Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Page 14
14 Fréttir Helgarblað 21.–24. febrúar 2014
E
mbætti sérstaks saksóknara
kemur að rannsókn lekamáls
innanríkisráðuneytisins. Þetta
herma traustar heimildir DV.
Rannsóknin er á hendi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu en
sérstakur saksóknari kemur að ein-
hverju leyti að tæknilegri hlið rann-
sóknarinnar. Heimildir DV innan úr
lögreglunni herma að embættið hafi
verið fengið til þess að sinna þessum
hluta rannsóknarinnar meðal annars
vegna fjölskyldutengsla Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráðherra
við Theódór Kristjánsson, yfirmann
tæknideildar og tölvurannsókna- og
rafeindadeildar, en hann er bróðir
hennar.
Þeir lögreglumenn sem DV hefur
rætt við síðustu daga eru á einu máli
um það að upp sé komin óþægileg
staða vegna rannsóknar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu á ráðuneyti
Hönnu Birnu vegna leka minnisblaðs
ráðuneytisins í fjölmiðla. Benda þeir
meðal annars á að bróðir og mágur
ráðherrans séu yfirmenn hjá emb-
ættinu. Þá séu allar líkur á að undir-
menn bróður hennar muni koma að
rannsókninni með einhverjum hætti.
„Þetta er bara mjög óþægilegt,“ segir
einn viðmælenda blaðsins innan úr
lögreglunni. Sú staðreynd að sérstak-
ur saksóknari komi að málinu gæti þó
lægt öldurnar.
Óljóst hvort undirmenn
bróðurs rannsaki
Staða rannsóknarinnar er ekki síður
erfið í ljósi þess að Hanna Birna er
æðsti yfirmaður lögreglunnar en
það verður til að mynda í verkahring
innanríkisráðherra að skipa lög-
reglustjóra höfuðborgarsvæðisins
árið 2016. Þannig eru ekki einungis
persónuleg hagsmunatengsl í spilinu
heldur líka fagleg. Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, gefur ekkert upp um
það hvort undirmenn Theódórs Krist-
jánssonar, bróður Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur, komi að rannsókn lög-
reglunnar á innanríkisráðuneytinu.
Hann svarar hins vegar ýmsum öðr-
um spurningum en eins og DV greindi
frá í síðustu viku hefur lögreglustjór-
inn sagt að Theódór sjálfur muni ekki
koma að rannsókninni með neinum
hætti.
Theódór er aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu og eins og fyrr segir
yfirmaður tæknideildar og tölvurann-
sókna- og rafeindadeildar. Miðað við
eðli rannsóknarinnar, sem felst meðal
annars í því að fá aðgang að tölvutæk-
um gögnum og vinna úr þeim, myndi
tölvurannsókna- og rafeindadeildin
undir eðlilegum kringumstæðum
koma að rannsókninni með einum
eða öðrum hætti. Ekkert fæst þó stað-
fest um það en aðkoma sérstaks sak-
sóknara bendir til þess að aðkoma
undirmanna Theódórs verði minni
en ella. Staðfest er að skjalabrotadeild
lögreglunnar kemur einnig að rann-
sókn málsins.
Rannsókn hafin
Lögreglan hefur neitað að tjá sig um
eðli eða umfang rannsóknarinnar en
vitni hafa verið boðuð í skýrslu tökur
svo ljóst er að rannsóknin er hafin.
Eins og DV greindi frá í vikunni eru
fjölmiðlamenn, ráðuneytisstarfs-
menn og þingmaður á meðal þeirra
sem boðaðir hafa verið til skýrslu-
töku sem vitni. Reykjavík Vikublað
greindi frá því í síðustu viku að þess
hefði þegar verið krafist að leitað yrði
í tölvupósti starfsmanna ráðuneytis-
ins. DV hefur rætt við þrjá lögreglu-
menn sem benda á að rannsókn og
vinnsla á gögnum úr tölvupósti heyri
undir tölvurannsókna- og rafeinda-
deild, sem þýðir að undirmenn bróð-
ur ráðherrans myndu sinna þeim
hluta rannsóknarinnar.
„Hann [Theódór Kristjánsson]
er yfirmaður deildar sem gæti kom-
ið að rannsókn málsins og það er í
raun augljóst vegna starfa deildar-
innar að hún mun gera það,“ segir
heimildarmaður DV sem starfar
innan lögreglunnar. Aðspurður
hvort þetta sé raunin segist Stefán Ei-
ríksson lögreglustjóri ekki tjá sig um
málið. „[E]mbættið tjáir sig ekki um
málið, þar á meðal fellur undir hvaða
starfsmenn koma að því og með
hvaða hætti.“ Eins og fyrr segir hefur
lögreglustjóri þó staðfest að Theódór
muni ekki koma að rannsókn málsins
með neinum hætti.
Valdamikill bróðir
Fyrrverandi lögreglumaður sem
DV ræddi við segir Theódór mjög
valdamikinn innan lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er
það mat þessa fyrrverandi lög-
reglumanns að rannsóknin
geti reynst óbreyttum lög-
reglumönnum tölvurann-
sóknadeildarinnar erfið
vegna stöðu Theódórs,
sem vilji eðli málsins
samkvæmt og skilj-
anlega ekki að syst-
ir hans lendi í frekari
vandræðum vegna
málsins. Annar lög-
reglumaður bendir
á að mögulegt sé að
miðlæg rannsókna-
deild verði fengin í
málið en það er deild
sem rannsakar stærri
og flóknari sakamál.
Ekkert hefur þó verið
staðfest í þeim efnum
enda hvílir mikil leynd
yfir rannsókninni.
Theódór er ekki eini
yfirmaðurinn hjá lög-
reglunni á höf-
uðborgar-
svæðinu sem er nátengdur ráðherra.
Þannig er Ágúst Svansson, yfirvarð-
stjóri hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, kvæntur systur Hönnu
Birnu. Aðspurður hvort mágur ráð-
herrans hafi komið að rannsókn
málsins eða muni gera það á einhverj-
um stigum þess segir lögreglustjórinn
á höfuðborgarsvæðinu svo ekki vera.
„Þér til upplýsingar þá starfar um-
ræddur lögreglumaður einkum að
áætlanagerð á sviði almannavarna
hjá okkur og er ekki með undirmenn,“
segir í skriflegu svari Stefáns við fyrir-
spurn DV.
Eðlilegast að víkja
Stjórnsýslufræðingur segir eðlilegt að ráðherra sé ekki á vettvangi
Mikið hefur verið fjallað um lekamálið
að undanförnu, sérstaklega eftir að
ríkissaksóknari tók ákvörðun um að vísa
því til lögreglu. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
stjórnsýslufræðingur og lektor í opinberri
stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í
samtali við DV að eðlilegast væri fyrir
ráðherra að víkja á meðan rannsóknin
færi fram.
„Ég tel eðlilegt að ráðherra sé ekki á vett-
vangi á meðan málið er rannsakað. Slík
ráðstöfun væri viðeigandi, ekki síst vegna
þess að undirmenn ráðherra [lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu] mun annast rann-
sóknina,“ sagði Sigurbjörg. Hanna Birna
hefur sjálf sagt að hún hafi ekki íhugað að
víkja. Eftir því sem DV kemst næst er það
fordæmalaust í íslenskri stjórnmálasögu
að fram fari lögreglurannsókn á verkum
innanríkisráðuneytis fyrir tilstuðlan
ríkissaksóknara.
Saman í SUS
Ráðherra og ríkislögreglustjóri
voru saman í stjórn SUS fyrir
fimmtán árum.
Haraldur Johannessen
er ríkislögreglu-
stjóri. Embætti
hans heyrir undir
innanríkisráðuneytið
þar sem Hanna
Birna Kristjánsdóttir
er ráðherra. Hanna Birna og Haraldur
störfuðu saman í Sjálfstæðisflokknum
á sínum yngri árum en þau sátu meðal
annars saman í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna (SUS) í Reykjavík á
árunum 1997–1999.
Haraldur er yfirmaður Stefáns Eiríks-
sonar, lögreglustjóra á höfuðborgar-
svæðinu. Hann sér um þá rannsókn sem
ríkissaksóknari hefur falið lögreglunni.
Hún beinist að innanríkisráðuneytinu
og öllum starfsmönnum þess, þar
á meðal ráðherra. Lögreglustjórinn
á höfuðborgarsvæðinu er skipaður
af innanríkisráðherra og það er því í
verkahring ráðherrans að ákveða hvort
Stefán fær áframhaldandi skipun í
embætti árið 2016.
Stefán ætti að þekkja vel til verkferla
innanríkisráðuneytisins en hann
starfaði þar á árum áður, bæði sem
skrifstofustjóri dómsmála- og lög-
gæsluskrifstofu dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins og síðar sem staðgengill
ráðuneytisstjóra. Hann hefur verið
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
frá árinu 2006. Í skriflegu svari við fyrir-
spurn DV segir hann samskipti hans og
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eingöngu
hafa verið „í tengslum við það starf sem
ég gegni og hún hefur gegnt, þ.e. sem
borgarstjóri og ráðherra.“
Þjónkun lögreglu við ráðuneytið
Sóttu ekki eftirlýstan mann þótt búið væri að tilkynna um hann
Tony Omos, sá sem minnisblaðið fjallar
um, gaf sig fram í innanríkisráðuneytinu
þann 13. desember síðastliðinn eftir
að hafa farið huldu höfði í þrjár vikur.
Leitin að Tony var býsna umsvifamikil og
lögreglan lagði mikið kapp á að handtaka
hann. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra
sendi til að mynda sérstaka mynd af
honum á alla fjölmiðla. Þá fóru lögreglu-
menn heim til fjölmargra hælisleitenda,
framkvæmdu húsleit og handtóku menn
sem voru alls ótengdir Tony.
Þrátt fyrir þetta sá lögreglan ekki ástæðu
til þess að koma á vettvang þegar Tony
gaf sig fram í innanríkisráðuneytinu.
Ráðuneytisstjóri ráðuneytisins neitaði
að hafa samband við lögregluna svo
lögmaður Tonys og fleiri viðstaddir létu
lögreglu vita af því að eftirlýstur maður
sæti inni í ráðuneytinu. Klukkutími leið án
þess að lögreglan léti sjá sig. Það var ekki
fyrr en Tony og aðstandendur hans gengu
að horni Sölvhólsgötu og Hverfisgötu
rúmum klukkutíma síðar sem lögreglu-
menn birtust og handtóku hann. Þeir
höfðu þá beðið í lögreglubíl á horninu í að
minnsta kosti hálftíma.
Sérstakur saksóknari rannsakar leka
n Kemur að rannsókn lekamáls innanríkisráðuneytisins n Mágur og bróðir ráðherrans hátt settir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu n Lögreglumönnum þykir málið „óþægilegt“
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Tengd inn í lögregluna Ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er til rannsóknar. Allt bendir til þess að tölvurannsóknadeildin sem
bróðir hennar fer fyrir komi að rannsókninni. Mynd SigTRygguR ARi