Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 38
Helgarblað 21.–24. febrúar 201438 Neytendur
N
ý reglugerð um miðlun
upplýsinga um matvæli til
neytenda er nú til umsagn-
ar hjá atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneyti. Með
reglugerðinni verður innleidd reglu-
gerð Evrópuþingsins og -ráðsins nr.
1169/2011. Athugasemdum skal
skila fyrir 14. mars næstkomandi.
Í reglugerðinni er fjallað um al-
mennar meginreglur, rétt neytenda,
skyldur og ábyrgð matvælafyrir-
tækja er varða matvælaupplýsingar,
s.s. merkingar matvæla, upplýs-
ingar um óinnpökkuð matvæli og
auglýsingar. Reglurnar varða alla
matvælakeðjuna, enda verða upp-
lýsingar að berast með matvælum
alla leið frá uppruna þeirra til neyt-
enda. Þær varða innpökkuð matvæli
og óinnpökkuð, frá framleiðendum,
í verslunum og netviðskiptum og
þær varða upplýsingar um matvæli
á veitingastöðum og mötuneytum
svo dæmi séu tekin.
Best fyrir
„Samkvæmt Evrópureglugerðinni á
að setja „best fyrir“ merkingu á mat-
væli sem eru frekar stöðug, svo sem
þurrvöru og frystivöru.“ Þetta segir
Jónína Þ. Stefánsdóttir, fagsviðs-
stjóri matvælaöryggis og neytenda-
mála hjá Matvælastofnun. „Í raun
er verið að miða við hina dagsetn-
inguna, síðasta neysludag, sem er
sett á viðkvæmar vörur. Það eru vör-
ur sem geta orðið hættulegar við að
eldast, til dæmis vegna örvera.“
Vörur merktar með „best fyrir“
eru því ekki hættulegar þó þær
eldist, en gæði þeirra geta minnk-
að, þannig getur varan þránað eða
þornað við langvarandi bið. Þeim
má dreifa áfram þó þær séu komnar
yfir dagsetninguna.
Jónína telur líklegt að neyt-
endur þurfi að upplýsa um að var-
an sé komin yfir „best fyrir“ dag-
setninguna auk þess sem slá má
af verðinu. Þá á eftir að skýra hver
ber ábyrgð á vörunni eftir að „best
fyrir“ dagsetningin er liðin, hvort
hún flyst ekki frá framleiðanda til
dreifingaraðilans.
Pökkunardagur úreltur
Við gildistöku nýju reglugerðar-
innar falla fyrri reglugerðir úr gildi.
Þar með verður „pökkunardagur“
á kælivörum ekki lengur merktur.
Brögð hafa verið að því að sú dag-
setning hafi verið villandi því vörur
hafi jafnvel verið teknar úr pakkn-
ingum eftir nokkra daga og pakk-
að aftur til að geta sett á þær nýjan
pökkunardag.
Vinna gegn sóun
Aðspurð um markmiðið með
reglunum segir Jónína það fyrst og
fremst vera að draga úr sóun. „Það
er mjög mikil hreyfing í að reyna að
nýta matvæli betur og minnka sóun,
bæði í Evrópusambandinu og hjá
Codex,“ segir hún. Codex Aliment-
arius er latneskt heiti á alþjóðleg-
um viðmiðunarreglum um matvæli
sem hafa verið í gildi síðastliðin 50
ár. „Þessi breyting er hluti af vinnu
við að reyna að skýra betur þessar
dagsetningar.“
Breytingin nú er hluti af heildar-
endurskoðun á öllum merkingar-
reglum en þær sem unnið er eftir
núna eru að stofninum til um þrjá-
tíu ára gamlar. „Það hefur margt
breyst á markaði og þarfir neytenda
líka,“ segir Jónína. Þannig verður
skylt að upplýsa um næringargildi,
sérstaklega hvað varðar forpökkuð
matvæli.
Í hvítbók framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins um Evrópuá-
ætlun um heilbrigðismál er bent á að
næringarmerkingar séu ein mikil-
væg aðferð til að upplýsa neytendur
um samsetningu matvæla og hjálpa
þeim að taka upplýstar ákvarð-
anir. Í starfsáætlun ESB um neyt-
endastefnu er mikil vægi upplýstra
ákvarðana neytenda sagt nauðsyn-
legt fyrir skilvirka samkeppni og
velferð neytenda. Þekking á grund-
vallarþáttum er varða næringu og
viðeigandi næringarupplýsingar
fyrir matvæli myndu stuðla veru-
lega að því að gera neytendum kleift
að taka slíkar ákvarðanir. n
Heimilt að selja
útrunnin matvæli
Matvöruverslun Verslunum verður heimilt að dreifa vörum eftir að „best fyrir“ dagsetningin er liðin. Mynd Ásgeir M einarsson
„Best fyrir“ ekki það sama og „síðasti neysludagur“
auður alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is Merkingar á
matvælum
Skylt er að merkja matvæli
með eftirfarandi:
Úr reglugerð:
1. Vöruheiti
2. Innihaldslýsing
3. Magn tiltekinna innihaldsefna eða
flokka innihaldsefna
4. Nettóþyngd þegar um er að ræða
matvæli í neytendaumbúðum
5. Geymsluskilyrði
6. Geymsluþol
7. Heiti eða fyrirtækjaheiti og heimil-
isfang framleiðanda, pökkunaraðila
eða seljanda með aðsetur á Evrópska
efnahagssvæðinu. Heimilisfang skal
gefið upp sem bær, borg eða hérað en
auk þess er heimilt að skrá götuheiti,
húsnúmer og/eða símanúmer.
8. Upplýsingar um uppruna eða
framleiðsluland ef skortur á slíkum
upplýsingum gæti villt um fyrir neyt-
endum hvað varðar réttan uppruna
matvælanna.
9. Notkunarleiðbeiningar ef ekki er unnt
að nýta matvælin á réttan hátt án slíkra
leiðbeininga
10. Styrk vínanda miðað við rúmmál í
drykkjarvörum sem innihalda meira en
1,2% af vínanda miðað við rúmmál
11. Framleiðslulota
Upplýsingar um vöruheiti, nettóþyngd,
geymsluþol og styrk vínanda, þegar við
á, skulu vera á sama sjónsviði.
Vandamál
möndlubænda
Möndlur hækka sífellt í verði
Möndlur hafa næstum tvöfald-
ast í verði undanfarin fimm ár.
Reyndar eru þær orðnar svo
verðmætar að þjófar eru farnir að
ágirnast uppskeruna. Möndlu-
rækt hefur verið líkt við gullæði
en 82% mandla heimsins koma
frá Kaliforníuríki í Bandaríkjun-
um. Frá þessu er sagt á vef BBC.
Hæst próteinhlutfall
Möndlur hafa orðið sífellt vinsælli
sem snakk eða millibiti undanfar-
ið en óháðar rannsóknir staðfesta
hollustu þeirra. Áður voru möndl-
ur og hnetur ekki álitinn góður
kostur vegna mikils fituinnihalds.
Möndlur hafa hátt hlutfall trefja
og hafa hæst hlutfall próteins allra
trjáhneta. Rannsóknir leiða í ljós
að möndluát minnkar hungur-
tilfinningu auk þess sem það er
talið hafa góð áhrif á þyngdartap
og eins á sykursýki tvö eða forstig
hennar.
Vaxa allar á sama skika
Ræktarlandið sem er um 90 mín-
útna akstur frá Silicon Valley er
einn af fáum stöðum í heim-
inum þar sem er kjörlendi
möndlutrjáa. Þar eru nógu kaldir
vetur til að trén geti lagst í dvala,
en um miðjan febrúar vorar á ný
og trén fara að blómstra.
Möndluþjófnaður er þó ekki
það eina sem ógnar möndluupp-
skerunni því vatnsskortur ógn-
ar henni enn frekar, en mestu
þurrkar frá því mælingar hófust
ógna nú fylkinu. Það hefur rignt
mjög lítið undanfarin þrjú ár
og grunnvatnsstaða er farin að
lækka vegna þess. Möndlubænd-
ur vita ekki hvernig fjórða þurrka-
árið færi með uppskeruna.
Lækka ekki í verði
Varðandi verðið þá eru engar líkur
til þess að hnetur verði í bráð ódýr
valkostur sem millibiti. Eftirspurn-
in eykst hratt en framboðið er tak-
markað auk þess sem þurrkarnir
gætu enn orðið til að draga úr því.
Neytendur ættu þó að hafa
í huga að það er ekki ráðlagt að
borða mjög stóra skammta af
möndlunum. 28 grömm, um það
bil 23 möndlur, innihalda um 160
kaloríur og hver mandla er rík af
næringarefnum svo þeirra ætti að
neyta í hófi.
Hjólreiðamaður
Lætur veðrið ekki
stöðva sig.
Heimagerð nagladekk
Hjólreiðar virka líka á veturna
Æ
fleiri nota reiðhjól sem
helsta samgöngumáta
hvernig sem viðrar. Á vet-
urna er mikilvægt að búa
hjólin þannig að þau séu ekki hættu-
leg og þá er hálka helsti óvinur hjól-
reiðamannsins. Nagladekk geta ver-
ið dýr en það er kostar lítið að útbúa
þau sjálfur, annað en tíma.
Til þess að útbúa sín eigin
nagladekk þarf gróf dekk, ný eða
notuð, um það bil 100 skrúfur, hálfs
til eins sentimetra langar og með
rúnnuðum haus, í hvort dekk, lím-
band, borvél og skrúfjárn.
Fyrst eru boruð um það bil 100
göt í dekkið. Best er að velja ákveðna
staði í munstrinu á dekkinu fyrir
holurnar en einnig getur komið sér
vel að merkja fyrir götunum með
krít. Þetta er best að gera utan frá því
þaðan sést munstrið í hjólbarðanum
best og hægt er að bora í þykku tapp-
ana í munstrinu. Passið að borinn
sem notaður er sé fínni en skrúfurn-
ar.
Þá eru skrúfurnar skrúfaðar í inn-
an frá. Gott er að nota borvélina og
skrúfbita við þetta. Eftir að skrúfurn-
ar eru komnar í þarf að klæða inn-
anvert dekkið. Flest dekk eru með
hlífðarborða upp við gjörðina en
slíkum borða þarf að koma fyrir upp
við naglana til að hlífa slöngunni.
Hægt er að útbúa borðann úr gam-
alli slöngu eða nota þykkt límband í
staðinn, til dæmis „gaffer tape“ eða
einangrunarlímband. Gott er að fara
tvær til þrjár umferðir með einangr-
unarlímbandinu.
Á reiðhjól sem eru með diska-
bremsum eða gamaldags fótbrems-
um er einfaldasta hálkuvörnin sú
að útbúa keðjur á dekkin. Það er
gert með því að kaupa hæfilega
grófa keðju í byggingavöruverslun
og klippa hana niður í lengjur sem
passa utan um dekkið og festa með
„plaststrap“ innan á gjörðinni. Best
er að setja keðjuna með um það bil
tveggja til þriggja teina millibili eða
nægu bili til þess að það sé alltaf
keðja á þeim hluta dekksins sem
snertir jörðina. Að vori er svo lítið
mál að klippa á plastið og geyma
keðjurnar fram á haust. Kosturinn
við þetta er að það þarf ekki einu
sinni að skipta um dekk. n
Ekki íslenska
stafi í sms
Fjarskipti eru orðin stór hluti af
útgjöldum heimila þar sem all-
ir heimilismeðlimir hafa farsíma.
Það er því ráð að leita allra leiða til
að lækka kostnaðinn. Ein þeirra
er að nota ekki íslenska stafi þegar
send eru skilaboð.
Þegar sent er sms með sér-
íslenskum stöfum fækkar þeim
fjölda stafa sem skilaboðin leyfa úr
160 í 70. Þannig gæti þurft tvö til
þrjú sms-skilaboð með séríslensk-
um stöfum til að senda skilaboð
sem annars myndu passa í eina
sendingu án íslensku stafanna.
Kostnaðurinn verður þar af leið-
andi meiri með íslenskum stöfum,
sér í lagi ef síminn bætir sjálfkrafa
við nýjum skilaboðum sé farið yfir
hámarksfjölda stafa. Þetta kemur
fram á vef Vodafone.