygla sömu aðilum. Slík spilling er inngróin í íslenska stjórnmálaflokka, sérstaklega Framsóknarflokkinn sem kann ekki að skammast sín þrátt fyrir spillingarslóð síðustu tveggja áratuga. Spilling Framsóknarflokksins er gef­ inn og sjálfsagður hlutur þegar litið er á fortíð flokksins. Nú ætlar Sigurður Ingi að endur­ skoða löngu ákveðna friðlýsingu Þjórsárvera, meðal annars út af athugasemdum frá Landsvirkjun, og opnast þá aftur fyrir möguleikann á byggingu Norðlingaölduveitu. Virkj­ anadrunurnar eru byrjaðar að skera í gegnum kyrrðina í Þjórsverum í fjarsk­ anum og við spyrjum okkur að því hvort og þá hversu mikið af svæðinu verður nýtt undir stóriðju og hvenær. Sigurði Inga og Framsóknarflokknum er trúandi til alls: Spillingin og sér­ hagsmunabrask flokksins á fyrstu vik­ unum við stjórnvölinn er að verða ær­ andi. Flokkurinn hefur engin prinsipp, enga hugmyndafræði og stendur ekki fyrir neitt annað en nýfengið valdið. Sigurði Inga er treystandi til að sökkva hluta Þjórsár vera og öðrum náttúruperlum með einu pennastriki ef hægt er að hagnast á því og hann verður fyrir þrýstingi frá réttum að­ ilum. Ég held að Sigurði Inga sé skít­ sama um Þjórsárver og sjálfsagt einnig um flest annað í náttúru Íslands. Persónulega missi ég ekki svefn yfir spillingu Framsóknarflokksins og einkavinavæðingu hans á efnisleg­ um gæðum almennt séð – eins hvim­ leið og hún er. Sýna þarf illskiljan­ legri tilvist Framsóknar flokksins visst æðruleysi. En þegar flokkurinn er far­ inn að tala um að ganga frekar á þau ómælan legu, ómældu og ómetan legu gæði landsins sem eru óafturkræf þá er ég farinn að sjá fram á óþægilegar andvöku­ og áhyggjunætur. Ákvarð­ anir sem snúast um eyðileggingu á ís­ lenskri náttúru snúast aftur um annað og miklu meira en peninga. Þjórsár­ ver verða sannarlega ekki metin til fjár. Einungis tilhugsunin um slíkt sýnir fram á brenglað verðmætamat þess sem tekur tímabundin, efnisleg gæði fram yfir æðri, varanleg gæði. Ráðherrabíll að láni n Eitt af furðumálum síðustu viku var frásögn Viðskipta­ blaðsins af því að Jóhanna Sigurðardóttir hefði á síðustu metrunum í ráðuneytinu keypt nýjan ráðherrabíl í stað sjö ára bifreiðar sem hún hafði notað. Upplýst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son hefði kippt í taumana og skilað bílnum. Nú hefur ver­ ið upplýst að nýi bíllinn var lánsbifreið sem notuð var á meðan sá gamli var í klöss­ un. Jóhanna er því saklaus af þessu bruðli. Össur heldur bílnum n Það heyrast fleiri sögur um ráðherrabíla, nú þegar ný rík­ isstjórn kemur til valda. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráð­ herra, fékk að kaupa emb­ ættisbíl sinn á 2,7 millj­ ónir króna, að sögn Viðskipta­ blaðsins. Um er að ræða eðal­ vagn af gerðinni BMW X5. Viðskiptablaðið upplýsir að þarna sé enginn skandall á ferð þar sem verðið samsvari uppítökuverði hjá bílaum­ boði. Snowden í kuldanum n Íslensk stjórnvöld eru í hinum versta vanda vegna áhuga upp ljóstrarans Ed- wards Snowden á því að flýja til Íslands. Hann komst í heimsfrétt­ irnar fyrir að upplýsa fjöl­ miðla um umfangsmikl­ ar netnjósnir bandarískra yfir valda. Síðan hefur hann haldið sig í Hong Kong. Ólíklegt er talið að Hanna Birna Kristjánsdóttir inn­ anríkisráðherra geri annað en bókstafur laganna heimilar. Snowden er því í kuldanum. Velþóknun bandarískra stjórnvalda er undir. Stálfrú vill selja n Eins og DV greinir frá í dag hyggjast eigendur Stálskipa, Guðrún Lárus dóttir og Ágúst Sigurðsson, selja fyrir tækið. Ljóst er að sjónarsvipt­ ir verður að hjónunum. Þau hafa stýrt fyrirtæki sínu allt frá því þau keyptu sitt fyrsta skip – á strand­ stað þess – og gerðu upp. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölu frá 1941. Guðrún og Ágúst hafa rekið fyrirtæki sitt af mikilli hagsýni og festu í gegnum árin. Lík­ legt er að margir renni hýru auga til fyrirtækisins, sem stendur afar styrkum fótum. Ég er afar stolt af hjónabandinu Þetta er mín fertugsaf- mælisgjöf til sjálfrar mín Eygló Harðardóttir gerði ekki ráð fyrir að giftast. – DV Hulda Þórey Garðarsdóttir hleypur 250 kílómetra í ágúst. – DV Ómælanleg lífsgæði Á hverjum degi tærast upp réttindi okkar í netheimum til upplýsinga­ og tjáningarfrelsis og til friðhelgi einkalífsins. Það er hafin bylting á netinu, iðnaðarbylting. Því miður er þessi bylting hafin fyrir nokkru síðan og hefur slóð eyðileggingar hennar ver­ ið mætt með lítilli mótspyrnu hins al­ menna borgara í netheimum. Flestir skilja ekki að réttindi okkar í netheimum hafa aldrei náð sambærilegum stuðlum og í raunheimum, en flestir virðast í einfeldni sinni treysta því að einkafyrir­ tæki gæti hagsmuna þeirra, þó svo að það sé fyrirtækjunum í hag að safna og selja gögn, sem flestar leyniþjónustur í heiminum myndu vera stoltar af, um svo stóran hluta neysluglaðra meðaljóna hins vestræna heims. Þegar ég hef reynt að benda fólki á þær hættur sem eru framundan með alls kyns tilraunum til að ganga enn lengra en nú þegar er gert opinberlega, þá horfir það á mig með kæruleysislegu glotti þess sem veit betur og heldur sig í vera í vari vegna þess að það er bara venjulegt fólk og hefur þar af leiðandi ekkert að fela og því ekkert að óttast þó yfirvöld skimi og geymi hvern einasta innslátt þeirra persónulegu staf­ rænu sögu. Og ekki nóg með það heldur hefur fólk með tilkomu Facebook fært inn í hið stafræna form enn persónulegri gögn en nokkur markaðs­ eða njósna­ starfssemi gæti látið sig dreyma um að fá aðgengi að – án þess að þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut nema að tína fullþroska ávexti gáleysis okkar úr hin­ um alsjáandi stafræna flokkunarsarpi. Ég skil svo sem þessa freistni til að treysta á grunni ævarandi sakleysis og meðalmennsku. Ég skil að það er bara of flókið að fitla við síbreytilegar stillingar á Facebook og af hverju ætti fólk svo sem að hylja slóð sína? Fyrir það fyrsta þá eru allar þessar upplýsingar um hvern einasta einstakling gríðarleg persónu­ leg verðmæti, fyrir hvert og eitt okkar. Ástæða þess að Facebook náði svo háum hæðum á hlutabréfamarkaði er algerlega byggð á þeim upplýsingum og tengslum við annað fólk og málefni sem við höfum gefið þeim. Fólk er að vakna upp við vondan draum eftir að þær upplýsingar sem Ed­ ward Snowden lét almenningi í té röt­ uðu fyrir sjónir okkar. Ljóst er að allir sem hafa upplýsingar geymdar á staf­ rænu formi eru allir undir linnulausu eftirliti, eftirliti sem er margfalt umfangs­ meira og grefur sig dýpra í helgustu vé en þeir sem stjórnuðu Stasi gátu látið sig dreyma um. Það er einsýnt að ekki er hægt að fara fram á að fólk passi upp á upplýsingar sínar því geta og vilji stjórn­ valda nokkurra voldugustu ríkja heims er svo umfangsmikill að einstaklingar geta ekki spornað við fótum. Það hlýtur því að vera forgangsatriði hjá stjórnvöld­ um og þingheimi sem og þeim alþjóða­ samtökum sem við eigum aðild að, að smíða lagaramma sem verndar almenn­ ing fyrir njósnum bæði af hálfu stjórn­ valda sem og fyrirtækja, raunheimalög þurfa að ná yfir netheima þegar vernda ber friðhelgi einkalífsins. Þyrnirósin í netheimum Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 24. júní 2013 Mánudagur „Sigurði Inga er treystandi til að sökkva hluta Þjórsárvera. „Ég skil svo sem þessa freistni til að treysta á grunni ævar- andi sakleysis og meðal- mennsku. Kjallari Birgitta Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.