Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Side 51
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Menning 51
Kraftmikil og
marglaga saga
J
oel Dicker er 27 ára gamall og
er einn frægasti íbúi Geneva-
borgar þessa dagana. Hann er
stjarna og sló í gegn með sinni
annarri bók, La Vérité sur l’af-
faire Harry Quebert, eða Sann-
leikurinn um mál Harrys Quebert
eins og hún nefnist í útgáfu Bjarts
og þýðingu Friðriks Rafnssonar.
Joel hefur rætt um frægðina í kjöl-
far bókarinnar og sagt hana hafa
kollvarpað lífi sínu. Bandaríski út-
gáfurisinn Penguin greiddi hæsta
verð í sögu fyrirtækisins fyrir út-
gáfuréttinn og Joel hefur sagt frá
því að útgáfan og kynning bókar-
innar hafi tekið upp tvö ár af lífi
hans.
Hliðstæða við raunveruleikann
Svo sannarlega undurfurðuleg
hliðstæða við efni skáldsögu hans
sem fjallar um Marcus Goldman,
framagjarnan, ungan rithöfund
sem er kominn í sviðsljósið þótt
ekki sé víst að Joel fóti sig jafn illa í
því og söguhetja hans.
Söguþráðurinn er í stuttu máli
sá að Marcus þessi blindast í
frægðarsólinni og þjáist af megn-
um frammistöðukvíða. Ritlistin ein
og sér dugar honum ekki, frægð-
in er drifkrafturinn. Listin er ekki
nauðsynleg listarinnar vegna held-
ur tæki til þess að vera bestur.
Karmað býður upp á að svo
gallaður hrokagikkur fái megna
ritstíflu og sú verður raunin. Á sama
tíma og ritstíflan kæfir Marcus
er lærifaðir hans og fyrrverandi
kennari sakaður um voveiflegan
glæp. Að hafa myrt 15 ára gamla
ástmær sína þrjátíu árum áður.
Goldman er sannfærður um
sakleysi hans og ákveður að skrifa
bók um rannsókn glæpsins, upp-
hefst þá framvinda marglaga
glæpa- og ástarsögu sem hefur
fangað lesendur um gjörvallan
heim.
Meðalmennska
markaðshyggjunnar
Í fyrsta hluta bókarinnar er brugð-
ið upp mynd af útgáfubransanum
í New York sem er keyrður áfram
af markaðslögmálum. Að skrifa og
gefa út bók eru viðskipti. Bækur
eru eins og hlutabréf sem færast
upp og niður verðmætalistann eftir
ótal breytum.
Í þessum sama hluta er einnig
fjallað um bakgrunn höfundarins
og þrá hans til að skara fram úr.
Hræðslan við að vera ekki bestur
rekur hann áfram. Þannig fer hann
á mis við nauðsynlegan þroska.
Það er ákveðinn samhljómur í
þroskaleysi aðalsöguhetjunnar og
meðalmennskunnar sem er dreg-
in upp af markaðsdrifnum útgáfu-
bransanum.
Lesandinn getur varla annað
en slitið sig um stundarsakir frá
lestrinum og litið á bókarkápuna,
á henni stendur að tvær milljónir
hafi keypt bókina. Hún er einnig
kirfilega merkt sem metsölu- og
verðlaunabók. Það er skemmtileg
háðung fólgin í þessu bragði höf-
undar að flétta veruleikann svo
kirfilega við söguþráðinn.
Spegilmyndir og
leikur að ímyndum
Frásögnin heldur áfram að bæta
við sig lögum og í bókinni verð-
ur til bók sem hverfist um bók.
Þetta er ansi klaufaleg setning, en
sönn. Sagan um Harry er eins og
rússnesk matrúska.
Eftir því sem sögunni vindur
áfram fær hún á sig film-noir blæ
auk þess sem höfundur leikur sér
að frægum söguhetjum bókmennt-
anna. Þarna fyrst eykst kraftur
sögunnar. Stúlkan látna minnir á
Lolitu og Quebert á vesælan Hum-
bert. Amerískt smábæjarlífið er
dregið upp á einfaldan hátt. Nærri
því barnalegan. Stílbragðið til þess
fallið að minna á markaðshyggjuna
og einfaldleikann sem henni fylgir.
Í sögunni eru persónur spegil-
myndir annarra stærri persóna og
umhverfið er einfaldaðar ímyndir.
Lokahnykkur og lausn ráðgátunnar
fjallar svo á endanum um enn aðra
tilraun til þess að spegla, falsa og
draga upp aðra mynd af því sem er.
Áleitnar spurningar
Á bak við einfaldleikann má grilla í
þrá eftir einhverju meira og stærra.
Á endanum hefur lesandinn ekki
einungis lesið þrælgóða glæpa-
sögu heldur verið leiddur í gegn-
um þroskasögu höfundar. Í þroska-
sögunni hvíla áleitnar spurningar
um óttann við veruleikann og ein-
faldaðan heim neyslu og markaðs-
hyggju sem flestir láta sér nægja en
dugar engan veginn til þess að full-
nægja þörfum okkar. Einstaklega
kraftmikil og marglaga saga. n
n Eins og rússnesk matrúska
Sannleikurinn um
mál Harrys Quebert
Höfundur: Joel Dicker
Þýðandi: Friðrik Rafnsson
Útgefandi: Bjartur, 2014
700 blaðsíður
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Bækur
„Bækur eru eins
og hlutabréf sem
færast upp og niður verð-
mætalistann eftir ótal
breytum.
Stjarna Joel Dicker skaut upp á stjörnuhimininn rétt eins og söguhetju bókar hans.
Á samningi hjá útgefanda Bjarkar
Keyrsla hjá hljómsveitinni Samaris í Berlín
Í
yfirgefnu orkuveri í Austur-Berlín
sem var, rís klúbburinn Berg-
hain, með 1.500 manna dansgólf í
þessari borg þar sem teknóið neitar
að deyja. Í útbúi klúbbsins, sem nefn-
ist Kantine, gera þau Doddi, Áslaug
og Jófríður í Samaris sig reiðubúin
til að stíga á svið. Upphitunarhljóm-
sveitin er hin þýska Parasite Single,
sem varpar stiklum úr Ronju ræn-
ingjadóttur sitjandi Íslandshest á tjald
og hljómar annars talsvert eins og ís-
lenskt krúttband. Það skyldi þó aldrei
vera að tónlistarmenn hér í borg séu
örlítið „Inspired by Iceland“?
Hljómsveitin gaf sjálf út sínar
fyrstu tvær EP-plötur, en er nú kom-
in á samning. „Plöturnar seldust best
hjá 12 Tónum, og því gerðum við
samning við þá,“ segir Doddi. Þetta er
þó ekki eini samningurinn sem Sam-
aris hefur landað, því alþjóðlega sér
fyrirtækið One Little Indian, stund-
um skammstafað Óli, um útgáfuna.
Útgáfan átti stóran hlut í velgengi
Sykurmola Bjarkar á sínum tíma, en
þessa dagana gefur það auk Sam-
aris út Íslendingana Ásgeir Trausta
og Ólöfu Arnalds. En hvernig kemst
maður á samning hjá svo virtu fyrir-
tæki?
„Við vorum að spila á Airwaves,
og á off-venue tónleikunum var ég
svo þreyttur að ég gat varla staðið
uppréttur og sat á sviðinu. En svo
vildi til að Derek Birkett hjá útgáf-
unni var viðstaddur og hreyfst með
og bauð okkur samning.“
Það er mikil keyrsla hjá Samar-
is þessa dagana. Strax um nóttina er
haldið áfram til Hamborgar á blaða-
mannafund og tónleika og síðan
heim, en þau segjast fara í tón-
leikaferð eins og þessa í hverjum
mánuði. Jófríður er þar að auki
nýbyrjuð í tölvunarfræði.
„Þetta er tímafrekt, en ég
var líka að túra þegar ég kláraði
menntaskóla, svo þetta er alveg
hægt,“ segir hún.
En hvernig eru svo þýskir
áhorfendur? „Þeir eru mjög
áhugasamir um íslenska tónlist,“
segir Doddi. „Almennt gildir að
því sunnar í álfunni sem maður
fer, því meiri kliður verður í saln-
um og minni einbeiting.“
„Maður verður að búa til réttu
stemminguna. Það sama gildir hér
og á Íslandi, maður uppsker eins
og maður sáir,“ segir Jófríður.
Næsta plata Samaris, Silkidrangar,
er væntanleg í maí. n
valurgunnars@gmail.com
Silkidrangar í maí „Maður verður að búa til réttu stemminguna. Það sama gildir hér og á Íslandi, mað-ur uppsker eins og maður sáir,“ segir Jófríður. Næsta plata Samaris, Silkidrangar, er væntanleg í maí.
Ásgeir semur
tónlistina
Danshöfundurinn Lee Proud
enn að störfum
Laugardaginn 8. mars frum-
sýnir Borgarleikhúsið Furðu-
legt háttalag hunds um nótt á
Stóra sviðinu. Verkið hefur slegið
rækilega í gegn á West End, var
ótvíræður sigurvegari sviðslista-
verðlauna Breta, Olivier Awards,
á síðasta ári og hlaut sýningin
alls sjö verðlaun, m.a. sem besta
sýningin og besta leikritið. Engin
sýning hefur áður hlotið fleiri
verðlaun á hátíðinni.
Hilmar Jónsson leikstýrir
sterkum hópi leikara með Þor-
vald Davíð Kristjánsson í aðal-
hlutverki. Finnur Arnar Arnars-
son hannar leikmynd, Þórunn
María Jónsdóttir búninga og
Björn Bergsteinn Guðmunds-
son lýsingu. Danshöfundur
sýningarinnar er Lee Proud og
myndband hannar Petr Hloušek
en báðir léðu Mary Poppins list-
ræna krafta sína á síðasta leik-
ári. Frank Þórir Hall er höfundur
tónlistar en Ásgeir Trausti semur
og flytur titillag sýningarinnar,
Frá mér til ykkar. Ásgeir Trausti
verður ekki viðstaddur frumsýn-
ingu en hann er á fleygiferð um
heiminn og staddur í Asíu um
þessar mundir.
Högni
frumflytur
nýtt verk
Blásarakvintett Reykjavíkur leik-
ur á tónleikum á vegum Kamm-
ermúsíkklúbbsins sunnudaginn
23. febrúar ásamt píanóleikaran-
um Peter Máté. Tónleikarnir fara
fram í Norðurljósasal Hörpu og
hefjast kl. 19.30. Á efnisskránni
eru verk eftir Anton Reicha, Lud-
wig van Beethoven og Francis
Poulenc, auk þess sem nýtt verk
eftir Högna Egilsson, tónskáld
og meðlim hljómsveitarinnar
Hjaltalín, verður frumflutt.
Um verk sitt, Andartak
Tetiönu Chornovol, sem Blásara-
kvintett Reykjavíkur frumflytur á
tónleikunum á sunnudaginn seg-
ir Högni eftirfarandi:
„Tetiana Chornovol var úkra-
ínskur aktivisti og blaðakona sem
lést um síðustu jól af völdum bar-
smíða í Kænugarði. Hún hafði þá
nýlokið grein um spillingu inn-
an stjórnsýslunnar. Atvikið vakti
sterk viðbrögð, bæði í Kænu-
garði og annars staðar í heimin-
um. Borgarastyrjöld geisar nú í
Kænu garði.“