Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 24. júní 2013 Mánudagur Gæti hleypt nýju lífi í borgarstjórnarflokkinn n Stefnir í harða baráttu um leiðtogasætið á lista sjálfstæðismanna É g er að hugsa málið. Ég er búinn að búa að mestu í Reykjavík undanfarin þrjú ár og farinn að líta á mig sem hálfgerðan Reyk­ víking. Það kemur mér á óvart hversu margir hafa sett sig í samband við mig og lýst þeirri ósk sinni að ég færi fram í borginni,“ segir Halldór Hall­ dórsson, formaður Sambands ís­ lenskra sveitarfélaga. Halldór var oddviti sjálfstæðismanna í Ísa­ fjarðarbæ um tólf ára skeið, eða frá 1998 til 2010, en ákvað þá að hætta sem bæjarstjóri og oddviti sjálf­ stæðismanna í bæjarstjórn Ísa­ fjarðar. Frá árinu 2006 hefur hann verið formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segir að það væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt framhald af störfum hans á vettvangi sveitarstjórna að hann færi fram í borginni. Hann sé hins vegar ekki búinn að taka ákvörðun um hvort að hann blandi sér í slaginn. Það stefnir í átök um hver verði næsti leiðtogi sjálfstæðis­ manna í Reykjavíkurborg. Eftir að Hanna Birna Kristjánsdótt­ ir færði sig yfir í landsmálin tók Júlíus Vífill Ingvars son við foryst­ unni í borginni. Hann lýsti því yfir í viðtali við DV fyrir skömmu að hann vildi fyrsta sætið á lista sjálfstæðis manna í næstu borgar­ stjórnarkosningum. Hann er hins vegar ekki einn um hituna því Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ætl­ ar að taka slaginn um fyrsta sætið og hefur lýst þeirri skoðun sinni í DV. Kjartan Magnús son, sem er reynslumesti borgarfulltrúi sjálf­ stæðismanna í borgarstjórn hefur líka hug á leiðtogasætinu. Nokkrir sjálfstæðismenn sem DV hefur rætt við telja hins vegar að það væri gott að fá nýtt blóð í borgarmálefnin og telja að Hall­ dór Halldórsson gæti hleypt nýju lífi í borgarstjórnarflokkinn. Þeir benda á að hann hafi yfirgrips­ mikla reynslu af sveitarstjórnar­ málum bæði sem bæjarstjóri og einnig sem formaður Sambands íslenskara sveitarfélaga sem myndi án efa nýtast honum í borginni. Annað nafn hefur líka skotið upp kollinum í umræðunni um leið­ togasætið í borginni en það er nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hann sat í borgarstjórn Reykja­ víkur frá 1998 til 2006. DV sendi honum fyrir spurn um það hvort hann hefði í hyggju að snúa aftur í borgina. Guðlaugur Þór sendi svar til baka þar sem hann sagðist ekki ræða við DV. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvernig sjálfstæðismenn ætla að raða á lista í borginni fyrir sveitar­ stjórnarkosningarnar næsta vor. Hvort fulltrúaráð sjálfstæðis­ félaganna í borginni kýs á list­ ann, hvort farið verður í prófkjör eða hvort skipuð verði uppstill­ ingarnefnd sem raðar saman lista, verður tíminn að leiða í ljós. n johanna@dv.is Eftirsóttur Margir sjálf- stæðismenn vilja ólmir að Halldór Halldórsson taki að sér að leiða lista sjálfstæðis- manna í borgarstjórnarkosn- ingunum næsta vor. „Veit ekki hvenær kallið kemur“ N okkrir aðilar hafa haft samband við hjónin Guð­ rúnu Helgu Lárusdóttur og Ágúst Sigurðsson, eigendur Stálskipa í Hafnarfirði, með það fyrir augum að kaupa útgerðina af þeim. Þetta staðfestir Ágúst í samtali við DV. „Það hefur verið hringt í okkur og við spurð hvort við ætlum að selja. Það eru margir að hringja,“ segir Ágúst. Aðspurður hvort þau ætli sér að selja útgerðina segir Ágúst að það komi til greina ef gott verð fæst: „Það kemur alveg til greina ef við fáum nógu gott boð.“ Þau hjónin eru bæði um áttrætt: Ágúst er fæddur 1931 og Guðrún árið 1933. „Ég er 82 ára og Guðrún verður 80 ára,“ segir Ágúst en þau eiga fyr­ irtækið með dætrum sínum. Ágúst og Guðrún hafa átt og rekið Stálskip síðastliðin fjörtíu ár. Útgerðin er rek­ in á kennitölu frá árinu 1941. Stálskip á og rekur einn frysti­ togara, Þór HF, en um 25 manns hafa unnið á honum. Allri áhöfn­ inni á Þór var sagt upp störfum í síðasta mánuði og vísaði Guðrún þá til þess að uppsagnirnar væru tilkomnar vegna veiðigjalds fráfar­ andi ríkisstjórnar. Boðuð lækkun núverandi ríkisstjórnar á veiði­ gjaldinu mun hins vegar koma sér einkar vel fyrir Stálskip ef af henni verður þar sem útgerðin á nær ein­ göngu bolfiskkvóta en engan upp­ sjávarfisk – veiðigjaldið á bolfiski lækkar mjög mikið í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. 1000 milljóna lækkun Boðaðar breytingar á veiðigjaldinu mun hafa þær afleiðingar fyrir Stál­ skip að veiðigjöld útgerðarinnar á kjörtímabilinu munu lækka úr um 1.400 milljónum króna og niður í um 400 milljónir króna. Sá sem kaupir Stálskip mun því kaupa útgerð sem mun njóta mjög ríflegrar lækkunar á veiðigjaldinu ef frumvarpið verð­ ur bundið í lög. Þar að auki er Stál­ skip gríðarlega vel rekið fyrirtæki hjá þeim Guðrúnu og Ágústi en togari félagsins er veðbandalaus, skuld­ irnar eru einungis um 400 milljónir króna en eignirnar eru um 11 millj­ arða króna virði. Eiginfjárhlutfall fé­ lagsins er um 96 prósent. Margir bankað upp á Ágúst segir að þó þau hjónin séu ekki orðin þreytt þrátt fyrir að vera orðin áttræð að hann sé að verða viljugur til að segja þetta gott og selja útgerðina. „Maður veit ekki hvenær kallið kemur. Það getur komið á morgun eða hinn. Maður bara veit það ekki,“ segir Ágúst. Hann segir að það sé frekar hann en kona hans sem hafi áhuga á að selja Stálskip. „Það er frekar ég en hún.“ Hann segir hins vegar að engar alvarlegar viðræður hafi átt sér stað. „Það hafa margir bankað upp á en ég vil ekkert segja hverjir það eru fyrr en ég veit hvort einhver alvara er á bak við það.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem nefnd hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur Stálskipa eru FISK Seafood á Sauðárkróki og reykvíska útgerðin Brim. Ljóst er að útgerðin er góður biti og að hún muni ekki fást fyrir lítið. n n Áhugasamir útgerðarmenn hafa haft samband við eigendur Stálskipa Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Undirbúa sölu Eigend- ur Stálskipa undirbúa sölu á útgerðinni. Guðrún Lárusdóttir er fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum Stálskipa. „Það er frekar ég en hún Gladdi grallaraspóann Hlegið var dátt í þingsal þegar Guð­ mundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði góðlátlegt grín að þjóðmenningaráherslum ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag. „Það gladdi óneitanlega grallaraspóann í sálinni á þessum sólskinsdegi að heyra hæstvirtan forsætisráðherra, þrátt fyrir þjóð­ menningarlegar áherslur, nota orðið „sándbæt“ hér í pontu,“ sagði hann í umræðum um fjárfestingar­ áætlun fyrri ríkisstjórnar. Eftir að ræðu Guðmundar lauk fann forseti þingsins sig knúinn til að koma ábendingu á framfæri. „Það hafði farið fram hjá forseta að hæstvirtur forsætisráðherra hafði brugðið fyrir sig enskri tungu úr ræðustól áðan og vill forseti því að gefnu tilefni, vegna ábendingar hæstvirts þingmanns, vekja athygli á að í fyrstu málsgrein 91. greinar þingskapa Alþingis segir svo: „Þing­ málið er íslenska“.“ Sigmundur Davíð lét sér þetta þó ekki að kenningu verða því í upp­ hafi næstu ræðu sletti hann aftur ensku: „Herra forseti. Ókei, ég skil hvað forseti er að segja.“ Þá greip Einar fram í fyrir honum og sagði „Ég bið hæstvirtan forsætisráðherra að íslenska þetta ávarpsorð hér í upphafi.“ Þrátt fyrir hörð orðaskipti þingmanna á sumarþingi virðast þeir ekki hafa glatað hæfileikanum til að slá á létta strengi. Róleg helgi hjá lögreglunni Laugardagsnóttin var heldur ró­ leg hjá lögreglu. Á sjötta tíman­ um var einn ökumaður hand­ tekinn, grunaður um ölvun við akstur. Hann var færður á lög­ reglustöð en var sleppt úr haldi að lokinni sýnatöku. Rétt eftir kl. 6 á sunnudags­ morgun var tilkynnt um að bif­ reið hafi verið ekið á ljósastaur við gatnamót Snorrabrautar og Sæbrautar. Ökumaður bif­ reiðarinnar var fluttur á slysa­ deild og síðan á lögreglustöð að skoðun lokinni. Hann er grun­ aður um ölvun við akstur og var því vistaður í fangageymslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.