Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 E rna Katrín Árnadótt- ir er 24 ára fluggagna- og landfræðingur. Hún er mik- ill matgæðingur og held- ur úti matarbloggsíðunni RottenShark.com þar sem hún deilir uppskriftum að hefðbundn- um íslenskum mat en matar- gerðina lærir hún ýmist hjá ömmu sinni og afa eða á elliheimilum landsins. Kann betur að sjóða pasta en fisk „Þetta er matarblogg á ensku um íslenskan mat, sem er samt smá nútímavæddur. Núna eru til dæmis komið alls konar krydd sem var ekki til í gamla daga,“ seg- ir Erna. Hún segir hugmyndina að matarblogginu hafa kviknað eftir matarboð hjá tengdamóður sinni. „Fyrir nokkrum mánuðum var mér boðið í mat til tengdamömmu minnar og hún var með soðna ýsu, gellur og hamsatólg. Þá fór ég að- eins að hugsa að ég vissi ekki ná- kvæmlega hvernig ferlið væri við að sjóða fisk. Ég kann miklu betur að sjóða pasta en fisk. Og þá kvikn- aði skyndilega hjá mér áhugi á ís- lenskri matargerð og fannst tilval- ið að sanka að mér uppskriftum og fara til ömmu og afa og læra þetta. Þannig að þetta var eigin- lega þá; þegar ég borðaði gellur og hamsatólg.“ Heimsækir elliheimilin Aðspurð segist Erna afar hrifin af íslenskum mat, þó svo að hann sé ekki eins oft á boðstólum og áður. „Þegar ég var lítil þá var mamma alltaf vön að hafa fisk að lágmarki þrisvar í viku en svo ein- hvern veginn dó það út og í matinn urðu oftar pítsur og pasta, sushi og kjúklingaréttir.“ Erna þurfti þó ekki að leita langt til þess að læra réttu handtökin í íslenskri matargerð. „Tengdamamma mín er mikill kokkur og hún er mikið fyrir svið og slátur og svoleiðis. Svo get ég leitað til ömmu minnar og afa og líka langömmu minnar,“ segir hún. „Svo heimsæki ég meira að segja vinkonu ömmu minnar sem er á elliheimili þannig að ég er að hitta fjölda snillinga á elliheimil- um landsins.“ Er enn að læra „Ég er að læra þetta og deili svo mínum lærdómi með öðrum á síð- unni, helst þá ungu kynslóðinni og kannski erlendum ferðamönn- um sem vilja fræðast um íslenskan mat,“ segir Erna. Hún er nú kom- in upp á lagið með að sjóða fisk og útbúa hamsatólg en á margt eftir ólært. „Ég er ennþá að læra. Í næstu viku er ég til dæmis að fara til ömmu að læra að gera saltfiskkássu,“ segir hún og bætir við að matreiðslukennslan sé ekki síst góð samverustund með ömmu hennar og afa. „Mér finnst gaman að heim- sækja þau og þeim finnst líka gam- an að hafa eitthvað að gera og vera með barnabarninu sínu.“ Elskar fisk í karríi Erna er mikill matgæðingur og segist nú elda hefðbundna ís- lenska rétti mikið í bland við það sem flestir eiga að venjast í dag. „Það er svolítið eins og gamli, góði íslenski maturinn hafi gleymst og mér finnst að það mætti vera meira af honum á kvöldverðar- borðinu,“ segir hún og bætir við að hún haldi nú mikið upp á þessa matargerð. „Það nýjasta í uppáhaldi er fisk- ur í karríi, sem er einmitt inni á heimasíðunni. Hann er einfaldur og mér finnst hann mjög góður.“ En hvað með þorramatinn? „Mér finnst lifrarpylsa og blóðmör mjög góð og ég borða alveg svið en mér finnst svolítið skrýtið að borða augun.“ n Bloggar um íslenska matargerð Lærði að sjóða fisk hjá ömmu og afa Ofnbökuð ýsa með karríi Uppskrift Innihald: n 1,7 kg ýsuflök n 200 g hrísgrjón n 1 bolli AB-mjólk n 1 bolli súrmjólk n 4 msk. majónes n 3 tsk. karrí n 2 tsk. salt n ¼ tsk. pipar Aðferð: Skref 1: Sjóðið hrísgrjónin. Skref 2: Hrærið saman AB-mjólk, súr- mjólk, majónes, karrí, salt og pipar. Skref 3: Skerið fiskinn í stóra bita (eitt flak er um fjórir til fimm bitar) Skref 4: Takið stórt eldfast mót og smyrjið með olíu. Setjið hrísgrjónin í mótið og raðið svo fiskbitunum þétt ofan á. Hellið sósunni yfir fiskinn og dreifið svo rifnum osti yfir. Setjið í ofn og bakið í 25 til 35 mínútur á 200°C. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Þorrabakki Erna Katrín útbjó þorrabakka með öllu tilheyrandi. Mynd ErnA KAtrín ÁrnAdóttIr Matgæðingur Erna Katrín er mikill matgæðingur. Girnilegt Pönnukökur ömmu Dísu. Mynd ErnA KAtrín ÁrnAdóttIr Fæst apótekum, Krónunni, Nóatúni og Grænni heilsu Grænkál í staðinn fyrir snakk Einstaklega gott snarl Grænkál er með hollari fæðu sem hægt er að finna, en það er ríkt af beta-karótíni, K-vítamíni, C-vítamíni og kalsíum. Líkt og spergilkál inniheldur grænkál sulforaphane, en það er talið hafa verndandi áhrif gegn krabbameini. Þá hefur grænkál einnig góð áhrif á kólesteról- magn líkamans og því frábær fæða til að neyta á milli mála. Skemmtileg leið til að matreiða grænkál er að útbúa grænkáls- flögur. Þær eru frábært snarl sem kemur í staðinn fyrir popp- korn og kartöfluflögur og eru auk þess mun hollari kostur. Flögurnar er líka afar einfalt að útbúa og getur hver og einn kryddað þær að vild. Skerið stóru stilkana af kál- hausnum, því eingöngu blöðin eru notuð. Rífið blöðin í litla bita og setjið í skál. Þvoið grænkáls- blöðin með vatni og þurrkið svo vel, til dæmis með bréfþurrku. Dreypið ólífuolíu yfir kálið þegar það hefur þornað og veltið því svo upp úr olíunni. Stráið salti, pipar og sesam fræjum yfir kálið og veltið til. Raðið kálinu svo á bökunarplötu og bakið inni í ofni á 200°C í fimm til tíu mínútur, eða þar til grænkálið er orðið stökkt og dökkgrænt að lit. Gott er að snúa grænkálinu við á meðan það bakast til að það verði stökkt á alla kanta. Athugið að hver og einn getur kryddað kálið að vild. Það er til dæmis gott að setja papriku-, chili- eða hvítlauksduft, cayenne-pipar eða parmesanost út á kálið. „Í næstu viku er ég til dæmis að fara til ömmu að læra að gera saltfiskkássu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.