Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 26
26 Fólk 24. júní 2013 Mánudagur Johnny Depp hættur að drekka J ohnny Depp er hættur að drekka. Þetta sagði leikarinn í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone á dögunum. Leikarinn, sem hefur nú verið edrú í nánast hálft annað ár, segist ekki lengur hafa líkam- lega þörf fyrir áfengi. Hann hafi kannað heim Bakkusar afar vel, jafnvel of vel, og hafi komist að því að honum og áfengi hafi ef til vill komið of vel saman. Á síðasta ári sleit Depp sam- vistir við kærustu sína til 14 ára, hina frönsku Vanessu Paradis, og segist leikarinn hafa haldið sér edrú meðan á sambandsslitun- um stóð. Hann viðurkennir þó að hafa drukkið of mikið í gegnum tíðina og segir stóra ástæðu fyr- ir því hafa verið skrautlegan fé- lagsskap, en af drykkjufélögum Depp má til dæmis nefna Rolling Stones-stjörnuna Keith Richards, tónlistar goðið Bob Dylan og God- father-stjörnuna Marlon Brando. horn@dv.is Glæný brjóst n Courtney Stodden, 18 ára, er fræg fyrir að hafa gifst leikaranum Doug Hutchinson, 52 ára, þegar hún var aðeins 16 ára. Hún hefur þver- tekið fyrir þær sögusagnir að hún sé með silíkon í brjóstum sínum þangað til núna. Hún birti myndir af brjóstastækkunaraðgerð sem hún fór í á dögunum og skartar nú ósviknum silíkonbrjóstum. Mundi ekki brandarana n Russell Brand hélt uppistand í London á dögun- um við góðar undirtektir. Það sem vakti athygli fjölmiðla voru hend- ur hans sem voru báðar útkrotað- ar í bröndurum. Þetta þótti ekki fagmannlegt að mati erlendra slúðurfjölmiðla. Erfiðasta meðgangan n Katie Price á von á sínu fjórða barni með kærasta sínum Kieran Hayler. Hún segir þessa fjórðu meðgöngu vera þá erfiðustu til þessa. „Ég er mun þyngri en þegar ég gekk með hin börnin mín og finn meira fyrir þreytu,“ segir Kate. Þetta mun vera fyrsta barn Kieran. Bónorð n Kanye West, bað sinn- ar heittelsk- uðu, Kim Kardashian, nokkrum dögum eftir að frumburður þeirra fæddist nú á dögunum. Parið er að plana brúðkaup í september í París. Stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir Fölsuð á Twitter n Femínísk Taylor Swift og hátíðleg Tilda Swinton n Segist hafa drukkið alltof mikið í gegnum tíðina Á stralski leikarinn Russell Crowe sagði í viðtali á dögunum að hann hafi átt nokkurs konar elti- hrelli – nefnilega engan annan en poppgoðið Michael Jackson. Crowe var í viðtali við breska götu- blaðið The Sun þar sem hann sagði frá því að Jackson hafi margoft gert síma- at í sér. „Michael Jackson stríddi mér oft í gegnum símann. Hann hringdi kannski í mig og sagði að það væri neyðartilfelli og að ég þyrfti að yfirgefa bygginguna,“ sagði Crowe. „Þegar ég spurði hver þetta væri svaraði hann: „Engar áhyggjur Russell, ég var bara að grínast. Þetta er Michael“. n Jackson gerði símaat í Crowe Orðinn edrú Depp segir skraut- legan félagsskap stóra ástæðu fyrir mikilli drykkju í gegnum tíðina. Lenti oft í símaati Ástralski leikarinn segir Michael Jackson hafa verið mikinn grínista. K anye og Taylor Swift eiga lítið sameiginlegt annað en að bæði eru dregin sundur og saman í háði á Twitter. Þar lifa fölsuð hliðarsjálf þeirra góðu lífi og eru öfgafemínistar, ólíkt þeim sjálfum í raunveruleikanum. Fleiri stjörnur glíma við þennan óvænta ímyndarvanda. Þar ber helst að nefna Michael Bay og hátíðlega Tildu Swinton, Hulk, Justin Bieber og Will Ferrell. Femínískir stjörnureikningar Femínísk Taylor Swift, (@feminist- tswift), er nýjasti falsaði Twitter- reikningurinn og hefur vakið storm- andi lukku. Fölsuðu reikningarnir eiga það nefnilega sameiginlegt að þykja öllu skemmtilegri en síður stjarnanna sjálfra. Í tilfelli Taylor Swift eru færslurnar eins konar bræðing- ur á lagatextum hennar og slagorð- um femínismans. „Happy. Free. Confused. Oppressed by the patri- archy. At the same time.“ er dæmi um bræðing af þessu taki. Fyndn- astur þykir falsaður reikningur Kanye, „Feminist Kanye“ og „Feminist Hulk“. Nýleg færsla frá femíníska Kanye er til að mynda: „Vitið þið hversu margar heitar tíkur ég á?/ Enga!“ Á meðan femíníski Kanye velti fyrir sér hlutgervingu kvenna var Hulk að hugsa um jörðina og endur- vinnslu: „Hulk hjartar plánetu jörð, woah! Stóru Hulk-vöðvar góðir að bera kassa í endurvinnsluna.“ @NotTindaSwinton „@NotTildaSwinton“ er djúpt hugs- andi sjálfbær manneskja sem þrífst á náttúrunni og orku alheimsins, segir í lýsingu á fölsuðum Twitter-reikningi Tildu Swionton. Þar er gert háðulegt grín að Tildu sem á það til að taka sig mjög hátíðlega. Færslurnar eru jafnan truflandi og furðulegar, til dæmis: „Stattu nak- inn fyrir framan gluggann. Þegar ná- granninn lítur til þín, þrýstu lófanum að glugganum og urraðu hljóðlega.“ @michael_bay_ Hinn raunverulegi Michael Bay er þekktur fyrir að sprengja dót í tætl- ur og alls kyns jaðarbrjálæði. Fals- aði Michael Bay er enn öfgafyllri. „Vá, fyrir gefið mér, ég vissi ekki að Pomer- ian-hundar væru eldfimir!“ Einn af áhangendum falsaða Michael Bay er sjálfur Bandaríkjaforseti. @queen_uk Sjálf Elísabet drottning Breta sleppur ekki við háðið. Falsaða Elísabet klæð- ist drykkjubuxunum sínum á föstu- dögum og fer í ginböð og talsmáti hennar er óheflaðri en þegnar henn- ar eiga að venjast. n kristjana@dv.is Vinsælli en í raunveruleikanum Fölsuðu stjörnurnar á Twitter eru oft vinsælli en þær raunverulegu á samskiptasíðunni. Barack Obama er einn aðdáenda falska Michael Bay, femíníski Kanye og femíníska Taylor Swift slá í gegn og fölsuð Tilda er álíka truflandi og í raunveruleikanum. Sleppur ekki Elísabet Bretadrottning sleppur ekki við grínið og klæðist drykkjubux- unum sínum á föstudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.