Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 24. júní 2013 Mánudagur K onurnar að baki Björgu studdu hana með ráð og dáð í gegnum bataferlið. Það voru þær sem báru sársaukann með henni, voru til taks þegar á þurfti að halda og reyndu að skapa öruggt rými fyrir hana á meðan hún var að öðlast frelsi frá afleiðingunum. En það var hvorki einfalt né auðvelt að taka einarða afstöðu í umdeildu máli, sitja undir ásökunum sem því fylgdi og sjá á eftir vinum vegna þess. Í stuðningsliði Bjargar voru kon- ur úr ýmsum áttum, konur sem hún þekkti misvel en leitaði til af því að hún treysti þeim til þess að styðja sig. Þegar hún ákvað síðan að beita ábyrgðar- ferlinu, eða einhverjum hluta þess, og senda kröfur með stuðningi sagði hún þeim frá því og spurði hvort þær vildu styðja hana. Sumar sögðu já, en aðrar treystu sér ekki til þess að bera þessa ábyrgð á þessum tímapunkti í lífi sínu. Þær Eyrún Ólöf Sigurðardótt- ir, Íris Ellenberger og Arnþrúður Ing- ólfsdóttir, oftast kölluð Adda, voru í hópi þeirra sem ákváðu að styðja hana í hverju skrefi og mættu á skrifstofu DV til þess að segja frá sinni reynslu og deila sýn sinni á þetta ferli. Mynduðu varnarvegg Þær tengjast Björgu úr ólíkum áttum, í gegnum kunningja, menntaskóla og háskóla. Adda er ein nánasta vinkona Bjargar og sú fyrsta sem heyrði hana tala um ofbeldið en Björg segir að það sé sérstaklega sárt að sjá hvernig Adda er máluð upp sem vond vinkona, en í umræðum um málið hefur hún verið sögð stjórnandi dómstóls götunnar, eða Stóra dóms eins og hann er stund- um kallaður, og að starfa á vegum rót- tækrar femínískrar grúppu sem er sögð dæma menn utan dómstóla. Þær vilja þó halda því til haga að aðkoma þeirra að málinu var alltaf á forsendum Bjargar. Þegar Björg hafði ákveðið að senda Hauki Má bréf bað hún þær um að hafa milligöngu um að koma því áfram í gegnum vini hans. Þá tók Adda á móti upplýsingum um málið, ráðfærði sig við hinar og ef þeim fannst ástæða til þess að bregðast strax við þá var upplýsingunum kom- ið til Bjargar sem tók ákvörðun um hvort og þá hvernig ætti að gera það. Annars fékk það að bíða á meðan hún var að komast yfir erfiðasta hjallann. Það voru því þær sem tóku við mesta áreitinu og óþægindunum sem fylgdu málinu. Það má því segja að þær hafi myndað eins konar skjöld eða varnar- vegg í kringum hana. Sjokkið Það reyndi á, enda hefur það breytt lífi Öddu að fylgja Björgu í gegnum þetta ferli. Ákvörðunin um að gera það átti sér langan aðdraganda. „Allt frá því að Björg byrjaði að tala um þetta var ég í trúnaðarsamræðum við hana um það og það gerði það að verkum að þegar hún var orðin tilbúin til að gera eitt- hvað í málinu þá var ég það líka. Ég þurfti þann tíma því ég hef aldrei stað- ið svona nærri afleiðingum kynferðis- ofbeldis áður.“ Fyrir hana var það mikið sjokk að heyra af þessu. „Vinahópar okkar tengdust og það var sjokk að upp- götva að manneskja sem ég hafði ver- ið í samfélagslegu návígi við hefði get- að gert eitthvað svona. Ég var lengi að meðtaka það og bregðast við með harðri afstöðu. Það breytti lífi mínu, því þetta er í fyrsta sinn sem ég tek skýra afstöðu í máli sem ég veit að verður umdeilt og geri eitthvað sem ég veit að veld- ur óvinsældum, jafnvel fordæmingu. Ég hef aldrei gert neitt slíkt áður,“ segir Adda. Stórt skref Áður hafði hún kynnst konu úti í Hollandi sem glímdi við afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku. Afleiðingarn- ar lituðu allt hennar hversdagslíf og höfðu mikil áhrif á samband hennar við annað fólk, meðal annars Öddu. „Hún útskýrði fyrir mér hvað það er að „triggerast“, það þegar einhver at- burður hefur þau áhrif að manneskjan fyllist óöryggi og endurupplifir of- beldið. Ég vissi ekki að ofbeldi virkaði þannig. Ég hélt að ofbeldið væri vont á meðan á því stæði, síðan jafnaði fólk sig á því og héldi áfram. En að ofbeldið gæti dúkkað upp aftur tuttugu árum síðar og komið í veg fyrir að mann- eskjan tæki þátt í samfélaginu, léti hæfileika sína blómstra og verið hún sjálf, það vissi ég ekki. Þegar ég kom heim sagði Björg mér frá sinni reynslu, þar sem gerandinn var ekki fjarlægur heldur maður sem ég þekkti. Það að taka ákvörðun um að standa hundrað prósent með henni var mjög stórt skref fyrir mig og ekkert sem ég lék mér að því að gera. Það þýddi meðal annars að ég hætti að veita hans tilveru athygli og sniðgekk ekki bara hann heldur einnig vini hans, ekki af því að þeir hefðu gert eitthvað rangt eða væru ekki góðir menn heldur af því að ég vildi reyna að skapa öruggt rými fyrir Björgu. Þannig að hún vissi að ef við myndum mæta vinum hans þá myndi ég ekki stoppa og spjalla og bjóða þannig þeirri hættu heim að hún myndi „triggerast“. Fram að þessu var það alltaf að gerast, hún lifði í afleiðingunum þangað til við gerðum þetta og þá var hver einasti dagur happdrætti.“ Fyrir þetta hefur Adda hins vegar verið umdeild. „Þetta þykir mjög rót- tækt. Fólk virðist ekki átta sig á því að þetta var ekki pólitísk ákvörðun, held- ur ákvörðun sem ég tók í von um að hjálpa vinkonu minni.“ Alvarleg átök Adda er ekki sú eina í hópnum sem segir að þetta mál hafi breytt lífi sínu. Það gerir Íris líka, því þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem einhver sem hún þekkir sagði henni frá því að hann hefði orðið fyrir ofbeldi. „Á þess- um tíma var mikil fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrotamál og þöggun á þolendum. Ég áttaði mig á því hversu mikil áhrif kynferðisofbeldi hefur á umhverfi mitt og annarra. Að af- leiðingar kynferðisofbeldis yllu því að konur ættu oft erfitt með að vera úti á meðal almennings. Að þær snið- gengu ákveðna staði, mannamót og samfélög vegna þess að þar væri ger- andi í kynferðisbrotamálum. Það hef- ur algjörlega breytt sýn minni á lífið og tilveruna. Ég vissi að margir vildu ekki heyra af svona málum en ég vildi ekki vera manneskja sem lokar eyrunum fyrir því og lætur eins og hún viti ekki af því. Þannig að í mínum huga kom aldrei annað til greina en að styðja Björgu í hverju skrefi.“ Undir það tekur Eyrún: „Mín trú er sú að þolendur eigi að fara sínar eigin leiðir í bataferlinu og finna styrkinn á eigin forsendum. Þegar Björg leitaði til mín langaði mig til þess að taka þátt í því og gerði það. Ég er sátt við það og stend með þeirri ákvörðun. Í sjálfu sér hef ég forðast átök í lífinu og er ekki vön því að gefa skotleyfi á mig þegar ég veit að það verður notað. Ég þurfti að læra að vera í þeirri stöðu, en ég vissi að þetta væri umdeilt. Engu að síður var erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það væri enginn sam- ræðugrundvöllur í málinu, það væri enginn sátt að fara að nást, við gæt- um ekki öll verið vinir því hér væri um alvarleg átök að ræða sem væri ekki hægt að komast hjá á þægilegan máta.“ Klofningur óhjákvæmilegur Eyrún þvertekur þó fyrir að ósættið megi rekja til þeirra aðferða sem voru notaðar og bendir á að einhvers kon- ar ósætti eða klofningur virðist óhjá- kvæmilegur þegar kynferðisofbeldi ber á góma. „Þegar það er talað upp- hátt um kynferðisofbeldi þá virðsta fjölskyldur, vinahópar, trúfélög og bæj- arfélög klofna. Það virðist ekki vera hægt að tala upphátt um þessi mál án þess að samfélög klofni. Ég held að samfélagið sé á einhverj- um undarlegum stað þar sem ríkir meðvitund um að kynferðisofbeldi sé til og að það hafi alvarlegar afleiðingar á sama tíma og það virðist vera lítill vilji til að horfast í augu við að það eru gerendur sem beita þessu ofbeldi. Það þýðir að við erum á stórfurðu legum stað þar sem ógnin er til staðar en enginn ber ábyrgð á henni.“ Játningin markaði tímamót Að sama skapi efuðust margir um að ofbeldið sem Björg lýsti hefði nokkurn tímann átt sér stað. Opinber játning Hauks Más virtist engu breyta þar um. Hún kom konunum að baki Björgu öll- um í opna skjöldu og satt best að segja vissu þær ekki hvernig þær ættu að taka henni. Allar eru þær sammála um að hafa bundið vonir við að játningin væri einlæg tilraun hans til að taka ábyrgð á því sem gerðist í samskiptum þeirra Bjargar. Í kjölfarið upphófst hins vegar einn erfiðasti tíminn í þessu ferli. Fólk sner- ist gegn stuðningsaðilum Bjargar og efaðist enn um að ofbeldið hefði átt sér stað. „Það fannst mér alveg stórfurðu- legt í ljósi þess að hann var búinn að skrifa pistil þar sem hann kallaði þetta sjálfur kynferðisofbeldi,“ segir Íris. Adda tekur undir það og segir að þessi tími hafi markað ákveðin tíma- mót þar sem henni varð ljóst að sumt fólk myndi aldrei skilja málið út frá sjónarhóli þolandans – eða gera til- raun til þess. „Það voru mér mikil von- brigði. Ég hafði auðvitað vonast til þess að fólk myndi taka þessari játn- ingu sem merki um að þetta hafi verið rétt en það gerðist ekki. Þá féllust mér hendur.“ Líkt við Ku Klux Klan Þess í stað var sögum dreift um kon- urnar og fæstar þeirra áttu við nein rök að styðjast. Þetta vita þær fyrir víst, vegna þess að umræðan fór meðal annars fram á netinu og eins voru bréf um þær áframsend til þeirra. Í flestum tilfellum var hugmyndin sú að hinn svokallaði Stóri dómur hefði það að markmiði að rugga valdastrúktúrnum í samfélaginu og grafa undan mönn- um sem hefðu verið sakaðir um eitt- hvað sem þeir gerðu ekki eða væri al- mennt ekki skilgreint sem ofbeldi. „Reyndar sveifluðust skilgreiningarnar mjög mikið. Einu sinni var okkur líkt við Ku Klux Klan. En meginþemað í þessum sögum var að Björg væri radd- laus og skoðanalaus strengjabrúða og að hann væri þolandi í eineltismáli.“ Eyrún segir að það hafi verið erfitt að sjá hversu langt fólk var tilbúið til að ganga til að finna aðrar skýringar á gjörðum þeirra en að ofbeldið hefði átt sér stað, þær tryðu því og vildu styðja Björgu. „Samsæriskenningarnar voru orðnar fjarstæðukenndar,“ segir hún. Missti vini Sem fyrr segir lenti Adda einna verst í því. Ástæðan fyrir því var tvíþætt. Í fyrsta lagi var það hún sem stóð Björgu næst og tók við upplýsingum til henn- ar og miðlaði upplýsingum fyrir hana. Í öðru lagi þá hélt hún fyrirlestur í rót- tæka sumarháskólanum þar sem hún fjallaði um ábyrgð samfélagsins gagn- vart þolendum kynferðisofbeldis og ræddi meðal annars um ábyrgðarferli. Hún segist taka fulla ábyrgð á því að hafa flutt fyrirlesturinn og því ef hann hefði orðið einhverjum innblástur. Hann hafi hins vegar verið skrifað- ur af átta einstaklingum sem báru sam- eiginlega ábyrgð á efninu. Hún seg- ir jafnframt að aðeins hluti af honum hafi fjallað um ábyrgðarferlið. „Stað- reyndin er hins vegar sú að fólk virð- ist trúa því að ég fari fyrir þessum Stóra dómi sem er ekki til. Ég hef ekki stýrt neinu máli, hvorki fyrir Björgu né aðra. Ég hef stutt Björgu á hennar forsend- um og hef ekki komið að öðrum mál- um þar sem þessum aðferðum er beitt. En það að ég flutti þennan fyrir lestur virðist gefa fólki ástæðu til að ætla annað. Afleiðingarnar eru þær að ég er búin að fara í gegnum sorgarferli af því að ég missti tvo vini og fólk forðast að tala við mig.“ Þjáningin var til staðar Hún er engu að síður sátt við að hafa tekið afstöðu í þessu máli. „Það var mun erfiðara en ég hefði getað ímynd- að mér en það var mikilvægt fyrir Björgu. Ég er ekki að segja að ég hafi aldrei grátið heima hjá mér. Það er alltaf erfitt að verða vitni að þjáningu fólks, ekki síst ef þú hefur tekið þátt í aðgerðum sem valda þjáningu. En þjáningin var þegar til staðar og það er ekki hægt að leggja það á þolendur kynferðisofbeldis eða stuðningsmenn þeirra að þeir sjái til þess að geranda líði vel. Það er ekki hægt.“ n „Þjáningin var þegar til staðar“ n Konurnar að baki Björgu stíga fram n Vildu styðja hana til að öðlast styrk Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek skýra afstöðu í máli sem ég veit að verður umdeilt og geri eitthvað sem ég veit að veldur óvinsæld- um, jafnvel fordæmingu. Studdu Björgu Eyrún, Íris og Adda tóku ákvörðun um að styðja Björgu í þessu ferli og hafa milligöngu í málinu. Fyrir það hafa þær þurft að þola alls kyns rógburð og misst vini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.