Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 24. júní 2013 Íslendingar hætti að ausa skattfé í NATO G unnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra, boðar aukna áherslu á störf Íslands innan Atlantshafsbanda- lagsins á komandi árum og segir nýja ríkisstjórn viljugri þátt- takanda í samstarfinu en fyrrver- andi ríkisstjórn Samfylkingarinn- ar og Vinstri grænna. Þetta kom fram á fundi hans við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í síðustu viku. Stefáni Pálssyni, formanni Sam- taka hernaðarandstæðinga, líst ekki á blikuna. „Ég vona að yfirlýsingar Gunnars Braga séu einhvers konar stórkarlalegur kurteisisvottur við Rasmussen frekar en vísbending um aukna hernaðarþátttöku Íslendinga,“ segir hann. Andstaðan við NATO varð undir Allt frá stofnun Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs hefur flokkurinn verið mótfallinn hernaðarbanda- lögum á borð við NATO. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna, en í utan- ríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur, fyrrverandi formanns flokksins, átti Ísland í nánu sam- starfi við hernaðarsambandið. Þegar Vinstri græn gengu í ríkisstjórnar- samstarf með Samfylkingunni árið 2009 lutu áherslur fyrrnefnds flokks í utanríkismálum að mestu í lægra haldi. Þetta lýsti sér bæði í aðildar- umsókninni að Evrópusambandinu og áframhaldandi aðild að NATO. Raunar jukust útgjöld Íslands til Atl- antshafsbandalagsins hröðum skref- um á síðasta kjörtímabili vegna lágs raungengis íslensku krónunnar. Gunnar Bragi hefur hins vegar full- yrt í viðtölum við fjölmiðla að fyrri ríkisstjórn hafi of lítinn áhuga haft á málefnum Atlantshafsbandalags- ins. „Það verður enginn vandræða- gangur núna að geta sagt við NATO og við bandalagsþjóðirnar að við berum þarna skyldu sem við ætlum okkur að axla,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu Ríkis útvarpsins á dögunum. Óttast afturhvarf „Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta merki að hann hyggist hverfa aftur til þess tíma þegar við höfðum okk- ur hvað mest í frammi og kepptumst við að senda menn í hernaðaraðgerð- ir og eiga okkar fulltrúa meðal stríðs- herra,“ segir Stefán Pálsson sem barist hefur gegn aðild Íslands að Atlants- hafsbandalaginu um árabil. „Ef ráð- ist verður inn í Sýrland, sem mönn- um sýnist vaxandi líkur á, er spurning hvort Gunnar Bragi sjái fyrir sér eitt- hvert afturhvarf til Íraksstríðsins og þeirrar stefnu sem Ingibjörg Sól- rún og flokkssystir hans, Valgerður Sverris dóttir, skildu við í utanríkis- ráðuneytinu.“ Stefán segist þó binda vonir við að Gunnar Bragi hafi lítið meint með orðum sínum. „Við skulum bara vona að hann hafi verið að sýna kurteisi og háttvísi og spila sig stóran gagnvart Anders Fogh,“ segir hann. „Ýmsar sparnaðarleiðir“ Vinna er nú hafin í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu við endurskoðun ýmissa útgjaldaliða ríkisins. Verður fyrst og fremst horft til þeirra útgjalda sem ekki eru komin í framkvæmd, svo sem til almennra barnatann- lækninga, ríkis aðstoðar við kísilver á Bakka og lengingu fæðingarorlofs. Jafnframt hefur Vigdís Hauksdótt- ir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, hvatt til þess að hætt verði við að reisa Hús ís- lenskra fræða. Stefán Pálsson hvet- ur hins vegar nýja ríkisstjórn til að skera niður útgjöld til hernaðarmála og endurskoða stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins með það fyr- ir augum að draga úr þátttöku og fjár- útlátum. „Ég tel að þarna séu ýmsar sparnaðarleiðir,“ segir hann og bætir við: „Ef ný ríkisstjórn ætlar að ráðast í niðurskurð ríkisútgjalda, þá hlýtur nú líka að vera matarhola þarna.“ n n Stefán Pálsson með niðurskurðartillögu n Ísland styrkir sambandið við Bandaríkin Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Stefán Pálsson Formanni Samtaka hernaðarandstæðinga líst illa á nýjar áherslur Gunnars Braga en hvetur hann til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Óttast afturhvarf Stefán veltir því fyrir sér hvort horfið verði til fyrri stefnu hvað varðar undirlægjuhátt við stríðsherra. Hér má sjá þá Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, ásamt George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna. Myndin er tekin um svipað leyti og ráðist var inn í Írak með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Kátur ráðherra Gunnar Bragi vill efla samstarf Íslands við Atlantshafsbandalagið, NATO. „Við skulum bara vona að hann hafi verið að sýna kurteisi og háttvísi og spila sig stóran gagn- vart Anders Fogh 264 milljónir til NATO í ár Framlög Íslands til Atlantshafsbanda- lagsins hafa aukist síðustu ár vegna veiks raungengis krónunnar og byggingar nýrra höf- uðstöðva bandalagsins. Íslenskir skattgreiðendur verja 264 millj- ónum króna til bandalagsins í ár sem er um 5,7 milljónum meira en í fyrra. Undanfarin ár hafa framlög Íslands tvöfaldast frá því sem var fyrir hrun. Mesta hækkunin átti sér stað árið 2010 en þá fóru framlögin úr 87,6 milljónum króna upp í 216,4 milljónir króna. Þrátt fyrir að Íslendingar borgi sífellt meira til NATO borga þeir minnst allra aðildarþjóða bandalagsins. Kostnaðurinn við bandalagið skiptist í ákveðnu hlutfalli á milli allra aðildarríkjanna og bera þau mismikinn kostnað hvert. Bandaríkin standa undir langstærstum hluta þess. Framlög Íslands til NATO eru með því hæsta sem greitt er til alþjóðastofnana samkvæmt fjárlögum. Óbreyttir falla í árásum NATO Undanfarin ár hafa íslenskir fjölmiðlar flutt ótal fréttir af óbreyttum sem hafa orðið fórnarlömb stríðsátaka sem NATO hefur tengst. Þann 13. febrúar bárust fréttir af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu fallið í árásum hersveita NATO í Afganistan, þar af fimm börn. Í síðustu viku féllu tvö smábörn í árásum sem beindust að meintum hryðjuverkamönnum. Þann 27. maí í fyrra féll átta manna fjölskylda í loftárás NATO í Paktia-hér- aði í Afganistan. Yfirvöld þar fullyrtu að fjölskyldan tengdist hvorki talíbönum né hryðjuverkasamtökum. Í sama mánuði féll fjölskylda í Helmand-hér- aði af völdum loftárása sambandsins. Í apríl létust tíu börn í loftárás NATO í austurhluta landsins. Þetta eru aðeins örfá dæmi um afleiðingar aðgerða NATO sem íslenska ríkið styður um hundruð milljóna á ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.