Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Fólk Viðtal 33 Á björtum sumardegi átti Sig­ ríður Dögg stefnumót við eiginmanninn, Valdimar Birgis son, og svefnráðgjafa á barnaspítalanum. Til stóð að koma loks skikki á svefnvenjur sonar­ ins sem hafði sofið slitrótt þessa fimm mánuði sem liðnir voru frá fæðingu. Lífið lék við þau hjónin, þau voru með tvö lítil börn og Sigríður Dögg hafði ákveðið að hægja á og kúpla sig út úr fjölmiðlum. Hún var nýráðin upp­ lýsingafulltrúi Mosfellsbæjar og átti seinna þennan sama dag fund með nýju yfirmönnunum, fund sem hún komst aldrei á. Hún var á leiðinni heim að sækja þá feðga á Suðurgötuna og var nán­ ast komin, var við BSÍ, þegar hún fékk símtal frá nágranna sínum, sem sagði að það hefði orðið slys og hún yrði að koma strax heim. „Fyrsta hugsun var að tveggja ára gömul dóttir mín hefði hlaupið út á götu og ég spurði að því. En hann sagði nei, ég skyldi bara koma heim og þar myndi hann segja mér hvað gerðist. Ég neitaði og bað hann um að segja mér það strax. Þá sagði hann að Valdimar hefði dottið með Birgi í stiganum og það væri sjúkrabíll á leiðinni að sækja hann. Í sömu andrá keyrðu sjúkrabílarn­ ir fram hjá, á fleygiferð með sírenurn­ ar á fullu. Það var ótrúlega skrýtin til­ finning að horfa á eftir sjúkrabílunum og sjá umferðina ryðja þeim veginn vitandi að þeir væru að fara að sækja son þinn.“ Léttir að flytja Við sitjum saman í brúnum leður­ sófa í stofunni heima hjá Sigríði Dögg efst á Skólavörðuholtinu. Við sitjum saman í sófa af því að það vantar sessu í hinn sófann en Sigríður Dögg er ekkert að kippa sér upp við slíka smámuni. Þau hjónin eru laus við til­ gerð og snobb, segir hún, og koma til dyranna eins og þau eru klædd. Þau njóta þess að búa á fallegu heimili en hafa ekki áhuga á dýrum munum og merkjavöru. Hér er aðaláherslan lögð á bækurnar sem fylla tekkhillurnar í stofunni. Sigríður Dögg er og hefur alltaf verið lestrarhestur. Græjurnar fá líka sitt pláss, iPadinn er tengdur við magnara og á gólfinu standa stórir hátalarar. Fjölskyldan flutti hingað í nóvem­ ber – út af slysinu, útskýrir hún. Fimm ár eru liðin frá því að slysið varð en það tók sinn tíma að finna hentugt húsnæði á einni hæð fyrir fjölskyldu sem er samsett af ótal börnum, stjúp­ börnum og lánsbörnum. Jafnvel hér í fimm herbergja íbúð þurfa þrír að deila herbergi. Sigríður Dögg var þó ákveðin í að fara frá Suðurgötunni þar sem brattur stiginn ýfði stöðugt upp gömul sár og vakti með þeim óþægindi og ótta. „Enda fluttum við strax haustið eftir slysið. Þá fórum við upp í Mosfells­ bæ þar sem við bjuggum um tíma og íhuguðum að kaupa okkur hús. Ég fann það samt þegar við komum aft­ ur niður í bæ að ég var komin aftur heim. Það var eins og ég væri komin úr einangrun, þótt þetta hafi hentað vel á meðan börnin voru lítil og lífið snerist um að vinna og sinna þeim.“ Sigríður Dögg var líka fegin því að finna húsnæði sem er svo ná­ lægt barnaspítalanum. „Mér finnst ákveðið öryggi í því. Það er meiri kyrrð hérna en á Suðurgötunni. Þar var ég alltaf hrædd við að krakkarnir hlypu út á götu, og ég var mjög hrædd við strætó. Ég var líka alltaf hrædd í stig­ anum. Þannig að það var rosalegur léttir að fara þaðan.“ Lömunin gekk til baka Fyrir fimm árum síðan, þegar hún elti sjúkrabílana að heimilinu sínu, kom hún að þeim feðgum í næsta húsi. Valdimar hafði hlaupið þangað eftir hjálp þegar hann fann símann sinn ekki strax. Þeir voru umkringdir fólki. Sonur hennar lá á borðinu og bráðatæknar stóðu yfir honum. „Þeir spurðu hvort hann hefði haft eðli­ legt höfuðlag. Ég áttaði mig ekki á spurningunni. Þeir kölluðu þá aftur, „höfuð lagið, var það eðlilegt?“ og ég játti því. Ég þorði ekki að horfa á Birgi, ég vissi ekki hvað var að og vildi ekki vera fyrir. Þannig að ég stóð hjá Valdimari og reyndi að vera til staðar fyrir hann. Hann var náfölur og í áfalli. Hann hafði verið á leiðinni út með Birgi í fanginu þegar hann datt aftur fyrir sig efst í bröttum stiganum. Við fallið missti hann barnið úr höndum sér. Síðan man hann ekki meira fyrr en hann tekur barnið aftur upp. Þetta var honum mikið áfall.“ Bráðatæknar fluttu drenginn strax upp á spítala þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu. Á spítalanum fengu þau að vita að hann hefði höfuðkúpubrotnað í slys­ inu, það hefði blætt inn á heilann, hann hefði lamast öðrum megin og væri í lífshættu. „Valdimar var niður­ brotinn. Ég reyndi að vera sterk og vera til staðar fyrir hann. Við ákváð­ um að standa saman í gegnum þetta. Eftir sólarhring fékk sonur minn flogakast og fór í öndunarstopp. Þá féll ég saman. Ég sá fyrir mér – og þessi mynd kom ótrúlega skýrt upp í huga minn – að ég yrði mamma sem fylgdi barni í lítilli kistu til grafar. Ég hélt að hann væri að deyja. Ég var svo hrædd um að missa hann.“ Í þrjá langa sólarhringa var sonur hennar í lífshættu. Betur fór en á horfði og eftir nokkra daga var Birgir fluttur frá gjörgæslunni yfir á Barna­ spítalann. Með tímanum gekk löm­ unin til baka, á aðeins nokkrum vikum fékk hann kraft í fótinn og sex mánuðum síðar var hann kominn með fullan styrk. Eftir um tvær vikur var hann útskrifaður af spítalanum og frá heila­ og taugalækninum eins og hálfs árs gamall. Sprungan opnaðist Eftir þetta lifði litli drengurinn eðli­ legu lífi. Hann þroskaðist eins og jafnaldrar hans og ekki var að sjá að eitthvað væri að. Hann hamaðist í fót­ bolta með félögum sínum og tók sér stöðu í sókninni. „Hann vill frekar skora mörk en verjast þeim,“ segir Sig­ ríður Dögg hlæjandi. Sprungan á höfðinu átti að gróa saman en það var enginn að fylgjast neitt sérstaklega með því. Sigríði fannst samt skrýtið að þegar hún strauk yfir höfuðið á honum var hann alltaf með mjúkan blett þar sem sprungan var. Hann var mjög við­ kvæmur á þessu svæði og fann mikið til þegar það var snert. „Ég ímyndaði mér alltaf að ég gæti komið við heil­ ann í honum. Þegar Birgir útskrifaðist frá heila­ og taugalækninum ári eftir slysið minntist ég á hvað mér fannst beinvöxturinn undarlegur. Læknirinn þreifaði á höfðinu en sagði það eðli­ legt. Ég var aldrei alveg sátt við þetta svar og hafði stöðugar áhyggjur af höfðinu á drengnum. Þegar hann var fjögurra ára fannst mér ég verða fá úr því skorið hvort þetta væri eðlilegt. Mér fannst betra að fara einu sinni of oft heldur en of sjaldan. Ef þetta væri ekkert þá gæti ég hætt að hafa þessar endalausu áhyggjur.“ Sigríður Dögg ákvað að leita aftur til heila­ og taugalæknis sem sendi drenginn beint til sérfræðings í heila­ skurðlækningum. Sá hafði verið við nám og störf í Svíþjóð og vissi að það gæti gerst þegar ung börn höfuð­ kúpubrotna að höfuðkúpan gengi í sundur þó að það sé afar sjaldgæft og ekki er vitað til þess að það hafi gerst áður hér á landi. Það kom á daginn að sláttur á heilahimnunni varð þess valdandi að sprungan gekk í sundur og náði aldrei að gróa saman. Gatið stækkaði eftir því sem höfuðið stækk­ aði og var orðið átta sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt, þar sem það var breiðast.“ Höfuðkúpan var því opin á þessu svæði og heilinn óvarinn. Þegar Sig­ ríður Dögg lítur til baka er óhugnan­ legt að hugsa til þess sem hefði get­ að gert ef drengurinn hefði dottið á eitthvað oddhvasst eða fengið þungt höfuð högg. „Ég er þakklát fyrir að þetta uppgötvaðist áður en eitthvað gerðist.“ Söguðu bein úr höfuðkúpunni Fimm ár voru liðin frá slysinu þegar þetta uppgötvaðist og Birgir var send­ ur beinustu leið í aðgerð. Heilahimn­ an var orðin illa farin og „í tætlum“ eins og hún orðar það. Það þurfti að laga hana. Síðan þurfti að saga bein úr höfuðkúpunni, kljúfa það í sund­ ur svo úr yrðu tvö þunn bein af sömu stærð og leggja yfir opna svæðið. Til að græða þetta saman voru notaðar plötur úr sykri og skrúfur úr sykri. Aðgerðin tók um fimm eða sex klukkutíma. Á meðan biðu þau Sig­ ríður Dögg og Valdimar frammi, milli vonar og ótta hvort allt myndi ganga vel. Eftir aðgerðina þurfti Birgir að fara aftur á gjörgæslu í sólarhring og þaðan lá leiðin inn á Barnaspítal­ ann. Nokkrum dögum síðar var fjöl­ skyldan komin aftur heim og búið að pakka Birgi í bómull. Þetta var í apríl. Fimm mánuðum síðar var Sigríður Dögg komin með alvarlegar efasemdir um að aðgerðin hefði tekist sem skyldi. Hún fann að eitthvað var að. Það kom á daginn að grunur hennar var á rökum reistur og Birgir þurfti að fara aftur í aðgerð. „Læknirinn hafði tekið bein sem var við hlið sprungunnar og senni­ lega eitthvað skaddað. Það var alla­ vega ekki nógu sterkt og greri ekki við beinið í höfuðkúpunni heldur eyddist. Nú þurftu læknarnir að leggjast í rannsóknarvinnu til að átta sig á því hvernig best væri að gera þetta. Af því að það er nánast óþekkt í vestrænum ríkjum að börn séu með svona áverka í þetta langan tíma án þess að það uppgötvist.“ Í Kína voru hins vegar dæmi um það. Á ákveðnu svæði hafði orðið jarðskjálfti eitt árið þar sem mörg börn slösuðust og leituðu til læknis nokkrum árum seinna með svona áverka. Þar hafði reynst best að taka bein úr ofanverðri höfuðkúpunni þar sem beinið er þykkast. Læknirinn ákvað að beita sömu aðferðum við Birgi. „Ég var svo hrædd“ „Í þetta sinn bjuggum við að reynsl­ unni. Við höfðum gert þetta áður. Á móti kom að við vissum að það væri ekki víst að þetta myndi takast, þetta yrði ekkert endilega búið eftir þessa aðgerð. Að því leytinu til var erf­ iðara að fara í gegnum þetta í seinna skiptið. Á meðan þessu stendur viltu trúa því að þú þurfir bara að þrauka í gegnum þetta og svo sé þetta afstaðið. Þó að ég hafi verið sterki aðilinn eftir slysið þá reyndist það mér nán­ ast um megn að fylgja Birgi í gegn­ um þessar aðgerðir. Þá var Valdimar sá sterki. Mér fannst það ólýsanlega erfitt, nánast óyfirstíganlegt. Ég var svo hrædd.“ Með áfallastreituröskun Hafi Birgi verið pakkað í bómull eft­ ir fyrri aðgerðina þá var honum vafið inn í dún eftir þá seinni. Sigríður Dögg tók sér sex vikna frí frá ritstjórninni. „Við vorum þrjú saman hér heima, ég, Valdimar og Birgir, og tókum því rólega á meðan hann var að jafna sig eftir aðgerðina. Við vorum svo sem ekki í ástandi til að fara að vinna strax, við vorum í svo miklu áfalli. Valdimar fór svo aftur að vinna eftir rúma viku en ég var áfram heima með drenginn því hann mátti ekki fara aftur í leik­ skólann fyrr en í fyrsta lagi sex vik­ um eftir aðgerðina. Það var eins og ég væri komin aftur í fæðingar orlof, þar sem ég var heima með barn í nokkr­ ar vikur og tók ekki augun af því. Hann mátti ekki gera neitt sem gat valdið þrýstingi á höfuðið, ærslast eða beygja sig fram. Á meðan Birgir var að jafna sig eftir aðgerðina var ég að glíma við áfallastreituröskun. Mér leið enn eins og hann væri að fara að deyja. Ég er ótrúlega hrædd um börnin mín en er að vinna í því að hætta að vera svona hrædd,“ segir Sigríður Dögg sem er í meðferð við áfallastreituröskun. „Ég er samstarfsfólki mínu afar þakklát fyrir þann skilning sem það hefur sýnt mér. Ég hef ekki verið með fulla ein­ beitingu síðan ég kom aftur en þetta er allt á réttri leið núna.“ Á spítalanum var hún í öruggum höndum geðhjúkrunarfræðings og sjúkrahússprestsins sem var þeim innan handar. Þegar heim var kom­ ið var eftirfylgnin í þeirra höndum og eftir slysið flöskuðu þau á því að vinna almennilega úr áfallinu. „Kannski af því að við héldum að þetta væri bara búið. Við áttum ekki von á að þessi sár yrðu ýfð upp aftur, eins og gerðist þegar hann þurfti að fara í þessar að­ gerðir. Við vitum núna að höfuðkúpan verður aldrei jafn sterk og ella. Beinið er þynnra en það ætti að vera. En við vitum ekki hvaða áhrif það mun hafa á Birgi í framtíðinni og það þýðir ekki að spá í það núna. Við verðum bara að taka þessu með æðruleysinu. Það er nóg að hugsa um það sem hefur gerst svo ég reyni að eyða ekki orku í hugsanir um það sem gæti gerst en gerist kannski aldrei.“ Missti sjálfstraustið Það er tilfinning sem Sigríður þekkir allt of vel. Síðustu tuttugu árin hefur hún verið í ákveðinni sjálfsvinnu vegna þunglyndis sem fór að gera vart við sig á menntaskólaárunum. Hún ólst upp í Borgarnesi þar sem hún naut þess að lifa og leika sér, veiða úr vök í Hvítá og upplifa alls kyns ævintýr. Innra með henni var þó ólga, mikið skap sem hún missti stundum tökin á og leið oft illa. „Mér fannst oft erfitt að vera til. Ég held að ég hafi verið ofvirk,“ útskýrir hún. „Það var því ákveðin lausn fyrir mig að æfa sund, þá fékk ég útrás fyr­ ir orkuna.“ Frá tíu til sautján ára aldurs synti hún alla daga og síðustu árin tók hún tvær til þrjár æfingar á dag. Á menntaskólaárunum var hún farin að missa áhugann og hætti. „Þá rugl­ aðist ég alveg. Ég skipti þrisvar sinn­ um um menntaskóla og náði hvergi að festa rætur. Ég varð þunglynd og missti sjálfstraustið. Ég þurfti svo mikla endurgjöf. Í sundinu fékk ég mikla endurgjöf, mér gekk vel og var valin í unglingalands­ liðið. Að mörgu leyti var þetta eins og blaðamennskan er núna, þú færð stöðuga endurgjöf á það sem þú gerir. Það er þessi þörf fyrir viðurkenningu sem drífur þig áfram.“ Ætlaði að verða læknir Með þunglyndinu fékk Sigríður Dögg ranghugmyndir um sjálfa sig og fyllt­ ist vanmætti gagnvart aðstæðum sem hún hefði annars geta klárað með stæl. Eins og náminu. Alla tíð hafði hún stefnt að því að verða læknir. En daginn sem hún átti að mæta í inn­ tökuprófið guggnaði hún á því og hætti við. „Ég var svo hrædd um að mistakast. Eftir á að hyggja var þetta órökréttur ótti, því ég átti auðvelt með að læra og veit að ég hefði staðið mig vel. Fyrst mér leið svona á þessum tíma þá var það rétt ákvörðun að fara aðra leið. Það væri auðvelt að sjá eftir því en ég geri það ekki. Af því að ég veit að ég hef alltaf tekið bestu mögulegu ákvarðanir fyrir mig í þeim aðstæð­ um sem ég hef verið í hverju sinni. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þú hefðir tekið sömu ákvörðun og þú myndir taka í dag, þegar þú hefur öðl­ ast meiri þroska og getu. En ég veit að ef ég hefði verið búin að ná þeim þroska sem ég hef náð í dag þá hefði ég rúllað þessu námi upp. Mér gekk alltaf vel í skóla.“ Draumurinn um að verða læknir hefur fylgt henni síðan og það var ekki fyrr en nýlega sem hún gaf hann upp á bátinn. Fram að því hafði hún margoft ákveðið að láta verða af þessu, „en alltaf þegar ég ætlaði að fara að undirbúa mig fyrir inntöku­ prófið þá var eins og mér væri ætlað að gera eitthvað annað. Fyrir þremur árum keypti ég allar bækurnar sem ég átti að lesa en var þá boðið spennandi starf sem ég gat ekki annað en þegið.“ „Ókei, þessi draumur er úti“ Sigríður tók við sem verkefnastjóri yfir rafrænni sölu Eymundsson. Þremur mánuðum síðar var fyrir­ tækið komið í söluferli og búið að slá verkefnið af. Sigríði Dögg var sagt upp störfum. „Ég hugsaði með mér að það væri frábært því ég gæti þá farið að lesa auk þess sem ég stofnaði al­ mannatengslafyrirtækið SDA ráðgjöf. Eftir nokkurra mánaða lestur urðu breytingar á Fréttatímanum og mér var boðið starf þar og fannst það svo spennandi að ég sló til. Síðan varð ég ritstjóri. Þá hugsaði ég með mér, ókei, þessi draumur er úti. Ég var orðin fertug, ritstjóri og var ekki að fara í tíu ára nám úr þessu. Hugsunin var líka sú að mig lang­ aði að gera meira gagn. En sem blaða­ maður get ég gert heilmikið gagn. Hvað þá sem ritstjóri. Þá leggur þú línurnar og getur vakið athygli á mál­ efnum sem skipta máli. Þú getur stýrt umræðunni í vissar áttir.“ Draumurinn rættist Áður en hún hóf störf á Fréttatím­ anum hafði hún ekki starfað við fjöl­ miðla í nokkur ár. „Ég fann að eftir að þetta gekk ekki upp með Krónik­ „Ég sá fyrir mér – og þessi mynd kom ótrúlega skýrt upp í huga minn – að ég yrði mamma sem fylgdi barni í lítilli kistu til grafar. Ég hélt að hann væri að deyja. „Þá komst ég að því að hann hafði haldið fram hjá mér yfir í allavega ár. Heima í sex vikur Sigríður Dögg tók sér sex vikna frí frá vinnu til þess að vera heima með syninum á meðan þau voru að jafna sig, hann á aðgerðinni og hún á áfallinu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.