Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 17
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Fréttir 17
Borgin varð af
300 milljónum
n Dýrkeyptar tafabætur n Byggja sex hundruð íbúðir í Vatnsmýrinni
R
eykjavíkurborg skuldaði
fasteignafélaginu Hlíðar
fæti samtals 385 milljónir
króna í tafabætur vegna
frestunar sem urðu á fram
kvæmdum félagsins á Hliðarenda
svæðinu í Vatnsmýrinni. Þetta
kemur fram í svari frá Reykja
víkurborg við fyrirspurn DV um
hversu miklar tafabætur borgin
greiddi til félagisns. Hlíðarfótur er
í eigu knattspyrnufélagsins Vals og
einstaklinga og aðila sem tengjast
því íþróttafélagi í gegnum hlutafé
lagið Valsmenn ehf.
Í vikunni var greint frá því að
framkvæmdir á jörðinni eigi að
hefjast næsta haust en fyrir liggur
deiliskipulag um landsvæðið sem
heimilar byggingu 60 þúsund fer
metra íbúðarhúsnæðis á því. Um
er að ræða um 600 íbúðir sem eiga
að kosta á bilinu 25 til 30 milljarða
króna, samkvæmt ársreikningi
Hlíðarfótar fyrir árið 2012. Brynjar
Harðarson er framkvæmdastjóri
Valsmanna.
Krafan notuð til
skuldalækkunar
Krafa Valsmanna var notuð til að
lækka skuld félagsins við Reykja
víkurborg vegna kaupa á Hlíðar
endalandinu í fyrra. Þetta kem
ur fram í samningi á milli
Reykjavíkurborgar, Valsmanna
hf. og Knattspyrnufélagsins Vals
sem undirritaður var í fyrrasumar
um fullnaðaruppgjör vegna fram
kvæmdanna. Tafabætur kostuðu
borgarbúa því umtalsverða fjár
muni og kom ekkert í stað þeirra í
fjárhirslur Reykjavíkurborgar.
Í svari frá samskiptasviði
Reykjavíkurborgar um tafabæturn
ar kemur fram að þær hafi verið
hluti af fullnaðaruppgjöri vegna
kaupa Valsmanna á landinu af
Reykjavíkurborg: „Samningur um
fullnaðaruppgjör vegna allra fyrri
samninga Reykjavíkurborgar, Vals
manna og Knattspyrnufélagsins
Vals var undirritaður 24. júní 2013.
Í samningnum er sagt að með upp
gjöri þessu falli niður allar aðrar
kröfur Valsmanna hf. og Reykja
víkurborgar vegna þessa máls í fyrri
samningum aðila, þ.m.t. ógreiddar
tafabætur og dráttarvaxtagreiðslur
á þær, sem og allar verðbætur.“
Samningsbundnar tafabætur
Valsmenn ehf. keyptu landið af
Reykjavíkurborg árið 2005 og
hugði félagið á mikla uppbyggingu
á svæðinu. Kaupverð landsins var
ríflega 870 milljónir króna, ríflega
1.500 milljónir króna á verðlagi
dagsins í dag.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi og þáverandi borgar
stjóri í Reykjavík, segir að hún hafi
skrifað undir samninginn fyrir
hönd borgarinnar. „Já, ég gerði
það. Ég man vel eftir því.“
Í samingi Reykjavíkurborgar
og Valsmanna frá því í apríl 2006
kemur skýrt fram að tafabætur upp
á 10 milljónir króna skuli greið
ast fyrir hvern mánuð sem fram
kvæmdirnar við uppbygginguna
á svæðinu tefjist vegna seinkun
ar á gerð lóðarleigusamnings eða
deiliskipulags.
Steinunn Valdís segist hins
vegar ekkert hafa komið samn
ingsgerðinni sjálfri, líkt og eðlilegt
er þar sem slíkt er yfirleitt í verka
hring embættismanna sem starfa
innan borgarkerfisins. Hún ber því
ekki ábyrgð á tafabótunum þótt
hún hafi skrifað undir samninginn
fyrir hönd Reykjavíkurborgar. DV
hefur ekki heimildir fyrir því hver
það er hjá Reykjavíkurborg sem
ber ábyrgð á því að tafabæturnar
voru settar inn í samninginn.
Framkvæmdirnar drógust
Framkvæmdir á svæðinu drógust
hins vegar miklu lengur en
forsvarsmenn Hlíðarfótar ætluðu
þar sem Reykjavíkurborg bað um
að uppbyggingu á svæðinu yrði
frestað. Þessi frestun setti strik í
reikninginn fyrir félagið sem hafði
greitt borginni 500 milljónir króna
af tæplega 900 milljóna kaup
verði jarðarinnar árið 2005. Vals
menn skulduðu Reykjavíkurborg
því nærri 400 milljónir, nánar til
tekið 372, í kjölfar viðskiptanna. Á
verðlagi dagsins í dag nemur þessi
skuld nærri 650 milljónum króna.
Sökum þess að Valsmenn höfðu
gert verulegar fjárhagslegar skuld
bindingar vegna kaupanna á
landinu voru tafabæturnar greidd
ar. Samningarnir sem Reykja
víkurborg gerði við forsvarsmenn
Hlíðarfótar og Valsmanna komu
sér illa fyrir borgina af því þeir
stóðust ekki og borgin þurfti að
greiða bætur vegna þessa.
Skuldaði Reykjavíkurborg
tæpan milljarð
Í ársreikningi Hlíðarfótar fyrir árið
2012 kemur fram að skuld félags
ins við Reykjavíkurborg hafi numið
tæplega 935 milljónum króna í
lok þess árs. Sú skuld var tilkom
in vegna samkomulags sem félag
ið gerði vegna kaupanna á landinu
2006 og 2007. Á móti þessari skuld
átti félagið kröfu á borgina vegna
umræddra tafabóta sem leiddi til
lækkunar á kröfunni.
Í samkomulaginu um loka
uppgjör á milli Valsmanna og
Reykjavíkurborgar kemur fram að
heildargreiðslan sem Valsmenn
eigi að greiða til borgarinnar sé 605
milljónir króna. Þetta er 330 millj
ónum krónum minna en bókfærð
skuld dótturfélags Valsmanna,
Hlíðarfótar ehf., við borgina í lok
árs 2012. Tafabæturnar hafa því
verið notaðar til skuldajöfnunar
í viðskiptunum. Tafabæturnar
leiddu því til þess á endanum að
Valsmenn þurftu að borga ríflega
þriðjungi minna fyrir Hlíðarenda
landið en félagið hefði annars þurft
að gera. n
Engar hótanir en
óljós skilaboð frá ESB
afgreidd snýr að strangari kröf
um um hámark kadmíum í fosfór
áburði. „Í skýrslu utanríkisráðu
neytisins frá apríl 2013 kemur
fram að Evrópusambandið hafi
fallist á að Ísland héldi strangari
hámarksgildum fyrir kadmíum
í fosfóráburði,“ segir í viðauka II
með skýrslu Hagfræðistofnunar.
Krafa Íslands um sérlausn í mál
inu byggði á lýðheilsusjónarmið
um og sérstökum aðstæðum í
jarðvegi og búskaparháttum á Ís
landi. n
18. febrúar 2014
Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands skilar utanríkis-
ráðherra skýrslu sinni.
21. febrúar 2014
Stjórnarflokkarnir sam-
þykkja að styðja tillögu
utanríkisráðherra um að
slíta aðildarviðræðum við
Evrópusambandið.
5. mars 2014
Meira en 45
þúsund manns
hafa skrifað undir
áskorun á Alþingi
að setja málið í
þjóðaratkvæði.
Funduðu Sigmundur
Davíð hefur fundað
með Jose Manuel
Barosso, forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB.
Afsláttur vegna tafabóta Vals-
menn hf. fengu ríflega 300 milljóna
afslátt frá Reykjavíkurborg vegna þess
að borgin náði ekki að standa við gerða
samninga um fasteignauppbygginu á
Hlíðarendasvæðinu. Mynd HöRðuR SveinSSon
ingi Freyr vilhjálmsson
ingi@dv.is
Stjórnarformaðurinn Grímur Sæmunds-
son er stjórnarformaður Hlíðarfótar og einn
af aðstandendum Valsmanna hf. Mynd SRpHoto
Skrifaði undir fyrir borgina Steinunn
Valdís Óskarsdóttir skrifaði undir samn-
inginn við Valsmenn árið 2006 en hún var
borgarstjóri í Reykjavík árin 2004 til 2006.
Mynd BRAgi ÞóR JóSeFSSon
„Já ég gerði
það, ég
man vel eftir því.