Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Page 50
Helgarblað 21.–24. febrúar 201450 Menning
L
eikfélag Akureyrar gerir það
gott um þessar mundir. Það
voru hvorki meira né minna
en sex leiksýningar í boði hjá
leikhúsinu í síðustu viku þegar
Lísa og Lísa var frumsýnd í Rým
inu. Rýmið er Litla sviðið hjá leikfé
laginu og er staðsett í sömu götu og
gamla Samkomuhúsið. Það tekur
100 manns í sæti og helsti kosturinn
við aðstöðuna er að hægt er að skapa
nýtt leikrými við hverja nýja upp
færslu innan þess. Það er óskastaða
allra sannra leikhúsmanna, enda hef
ur leikmyndahöfundurinn að þessu
sinni, Móeiður Helgadóttir, dottið
niður á einstaklega hugvitsamlega
lausn og nýtingu á rýminu til að koma
Lísu og Lísu á svið, sýningu sem kem
ur á óvart.
Venjulegar konur
Lísa og Lísa eftir Amy Conroy (frá Ír
landi) er tiltölulega nýtt leikrit sem
fjallar um tvær ósköp venjulegar kon
ur á sjötugsaldri. Það eina sem ger
ir þær sérstakar er að þær elska hvor
aðra, búa saman eins og venjuleg
hjón, eru samkynhneigðar svo því
sé haldið til haga. Leikritið byggir á
raunverulegum persónum, höfund
urinn kynntist konunum sem hér um
ræðir og fékk þær til að segja sögu
sína sem síðar varð að leikriti. Það
merkilega við sögu þeirra Lísu og
Lísu er sú staðreynd að flest samkyn
hneigð pör og hjón lifa mjög svipuðu
ef ekki sama lífi og þau sem eru gagn
kynhneigð, enda má ef til vill fullyrða
að hluti af réttindabaráttu samkyn
hneigðra sé einmitt að fá viðurkenn
ingu á sínu borgaralega eða smá
borgaralega lífi. Þegar kíkt er inn í
stofu hjá Lísu og Lísu kemur nefni
lega í ljós að þær lifa og búa eins og
flestir aðrir, stunda sína vinnu í banka
og bæjarskrifstofu, finnst gaman
að hlusta á tónlist frá sínum sokka
bandsárum á hljómplötum í frístund
um (Takk fyrir lagalistann í leikskrá)
og ferðast um heiminn í sumarfríum.
Það eina sem skilur þær að frá HIN
UM hjónunum er að þær tilheyra ekki
„norminu“, því viðmiði sem samfé
lagið hefur um hvernig kynin eiga að
fullnægja hvatalífi sínu, deila ástum,
löngunum og þrám.
Skínandi leikur
Karl Ágúst Úlfsson þýðir verkið og
meira en það, hann staðfærir það og
lætur það gerast á Akureyri. Þegar
þær Lísa og Lísa kysstust í fyrsta sinn
opinberlega gerðist það við eina mat
arhilluna í Nettó! Þær hjónin búa sem
sagt á Akureyri! Og aðstandendum
sýningarinnar er greinilega í mun að
Akur eyringar og norðanmenn all
ir rati í leikhúsið til að sjá sýninguna,
því þeir hafa unnið ötul lega að því
að opna upp á gátt aðgang að sýn
ingunni, ekki aðeins með samstarfi
við heimamenn og samtökin Hin
sem stendur fyrir Hinsegin Norður
land, heldur ekki hvað síst með því
að fá akureysku kanónurnar þær
Sunnu Borg og Sögu Jónsdóttur til að
leika þessi kvenhjón. Og það verður
að segjast eins og er, það hefur tek
ist meistaralega. Þær Saga og Sunna
leika Lísu Sveins og Lísu Konráðs
af einlægni og fegurð og hafa full
komið vald á hlutverkunum, túlka
breyskleika kvennanna sem og lífs
gleði þeirra og kímnigáfu. Saga sýn
ir okkur vel konuna sem er stífari á
meiningunni, launhæðin og hvöss á
köflum, ekki eins opinská og til í að af
hjúpa leyndarmál kvennanna og Lísa
Konráðs sem er frjálslyndari í hugs
un og aðeins lausari í rásinni. Sunna
er ekki síður góð í túlkun sinni og á
óborganlegan kafla þegar hún lýsir
flækjum fyrri ástarsambanda við kon
ur. Leikur þeirra beggja er laus við alla
uppgerð, þær hvíla vel í hlutverkun
um og ná að skapa afar trúverðuga
mynd af sambandi þar sem hefur
gengið á ýmsu, jafnvel framhjáhaldi
og alvarlegum sjúkdómum, mótlæti
sem þeim tekst að sigrast á. Búningar
þeirra og gervi hæfa þeim vel, klipp
ingin á Lísu Konráðs gerir hana að
sjarmerandi töffara.
Enn ein fjöðrin
Leikritið er alls ekki skrifað með hefð
bundnu sniði, þær Lísa og Lísa tala
nær allan tímann beint til áhorfenda
og segja þeim söguna af því hvernig
þær kynntust og urðu ástfangnar og af
lífi sínu almennt en eiga líka sín samtöl
inn á milli. Og þar skiptir sjálf sviðsetn
ing leikstjóra höfuðmáli og ekki síst áð
urnefnd leikmynd Móeiðar sem stað
setur raunsæislega stofu kvennanna
í gryfju í miðju leikrýminu svo höfuð
þeirra ná rétt upp yfir brún þess rým
is sem áhorfendur sitja í og umkringja
sviðið á fjóra vegu. Lísa og Lísa eru því
algerlega á valdi áhorfenda og reyndar
gagnkvæmt, þeir þurfa að líta niður á
líf þeirra, en þær upp til áhorfenda. Og
það er reyndar þannig að áhorfend
ur sitja uppi með þær og þær með þá
sem gerir sviðsetninguna enn „heim
ilislegri.“ Í þessu sambandi sviðs og
salar speglast enn frekar sá mismunur
sem samkynhneigðir hafa hingað til
mátt búa við og jafnvel þurft að grafa
sig niður með og fela fyrir umhverfi
og samfélagi. Jón Gunnar á heiðurinn
af leikstjórninni og samstarf hans við
leikkonurnar og aðra listamenn upp
setningarinnar hefur skilað áferðar
fallegri leiksýningu sem býr yfir mik
illi nánd, mannlegri hlýju og skilningi
á lífi samkynhneigðra para. Lísa og
Lísa er tvímælalaust enn ein fjöðrin í
hatt Leikfélags Akureyrar á yfirstand
andi leikári og nýtur sín sérstaklega
vel í Rýminu. n
n Næm og falleg sýning n Leikfélag Akureyrar gerir það gott
Lísa og Lísa
Leikstjóri: Jón Gunnar
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Eftir: Amy Conroy
Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson
Aðalhlutverk: Sunna Borg og
Saga Jónsdóttir
Rýmið - Leikfélag Akureyrar
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur
Fjöður í hatt Leikfélags Akureyrar Jón Gunnar á heiðurinn af leikstjórninni og samstarf hans við leikkonurnar og aðra listamenn
uppsetningarinnar hefur skilað áferðarfallegri leiksýningu sem býr yfir mikilli nánd, mannlegri hlýju og skilningi á lífi samkynhneigðra para.
í góðum fíling
Saga og Sunna
Englarnir
í beinni
Síðustu leiksýningu Engla al
heimsins í Þjóðleikhúsinu
verður sjónvarpað í beinni út
sendingu á RÚV þann 30. mars.
Sýningin er byggð á samnefndri
skáldsögu Einars Más Guð
mundssonar, en Þorleifur Örn
Arnarsson leikstýrir verkinu og
hefur fengið mikið lof fyrir upp
setninguna. Leikarinn Atli Rafn
Sigurðarson fer með aðalhlut
verkið, sem geðsjúkur maður að
nafni Páll, og þykir óaðfinnan
legur í túlkun sinni. Hljómsveitin
Hjaltalín sér um tónlistina fyrir
verkið.
Englar alheimsins var valið
leikrit ársins á Grímuverð
laununum. Alls hlaut verkið níu
tilnefningar.
Sex tíma
sýning í
náttúrunni
Nýtt verk eftir leikhópinn Kviss
búmm bang, Djöfulgangur, er
áhugavert fyrir margar sakir en
það felur í sér óvissuferð um eig
in undirheima og er líklega með
lengri verkum sem hafa verið
sett upp hér á landi en það tekur
sex klukkustundir og felur í sér
ferðalag í náttúru Íslands.
Verkið er sumsé í formi
óvissuferðar út á Reykjanes
skaga, sem leggur upp með að
þátttakendur komist að iðrum
eigin myrkurs. Undir leiðsögn
munu þátttakendur hitta fyrir
sínar niðurbældu skuggaverur
og eiga með þeim friðsælar
stundir. Verkið gengur út frá
þeirri sýn að myrkrið búi yfir
heilandi og skapandi krafti, sem
maður fær aðgang að, horfist
maður einlæglega og auðmjúkt í
augu við það.
Kviss búmm bang sam
anstendur af Evu Björk, Evu Rún
og Vilborgu og hafa þær unnið
saman í fimm ár og sýnt leikverk
sín á leiklistarhátíðum víða er
lendis, sem og sett upp sýningar
hér heima, til dæmis unnið með
Útvarpsleikhúsinu og Leikfélagi
Akureyrar.
Verkið verður frumsýnt í
mars og flokkast sem þátttöku
leikhús, þar sem sýningargestir
verða að þátttakendum og
ganga inn í aðstæður sem hafa
verið skapaðar, og fylgja handriti
og leiðbeiningum, oft í langan
tíma. Meginviðfangsefni Kviss
búmm bang er að rannsaka hið
„eðlilega“ og þar af leiðandi það
sem hefur verið markerað sem
„óeðlilegt“.
Betur sjá augu
Ljósmyndir íslenskra kvenna til sýnis
Í
Þjóðminjasafninu er fjall
að um ljósmyndun íslenskra
kvenna á sérstakri sýningu,
Betur sjá augu. Á sýningunni
er að finna ljósmyndaverk eftir
34 konur sem eiga það sameigin
legt að hafa unnið við ljósmynd
un hér á landi, flestar sem atvinnu
ljósmyndarar en einstaka sem
áhugaljósmyndarar.
Fyrsta konan sem lærði ljós
myndun og starfaði hér var
Nicoline Weywadt sem hóf störf
sem ljósmyndari á stofu sinni á
Austfjörðum árið 1872. Sýningin
nær því yfir 140 ára tímabil og eru
viðfangsefni ljósmyndaranna eftir
því fjölbreytt.
Sýningin er afrakstur tveggja
ára rannsóknarvinnu Katrínar
Elvarsdóttur, ljósmyndara og sýn
ingarhöfundar. Ljósmyndirnar
valdi sýningarhöfundur út frá
fagurfræðilegum forsendum.
Lögð var áhersla á myndir þar
sem persónuleg sýn og sköp
un ljósmyndaranna nýtur sín og
sem endurspegla um leið iðju
semi þeirra og áhuga á starfi sínu.
Ljósmyndunum var skipt í þrjá
flokka eftir viðfangsefni: landslag/
náttúra, fjölskylda/heimilislíf og
portrett/mannlíf.
Sýningin er samstarfsverkefni
Þjóðminjasafns Íslands og Ljós
myndasafns Reykjavíkur og er
því samtímis á báðum stöðum.
Í Myndasal Þjóðminjasafns eru
myndir sem flokka má sem fjöl
skylda/heimilislíf og portrett/
mannlíf. Í sýningarsal Ljósmynda
safns Reykjavíkur eru myndir úr
flokknum landslag/náttúra. Sýn
ingin stendur til 1. júní 2014. n
kristjana@dv.is
Lilly Lilly Tryggvadóttir ljósmyndari.
Guðrún Guðrún Funk Rassmussen 1890–1957Nanna Mynd eftir Nönnu Bisp sem bjó
fyrstu 20 ár ævi sinnar á Íslandi. F.1937