Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Page 9
„NiðurlægiNgiN ásótti mig“ n Björg var orðin veik af afleiðingum ofbeldis n Ákvað að beita ábyrgðarferli n „Allt var betra en raunveruleikinn sem ég bjó við“ n Játningin óþægileg fara. „Ég hef of oft séð fólk hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. Kerfið er svo illa í stakk búið að takast á við þessi mál. Ég vildi ekki fara í gegnum það og ég vildi ekki að eitthvert opinbert kerfi setti einhvern stimpil á mína reynslu. Ég veit hvað gerðist og er ekki að leitast eftir utanaðkomandi samþykki fyrir því.“ Hún hafði heldur engan hug á að refsa honum. „Ég vildi bara að hann axlaði ábyrgðina. Nú hefur hann gert það en á greinilega mjög erfitt með það, enda er mjög erfitt að bera þessa ábyrgð. Það er erfitt fyrir alla. Hún er samt hans að bera.“ Kröfur með stuðningi Þegar hún var að leita leiða til þess að takast á við þessa stöðu og ákveða hvað hún vildi gera rakst hún á hug- myndina um svokallað ábyrgðarferli sem er sprottin upp úr anarkískum samfélagshópum og gengur út á að gera þolanda og geranda kleift að vera áfram í sama umhverfi. Í þessu ferli getur þolandi gert kröfur og sent þær til geranda með stuðningi, eða vinum sem eru honum innan handar. Ef ger- andi gengst við ofbeldinu og ákveður að verða við kröfunum fær hann aðstoð við að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Þolandinn fær einnig aðstoð við að taka ábyrgð á afleiðingunum. Björg ákvað að notast við ákveðna þætti úr þessu ferli og haustið 2011 sendi hún Hauki Má kröfur með stuðningi. Það þýðir að hún skrifaði honum bréf með atburðalýsingu og kröfum og fékk vini hans til þess að af- henda honum það. Áður en þeir gerðu það las hún bréfið fyrir þá og setti þá inn í málið og hugmyndafræðina að baki þessari aðferð. „Ég vissi að ef ég myndi koma fram þá þyrfti ég stuðn- ing og þess vegna bjó ég hann til. Allt var betra en raunveruleikinn sem ég bjó við og leiðin gat ekki legið annað en upp á við, sama hvað ég gerði.“ Haukur Már bað um þriggja daga frest til þess að hugsa sig um. Hann gekkst svo við því að þessi atvik hefðu átt sér stað og ákvað að verða við kröf- unum, sem fólust meðal annars að hann ætti að víkja af opinberum vett- vangi ef hún kæmi, en bað um að fá að hafa eitt kaffihús fyrir sig. Útópísk hugmynd Eins og Björg segir þá er þessi aðferð alls ekki fullkomin. „Vandinn felst meðal annars í því að fæstir gerendur eru tilbúnir til þess að taka þessa ábyrgð þannig að það endar yfirleitt með því að annar aðilinn fer. Þess vegna er talað um að þetta valdi ósætti og misklíð. Fyrir mér er það samt bara enn ein leiðin til að þagga niður í þolendum og hylma yfir það sem gerð- ist. Auðvitað gengur allt vel ef enginn segir frá. Fyrir þolendur getur þetta hins vegar verið valdeflandi, af því að stuðningurinn er skipulagður. Við þurfum öll að takast á við ruglið okkar og ég held að það sé gott að geta tekið ábyrgð á sjálfum sér. Það er líka gott að þessi meðvitund sé til staðar um að þolandi og gerandi þurfi báðir stuðning til að takast á við sjálfa sig en það sé ekki endilega samhangandi og hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Það er ekkert nýtt að þolendur noti hvers kyns aðferðir til að takast á við ofbeldi. Þeir hafa verið að senda bréf, afhjúpa ofbeldið og nota alls kyns leið- ir til að takast á við það. Það veldur nánast alltaf klofningi. Það er ofbeldið sem veldur klofningi en ekki að það sé talað um það. Í raun er þetta útópísk hugmynd því hún gerir ráð fyrir því að gerandinn vilji taka þátt í því, sem ég held að sé sjaldan raunin. Þetta gerir kröfur til samfélags sem er ekki til. En á sama tíma finnst mér þetta kærleiksrík og sanngjörn leið.“ Öðlaðist frelsi Samkvæmt þeim pistlum sem Haukur Már hefur skrifað um málið er það hins vegar ekki hans upplifun af þessu ferli. Þar segir hann að hans hlið hafi aldrei fengið að heyrast og að honum hafi í raun verið útskúfað: „Við viljum öll, einhvern veginn, vel. Það réttlæt- ir ekki átroðslu á öðrum. Ekki mína átroðslu. Ekki ykkar. Hér koma mátt- lítil orð, síðbúin en einlæg, til ykkar sem gekk gott eitt til: Farið til fjandans. Ykkur skortir sómakennd. Þetta segir maður sem hefur játað á sig kynferðis- ofbeldi og stendur við það.“ Aðrir hafa haldið því fram að þetta sé aðferð róttækra vinstrisinnaðra femínista sem eru kallaðir Stóri dómur og sagðir senda mönnum ákæru- skjal með hlaupatíkum og dæma þá án dóms og laga. Þessi umræða særir segir Björg: „… fyrir utan það hvað hún er klikkuð. Ég gerði ekkert ólöglegt, það myndi ekki hjálpa mér að gera eitthvað ólöglegt. Ég sendi honum ekki ákæruskjal heldur bréf og kröfur. Hann hafði fullan rétt til að ákveða hvort hann tæki þátt í þessu ferli eða ekki. Mér finnst það vægar kröfur að biðja hann gjöra svo vel að halda sig fjarri á meðan ég væri að vinna úr af- leiðingunum og efla mig svo ég yrði nógu sterk til þess að standa á sama. Ég vildi bara öðlast frelsi og það virk- aði. Þetta gaf mér vald, rými og rödd og mér er sama í dag. Af öllu sem ég hef gert til þess að takast á við af- leiðingarnar þá er ekkert eins sterkt og að taka svona einarða afstöðu með sjálfri mér.“ Opinber játning óþægileg Um hálfu ári eftir að Björg sendi Hauki Má kröfur með stuðningi lét hún þau boð berast til hans að kröfurnar væru ekki lengur í gildi, hann þyrfti ekki lengur að víkja af kaffihúsi ef hún kæmi þangað. Eftir á að hyggja sér hún að síð- asta krafan var kannski of óljós, en þar sagði að ef hann ætlaði að vera í mannréttindabaráttu þá þætti henni eðlilegt að gera þetta mál upp gagn- vart þeim samfélögum sem hann væri að vinna með. Hann var hvattur til þess að gangast við því sem hann hefði gert, taka ábyrgð og leita sér að- stoðar. „Þetta var orðað of óljóst, þótt ég standi enn með inntakinu. Ég vildi ekki að hann gerði þetta opinbert með þessum hætti og bjóst aldrei við því. Ég bjóst frekar við því að hann myndi ræða þetta einslega við valda einstak- linga, segja þeim frá því að hann hefði gengist við því að hafa beitt ofbeldi og væri að vinna í því. Á sama tíma geri ég ráð fyrir því að samfélagið sé þannig að fólk vilji hafa menn á meðal okkar sem eru að taka ábyrgð á gjörðum sínum.“ Hún fór því aldrei fram á opin- bera játningu og það kom henni bæði í opna skjöldu og úr jafnvægi þegar Haukur Már skrifaði fyrsta pistilinn um málið og hvað þá þegar hann skrif- aði þann næsta. „Fyrir mér var þetta engin játning heldur hans leið til að bregðast við aðstæðunum. Ég hef hins vegar oft hugsað um það eftir á að ef fólk hefur svona mikla trú á dómskerf- inu, hvar var þá lögreglan þegar hann játaði að hafa beitt kynferðisofbeldi?“ Er ekki raddlaus og veikburða Sóla er farin að ókyrrast og vill kom- ast út. Björg róar hana og segir um leið að það hafi verið mjög erfitt að hann skyldi fjalla um málið með þess- um hætti. „Ég var búin að búa til rými fyrir mig sem ég var að vinna í. Ég var ekki lengur ein að burðast með þessa reynslu og vitneskju og því ekki að glíma lengur við þessa gjá sem skapast þegar aðrir þekkja ekki þína sögu og þessar hliðar á ofbeldismanninum. Á meðan þú þegir þá er þessi saga ósögð og þá verður lífið svo kvíðvænlegt. Þetta er eitthvað sem flestar konur sem ég hitti sem hafa orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi eru að glíma við. Ein kona sagði mér til dæmis frá því að maður sem nauðgaði henni fyrir tíu árum mætti á foreldrafund í bekkn- um sem hún var að kenna í. Hann var þá faðir eins barnsins. Hún treysti sér ekki til að vinna á þeim vinnustað lengur og hætti. Nú var minn raunveruleiki kom- inn út og ég gat haldið áfram. Þá sendi hann frá sér þennan pistil og fólk fór að benda á fólkið sem studdi mig og gera lítið úr því. Það var sárt að sjá það ger- ast. Um leið tók ég því þannig að það væri verið að þagga niður í mér og endurskilgreina það sem gerðist. En eftir allt sem á undan er geng- ið er ég enn harðari á þeirri skoðun að þolendur eigi að tala. Því þegar hann segir að hópurinn skáki í skjóli þol- andans og stuðningsfólk hans heldur því fram að ég hafi ekki skrifað þetta þá er röddin tekin frá mér. Ofbeldið gerir ráð fyrir því að þolandinn sé lítill og raddlaus. Þá finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni og segja nei, ég er ekki raddlaus og veikburða. Ég var raddlaus og veikburða þegar það var verið að niðurlægja mig en ég er það ekki lengur. Þolendur hafa sterka rödd og þegar skömmin er farin fær hún að heyrast.“ n Fréttir 9Mánudagur 24. júní 2013 Haukur Már Helgason vakti fyrst athygli á málinu með því að senda frá sér pistil þar sem hann játaði að hafa beitt kynferðis­ ofbeldi án þess að tilgreina nánar í hverju ofbeldið sem hann játaði að hafa beitt fólst. Seinna sendi hann frá sér annan pistil sem hann kallaði endurskilgreiningar og sagðist hafa orðið fyrir félagslegri útskúfun vegna málsins. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en við birtum brot úr pistlum hans. Blindan liður í ofbeldinu „Ég hef beitt kynferðisofbeldi. Ég hef beitt aðra manneskju ofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því. Án þess að ætla það. Án þess að sjá það. Þessi blinda var liður í ofbeldinu,“ skrifaði Haukur Már Helgason og vakti þannig athygli á málinu. Þar sagði hann ástvini sína efast um að kynferðis­ ofbeldi væri rétta orðið og hann hafi sjálfur verið hræddur við að samþykkja það. „En ég hef komið illa fram og valdið alvarlegum skaða í kynferðissambandi.“ 21. maí 2012 „Nauðgun framdi ég ekki“ „Mér var ráðlagt, á sínum tíma, að eina leiðin til að stöðva sögur um að ég hefði nauðgað konu væri að gangast við því hreint og beint sem ég hefði þó í raun gert. Vandinn sem mér bjó á höndum var að gera það fullum fetum án þess að fara í saumana á smáatriðum, sem myndi meiða viðkomandi. Ég valdi sterkasta almenna orðalagið yfir framferði mitt. Kynferðis­ ofbeldi. Það er ekki um mörg orð að ræða sem myndu duga. Andlegt ofbeldi hefði komið til greina, en einhverjum hefði getað þótt það of veikt, varla segja neitt, enda var framferði mitt innan kynferðissam­ bands,“ skrifaði Haukur Már í pistli sem bar heitið Endurskilgreiningar. Þar sagði meðal annars: „Nauðgun framdi ég ekki: ég þvingaði engan til athafna, fór aldrei yfir mörk sem voru tjáð við mig, átti ekki samneyti við manneskju meðvitundarlausa eða rænulausa. Ég beitti mér hins vegar, innan sambands, gagnvart annarri manneskju með hætti sem var niðurlægjandi fyrir hana og hafði langan sálrænan eftirmála.“ Í pistlinum lýsti hann því hvernig staðið var að ábyrgðarferlinu gagnvart honum. „Í byrjun nóvember 2011 komu tveir gestir heim til mín með bréf frá konunni sem í hlut átti. Þeim hafði verið gert að sitja og bíða á meðan ég læsi bréfið og léti síðan vita hvort ég gengist við atburðalýsingu bréfsins og samþykkti kröfur sem voru gerðar til mín. Mér var gert skýrt að mér stæði aðeins til boða að segja já eða nei, engum öðrum skilaboðum yrði komið áleiðis. Ég bað um þriggja daga frest. Þremur dögum síðar komu þeir aftur, við settumst niður og ég sagði já.“ 6. júní 2013 Hefnd og útskúfun Í síðasta pistli sem Haukur skrifaði um málið fjallaði hann um útskúfunina. „Nýtt orðfæri ristir ekki upp og gjörbreytir mann­ legri hegðun á einu bretti. Það er hægt að tala um valdeflingu og rýmisaukningu. Utan girðingar blasir við einföld, gamal­ dags hefnd og útskúfun úr þorpi. Ég veit alveg að útskúfunin var ekki viljaverk allra þátttakenda. Hún virkar ekki þannig. Hún var samt frekar fyrirsjáanlegur fylgifiskur.“ 12. júní 2013 Kröfur Bjargar Kröfurnar sem Björg sendi Hauki Má voru eftirfarandi: n Ekki nálgast mig eða tala við mig. n Ef við erum einhvern tímann á sama stað vil ég að þú yfirgefir staðinn. n Ég vil ekki eiga í samræðu við þig um þetta. Þetta er ekki til rökræðu. n Ég vil ekki að þú sendir mér póst eða hafir samband. n Ég vildi helst að þú leitaðir þér einshvers konar sérfræðiaðstoðar til að fyrirbyggja meira ofbeldi. n Ég vil að þú takir ábyrgð og gangist við þessu gagnvart mér í gegnum millilið. n Ef þú ætlar að vera í réttinda­ og mannréttindabaráttu þá finnst mér að þú þurfir að gera þessa hegðun upp gagnvart þeim samfélögum sem þú vinnur með, með því að gangast við því sem þú gerðir, taka ábyrgð og leita þér hjálpar. Er ekki lítil og veik Björg var niðurlægð á sínum tíma og gat ekki varið sig. Með mikilli vinnu og ábyrgðarferlinu hefur hún hins vegar fundið styrkinn á ný. Hún er ekki raddlaus og veik, heldur sterk og frjáls. „Ég hef beitt kynferðisofbeldi“„ Í raun er þetta útópísk hugmynd því hún gerir ráð fyrir því að gerandinn vilji taka þátt í því. Styrkur í samstöðunni Eins erfitt að það hefur oft verið að fara í gegnum þetta ferli þá hefur að sama skapi verið styrkur í samstöðunni og því að taka jafn einharða afstöðu með Björgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.