Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 12
Helgarblað 7.–10. mars 201412 Fréttir
F
ullyrðingar Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra um að styrkveitingar
ráðuneytis hans til ýmissa
verkefna á landsbyggðinni,
séu í samræmi við það sem gerðist í
tíð síðustu ríkisstjórnar eiga ekki við
rök að styðjast. Sigmundur sagði í
Kastljósi á þriðjudag að um væri að
ræða lið á fjárlögum sem búinn var
til á síðasta kjörtímabili, og heyrði
undir ráðherranefnd um atvinnu-
mál.
Þá sagði hann að styrkjunum
hefði verið úthlutað á „nákvæmlega
sama hátt“ og á síðasta kjörtímabili.
Ýmsir hafa leiðrétt þessi ummæli
Sigmundar Davíðs undanfarna daga,
þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir,
fyrrverandi forsætisráðherra. Ráð-
herranefnd um atvinnumál fór eft-
ir mjög stífum reglum við úthlutun
fjárframlaga. Ekki fæst séð að for-
sætisráðherra hafi fylgt þeim reglum
við úthlutun styrkjanna.
Gamaldags vinnubrögð
Oddný G. Harðardóttir var formaður
fjárlaganefndar árið 2011. Nefndin
fór í gagngera endurskoðun á út-
hlutun slíkra styrkveitinga árið 2011
með það að markmiði að auka gegn-
sæi. „Orðrómur um að þingmenn
væru að hygla sínu fólki og sínum
kjördæmum sérstaklega var orðinn
hávær. Ég gat ekki viðhaldið þessari
vitleysu og mikill meirihluti nefndar-
innar var sammála mér og með sam-
eiginlegu átaki gátum við komið
þessum málum í betra horf,“ segir
hún í samtali við DV.
Útgangspunkturinn hafi verið að
fjárlaganefnd og fagnefndir gerðu
tillögur um umfang einstakra fjár-
lagaliða en sjóðir, félagasamtök,
menningarráð landshluta, vaxtar-
samningar sveitarfélaga og ráðu-
neyti sæju um dreifingu til einstakra
verkefna eftir ákveðnum viðmið-
um. Óljós svör forsætisráðherra við
skriflegri fyrirspurn á Alþingi eru
ástæðan fyrir því að fjórir þingflokk-
ar stjórnarandstöðunnar hafa óskað
eftir rannsókn og skýrslu frá Ríkis-
endurskoðun vegna óljósrar „stjórn-
sýslu og ógagnsæi við úthlutun
opin bers fjár“.
Í svörum Sigmundar kemur fram
að ný skrifstofa menningararfs komi
að styrkveitingunum. Hún hafi hins
vegar ekki tekið til starfa fyrr en
1. febrúar og að enn sé unnið að
stefnumótun. Af svarinu fæst ekki
séð að búið sé að setja verklags-
reglur um það á hvaða forsendum
styrkirnir eru veittir. „Mér sýnist Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson vera
að taka upp gamaldags vinnubrögð
sem fjárlaganefnd hefur hafnað,“
segir Oddný í samtali við DV.
Óhefðbundnar aðferðir
Styrkirnir, sem Sigmundur veitti
sjálfur eftir að hann færði „þjóð-
menningu“ undir forsætisráðu-
neytið, nema alls 205 milljónum
króna en þar af fóru 97 milljónir í
Norðausturkjördæmi, heimakjör-
dæmi Sigmundar. Styrkveitingarn-
ar hafa verið með óhefðbundnu og
heldur óformlegu sniði en það hefur
meðal annars verið gagnrýnt að þær
hafi hvergi verið auglýstar.
Svo virðist sem það sé undir ráð-
herra sjálfum komið hvaða verk-
efni fá styrki. Eins og rakið hefur
verið hvatti Sigmundur Davíð for-
seta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
til þess að sækja um styrki hjá ráðu-
neytinu á fundi framsóknarmanna
sem snerist um störf flokksins. Þá
veitti hann Fljótsdalshéraði fimm
milljóna króna styrk úr ríkiskass-
anum með SMS-skilaboðum til for-
seta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs,
án þess þó að nokkur umsókn hefði
verið lögð fram.
Í skriflegu svari Sigmundar Dav-
íðs við fyrirspurn Brynhildar Péturs-
dóttur, þingmanns Bjartrar framtíð-
ar, varðandi styrkveitingarnar kemur
meðal annars fram að þær hefðu
byggt á „fyrirliggjandi gögnum“ en
ekkert kemur fram varðandi hvaða
gögn er átt við. Ráðherrann svar-
ar því ekki hvaða skriflegu verklags-
reglur séu í gildi í ráðuneytinu um
úthlutun styrkjanna en bendir á að
skrifstofa menningararfs vinni „nú
að stefnumótun“ án þess þó að farið
sé nánar út í það.
Fyrrverandi ráðherrar leiðrétta
Eins og fyrr segir vísaði Sigmund-
ur Davíð til þess í Kastljósviðtalinu
að um væri að ræða lið á fjárlögum
sem heyrði undir ráðherranefnd um
atvinnumál. Ráðherranefnd þessi
fór eftir mjög stífum reglum við út-
hlutun fjárframlaga. Fagnefndir á
vegum ráðuneyta fóru yfir verkefn-
in. Þá var farið yfir þau í ráðherra-
nefnd um atvinnumál þar sem fjórir
ráðherrar áttu sæti auk embættis-
manna og fagfólks úr ráðuneytun-
um fjórum. Ráðherranefndin bar
síðan ákvörðun sína undir ríkis-
stjórn en hvert einasta verkefni sem
styrkt var fór í gegnum þessar síur.
„Fór Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson eftir þessu ferli og eftir
þeim reglum og viðmiðum sem ráð-
herranefndin fór eftir? Ekki er það
að sjá á svari hans við fyrirspurn-
um frá þingmönnum,“ segir Oddný.
Jóhanna Sigurðardóttir hrakti um-
mæli Sigmundar á Facebook í vik-
unni. „Forsætisráðherra segir að
styrkveitingar nú séu í samræmi við
stjórnsýslu fyrri ríkisstjórnar. Ekki er
það nú svo. […] Um styrkveitingar
fyrri ríkisstjórnar voru settar ítar-
legar reglur um framkvæmd og
eftirlit með framgangi verkefna.“
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver-
andi formaður Vinstri grænna, tók í
sama streng í samtali við fréttastofu
RÚV. „Í fyrsta lagi voru mótaðar
skýrar verklagsreglur um meðferð
þessa fjár, strax á árinu 2012. Í öðru
lagi voru verkefnin yfirleitt undir-
búin í fagráðuneytunum, stund-
um í samstarfi tveggja ráðuneyta
eða fleiri. Í þriðja lagi gengu þannig
undirbúnar tillögur til ráðherra-
nefndar um atvinnumál, í henni
sátu fjórir ráðherrar, og hún fjallaði
um öll verkefni af þessu tagi, allar
fjárveitingar.“ n
Öflugum leysi-
bendum fargað
Tollverðir stöðvuðu nýverið
sendingu sem innihélt 120 leysi-
benda sem voru að styrk um-
fram það sem leyfilegt er. Í til-
kynningu frá tollstjóra kemur
fram að sendingin hafi komið
frá Taílandi samkvæmt pöntun
héðan. Notkun leysibenda sem
eru umfram 1 mW að styrk er
háð leyfi Geislavarna ríkisins. Þar
sem umræddir leysibendar voru
umfram leyfileg mörk höfnuðu
Geislavarnir umsókn um inn-
flutning þeirra. Innflytjandi fór þá
fram á að þeim yrði fargað, sem
hefur nú verið gert.
Tollstjóri minnir á að notkun
ólöglegra leysibenda getur verið
hættuleg eins og dæmin sanna.
Upp hafa komið atvik, þar sem
fólk hefur orðið fyrir skaða af
völdum þeirra. Jafnframt tilvik
þar sem hætta hefur skapast
þegar leysibendum hefur verið
beint að farartækjum til dæmis
bílum og flugvélum. Geislavarn-
ir ríkisins ráðleggja fólki að horfa
ekki í blett sem öflugur leysi-
bendir myndar, en endurvarpið
sjálft getur valdið augnskaða. Þá
bendir tollstjóri á að óheimilt er
að nota öfluga leysibenda án leyf-
is frá Geislavörnum ríkisins, auk
þess sem tilkynna ber Geislavörn-
um um innflutning þeirra.
Ákærður fyrir
að skera á háls
Gísli Þór Gunnarsson, sem af-
plánar nú tveggja og hálfs árs
dóm í Stokkseyrarmálinu, er aft-
ur fyrir dómi en hann er ákærður
ásamt síbrotamanninum Jóni
Einari Randverssyni, fyrir sér-
staklega hættulegar líkamsárásir
og fjársvik. Tvítug kona er einnig
ákærð en hún hefur ekki hlotið
refsidóm áður.
Þremenningarnir settu auglýs-
ingu um kynlífsþjónustu í dagblað,
að því er segir í ákæru. 38 ára mað-
ur svaraði auglýsingunni, og falað-
ist eftir vændi, en Gísli Þór og Jón
Einar reyndu að ræna hann eftir að
hann hafði greitt konunni og særði
Gísli Þór hann með hníf, að því að
fullyrt er í ákæru. Fórnarlambið
hlaut tvo skurði á hálsi, annar
þeirra var þvert yfir hálsinn í átt
að barkanum. Er um „sérstaklega
hættulega líkamsárás,“ að ræða að
mati ákæruvaldsins.
Ræddu aukna
samvinnu
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra fundaði
síðdegis á miðvikudag með
Alison Redford, forsætisráð-
herra Alberta-fylkis í Kanada.
Á fundinum voru ræddir
möguleikar á aukinni sam-
vinnu Íslands og Kanada, og
Alberta-fylkis sérstaklega, í
kjölfar beinna flugsamgangna,
en Icelandair opnaði á mið-
vikudag beina flugleið til Ed-
monton, höfuðborgar fylkisins.
Fór með rangt
mál í Kastljósi
Sigmundur Davíð sagði styrkveitingar í samræmi við vinnubrögð fyrri stjórnar
ESB-ummælin
hrakin
Sagði skýrt að hlé á aðildar
viðræðum væri ekki í boði
Fleiri ummæli sem Sigmundur lét falla í
Kastljósviðtalinu hafa verið hrakin á síð-
ustu dögum. Hann sagði það vera skýra
afstöðu af hálfu Evrópusambandsins að
hlé á aðildarviðræðum væri ekki í boði,
og að ríkisstjórnin yrði að taka afstöðu
til þess hvort viðræðum yrði haldið
áfram eða umsókn Ísland dregin til baka.
Þetta hefur síðustu daga verið hrakið af
talsmönnum Evrópusambandsins.
Peter Stano, talsmaður Stefans Füle,
stækkunarstjóra Evrópusambandsins,
sagði þetta rangt í svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins. Evrópusambandið hefði
ekki sett nein föst tímamörk í þessum
efnum. Vísaði hann til orða Füle, þar sem
hann sagði að slíkt væri undir stjórnvöld-
um á Íslandi komið. Þá sagði Stano að
allri annarri túlkun á orðum stækkunar-
stjóra sé hafnað, sem og að þau séu sett
í annað samhengi en það sem þau voru
látin falla í. Matthias Brinkmann, sendi-
herra Evrópusambandsins á Íslandi, sagði
ákvörðunina algjörlega undir íslenskum
stjórnvöldum komna.
Það vakti einnig athygli þegar Sigmundur
opinberaði í viðtalinu að hann hefði
skrifað undir bréf sem sent var í hans
nafni á framsóknarmenn árið 2009, þrátt
fyrir að innihald þess hafi farið þvert
gegn sannfæringu hans. „Ég skrifaði ekki
þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín
afstaða,“ sagði Sigmundur en í bréfinu
var stefna Framsóknarflokksins í Evrópu-
málum rakin. Þar kom fram að það væri
rangt að kröfur um óskorað forræði yfir
auðlindum þjóðarinnar myndu hamla því
að af aðildarsamningi gæti orðið.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Gamaldags vinnubrögð“ Oddný G.
Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar
og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar,
segir útlit fyrir að forsætisráðherra sé að
taka upp „gamaldags vinnubrögð“.
„Mér sýnist
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson vera að
taka upp gamaldags
vinnubrögð sem fjár
laganefnd hefur hafnað.