Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Síða 62
Helgarblað 21.–24. febrúar 201462 Fólk „Loftur var einstakur fyrir vinsemd“ Gísli málaði mynd af Lofti að honum látnum, sem verður boðin upp til styrktar útigangsfólki É g sat heima við og var að mála minningar frá Vík í Mýrdal þegar síminn hringdi. Mér brá við fréttirnar af andláti Lofts og sneri mér að nýju verkefni og byrj- aði að mála Loft eftir minni,“ segir Gísli Holgersson sem málaði mynd af Lofti Gunnarssyni sem lést fyrir aldur fram 20. janúar 2012. Loftur var útigangsmaður og eftir andlát hans var stofnaður minningarsjóður í nafni hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að berjast fyrir lögbundn- um mannréttindum útigangsfólks. Gísli hefur fært minningarsjóðn- um myndina að gjöf og stefnt er að því að bjóða hana upp og láta ágóðann renna til minningarsjóðs- ins. Þann tíma sem minningar- sjóðurinn hefur verið starfandi hafa, meðal annars, verið keypt ný rúm fyrir Gistiskýlið og Konukot en hvort tveggja er næturathvarf fyrir heimilis laust fólk sem flest á við vímuefnavanda að stríða. Gísli er úr Garðabæ en þaðan var Loftur líka. Leiðir þeirra lágu saman á unglingsárum Lofts en þá rak Gísli GH heildverslun á Garða- torgi. „Þeir sem ekki muna Loft, þá var hann hár vexti, hafði afar fal- lega framkomu og var með himin- blá stór augu sem nánast var ekki hægt að víkja sér undan. Loftur kom inn og spurði mig hvort ég ætti góða sápu og blöðkur til að strjúka af glerinu. Ég átti það til og Loftur lauk verkinu af einlægni og sóma. Stundum kom það fyrir að aðr- ir búðareigendur báðu einnig um hreinsun á sama tíma fyrir sann- gjarnt verð,“ segir Gísli. Hann segir Loft hafa verið vel gef- inn og fannst mikið til hans koma. „Loftur var einstakur fyrir vinsemd, góðmennsku og fallega framkomu. Ég trúi því að Loftur hafi oft kallað til æðri staða um hjálp fyrir sjálfan sig og aðra sem voru undir í lífinu. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar á heimasíðu minningar- sjóðsins: lofturgunnarsson.com. n Málaði Loft Hér eru móðir Lofts og Gísli með myndina sem hann málaði af Lofti. Mynd Sigtryggur Ari Ólafur Ragnar les Harry Potter Dorrit klifraði í köðlum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, er ýmislegt til lista lagt. Nýkominn frá Sochi hélt hann af stað til Skaftfells til að afhenda Eyrarrósina og var þar dómari í kökukeppni sem haldin var í til- efni sýningarloka á 15 ára afmæl- issýningu menningarmiðstöðv- arinnar um helgina. Forsetinn lét ekki aftakaveður á sig fá en Fjarðarheiðin var nánast ófær og barðist hann yfir heiðina til að komast á áfangastað. Ólafur Ragnar skar tertur af miklum móð og var hróðugur af listfengi sínu. Frá þessu segir í Austurglugg- anum. „Það er sjaldan sem ég fæ svona skemmtilegt verkefni,“ sagði Ólafur en dæmt var eftir út- liti, bragði, þéttleika og hollustu. Fleira óvænt kom í ljós um forsetann í heimsókn til grunn- skólans, þar sem forsetinn vildi hvetja unga nemendur til lestrar og sagði frá því að hann hefði les- ið fyrstu Harry Potter-bókina og hrifist af. Þá brá forsetafrúin á leik og skellti sér í kaðlana í Íþróttaskóla Hugins við mikla hrifningu nem- enda. Hélt upp á afmælið í Los Angeles Svala Björgvinsdóttir er sæl og glöð á heimili sínu í Los Angeles þessa dagana. Hún undirbýr næsta tónlistarmyndband Steed Lord við lagið Curtain Call sem kemur út eftir nokkrar vikur. Fyrst verður gefið út myndband með lifandi flutningi og seinna verður gefið út annað myndband þar sem mikil listræn vinna er lögð til grundvallar. Svala hélt einnig nýverið upp á afmælið sitt og var margt góðra gesta. María Birta og stelpurnar í Charlies voru á með- al gesta sem glöddu hana með nærveru sinni. Sunneva Sverrisdóttir vinnur að nýjum sjónvarpsþætti Þ etta er ofboðslega gaman og á meðan þetta er skemmti- legt þá held ég þessu áfram,“ segir Sunneva Sverrisdóttir, dagskrárgerðarkona á Popp- tíví. Hún vinnur nú að gerð þáttanna Prófíls, sem hefja göngu sína þann 27. febrúar næstkomandi, en þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára er þetta önnur sjónvarpssería Sunnevu. Mikið púsluspil Sunneva hefur í nógu að snúast þessa dagana en samhliða dagskrár- gerðinni nemur hún viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og um helgar situr hún undirbúningsnám- skeið hjá Icelandair þar sem hún mun starfa sem flugfreyja í sumar. „Það er frekar mikið púsluspil að ná þessu öllu og fyrir vikið hefur maður því miður minni tíma fyrir vinina og djammið,“ segir Sunneva. „En þetta tekst og gengur alveg upp ef maður er vel skipulagður. Svo er þetta líka bara spurning um að forgangsraða; gera þessa hluti núna og svo er kannski hægt að hafa tíma til að fara til útlanda eða skella sér á djammið einhvern tímann seinna. En núna gerir maður voða lítið ann- að en að sofa, borða og vinna.“ Leyniskyttur á þakinu Sunneva bjó í tæpt ár í Argentínu, en þangað flutti hún ásamt fjölskyldu sinni. „Foreldrar mínir ákváðu að taka sér frí frá lífinu á Íslandi, flytja út og prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Þar var ég í alþjóðlegum mennta- skóla sem var mjög áhugavert því þetta var einkaskóli og þar kynntist ég allt öðrum heimi en ég hafði þekkt hérna heima. Þetta voru allt börn sendiherra og stjórnmála- manna þannig að það var rosa mikið um einkabílstjóra, „penthouse“- íbúðir og VIP-kampavínsherbergi. Í skólanum var tennisvöllur og sund- laug en skólans var gætt af vörðum með hríðskotabyssur og á opnum skólaskemmtunum voru síðan alltaf leyniskyttur á þakinu. Það var ótrú- lega áhugavert að kynnast þessu, enda allt öðruvísi en lífið sem maður þekkti á íslandi,“ segir hún. „Það var alveg frábært að búa í Buenos Aires. Maturinn var náttúr- lega sjúklega góður, þarna fær mað- ur besta nautakjöt í heimi, og borgin er líka svo skemmtileg. Þar var alltaf nóg að gera en auðvitað saknaði ég Íslands alveg frekar mikið.“ Kenndi á snjóbretti Þar sem að Sunneva var í alþjóðleg- um menntaskóla útskrifaðist hún ári fyrr en jafnaldrar hennar heima á Ís- landi. Hún hafði því ár til að gera eitt- hvað skemmtilegt áður en leiðin lægi í háskóla og skellti sér því í hálft ár til Austurríkis. „Snjóbretti eru mitt helsta áhuga- mál og ástríða. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara á snjóbretti þannig að ég ákvað eftir mennta- skóla að gera það sem mér þótti skemmtilegast að atvinnu minni. Fyrst fór ég í tungumálaskóla í Vínarborg og þaðan upp í Alpana þar sem ég vann við að kenna á snjóbretti sem var alveg fáránlega skemmtilegt,“ segir Sunn- eva. Vantaði eitthvað að gera Þegar heim kom vantaði Sunnevu eitthvað skemmtilegt að gera áður en háskólinn tæki við. „Þá datt mér í hug að það gæti verið skemmtilegt að vinna í sjón- varpi og skrifaði handrit að þáttun- um Tveir + sex, sem ég gerði svo í samstarfi við Stórveldið,“ segir hún. „Fyrir skömmu var síðan haft samband við mig af 365 og ég beðin um að koma og vinna hjá þeim. Þeir gáfu mér svigrúm til þess að gera þátt sem ég hafði mikinn áhuga á og allt í einu var ég byrjuð á glænýjum sjón- varpsþætti.“ En hvernig sér Sunneva framtíð- ina fyrir sér? „Ég veit það ekki. Ef einhver hefði spurt mig fyrir fimm árum hvar ég yrði í dag þá hefði ég aldrei sagt að ég yrði að gera hlutina sem ég er að gera núna. Þannig að ég hreinlega þori ekki að segja til um það. En ég vil halda áfram að gera verkefni sem mér finnst skemmtileg og áhugaverð og vonandi vinna með fólki, hvort sem að það verður í sjónvarpi eða einhverju öðru.“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Með snjóbrettadellu Snjóbretti eru eitt helsta áhugamál Sunnevu. Mynd SunneVA SVerriSdóttir nóg að gera Sunneva vinnur að sínum öðrum sjónvarpsþætti, þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára. Mynd Sigtryggur Ari „Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara á snjóbretti Frúin bakaði 55 kökur Hallgrímur Helgason fagnaði 55 ára afmæli á dögunum. Kærasta hans, Þorgerður Agla, tók sig til og bakaði 55 bollakökur í tilefni dagsins. „Sem betur fer er velkvæni ekki bannað á Íslandi,“ sagði Hallgrímur um framtakið, afar sæll. fyrir djammið Enginn tími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.