Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 16
Helgarblað 7.–10. mars 201416 Fréttir Engar hótanir en óljós skilaboð frá ESB Framhald aðildarviðræðnanna virðist alfarið í höndum Íslendinga E nn stendur til að slíta aðildar- viðræðum Íslands við Evrópu- sambandið eins og tillaga ut- anríkisráðherra gerir ráð fyrir. Tekist hefur verið á um í fram- haldinu af tillögunni hversu auðvelt er fyrir Ísland að hefja aðildarferli að nýju. Sé ferlið skoðað í heild sinni, allt frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild og til dagsins í dag, kem- ur í ljós að það er afar umfangsmik- ið. Þegar er búið að loka ellefu samn- ingsköflum af 33 en enn hefur Ísland ekki afhent sambandinu samnings- afstöðu sína í fjórum köflum. Þar á meðal eru kaflar um sjávarútveg og landbúnað sem eru þeir kaflar sem flestir telja mikilvægustu kaflana í samningaviðræðunum. Misvísandi skilaboð frá ESB Tilraunir stjórnarinnar til að keyra málið í gegn á þinginu hafa sætt mik- illi gagnrýni og hafa stjórnarand- stöðuþingmenn spurt af hverju mikil- vægt sé að draga umsóknina til baka með svona miklum hraða. Útskýr- ingar stjórnarliða á því eru að ekki sé hægt að halda viðræðunum í lausu lofti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vísaði til þess í viðtali í Kastljósi í vikunni að þrýst hafi verið á ríkisstjórnina að taka ákvörðun. Ekki liggur fyrir hvenær sú krafa kom fram en stækkunarstjóri Evrópu- sambandsins, Stefan Füle, hefur sagt að Ísland stjórni ferðinni. Skilaboð- in hafa hins vegar alls ekki verið skýr. José Manuel Barrosso, forseti fram- kvæmdastjórnar sambandsins, hef- ur til að mynda sagt að klukkan tifi og það sé allra hagur að ákvörðun verði tekin án frekari tafa. Matthias Brink- mann, sendiherra Evrópusambands- ins á Íslandi, segir hins vegar engan þrýsting vera af hálfu Evrópusam- bandsins. „Það er algjörlega undir Ís- landi komið að ákveða þetta og við komum ekki nálægt slíku. Þetta er ákvörðun Íslands, íslensku þjóðarinn- ar og ríkisstjórnar hennar,“ sagði hann í viðtali við RÚV á miðvikudag. Áfram mótmælt á Íslandi Búið er að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðunum á Austur velli reglulega frá því að ákvörðunin var kynnt. Boðað hef- ur verið til mótmæla fyrir utan Al- þingishúsið næstkomandi laugar- dag og hafa þegar um 1.500 boðað komu sína á fundinn en átta þús- und manns mættu á mótmælafund síðastliðinn laugardag. Á sama tíma hafa 45 þúsund skrifað undir áskor- un á þingið að slíta ekki viðræðunum og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Skoðanakannanir sýna svo mikinn stuðning þjóðarinnar við þjóðaratkvæðagreiðslu, eða rúmlega 80 prósent. Vilji þjóðarinnar virðist því vera nokkuð skýr. Það er hins vegar ekki komið í ljós hvort stjórnarflokkarnir verði við kröfu fólksins um þjóðaratkvæði og orðin „pólitískur ómöguleiki“ heyrast gjarnan í samhenginu. Aft- ur á móti hafa, eins og DV fjallaði um á þriðjudag, minnst fimm stjórn- arþingmenn, úr báðum stjórnar- flokkunum, lýst yfir vilja til að ræða við stjórnarandstöðuna á þingi um málið og opnað á einhvers konar málamiðlun. Hefur þá tillaga Vinstri grænna um hlé og þjóðaratkvæða- greiðslu undir lok kjörtímabilsins verið nefnd sérstaklega. Þegar komin undanþága Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir síðan 27. júní árið 2011 að loknu rýniferli á lögum á Íslandi og í Evrópu- sambandinu. Á því tímabili hafa 27 kaflar verið ýmist opnaðir eða klárað- ir. Í minnst einum af köflunum sem hafa verið opnaðir er búið að sam- þykkja ótímabundna undanþágu frá regluverki Evrópusambandsins fyrir Ísland í formi sérlausnar. Fjallað er um þetta atriði í viðauka við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem Gunnar Bragi Sveinsson, núver- andi utanríkis ráðherra, lagði fram á Alþingi nýverið en andstæðingar aðildarviðræðnanna hafa meðal annars vísað í skýrsluna þegar þeir hafa haldið fram að engar undanþág- ur séu í boði frá regluverkinu. Sérlausnin sem þegar hefur verið Staða viðræðnanna Viðræðum lokið: n Utanríkis-, öryggis- og varnarmál n Hugverkaréttur n Félagaréttur n Neytenda- og heilsuvernd n Frjáls för vinnuafls n Menntun og menning n Vísindi og rannsóknir n Fyrirtækja- og iðnstefna n Réttarvarsla og grundvallarréttindi n Samevrópskt net n Samkeppnismál Viðræður hafnar: n Opinber innkaup n Upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar n Orkumál n Flutningastarfsemi n Félags- og vinnumál n Framlagsmál n Fjárhagslegt eftirlit n Hagtölur n Fjármálaþjónusta n Tollabandalag n Frjálsir vöruflutningar n Efnahags- og peningamál n Utanríkistengsl n Umhverfismál n Skattamál n Byggðastefna og samræming uppbyggingarsjóða Samningsafstaða afhent: n Matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði n Dóms- og innanríkismál Samningsafstaða liggur ekki fyrir: n Sjávarútvegur n Landbúnaður og dreifbýlisþróun n Frjálsir fjármagnsflutningar n Staðfesturéttur og þjónustufrels Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Svona hefur ferlið verið frá upphafi 16. júlí 2009 Alþingi samþykkir að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. 33 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 28 á móti og tveir sátu hjá. Allir flokkar nema Sam- fylkingin klofna í atkvæðagreiðslunni. 17. júlí 2009 Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra senda formanni ráðherraráðs ESB bréf þar sem tilkynnt er um aðildarumsóknina. 22. júlí 2009 Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra afhendir formanni ráðherraráðs Evrópu- sambandsins formlega aðildarumsókn Íslands að sambandinu. 27. júlí 2009 Fundur utan- ríkisráðherra ESB samþykkir að vísa umsókn Íslands til fram- kvæmdastjórnar ESB og fela henni að vinna álit á umsókninni. 17. júní 2010 Leiðtoga- ráð Evrópusambandsins samþykkir að hefja aðildar- viðræður við Ísland. 27. júlí 2010 Aðildar- viðræður Íslands og ESB hefjast formlega með ræðu Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra á ríkjaráðstefnu ESB og Íslands. 15. nóvember 2010 Fyrsti rýnifund- ur Íslands og ESB fer fram. Á rýnifundunum var farið yfir löggjöf beggja aðila í þeim 33 efnisköflum Apríl 2011 Fyrstu samningsafstöður Íslands afhentar Evrópusambandinu. 20. júní 2011 Rýniferlinu lýkur. 27. júní 2011 Eiginlegar samningaviðræður á milli Íslands og ESB hefjast að lokinni rýnivinnu. 27. apríl 2013 Stjórnarmeirihlut- inn fellur í kosning- um til Alþingis. 22. maí 2013 Ný ríkisstjórn mynduð undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Apríl 2013 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skilaði Alþingi skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 22. október 2009 Íslensk stjórnvöld skila svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar ESB. 24. febrúar 2010 Framkvæmdastjórn ESB skilar áliti á umsókn Íslands um aðild að sambandinu og mælir með því að hefja samninga- viðræður. 14. janúar 2013 Stjórnarflokkarnir (Samfylking og VG) ákveða að hægja á aðildarviðræðun- um við ESB. 13. júlí 2013 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundar með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og gerir grein fyrir ákvörðun nýrrar ríkisstjórn- ar að gera hlé á viðræðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.