Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 24. júní 2013 Mánudagur Kallar á bjölluhljóm n Vill stöðva umræður um hagsmunatengsl þingmanna R agnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, fór mikinn á dögunum og krafðist þess að forseti tak- markaði málfrelsi þeirra sem vændu þingmenn um að „hafa eitt- hvað að fela eða hygla hagsmun- um annarra en þjóðarinnar.“ Þetta kom fram í ræðu hennar eftir að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hafði haldið því fram að ríkis stjórnin bæri kjör útgerðar- manna fyrir brjósti fremur en hag heimilanna. „Þetta er ekki boðlegt og ef það kallar ekki á bjölluhljóm er ekki mikið sem það gerir,“ sagði Ragnheiður. Eins og DV hefur fjallað ítarlega um að undanförnu hafa ýmsir þingmenn hagsmuna að gæta í þeim málum sem eru til umræðu á Alþingi eða til stendur að leggja fyrir þingið. Hér má nefna Pál Jóhann Pálsson, þingmann Framsóknarflokksins, sem er einn af eigendum stórútgerðarinnar Vísis hf. Eins og fram hefur komið er fyrirtæki þingmannsins annað af þeim tveimur útgerðarfélögum sem fá hlutfalls- lega mesta lækkun ef frumvarpið um breytingu og lækkun sérstaka veiði- gjaldsins verður samþykkt. Þá hefur DV greint frá því að fjölskylda Harald- ar Einarssonar, sem einnig situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, hefur fjár- hagslegra hagsmuna að gæta af virkj- anaáformum í neðri hluta Þjórsár. n johannp@dv.is RefiRniR látniR éta selkópana n Kópunum í Húsdýragarðinum alltaf lógað í lok sumars n „Blekkingarleikur“ J á, þetta er gert á hverju hausti. Við höfum bara pláss fyrir ákveðinn fjölda sela í þessari laug,“ segir Sigrún Thorlaci- us, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Nú svamla um selalaugina þrír nýfædd- ir selskópar en í enda sumars verð- ur þeim lógað vegna plássleysis. Ref- irnir eru svo fóðraðir með kjötinu. Að sögn Sigrúnar er þeim lógað á hverju hausti vegna þess að ekki er pláss fyrir fleiri seli í selalaug garðsins. Kjötið notað í fóður Elsti kópurinn fæddist 6. júní og hinir tveir stuttu á eftir. Þeir fá að lifa með mæðrum sínum út sum- arið. „Við erum bara með litla laug og ef við létum þá alltaf lifa þá væri svolítið þröngt á þingi. Þetta er bara eins og annars staðar í búskap í raun og veru,“ segir Sigrún. Hún segir kjötið af kópunum ekki fara til spillis. „Við höfum not- að kjötið í fóður hérna, refirnir hafa étið það. Við höfum nýtt það svona innanhúss handa hinum dýrun- um,“ segir Sigrún. Aðspurð hvort ekki væri hægt að sleppa kópunum lausum að hausti segir hún það ekki vera hægt þar sem selir sem aldir eru á þennan hátt kunni ekki að bjarga sér sjálf- ir í þannig aðstæðum. „Nei, svona selir kunna ekki að bjarga sér í nátt- úrunni.“ Mikill blekkingarleikur Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og dýraverndunarsinni, segir þetta fyrirkomulag hafa farið í taugarnar á sér í mörg ár. „Þetta varðar ekki við dýraverndunarlög en þetta er siðferðisleg spurning hvort það eigi að gera þetta yfir höfuð. Dýravin- ir eru alveg sammála um að það er ekki nema hálfur sannleikurinn sagður á vorin. Það á sér stað mikill blekkingarleikur í Húsdýragarðin- um – sérstaklega í garð barna. Mér finnst ömurlegt að það sé verið að gera út á það á vorin að það séu að fæðast lömb, kálfar, geitur og selskópar en það er síðan ekkert sagt um framhaldið. Þau enda öll í sláturhúsi um haustið.“ „Misnota dýr í hagnaðarskyni“ Árni segir ekki heiðarlega stað- ið að þessu. „Mér finnst þetta ekki sanngjörn og heiðarleg framkoma. Því að börnunum er sýnt þetta og kennt að umgangast dýrin. Svo meira að segja leggjast foreldr- ar gegn því að tala um hvað gerist því það má ekki særa börnin,“ segir hann. „Þarna er Húsdýragarðurinn að misnota dýr í hagnaðarskyni að mínu mati. Þessir selkópar myndu ábyggilega vilja lifa áfram ef þeir yrðu spurðir að því.“ Aðspurður hvort hann haldi að hægt væri að koma í veg fyrir að lóga þyrfti dýrunum segir Árni svo vera. „Mér finnst bara að það eigi ekki að leyfa urtunum að kæpa. Það er hægt að koma í veg fyrir það með því að fjarlægja karldýrið á fengitíma eða aðskilja þau.“ n Lógað vegna pláss- leysis Selkóparnir sem nú synda um laugina fá aðeins að synda þar í sumar en verður svo lógað í haust vegna plássleysis. Siðferðisleg spurning Árni segir ekki um brot á dýraverndarlögum að ræða en þetta sé spurning um siðferði. Honum finnst að koma eigi í veg fyrir að urturnar fjölgi sér með því að aðskilja þær frá karldýrunum á fengitíma. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Við höfum bara pláss fyrir ákveðinn fjölda sela í þessari laug. „Ekki boðlegt“ „Þetta er ekki boðlegt og ef það kallar ekki á bjöllu- hljóm er ekki mikið sem það gerir,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir í umræðum á þingi. Garðklippur og fíflabani Í dag, mánudag, mun maður að nafni Friðrik Helgason ríða í mótmælaskyni niður að Al- þingishúsi með skilaboð til ríkis- stjórnarinnar. Friðrik hyggst mæta á Austurvöll kl. 11 þar sem hann mun afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætis- ráðherra bréf þar sem hann lýsir óánægju sinni með núverandi ástand og hvetur ríkisstjórnina til að standa við gefin loforð um uppbyggingu. Auk bréfsins mun Friðrik afhenda Sigmundi tvær gerðir garðáhalda, annars vegar klippur „til að klippa á þá strengi sem halda þér og losa þig við þá strengi sem stýra þér“ og hins vegar fíflabana „til að losa þig við þau fífl sem stýrt hafa strengjun- um og standa í vegi fyrir að þú standir við gefin loforð.“ Auka kröfur til allra Við brautskráningu kandídata frá Háskóla Íslands á laugardaginn sagði Kristín Ingólfsdóttir rektor að samfélagið þyrfti nauðsynlega aukna verðmætasköpun til að mæta breyttri aldurssamsetn- ingu og auknum kröfum um samfélagslega þjónustu. Eina raunverulega leiðin til að ná þessu fram væri að fjárfesta í menntakerfinu og auka kröfur til allra skólastiga. Í ræðu sinni fjallaði hún einnig um nokkur atriði sem nauðsynlegt væri að vinna að, svo sem að vekja áhuga barna og unglinga fyrr á raun- og tæknitengdum greinum og að endurnýja kennsluaðferðir á öll- um skólastigum til að tryggja að kennarar hafi getu til að vinna með nýjustu upplýsingatækni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.