Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 8
Helgarblað 7.–10. mars 20148 Fréttir
„Happa og glappa
hver fær íbúð“
n Fjögurra ára bið Sædísar eftir félagslegri íbúð n Endar á götunni í apríl
V
ið höfum beðið og beðið,
en það virðast allir vera
teknir fram fyrir okkur,“ seg
ir Sædís Hrönn Samúels
dóttir, sem beðið hefur eftir
félagslegri íbúð í fjögur ár fyrir sig og
dóttur sína. Í hennar sveitarfélagi
er almennt talað um tveggja ára bið
eftir íbúð. Hún er nú í tímabundnu
húsnæði en mun missa það á næstu
mánuðum og er að leita sér að íbúð.
Sú leit gengur hægt og illa. Það er
önnur íbúðin sem þær mæðgur hafa
viðdvöl í tímabundið og segist Sædís
varla hafa tekið upp úr kössunum.
Svartur leigurekstur
Sædís segist sjá fram á að þær
mæðgur verði heimilislausar um
miðjan apríl ef fer sem horfir. Hún
leigir nú íbúð á 150 þúsund krónur
í gegnum kunningsskap, en segist
ekki geta leigt sambærilega íbúð
eða minni, á sama verði eða lægra, í
bænum. Leiguverð sé of hátt og oft
ar en ekki á að leigja íbúðir svart.
Þá fær einstaklingur ekki stuðning
sveitarfélagsins, enda engir skatt
ar greiddir af tekjum íbúðarinnar.
„Ég fæ fá svör þegar ég hringi og ég
hringi mjög reglulega til að kanna
stöðuna,“ segir hún og segist hr
ingja í húsnæðismálafulltrúa allt að
þrisvar í viku. „Það virðist vera voða
lega happa og glappa hver fær íbúð.
Þessi tveggja ára bið er löngu liðin.
Ég er ein með dóttur mína og öryrki
og mér er sagt að ég geti ekki kom
ist hærra á biðlistann eða að þörfin á
íbúð verði metin meiri.“ Samt hefur
hún ekki fengið íbúð.
Löng bið
Sædís hefur beðið, sem áður sagði,
eftir félagslegri íbúð í fjögur ár, eða
frá fæðingu dóttur sinnar. Sædís er
einstæð móðir og öryrki og henni
hefur verið tjáð að í Hafnarfirði séu
einfaldlega ekki nógu margar íbúð
ir. Um 250 manns eru á biðlista eftir
íbúðum, en bærinn á rúmlega 200
íbúðir. Það er því setið um þær. Mið
að er við tveggja ára bið á biðlistum
bæjarins eins og staðan er núna,
en árlega eru um 30 íbúðum út
hlutað. Nýverið greindi bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir, að ekki standi til
að fjölga félagslegum íbúðum held
ur hækka frekar húsaleigubætur og
viðbótarhúsaleigubætur og greiða
þannig niður húsaleigu á almenn
um markaði.
„Það er ekki á dagskrá hjá okk
ur að fara Kópavogsleiðina og fjölga
íbúðum í eigu bæjarins,“ sagði Guð
rún í samtali við vefinn Gaflari.is
en sagði ljóst að mikill vandi væri á
húsnæðismarkaðnum almennt og
að fjölga þurfi tryggu leiguhúsnæði
sem og að auðvelda fólki að eign
ast eigið húsnæði. Leita á eftir sam
starfi hjá fjárfestum og einkaaðilum
til að byggja upp slíka kosti. Hug
myndin er sú að með því að byggja
upp húsnæðismarkaðinn sé þörfin
fyrir félagslegar íbúðir minni.
Búa í tjaldi
Sædís segir biðina taka sinn toll
bæði af sér og dóttur sinni. „Ég
reyni auðvitað að láta þetta ekki
hafa áhrif á hana, en hún veit að
við erum að fara að flytja. Þetta fer
ekkert fram hjá henni. Hún sagði
við mig um daginn að í sumar gæt
um við bara flutt í tjald og hún var
með þetta allt á hreinu. Það væri of
kalt til þess að vera þar núna, en í
sumar væri það hægt. Hún ætlaði
að geyma dótið sitt á grasinu, nema
bækurnar til að vernda þær frá rign
ingunni. Mér finnst þetta falleg
hugsun en að sama skapi óþægilegt
að vita til þess að hún sé að hugsa
um þetta,“ segir Sædís. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Ég fæ fá svör
þegar ég hringi og
ég hringi mjög reglulega
til að kanna stöðuna.
Tjalda Dóttir Sædísar
segist ætla að tjalda í
sumar ef þær hafi ekki
fengið íbúð.
Enn ekkert
samkomulag
Fundi strandríkjanna í makríl
deilunni lauk á miðvikudags
kvöld án samkomulags. Með
fundinum var ætlað að reyna til
þrautar að ná samkomulagi um
skiptingu veiðiheimilda í mak
ríl. „Fullreynt er að samning
ur náist á þeim grundvelli sem
lá fyrir milli Íslands og ESB í
haust,“ segir Sigurður Ingi sjáv
arútvegsráðherra í tilkynningu
sem barst eftir fundinn.
Ísland hefur tekið þátt í við
ræðum strandríkja um skipt
ingu makrílstofnsins síðan árið
2010. Ekki hefur tekist á þessum
árum að ná samkomulagi um
stjórnun og skiptingu veiðanna
milli strandríkjanna sem eru,
auk Íslands, Noregur, Færeyjar
og ESB.
Um þessa niðurstöðu seg
ir Sigurður Ingi: „Það er mikil
synd að ekki hafi tekist að ljúka
samningi, tækifærið var svo
sannarlega til staðar eftir mun
hærri ráðgjöf Alþjóða hafrann
sóknaráðsins nú í haust. Hægt
hefði verið að semja um veiðar
innan marka ráðgjafar án þess
að nokkurt ríki hefði þurft að
draga úr veiðum sínum.“
Í haust lá fyrir samkomulag
milli Íslands og ESB um hvern
ig leysa mætti deiluna. Um það
segir Sigurður Ingi: „Grunnur
þess samkomulags byggðist á
sjálfbærum veiðum og tiltek
inni hlutdeild Íslands. Evrópu
sambandið tók að sér að fylgja
málinu eftir gagnvart Noregi.
Norðmenn hafa því miður kom
ið í veg fyrir að þetta samkomu
lag næði fram að ganga ekki síst
með ósveigjanlegri og órök
studdri kröfu um veiðar langt
umfram vísindalega ráðgjöf.“
Farið verður yfir stöðuna
á næstu dögum og undirbú
in ákvörðun um heildarafla ís
lenskra skipa í makríl á komandi
vertíð. „Það er ljóst að viðræð
um um stjórn makrílveiða fyrir
2014 er nú lokið,“ segir Sigurð
ur Ingi, „við munum áfram leit
ast við að stuðla að lausn sem
byggir á vísindalegum grunni,
sjálfbærri nýtingu og sanngjörn
um hluta allra strandríkjanna.“
Ráðherrann hvetur enn frem
ur strandríki til að sýna ábyrgð
þegar komi að ákvörðun um
veiðar á makríl í ár.
Síðumúla 11, Sími 5686899, netfang vfs@vfs.is, 108 Reykjavík. www.vfs.is
RAFMAGNSVERKFÆRI FAGMANNSINS
Verkfæras l v itir félö um í
Fé gi Húsbí eigenda
25% fslátt.