Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Side 42
Helgarblað 21.–24. febrúar 201442 Lífsstíll T rússferðir hafa notið vax­ andi vinsælda undanfar­ in ár. Í þessum ferðum er farangur og vistir fluttar á milli staða en göngufólk gengur aðeins með léttan dagpoka með nesti og hlífðarfatnaði. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir marga taka alltof mikinn farangur með sér í slíkar ferðir, en að mikilvægt sé að fá hvíld frá því neyslusamfélagi sem við lifum í. Hægindastólar, hljómborð og tölvur „Vinsældir trússferða eru eðlilegar. Þær gefa fleirum kost á að ferðast um svæði með þægilegum hætti og njóta útivistar og náttúru,“ segir Páll. „Þrátt fyrir að trússferðir séu allra góðra gjalda verðar má segja að þær hafi smám saman farið úr böndunum hjá ferðahópum hér á landi. Sterk tilhneiging er hjá ferða­ mönnum að taka of mikið með sér af vistum. Mörg dæmi eru um að í 20 manna ferðahópi í viku sumar­ leyfisferð hafi búnaður og vistir ver­ ið tvö til þrjú tonn. „Trússurum“ hafa fallist hendur þegar hlaða á vistir um borð í báta, bíla eða rútur. Í einhverjum tilfellum hafa farþegar í ferðum tekið með sér hægindastól, hljómborð og tölvur. Oft hefur það tekið eina til tvær klukkustundir að hlaða vistunum um borð. Þá hjálp­ ast menn að og telja það ekki eftir sér að bera allt um borð þegar ver­ ið er að leggja af stað. Algengt er svo þegar ferð er að ljúka að menn klóri sér í höfðinu þegar verið er að bera allt til baka um borð og þá stundum helmingurinn ónotaður.“ Huga þarf að matnum „Góð regla í trússferðum er að taka með sér það sem maður getur sjálfur borið í einni ferð, til dæmis um borð í bátinn. Ef þú þarft að fara margar ferðir með þinn eigin farangur þá er það vísbending um að þú sért með of mikið af farangri með þér,“ segir Páll. „Farangurinn í þessum ferðum er eitt, maturinn er annar kapítuli. Auð­ vitað er gaman að gera vel við sig og hafa góða máltíð í ferðinni en þegar reiddar eru fram þriggja til fjögurra rétta lúxusmáltíðir mörg kvöld í röð, betri og veglegri en fá má á fínustu veitingastöðum, þá má spyrja hvort við séum á réttri leið. Lúxusferðir eru sannarlega ein tegund af því sem er í boði í ferðaúrvalinu en þegar flestall­ ar ferðir eru orðnar að lúxusferð þá erum við kannski búin að missa sjónar á tilganginum.“ Hvíld frá neyslusamfélaginu Páll segir mikilvægt að komast út í óbyggðirnar. „Í sumarleyfisferð­ um Ferðafélags Íslands er í mörg­ um tilvikum ferðast um óbyggðir og eyðisvæði og þá gefst fólki kostur á að upplifa náttúruna með öðrum hætti en dags daglega og þá kom­ ast menn í snertingu við uppruna sinn. Hluti af því að upplifa nátt­ úruna, söguna og menninguna er einfaldleiki, nægjusemi og hófsemi, sem og virðing fyrir náttúrunni. Þá upplifa menn einnig frelsið, í marg­ víslegri merkingu þess orðs. Meðal annars frelsi og hvíld frá því neyslu­ samfélagi sem við búum í.“ Nýta mat úr heimabyggð „Með góðum undirbúningi og fyrir­ grennslan er í mörgum tilvikum hægt að njóta þess sem matarkista náttúrunnar býður upp á. Einnig er tilvalið fyrir ferðafólk að nýta sér sem mest mat úr heimabyggð. Það er bæði fjölbreytilegt, fróðlegt og skemmtilegt og eykur tengsl við þjónustuaðila í héraðinu. Nú þegar sumarið er fram undan þá er gott fyrir ferðahópa að skipuleggja ferð­ irnar og finna út hvernig þeir vilja hafa sumarleyfisferðirnar.“ n Frelsi í náttúrunni Páll segir fólk komast í snertingu við uppruna sinn þegar það ferðast um óbyggðir og eyðisvæði. Trúss í ferðum n Varast skal að taka of mikið n Margir vilja þriggja rétta lúxusmáltíðir Matur úr náttúrunni Páll segir skemmtilegt að nýta mat úr heimabyggð sem og að borða það sem náttúran býður upp á. Ekki taka of mikið „Ef þú þarft að fara margar ferðir með þinn eigin farangur þá er það vísbending um að þú sért með of mikið af farangri með þér,“ segir Páll. Reglur í fjallaskálum Vetrarumferð ferðafólks hefur nú aukist að nýju eftir að verulegur samdráttur var í umferð ferða­ manna um hálendið eftir hrun. Nú þegar umferðin er að aukast er mikilvægt að minna alla ferða­ menn að ganga vel um fjallaskála og skilja við þá í því ástandi sem þeir vilja sjálfir koma að þeim: Gisting í skálum Ferðafélags Íslands utan gæslutíma Umgengnisreglur n Þeir sem hafa pantað gistipláss njóta forgangs. n Svefnfriður skal ríkja frá kl. 24.00 til 07.00. n Reykingar eru bannaðar í skálum félagsins. n Gestir eru beðnir að virða skálareglur sem hanga uppi á hverjum stað. n Gestir eru vinsamlega beðnir um að hleypa ekki inn í skála öðrum en þeim sem hafa gildar gistibeiðnir. Áður en farið er heim n Mikilvægt er að loka öllum gluggum tryggilega og læsa útidyrum. n Þrífa borð, sópa og skúra gólf. n Athuga að örugglega sé skrúfað fyrir allt gas. n Vaska upp, þurrka og ganga frá öllum eldhúsáhöldum í skápa. n Hrista dýnur og setja þær upp á rönd í rúmstæðunum. n Þrífa útigrill, hafi það verið notað. n Alls ekki skilja sorp eftir í eða við skálana. Vinsamlega athugið Gestum er ráðlagt að taka með sér viskustykki, handklæði og tuskur. Ekki er hægt að treysta á að slíkt sé að finna á staðnum. Ekkert rennandi vatn er í skálum utan gæslutíma, því þarf að sækja vatn utanhúss. Athug­ ið að hella ekki vatni né öðru í vaskana því það frýs í lögnunum sem við það geta skemmst. Vatnssalerni eru lokuð en kamrar eru við alla skálana. Alls ekki henda rusli í kamrana! Engin sorphirða er í skálun­ um. Gestir verða því að taka með sér allt sorp í bæinn eða næsta sorpgám. Ath! Sorpgámar eru við skálana í Landmanna­ laugum, Hvanngili og í Langadal í Þórsmörk. Skilið lykli á skrifstofu FÍ við heimkomu. Gestir eru beðnir um að láta vita ef eitthvað er bil­ að, brotið eða aðfinnsluvert í skálunum. Allar athugasemdir um betrumbætur eru vel þegn­ ar. Vinsamlegast skiljið við skál­ ann eins og þið viljið taka við honum. D V ræddi við margreynda fjallgöngumenn og fékk góð ráð um hvernig eigi að búa sig til ferðar. Auk þess að klæða sig vel er mikil­ vægt að vita hvert maður er að fara og að láta einhvern nákominn vita af ferðum sínum. Hér eru sex atriði sem hver einasti fjallgöngumaður ætti að vera með á hreinu. Góður útbúnaður Grunnskilyrði fyrir fjallgöngu er að vera vel í stakk búinn og búast við því versta. Lykilatriði er að vera í góðum skóm og með aukaflíkur í töskunni. Passaðu þó upp á að verða ekki of heitt á leiðinni upp. Nesti Það er mikilvægt að næra sig vel og drekka nóg af vatni fyrir brottför. Taktu með nesti og nóg af vatni. Meira, frekar en minna – enda ekki sérstök tilhugsun að finna fyrir hungri uppi á fjallstind. Veðurspá Það tekur enga stund að kíkja á veðurspána. Ekki láta neitt koma þér á óvart. Við búum nú einu sinni á Íslandi. Þekkja leiðina Áður en lagt er af stað er nauðsyn­ legt að vita hvert maður ætlar að fara. Ekki ganga út í buskann. Stingdu landakorti í rassvasann. Það má snúa við Sumir segja að það séu til tvær týpur af fjallgöngumönnum, annars vegar varkárir og hins vegar dauðir. Það er allt í lagi að snúa við, sama hversu lítilvæg ástæðan er. Vertu með símann Láttu vita af þér. Hringdu í ein­ hvern sem er þér nákominn, segðu nákvæmlega frá ferðalagi þínu og hvenær þú búist við að koma aft­ ur á heimaslóðir. Snjallsímar þola kulda illa og því er tilvalið að eiga gamla, góða Nokia­símann fyrir fjallgöngurnar. n ingolfur@dv.is Með allt á hreinu fyrir fjallgöngu n Láttu ekkert koma þér á óvart n Það má snúa við á miðri leið Skoðaðu veðurspána Það getur dregið fyrir sólu á auga- bragði og þá er gott að vera með aukapeysu í töskunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.