Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Fólk Viðtal 37
Orðræðan í þingsalnum er
stundum lítið gagnleg en vinnan í
nefndum finnst mér mjög góð og
samstarf þingmanna uppbyggilegt
og málefnalegt. Þar sem myndavél-
arnar eru og bein útsending í gangi
eru þingmenn meira í því að slá
keilur. En þar mætti rökræðan vera
vandaðri og ekki eins persónuleg og
nú er.“
Enginn ráðherrastóll í
maganum
Frosti hefur miklar mætur á for-
sætisráðherra. „Sigmundur Davíð
er að mínu mati mjög skynsamur og
fær stjórnmálamaður. Það er eigin-
lega ótrúlegt að svona ungur maður
sé svona klár eins og hann. Ég var
orðinn fimmtugur þegar ég fór að
skilja margt af þessu sem hann er að
tala um 38 ára. Ég ber mikla virðingu
fyrir honum. Hann gæti verið að
gera allt annað með sína hæfileika,
en hann er í þessu af hugsjón og
þarf að glíma við andstæðinga sem
reyna að fella hann við hvert fótmál.
En það er bara pólitík og er eins og
við er að búast.“
Sjálfur segist Frosti ekki ganga
með ráðherradrauma í magan-
um. „Í rauninni ekki. Mér finnst
allt áhugavert sem lýtur að efna-
hags- og viðskiptamálum og er mjög
ánægður með að vera í efnahags- og
viðskiptanefnd og fæ þar að sinna
mínu áhugasviði. Ég er á mjög góð-
um stað og öfundast ekki út í ráð-
herrana. Það er enn meira vinnuá-
lag á ráðherrum allan ársins hring
og færri tækifæri til að vera með fjöl-
skyldu og vinum.“
Bjart framundan
Hann segir erfitt að segja til um
hvort hann sé kominn í stjórnmál-
in til að vera. „Ef allt gengur vel og
ástandið á Íslandi verður í fínu lagi
finn ég mér eflaust eitthvað meira
spennandi að gera. Spurningin er
svo hvenær allt er í fínu lagi. Ég
er áreiðanlega ekkert ómissandi á
þingi en á meðan ég er með verk-
efni sem mér finnst brýnt að vinna
að og kjósendur styðja mig þá verð
ég hér áfram,“ segir hann og bætir
við að stærstu verkefnin að hans
mati séu þau sem snúi að afnámi
verðtryggingar, skuldaleiðréttingu,
afnámi fjármagnshafta, eflingu
nýsköpunar og hagvexti og því
að treysta umgjörð krónunnar og
stöðugleika til framtíðar.
Frosti er þó sannfærður um
góða tíma fram undan. „Ég held að
það séu fá lönd í heiminum sem
eiga jafn bjarta framtíð og Ísland.
Þessi fámenna þjóð á svo mikið og
ef henni tekst að forðast stór mis-
tök mun hún hafa það miklu betra
í framtíðinni og þó höfum við það
býsna gott miðað við flestar þjóðir.
Tækifæri Íslands eru mikil og fram-
tíðin er björt.“
Hann horfir einnig björtum
augum fram á við í sínu persónu-
lega lífi. „Ég er heilsuhraustur og
þakklátur fyrir það. Vorið er fram
undan og lengri og bjartari dagar
gefa mér mikla orku. Mér líður
best með fjölskyldu og vinum og
þegar vel gengur. Það gefur lífinu
inntak að geta komið einhverju
áleiðis, hvort sem það er að gera
upp hús, byggja upp fyrirtæki eða
bæta eitthvað sem er í ólagi. Það
er af nógu að taka í landsmálunum
og ég er ánægður á meðan ég fæ að
taka þátt í því að vinna gagn á þeim
vettvangi.“ n
„Ég fer ekki í skvass
tvo daga í röð án
þess að vera að drepast
Lét drauminn rætast
Frosti keypti sér rafmagns-
gítar og magnara og
stofnaði bílskúrsband þegar
hann varð fimmtugur.
Mynd Sigtryggur Ari