Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 24. júní 2013 Mánudagur Tiger búinn að toppa n Fyrrverandi þjálfari Tiger Woods segir hann heillum horfinn Í byrjun keppnistímabilsins í golfi í vetur mátti sjá endurnærðan Tiger Woods sem greinilega hafði tekið sig saman í andlitinu eftir að hafa gefið verulega eftir á síðasta ári og meðal annars leyft Norður-Ír- anum unga Rory McIlroy að stimpla sig inn sem besta kylfing heims það árið. Greinilegt var að Woods ætlaði ekki að leggjast flatur alveg si-sona og kom sterkur til leiks í vetur, bar sigur úr býtum á fjórum PGA-mótum með skömmu millibili og sendi öðr- um skýr skilaboð; að Tiger væri kom- inn aftur. En hörmuleg frammistaða Woods á Opna bandaríska mótinu fyrir rúmri viku þar sem hann endaði á versta skori, -13 yfir pari, á ferlinum hefur vakið spurningar hjá mörgum hvort allt púst sé strax úr honum. Það telur fyrrverandi þjálfari hans, Hank Haney, sem segir að því fari fjarri að Woods sé að standa sig og ekki sé útlit fyrir að hann nái lang- þráðu markmiði sínu, að jafna met Jack Nicklaus og vinna átján risamót á ferlinum. Woods, sem orðinn er 38 ára, vantar enn fjögur mót til að jafna það met. Vandamálið, segir Haney vera að Woods sé ekki lengur að leggja sig fram. Þau mót sem hann hafi unnið í vetur hafi hann unnið á grínunum en leikur hans að öðru leyti verið mjög lélegur. Woods undirbúi sig illa fyrir mót, æfi lítið og taki aðeins níu holu æfingahringi fyrir stórmót. Tölfræðin styður orð Haney. Woods hefur lengi vel verið númer eitt eða tvö á PGA-túrnum til að koma bolta sínum inn á grín í rétt- um höggafjölda en er meðalmaður nú. Þá segir Haney stutta spilið hjá Woods mun lakara nú en áður. Hann sé ekki að smyrja boltanum upp að stöng á grínum lengur eins og hann gerði nánast sjálfkrafa á árum áður. Að vinna næstu fjögur stórmót og jafna Jack, segir Haney verða stórt vandamál fyrir Tiger að sínu mati. „Hvað þá að vinna mót númer nítján og bæta metið. Ef hann kemst nokkurn tíma svo langt.“ n Spánn á toppnum áfram Hinn eiturharði Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir enga þjóð líklega til að etja kappi að einhverju ráði við Spán- verja næstu fimm til sex árin að minnsta kosti. Spánn sé í algjörum sérflokki bæði hvað leikmanna- hóp og ekki síður leikstíl, sem tæki önnur landslið langan tíma að til- einka sér, varðar. Giggs segir í við- tali við hið spænska Marca ennþá óvíst hvenær hann ákveði að láta staðar numið í fótboltanum og segist ekki tilbúinn til að ákveða það. Giggs lék sína fyrstu leiki með United árið 1991 og hefur því leik- ið með liði sínu í 22 ár. Geri aðrir betur. Messi og Ney­ mar smellpassa Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona og Spánar, telur enga hættu á að tvær helstu stjörnur félagsliðs síns skyggi hvor á aðra. Þar á hann við þá Leo Messi og hinn nýkeypta Neymar en þótt þeir séu ólíkir séu að nokkru leyti leika þeir sama hlutverk hjá liðum sínum. Spekingar hafa haft á orði að upp úr geti soðið og benda til dæmis á að markahrókurinn David Villa hafi lítið fundið sig við hlið Leo Messi. Iniesta segir þetta óþarfa áhyggjur. Báðir leikmenn séu fyrsta flokks og stórkostlegir í einu og öllu en viti líka vel að ekkert félagslið nær árangri án samvinnu. Blatter áhyggjulaus Sepp Blatter, forseti FIFA, missir ekki svefn yfir óeirðum í vel- flestum borgum Brasilíu en í yfir- lýsingu sem samtök hans hafa sent frá sér kemur fram að stjórn þeirra sé ekki í vafa um að stjórn- völd í Brasilíu verði búin að lægja öldurnar þegar Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu fer fram næsta sumar. Sem kunnugt er hafa mikil mótmæli í landinu komið þarlendum stjórnvöldum veru- lega á óvart. Mótmælendur segja fráleitt að eyða tugmilljörðum í undirbúning fyrir knattspyrnu- keppni á sama tíma og verðlag á mat og nauðsynjum hækki jafnt og þétt. Þá þykir mörgum stjórn- völd gjörspillt og vilja breytingar til batnaðar. Tiger Woods Spilaði sitt versta golf á ferlin- um á Opna bandaríska um daginn og fyrrver- andi þjálfari segir Woods í raun búinn að vera. Í dag, mánudag, er stóri dagurinn! Seinnipartinn verður Josep „Pep“ Guardiola, hinn eftirsótti fyrrver- andi þjálfari Barcelona, kynntur formlega sem nýr þjálfari Bayern München í Þýskalandi. Hafi einhvern tíma verið hægt að tala um að taka við góðu búi á það sannarlega við um þá útgerð sem Spánverjinn tekur við hér. Bayern er þrefaldur meistari; bikarmeistari, deildarbikarmeistari og Evrópumeistari. Pressan verður vart meiri en þetta. Ég fer í fríið Framhaldssagan um Pep Guardiola hefur verið vinsæl hjá íþróttafrétta- mönnum um tæplega eins árs skeið, síðan þjálfarinn sigursæli hætti fyrir- varalaust með stórlið Barcelona í júní í fyrra til þess eins að taka sér frí. Alls- endis makalaus yfirlýsing geysivin- sæls þjálfara á hátindi ferilsins með eitt allra besta knattspyrnulið sem fram hefur komið. Ekki síst ef haft er í huga að það var Guardiola sjálfur sem skapaði það lið Barcelona sem hvert einasta félagslið og sennilega landslið líka miða sig nú helst við. Undir feldi en þó ekki Næst fréttist af Guardiola í New York í Bandaríkjunum þar sem hann dvaldi með fjölskyldu sinni en Spán- verjinn forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn og þrátt fyrir miklar tilraunir fékkst aldrei í raun uppgef- ið hvað Guardiola væri að gera í New York. Margir settu spurningarmerki við staðsetninguna og töldu víst að hann væri að semja um stóra hluti í MLS-deildinni bandarísku. Svo var þó alls ekki eins og kemur fram í stórfróðlegri úttekt þýska tímaritsins Spiegel þar sem meðal annars kemur fram að Guardiola sjálfur kom fyrir- varalaust að máli við forráðamenn Bayern hálfu ári áður en hann hætti sem þjálfari Barcelona og lýsti yfir áhuga sínum. Málin skýrast Guardiola sjálfur hefur ekki gefið yf- irlýsingu eða viðtal eftir að staðfest var að hann yrði næsti þjálfari Ba- yern þó vera kunni að hann geri það við kynninguna í dag. En Karl-Heinz Rummenigge, einn æðstu stjórn- enda Bayern München, segist hafa nánast misst málið þegar Guardiola hafði orð á því á óvæntum fundi þeirra í desember 2011 að hann hefði áhuga að þjálfa Bayern. Spánverjinn lét Þjóðverjann hafa sitt persónulega farsímanúmer áður en hann hvarf á braut og Rummenigge vissi vart hvort hann átti að taka þetta alvarlega eða ekki. Málið fór í salt um tíma. Ítrekar áhugann Í lok árs 2012, hálfu ári eftir að Guardiola hafði fyrirvaralaust hætt með Barcelona sem einn allra sig- ursælasti þjálfari heims og arkitekt- inn að stórkostlegri knattspyrnu liðsins, fékk Rummenigge skila- boð á nýjan leik. Að þessu sinni frá bróður Guardiola sem einnig er umboðsmaður hans. Guardiola var að ítreka áhuga sinn og vildi við- ræður. Um svipað leyti var þjálf- ari Bayern, Jupp Heynckes, bú- inn að opinbera að hann hygðist hætta þjálfun að tímabilinu loknu. Forsvarsmenn Bayern hugsuðu málið og gengu loks til leynilegra viðræðna við Guardiola. Samning- ur var handsalaður og klár á sama tíma og fjölmiðlar kepptust um að fjalla um áhuga hinna og þessara stórliða á að fá Guardiola sem þjálfara. Hvað var Guardiola að hugsa? Áður en Guardiola segir sjálfur sína sögu er aðeins hægt að giska á hvers vegna hann hættir á hátindi ferils- ins með Barcelona og ber víurnar í þýska liðið sem þrátt fyrir að vera hátt skrifað var varla eitt af þeim allra stærstu í Evrópu. Rummen- igge sjálfur segir að Guardiola hafi þegar óvæntur fundur þeirra átti sér stað þegar verið búinn að kort- leggja allt mögulegt varðandi Ba- yern. Spánverjinn hafi meira að segja gert sér ferð til að skoða æf- ingasvæði félagsins. „Ég veit ekki ástæðuna en mér segir svo hugur að honum finnist hann þurfa að sanna sig sem þjálfari. Hann vilji sanna að það hafi ekki bara verið tilviljun að hann gerði Barcelona að besta liði Evrópu. Sem sumir geta túlkað sem tilviljun í ljósi þess mannskaps sem Barcelona hefur yfir að ráða.“ Hefnd Heynckes Það sem Guardiola og forráðamenn Bayern vissu ekki þegar skrifað var undir samning var að fráfarandi þjálfari, Jupp Heynckes, myndi stýra Bayern til þeirra besta keppnis- tímabils í langan tíma og gera liðið að þreföldum meistara árið 2013. Á sama tíma hefur hann tryggt sér nokkra góða leikmenn sem til liðsins koma á næsta tímabili og pressan á nýja þjálfarann gæti ekki verið meiri. Guardiola þarf að minnsta kosti að jafna þrennu Heynckes á næsta keppnistímabili. Ellegar er hætt við að aðdáendur líti á ráðningu hans sem mistök. Hann sjálfur sennilega líka. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is sagður vilja sanna sig sem þjálfari Þjálfaraferill Pep Guardiola Barcelona B-lið frá júní 2007 til júní 2008 67% vinningshlutfall Barcelona A-lið frá júní 2008 til júní 2012 72% vinningshlutfall Spænskir meistaratitlar: 3 Konungsbikarinn: 2 Spænskur bikarmeistari: 3 Spænskir meistarar meistaranna: 3 Meistaradeildarbikar Evrópu: 2 Meistarabikar Evrópu: 2 Heimsbikar félagsliða: 2 n Bayern München valdi ekki Guardiola – Guardiola valdi Bayern Vinsæll og veit af því Pep Guardiola verður formlega kynntur sem nýr þjálf- ari Bayern München síðar í dag. Aldrei meiri pressa Guardiola samdi um að taka við Bayern nokkru áður en Jupp Heynckes gerði liðið að þreföldum meistara. Þar með eykst pressan á Spánverjann til mikilla muna. „Ég veit ekki ástæðuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.