Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Vá, þetta var furðulegt Niðurlæging nýja íslenska lýðræðisins Gísli Marteinn um viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. – Twitter Á rin eftir hrun var eitthvað að gerast í lýðræðismálum á Ís- landi sem var tekið eftir úti um allan heim. Síðan gerðist nokkuð sem afturkallaði það. Við gerðum það sjálf, óafvitandi. „Við fetum nú í átt til frjálslyndari stjórnarhátta og ESB-umsóknin er tilvalið prófmál,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann reyndi að komast til valda fyrir tveimur og hálfu ári. Í tilraunum sínum til að vera kosinn til valda af almenningi reyndi hann sann- færa kjósendur um að hann vildi að valdið lægi hjá þeim, en ekki aðeins stjórnmálamönnum. Í grein sem hann birti þjóðinni í Morgunblaðinu sendi hann okkur skýr skilaboð. „Sú íhaldssemi að stjórnmálamenn taki einir ákvarðanir var sem betur fer brotin þegar þjóðin hafnaði Icesave- samningum.“ Íslendingar héldu þjóðarat- kvæðagreiðslu um skuldir vegna starfsemi íslenskra banka erlendis og hófu að móta eigin stjórnarskrá með forskrift þjóðfundar og stjórn- lagaráðs sem var skipað af óflokks- bundnum fulltrúum almennings. Ís- lenska lýðræðið var á beinni braut í átt til valddreifingar og aukinna áhrifa almennings. Eftir að hann náði völdum um- turnaðist Sigmundur Davíð. Það má varla gagnrýna hann lengur eða vera ósammála honum, án þess að hann grípi til gamalla úrræða Davíðs Oddssonar: Að stimpla þá sem eru ósammála honum vitleysinga og/ eða „pólitíska krossfara“, snúa viðtöl- um upp í umræðu um hvað spyrill- inn sé óvandaður og leggja drög að yfirtöku eftirlitsstofnana. Eftir lýðræðisbylgju eftirhruns- áranna er nýja lýðræðið að verða fyrir niðurlægingu undir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Framsóknar- flokkurinn studdi beint lýðræði í Icesave-málinu. Hann studdi líka að valdið færi til almennings í vali full- trúa í stjórnlagaráð, sem yrði skipað óháð stjórnmálaflokkum, rétt eins og Framsóknarflokkurinn vildi gera á sjötta áratugnum. Stjórnarskráin okkar átti að vera mótuð af þjóð- inni óháð stjórnmálaflokkunum. Nú er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að hunsa þjóðaratkvæðagreiðsluna frá því í október 2012, þar sem þjóðin kaus sjálf að tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Stjórnmálamað- urinn hefur sjálfur tekið ákvörðun og sett stjórnarskrána í hendur stjórn- málamanna í beinni andstöðu við þá útgáfu sjálfs sín sem ekki hafði völd. Sigmundur vill ekki lengur þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar- viðræður að Evrópusambandinu. Dagana fyrir kosningar virðist hann hreinlega hafa verið að blekkja kjós- endur í umræðu um Evrópusam- bandið. Hann sagðist „gera ráð fyrir því“ að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið, ef hann yrði kosinn, sagðist vera „mjög opinn varðandi dagsetningar“ og þráspurður um hvort það yrði örugglega þjóðarat- kvæðagreiðsla sagði hann „það hlýt- ur að vera“. Úr flokki Sigmundar Davíðs heyr- ist núna að það sé óþarft og í raun ómögulegt að þjóðin fái að ráða, ólíkt því sem áður var. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, út- skýrði þetta í Kastljósinu á þriðjudag: „Alþingiskosningar [eru] bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla ef svo má á orði komast. Það urðu hér kosninga- úrslit í vor … það var kosið um þetta 27. apríl.“ Niðurlæging íslenska lýðræðis- ins átti sér stað með lýðræðisleg- um kosningum. Fólk mátti telja sig vera að kjósa framsækinn flokk sem studdi beint lýðræði og vildi færa völd og peninga í hendur fólksins. Það er sama hvernig þau endurskil- greina lýðræðið, endurskrifa eigin orð, stimpla gagnrýnendur, rífast í spyrjendum og lama greinendur; þau geta ekki skilgreint sig frá því að það voru þau sjálf sem kæfðu fram- þróun lýðræðis á Íslandi eftir hrun. Við verðum að ákveða sjálf hvort við lærum af þessu eða ekki. n Matreitt fyrir Mogga Það kom fæstum á óvart að Morgunblaði Davíðs Oddssonar og Eyjunni hafi verið veitt for- skot á aðra fjölmiðla, almenning og þingheim þegar kom að því að túlka skýrslu Hagfræðistofn- unar HÍ um stöðu aðildarvið- ræðna við ESB. Stjórnarflokk- arnir eiga auðvelt aðgengi hvor að sinni ritstjórninni og var því hægt að gefa fyrsta tón- inn fyrir umræðuna með rétt- um fréttavinkli sem í þetta sinnið var að mestu neikvæður í takt við viðhorf stjórnarflokk- anna til ESB. Athygli vekur að enginn blaðamaður vill eigna sér skýrslu skúbbið á hvorugum fjölmiðlinum. Velta einhverjir því fyrir sér hvort það hafi í raun verið blaðamenn sem skrifuðu fréttina. Slys bjargaði Aðeins munaði einu atkvæði á Sóley Tómasdóttur, leiðtoga VG í Reykjavík, og Líf Magneudóttur sem sóttist einnig eftir 1. sætinu. Örlagadísirnar voru svo sannar- lega með Sól- eyju á kjördag því einn stuðn- ingsmanna and- stæðingsins slasaði sig á fæti skömmu áður en atkvæða- greiðslan hófst. Ef þannig hefði ekki viljað til hefðu þær stöll- ur verið jafnar og hlutkesti væntan lega ráðið. Kurr vegna Sigmundar Eftir viðtalið fræga í Sunnudags- morgni þykir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa afhjúpað sig með eftirminni- legum hætti. Þeir sem vinna náið með Sigmundi töldu sig sum- ir hverjir kann- ast við taktana sem hann sýndi í þættinum. Sívaxandi kurr er innan beggja stjórnarflokkanna með stjórn- tök hans. 4% maður Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpsmaður sló í gegn í þætti sín- um, Sunnudagsmorgni, þegar hann pakkaði Sigmundi Davíð Gunnlaugs syni forsætisráðherra saman. Hörð samkeppni var boðuð með því að Stöð 2 hóf sýn- ingar á þáttunum Mín skoðun með Mikael Torfasyni aðalritstjóra 365. Í fyrstu mælingum Capacent var fjögurra prósenta áhorf á Mikael en sjö prósenta hjá Gísla Marteini. Eftir síðustu helgi er enginn vafi á því hver er spjall- þáttakóngur Íslands. Innan 365 grínast menn úr óvinamengi rit- stjórans með að Mikael sé 4%. S kotar búa sig nú undir lang- þráða þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstætt Skotland eftir sjö mánuði, 18. september 2014. Skozk- um aðskilnaðarsinnum hefur vaxið fiskur um hrygg. Þeir túlka söguna svo, að héðan í frá yrði hag Skotlands trúlega betur borgið utan brezka konungdæmisins. Skozki þjóðar- flokkurinn hefur nú meiri hluta á þjóðþinginu í Edinborg og berst fyrir sjálfstæði landsins. Formaður flokks- ins og forsætisráðherra Skotlands, Alex Salmond, er snjall stjórnmála- maður og flytur sjálfstæðismálið vel. Viðskipti og friður Þegar Skotland sameinaðist Englandi og Wales við stofnun Stóra-Bretlands 1707 undir einum kóngi, vakti það helzt fyrir Skotum að öðlast aðgang að stórum markaði fyrir varning sinn á Englandi og í nýlendunum og stuðla að friði. Rökin fyrir samein- ingu snerust jöfnum höndum um viðskipti og frið og kallast á við rök- in fyrir stofnun ESB löngu síðar, þar eð þau snerust einnig fyrst og fremst um viðskipti og frið. Viðskiptarökin og friðarrökin tengjast, því að ófrið- ur spillir viðskiptum og lífskjörum. Sameining Skotlands og Englands reyndist vel. Löndin tvö höfðu marga hildi háð á fyrri tíð, en frá 1707 hef- ur ríkt friður á Bretlandseyjum, ef Ír- land er undan skilið. Upphaflegu rökin fyrir samein- ingu Skotlands og Englands eiga ekki lengur við óbreytt, þar eð Skotland er sem hluti Bretlands aðili að ESB. Skotar eiga að vísu meiri viðskipti við Englendinga en við löndin á meginlandi Evrópu, þar eð þjóðir kjósa jafnan að eiga helzt skipti við granna sína. En það breytir því ekki, að Skotland á sem hluti Bretlands óskoraðan aðgang að stórmarkaði ESB. Því hefur sú hugsun hvarflað að mörgum Skotum, að þeir þurfi ekki lengur á Englandi að halda svo sem áður var, þar eð þeim sé nú borgið innan ESB. Ákveði Skotar að lýsa yfir sjálfstæði, munu þeir óska strax eft- ir áframhaldandi aðild að ESB í sam- ræmi við eftirsókn þeirra eftir að- gangi að stórum markaði allar götur frá 1707 auk þess sem meiri hluti Skota er hlynntur aðild að ESB. Þessi sviðsmynd er nú fyrirferðar- meiri en áður í hugum skozkra kjós- enda, þar eð brezka ríkisstjórnin undir forustu Íhaldsflokksins sýn- ir ýmis merki þess, að hún vilji losa um tengsl Bretlands við ESB, og að því marki er aðeins ein leið fær: úrsögn. Fari svo, að brezka ríkis- stjórnin láti af því verða að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og niðurstaða hennar verði úrsögn Bretlands úr ESB, mun Skotum þykja einboðið að lýsa yfir sjálfstæði og halda þannig áfram veru sinni í ESB á eigin forsendum. En hér þykknar þráðurinn. Skotar eiga á hættu, að Spánverjar muni beita neitunarvaldi gegn aðild sjálf- stæðs Skotlands að ESB til að senda aðskilnaðarsinnum í Katalóníu skýr skilaboð um, að Katalónía muni ekki heldur komast inn í ESB sem sjálf- stæð þjóð á eigin spýtur. Brezka rík- isstjórnin hefur einnig í hótunum um að beita neitunarvaldi gegn aðild Skotlands, en það getur Bretland þó því aðeins gert, að það verði áfram í ESB. Hótanir brezku stjórnarinn- ar, þ.e. Englendinga, í garð Skota eru til þess fallnar að hleypa illu blóði í kjósendur og geta stuðlað að því, að meiri hluti skozkra kjósenda fallist á sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 18. september. Fari svo, virðist ólíklegt, að ESB, sem hefur breitt út faðminn til allra átta og nú síðast veitt Króatíu inngöngu, eigi annarra kosta völ en að taka einnig við Skotlandi. ESB yrði því að finna leið til að sætta Spánverja og e.t.v. einnig Englendinga við þær málalyktir. Sjálfstæði? Til hvers? Hvers vegna er mörgum Skotum svo umhugað um stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi? Ein ástæðan er sú, að Skot- ar eru smáþjóð og hugsa að ýmsu leyti öðruvísi en Englendingar. Margir Skotar kjósa helzt að sækja sér fyrir myndir til Norðurlanda, en margir Englendingar líta á hinn bóginn helzt til Bandaríkjanna. Það er engin tilviljun, að Íhaldsflokk- urinn er stærsti stjórnmálaflokkur Englands og hefur hverfandi fylgi í Skotlandi. Margir Skotar segja því við enska íhaldsmenn: Þið ættuð að fagna sjálfstæðu Skotlandi, því að þá fáið þið að stjórna Englandi óáreittir, og við fáum að vera í friði fyrir ykkur. Við getum átt góð samskipti áfram, þótt hreppamörk breytist í landa- mæri. Einu geta Skotar treyst hvað sem verður. Niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Skotlands 18. september n.k. verður virt. Brezka þingið mun ekki fremja valdarán með því að hafa úrslit atkvæðagreiðslunnar að engu. n Skotland og sjálfstæði Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Leiðari „Skotar eiga á hættu, að Spán- verjar muni beita neitunar valdi gegn aðild sjálfstæðs Skotlands að ESB. „Niðurlæging í slenska lýðræðis- ins átti sér stað með lýð- ræðislegum kosningum. Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í Sigmundur Davíð um viðtalið við Gísla Martein. – Bítið – Bylgjan Ég er þreytt á að vinna með óhæfum karlmönnum Þórlaug Ágústsdóttir, Pírati. – DV Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.