Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Qupperneq 13
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Fréttir 13
Fjölmörg
fíkniefnamál
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hefur lagt hald á verulegt
magn af fíkniefnum undan-
farna daga. Rúmlega 50 fíkni-
efnamál hafa ratað á borð lög-
reglu, en meðal þeirra efna
sem hafa verið í umferð eru
amfetamín, e-töflur, kókaín og
MDMA, sem er betur þekkt sem
Mollý. Lögreglan fékk spurnir
af yfirvofandi sölu margs konar
fíkniefna í síðustu viku og
gerði viðeigandi ráðstafanir í
kjölfarið. Meiri hluti málanna
átti sér stað í miðborg Reykja-
víkur og segir lögreglan að jafn-
an hafi verið um karlmenn á
þrítugsaldri að ræða.
Lús ónæm fyrir
sumum lyfjum
n Sprenging í lúsatilfellum í fyrra n Stökkbreytt ofurlús ekki á ferð
Á
sa Atladóttir, verkefnastjóri
sóttvarnasviðs landlæknis,
segir að algjör sprenging hafa
orðið í tilkynntum lúsatil-
vikum á Íslandi í fyrra. Sam-
kvæmt lyfjasölu það sem af er á þessu
ári virðist ekkert lát vera á lúsafaraldr-
inum. Ása segir þó ekkert til í þeim
orðrómi að um sé að ræða stökk-
breyta ofurlús. Að sögn Ásu er þó rétt
að lúsin hafi myndað móteitur við
ákveðnum tegundum lúsalyfja.
Allt sama tegundin
Ása segir sögusagnir um ofurlús eiga
sér rót í misskilningi á lífstigum lúsar-
innar. „Það er vitað að fullorðin lús
getur verið á stærð við sesamfræ, sem
sagt nokkuð bústin. Þegar þessar litlu
fæðast þá eru þær pínulitlar. Þetta er
allt sama tegundin, þær eru bara mis-
gamlar. Ég hef hvergi séð hér né er-
lendis að það sé komin einhver ný
tegund. Þetta hlýtur að vera misskiln-
ingur,“ segir Ása í samtali við DV. Hún
bendir á að svipuð umræða hafi átt
sér stað áður og var þá tengt lit lúsar-
innar. „Það var til dæmis alltaf talað
um það í gamla daga að það væri til
svört lús eða hvít lús og svo framveg-
is. Þetta er allt saman sama kvikindið
nema að hún dregur mismunandi lit
af umhverfinu,“ bendir hún á.
Tvöföldun frá metári
Seint síðastliðið sumar greindi RÚV
frá því að fimmföld aukning hafi ver-
ið á skólaárinu í fyrra, miðað við árið
þar á undan. Var sú aukning aðeins
í tilkynntum tilfellum en þekkt er að
heildartilvik séu töluvert fleiri. Að
sögn Ásu er nærri lagi að líta til sölu
lúsadrepandi efna. „Við höfum bara
verið með þessar tölur frá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Það er smá
flökt en það er búið að vera meira upp
á síðkastið. Það er búið að vera núna
í heilt ár óvenju mikið af lús og besta
leiðin fyrir okkur til að sjá þetta er
horfa til sölu á lúsalyfjum,“ segir hún.
Samkvæmt sölutölum Licener, sem er
eitt slíkra efna, virðist ekkert lát vera
á lúsafaraldrinum. Í fyrra seldust um
fimm þúsund skammtar en það sem
af er árinu hafa selst sjö hundruð
stykki. Það er meira en tvöföldun frá
sama tíma í fyrra og þó var þá óvenju
mikið um lúsatilvik.
Lyf seld með enga virkni
„Fyrir nokkrum árum þá voru lúsa-
lyf skordýraeitur. Það voru nokkrar
tegundir sem voru í umferð, stundum
sjampó. Þetta snarvirkaði í nokkurn
tíma en svo fór að bera á ónæmi gegn
lyfinu,“ segir Ása. Hún segir að rann-
sóknir hafi verið gerðar erlendis sem
bentu til að lúsin hafi myndað ónæmi
gagnvart eldri lyfjum. Sum þessara
eldri lyfja eru enn á markaði þó að
þau hafi enga virkni. Flest þeirra hafa
þó verið tekin úr sölu. „Þetta er sem
sagt skordýraeitur og lúsin myndar
ónæmi fyrir því. Öll skordýr verða
ónæm á endanum fyrir eitri, það
byggist upp ónæmi,“ segir hún.
Ása segir að helsti munurinn á
nýrri og eldri lyfjum sé að nóg sé
að nota þau nýrri einu sinni. „Með
þessum nýju efnum þá voru gerðar
klínískar rannsóknir sem sýndu að
nóg væri að nota þau einu sinni, það
ætti að drepa allt. Mér finnst það nú
næstum því of gott til að vera satt en
þetta er allavega selt svona og virkar í
einhverjum tilvikum,“ segir Ása. n
Ertu með lús?
Allir geta smitast
af höfuðlús þó
smit sé algengast
hjá 3–11 ára börn-
um. Algengt er að
foreldrar barna
á leikskóla- og
grunnskólaaldri
smitist af börnum
sínum. „Smit er
oft einkennalítið en einn af hverjum
þremur sem smitast fær kláða. Hann
stafar af ofnæmi fyrir munnvatni
lúsarinnar sem hún spýtir í hársvörðinn
þegar hún sýgur. Ef lifandi lús finnst í
hárinu er það órækt merki um smit, en
erfitt getur verið að sjá hana með berum
augum og því mælt með að kemba með
lúsakambi,“ segir á heimasíðu embættis
landlæknis.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Lúsasjampó
eyðir höfuðlús og nitV
irk
ni s
tað
fes
t í
klín
ísk
um
pró
fun
um
*
Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun
Virkar í einni meðferð
Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum
100% virkni gegn lús og nit
Náttúrulegt, án eiturefna
* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.
FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM
Fyrir 2 ára og eldri
Mjög
auðvelt
að skola
úr hári!
Íslenskar upplýsingar er að
finna á www.licener.com/IS
„Það er vitað
að fullorðin
lús getur verið á
stærð við sesamfræ
Reiknivél
neysluviðmiða
uppfærð
Búið er að uppfæra reiknivél fyrir
neysluviðmið á vef velferðarráðu-
neytisins. Það er í þriðja sinn sem
slíkt er gert, en reiknivélin birt-
ist fyrst árið 2011. Uppfærslan
byggir á grunni vísitölu neyslu-
verðs. Heildarútgjöld einstak-
lings án þess að reiknað sé með
samgöngum og húsnæðiskostn-
aði er 148.195 krónur, en þar af
fara rúmlega 43 þúsund krónur í
mat og drykkjarvörur til heimilis-
halds. Í tómstundir og afþreyingu
er gert ráð fyrir tæpum 39
þúsund krónum.
Séu ökutæki og almennings-
samgöngur teknar með í reikn-
inginn hækka útgjöldin um
74 þúsund krónur og verða þá
234.564 krónur.