Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Síða 3
Fréttir 3Mánudagur 24. júní 2013 2.300 nemar útskrifuðust Á laugardaginn brautskráðust 1.859 kandídatar frá Háskóla Íslands. Brautskráningin fór fram í Laugar- dalshöll en alls luku 1.257 manns grunnnámi og 602 framhaldsnámi. Auk þess brautskráði Háskóli Ís- lands 466 kandídata í febrúar síðast liðnum og því hafa samtals 2.307 kandídatar útskrifast frá skólanum það sem af er ári. Brautskráningarathafnir voru tvær, líkt og undanfarin ár. Á fyrri athöfninni voru brautskráðir kandídatar sem hafa lokið diplóma- og viðbótarnámi á framhaldsstigi, meistaranámi og kandídatsnámi en á þeirri seinni voru brautskráðir þeir sem lokið hafa grunnnámi. Í ár voru í fyrsta sinn braut- skráðir meistaranemar í þver- fræðilegu námi í miðaldafræðum, ritlist, ráðstefnutúlkun og nytja- þýðingum frá Hugvísindasviði auk þess sem nemar hlutu í fyrsta sinn viðbótardiplóma á meistarastigi í námsleiðinni heilbrigði og heilsu- uppeldi við Menntavísindasvið. Á gjörgæslu eftir sprengingu Einn var fluttur á slysadeild með brunasár eftir að gas- sprenging varð í heimahúsi í Stórholti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Lögreglu barst til- kynning um sprenginguna á þriðja tímanum umrædda nótt, en svo virðist sem um gaskút hafi verið að ræða. Nánari til- drög slyssins eru ókunn en lög- regla rannsakar nú málið. Mað- urinn sem bjó í íbúðinni var fluttur á gjörgæslu en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir að svo stöddu. Þrýst á HB Granda vegna hvalveiða Þ rýst er á þýsku matvöru- keðjuna Edika að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Alþjóðlegu baráttusamtökin Avaaz hafa nú hafið undir- skriftasöfnun á vefsíðu sinni þar sem Edika er hvatt til þess að hætta við- skiptum við fyrirtækin Deutsche See og Iceland Seafood þar sem bæði þessi fyrirtæki kaupi fisk frá HB Granda. Fullyrt hefur verið að Edika sé þegar búið að grípa til aðgerða til að bregðast við þessum þrýstingi. Það hefur þó hvorki fengist staðfest frá Edika né frá forsvarsmönnum HB Granda. Stefna að 150 þúsund undirskriftum Yfir 60 þúsund manns höfðu skrifað undir á sunnudag en Avaaz stefnir að því að ná 150 þúsund undirskrift- um. Vísar Avaaz til tengsla Kristjáns Loftssonar sem er bæði stjórnar- formaður HB Granda og stærsti eig- andi Voga hf. sem fer með 40 pró- senta hlut í HB Granda. Eins og kunnugt er hóf Hvalur hf. hvalveiðar sínar nú um miðjan júní eftir tveggja ára hlé en mörg alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa harðlega gagnrýnt veiðarnar að undanförnu. „Það væri ánægju- legt ef Edika myndi hætta að kaupa fisk frá HB Granda,“ segir Astrid Fuchs hjá þýsku hvala- og höfr- ungaverndunarsamtökunum WDC sem hafa vakið athygli á átaki Avaaz á heimasíðu sinni auk þess sem WDC hafa sjálf verið með þrýsting á heimasíðu sinni gegn hvalveiðum Íslendinga. Avaaz beitt þrýstingi frá 2011 Avaaz hafa allt frá árinu 2011 bent á tengslin á milli HB Granda og Krist- jáns Loftssonar. Þá reyndu samtökin einnig að beita þrýstingi sínum árið 2012 þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í London. Nú í byrjun júní afhentu þau utanríkisráðherra Hollands um 1,1 milljón undirskrifta þar sem hollensk stjórnvöld voru hvött til þess að koma í veg fyrir að hvalkjöt frá Íslandi færi um höfnina í Rotterdam. Edika er fjórða stærsta matvæla- keðjan í Þýskalandi með veltu upp á nærri átta þúsund milljarða króna en til samanburðar er það meira en hundraðföld velta verslunarfyrir- tækisins Haga í fyrra. Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið af afurðum HB Granda er selt hjá Edika en út- flutningsverðmæti HB Granda nam um 32 milljörðum króna í fyrra og er Þýskaland eitt af stærstu markaðs- svæðum útgerðarfyrirtækisins. Telja má líklegt að það myndi skaða orð- spor fyrirtækisins verulega í Þýska- landi ef Edika lætur undan þrýstingi frá alþjóðlegum dýraverndunar- samtökum og hættir sölu á fiski HB Granda þar í landi. Kristján Loftsson var harðorður í garð alþjóðlegra dýraverndunar- samtaka sem berjast gegn hval- veiðum þegar DV ræddi við hann síðasta fimmtudag. „Þetta fólk er auðvitað bara á launum við þetta. Veistu hvað ég kalla það? Ég kalla þetta fólk hvítflibbabetlara. Hefur þú skoðað vefsíður þessara samtaka? Alls staðar, hvert sem litið er, sér maður orðið „donate“,“ sagði Krist- ján í samtali við DV. Ráðstefna með forsetanum um sjálfbærar veiðar Þess skal getið að á fimmtudaginn fer fram ráðstefna í Bremerhaven í Þýskalandi þar sem rætt verður um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Er opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Þýskalands tilefni ráðstefnunnar. Þar mun Karl-Heinz Renz halda kynningu á sölu Edika á ferskum íslenskum fiski frá HB Granda og markaðsstjóri HB Granda mun fjalla um átakið „Iceland responsible fish- eries“. Því kemur undirskriftasöfn- un Avaaz líklega ekki á besta tíma. DV sendi fyrirspurn til Vilhjálms Vil- hjálmssonar, forstjóra HB Granda, og Kristjáns Loftssonar, stjórnar- formanns HB Granda, þar sem þeir voru spurðir hvort Edika hefði grip- ið til aðgerða varðandi sölu á afurð- um frá HB Granda. Þeir höfðu ekki svarað þegar DV fór í prentun í gær. Þá var líka send fyrirspurn til Edika varðandi málið en henni hafði held- ur ekki verið svarað. n n Þýsk matvörukeðja hvött til að sniðganga HB Granda Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Ég kalla þetta fólk hvítflibbabetlara. Umdeildar hvalveiðar Mikið hefur verið þrýst á Íslendinga erlendis frá á undanförnum árum að hætta hvalveiðum. Nú hefur verið settur þrýstingur á þýsku matvörukeðjuna Edika um að hætta sölu á afurðum frá HB Granda vegna tengsla Krist- jáns Loftssonar við HB Granda. Hvítflibbabetlarar Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, lét þau orð falla í samtali við DV síðasta fimmtudag að alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem berjist gegn hvalveiðum séu „hvítflibbabetlarar“. Ánægð ef Edika lætur undan þrýstingi Astrid Fuchs, frá WDC, þýsku hvala- og höfrungaverndunarsamtökunum. Ellefu hvalir á land Tveimur langreyðum var land- að í Hvalfirði um helgina og hafa samtals ellefu hvalir verið veiddir á yfirstandandi verðtíð sem hófst þann 18. júní. Veið- ar á langreyði eru hafnar eftir tveggja ára hlé og verða afurðirn- ar að mestu leyti seldar til Japan. Eins og fjölmiðlar greindu frá nýlega ætlar ríkisstjórn Hollands að beita sér fyrir því að flutning- ur á kjötinu um þarlendar hafn- ir verði stöðvaður. „Við finnum alltaf leiðir til að flytja þetta til Japan,“ sagði Kristján þegar DV ræddi við hann á dögunum. Veiðarnar fara fram í skugga deilna milli hluthafa útgerðar- félagsins um framtíðarhlut- verk þess, en Kristján er stærsti eigandi félagsins. Hann læt- ur hvorki þess konar deilur né mótmæli umhverfisverndar- sinna stöðva ástríðu sína fyr- ir hvalveiðum. Lengst af hafa stjórnvöld á Íslandi stutt dyggi- lega við bakið á Kristjáni. Á ár- unum 2000 til 2009 lagði íslenska ríkið til 180 þúsund dollara á hverju ári til kynningar á afstöðu Íslands til hvalveiða í Bandaríkj- unum, en veiðarnar eru litnar hornauga víða í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.