Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 18
Helgarblað 21.–24. febrúar 201418 Fréttir H ér á landi eru framkvæmdar tæplega 1.000, fóstur­ eyðingar á ári. Landlæknis­ embættið gaf út tölur fyrir árið 2012 í maímánuði á síðasta ári. Það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Nokkuð færri aðgerð­ ir voru hins vegar framkvæmdar á ár­ unum 2004–2007 eða um 900 fóstur­ eyðingar ár hvert. Hér á landi ríkir kvenfrelsi þegar kemur að ákvörðun­ um um fóstureyðingar og getnaðar­ varnir en því er ekki að til að dreifa í öllum heimshlutum. Amnesty International tekur ekki afstöðu með eða á móti fóstureyðingum nema þegar þungun er afleiðing nauðg­ unar eða sifjaspella eða þegar líf og/eða heilsa stúlku eða konu er í hættu. En næstu tvö árin mun Am­ nesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kynlífs­ og frjósemis­ réttindum fólks, í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, Maghred­svæðinu í Norður­Afríku og á Írlandi. Þá munu félagar þrýsta á ríki Sameinuðu þjóð­ anna og alþjóðlegar stofnanir um að að vernda, virða og uppfylla kyn­ lífs­og frjósemisréttindi. Hugtakið kynlífs­ og frjósemisréttindi vísar til margs konar mannréttinda sem skipta máli í öllu sem við kemur kyn­ hneigð, kynferði og frjósemi. Kyn­ lífs­ og frjósemisréttindi snúast jafn­ framt um frelsi einstaklingsins til ákvarðanatöku um eigin líkama og líf, frelsi frá mismunun, þvingun og valdbeitingu, og réttinum til að njóta bestu fáanlegu kynlífs­og frjósemis­ heilsu. Íslendingar njóta frelsis „Íslendingar búa að því láni að geta valið hvern þeir elska og hvern­ ig þeir tjá þá ást, og hvort og hvenær þeir vilja eignast börn,“ segir Bryn­ dís Bjarnadóttir, herferðarstjóri Ís­ landsdeildar Amnesty International. „Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okk­ ur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar vel­ ferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því,“ segir Bryndís og tekur nokkur dæmi um nauðung kvenna. Fóstureyðing ólögleg á Írlandi „Í Búrkína Fasó er konum ekki gef­ in getnaðarvörn nema með sam­ þykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðg ana oft til að giftast kvalara sín­ um því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Á Írlandi er fóstur eyðing ólögleg þegar um nauð­ gun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins að„raunveruleg og umtalsverð hætta“ er á að líf konu eða stúlku sé í húfi. Ekki er þó skýrt tekið fram í lög­ unum hvernig túlka beri „raunveru­ lega og umtalsverða hættu“ í þessu samhengi og skapar það oft mikinn vanda fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóst­ ureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz er 22 ára gömul kona frá El Salvador sem glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðl­ að til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty­ félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemm­ búnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar.“ Bryndís nefnir að allt séu þetta brot á alþjóðlega viður­ kenndum mannréttindum sem kall­ ast kynlífs­ og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna ætli Amnesty International að ýta herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, úr vör sem beinir sjónum að kynlífs­ og frjósemisréttindum okkar. Mismunun er meginorsökin Amnesty hefur bent á að skýrustu brotin á kynlífs­ og frjósemisréttind­ um séu þegar ríki beita valdi sínu til að refsa fyrir hegðun sem það skil­ greinir sem ósiðlega eða óæskilega samanber þegar ríki setur fólk á bak við lás og slá fyrir það eitt að elska einstakling af sama kyni, eins og í Úganda. Í Íran, Sádi­Arabíu og Súdan er einstaklingum sem teljast hafa stund­ að framhjáhald refsað en í þessum löndum liggur dauðarefsing við slíku hjúskaparbroti. Einnig sæta fórnar­ lömb mansals refsingu í sumum ríkjum. Í hverju þessara tilvika mis­ notar ríkið vald sitt. Það tekur til sín vald sem ætti að heyra undir sjálfs­ ákvörðunarrétt einstaklingsins. Í mörgum tilvikum réttlæta ríki þessar ákvarðanir með því að vísa í að þau séu að verja almannahag eða standa vörð um siðgæði samfélags­ ins. Gjarnan er skírskotað í venjur, hefðir og trúarbrögð til að réttlæta löggjöf sem refsar fólki fyrir að fram­ fylgja kynlífs­ og frjósemisréttindum sínum en að baki slíkri refsingu býr mismunun og fordómar. „Takmarkanir er varða kynlífs­ og frjósemisréttindi koma hvað verst niður á konum og stúlkum en einnig þeim sem á einhvern hátt eru taldir „öðruvísi“ og falla ekki undir viðtek­ in viðmið,“ greinir Bryndís frá og segir rótgrónar hugmyndir um viðeigandi hlutverk kvenna oft fela í sér kúgun af hálfu karlmanna, trúfélaga og feðra­ veldisins. n Íslendingar njóta kynfrelsis Amnesty International sker upp herör gegn brotum á kyn- og frjósemisréttindum Allir eiga rétt á að: n Taka ákvarðanir sem varða eigin heilsu, líkama, kynlíf, og sjálfsmynd n Ákveða hvort og hvenær þeir eignast börn n Ákveða hvort og hvenær þeir giftast n Biðja um og fá upplýsingar um heil- brigðisþjónustu n Fá aðgang að fjölskylduráðgjöf, getnaðarvörnum, öruggri og löglegri fóstureyðingu þegar þungun er afleiðing nauðgunar eða sifjaspella eða þegar líf og/eða heilsa stúlku eða konu er í hættu, aðgang að mæðravernd og annarri heilbrigðisþjónustu n Lifa frjáls undan nauðgun eða öðru ofbeldi, þar með talið þvingaðri þungun, umskurði á kynfærum, þving- aðri fóstureyðingu, ófrjósemisaðgerð eða þvinguðu hjónabandi n Þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyns síns vegna n Um tvær milljónir kvenna sæta umskurði á hverju ári n Í Níkaragva er meirihluti stúlkna sem verða ófrískar í kjölfar nauðgunar og sifjaspella á aldrinum 10 til 14 ára. n Ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára nær yfir 41% allra nýrra eyðnismitaðra n Á hverjum degi eru 39 þúsund stúlkur á barnsaldri neyddar í hjónaband n Á hverju ári deyja 358.000 konur og stúlkur vegna vandkvæða á meðgöngu eða við fæðingu n Árið 2008 voru framkvæmdar um þrjár milljónir lífshættulegar fóstur- eyðingar á stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára í þróunarríkjunum n Ef ekkert verður að gert er áætlað að 142 milljónir stúlkubarna verði neyddar í hjónaband á næstu tíu árum Hin þrettán ára gamla Rosemary býr með móður sinni, bróður, systur og ömmu. Þegar hún var 12 ára fluttist frændi hennar til þeirra tímabundið í nokkra mánuði. Á með- an móðir Rosemary fór til vinnu nauðgaði frændi hennar henni ítrekað vikum saman. Móðir Rosemary, Adriana, fylltist hryllingi og hræðslu þegar hún komst að hörm- ungunum og þeirri staðreynd að dóttir hennar var með barni. „Ég finn til mikils sársauka að dóttir mín hafi þurft að ganga í gegnum þessa erfið- leika. Ég gat ekki sætt mig við að hún þyrfti ofan á allt að fæða barn, svo ekki sé talað um áhættuna sem það felur í sér heilsu hennar vegna. Rosemary sjálf var líka afskaplega hrædd. Hún sagðist finna fyrir einhverju hreyfast inni í sér og vildi stöðva meðgönguna. Við þurftum að bregða á það ráð að fara með hana í ólöglega fóstureyðingu. Ég fékk góða aðstoð og aðgerðin var framkvæmd við góðar og hreinlátar aðstæður. En við óttu- mst að verða sóttar til saka fyrir athæfið. Ég myndi vilja biðja um meiri stuðning til handa börnum og konum sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Stjórnvöld verða að leyfa fóstureyðingar. Meðganga eyði- leggur möguleika lítillar stúlku fyrir lífið og áhættan er of mikil.“ Saga Rosemary Varð ófrísk 12 ára og fór í fóstureyðingu Rosemary Rosemary var 12 ára þegar henni var nauðgað. Hún og aðrir sem aðstoðuðu hana við að fara í fóstur- eyðingu eiga yfir höfði sér ákæru. „Á Írlandi er fóst- ureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir, og þá og því aðeins leyfileg að líf konu eða stúlku sé í hættu. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Konur og frelsi „Íslenskrar konur mega velja hverja þær elska og hvort og hvenær þær vilja eignast börn,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri Íslandsdeildar Am- nesty International. Mynd SiGtRyGGuR ARi Barnabrúðir Ef ekkert verður að gert er áætlað að 142 milljónir stúlkubarna verði neyddar í hjónaband á næstu tíu árum. Mynd StephAnie SinclAiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.